Tíminn - 24.12.1957, Blaðsíða 4

Tíminn - 24.12.1957, Blaðsíða 4
4 ★ JÓLABLAÐ TÍMANS 1957 ★ s, iiniar a ^Qáfandi Suviar er komið, kaldur vetur liðinn klakaðar slóðir þiðir sumarblœrinn, hvassviðrin þaggast, hlýnar kaldur sœrinn, hljómþýðir ómar greina um bárukliðinn. Sjófuglinn vakir, sœll á öldum hreinum syndir hann rótt hjá gömlum fjörusteinum. Á voru landi lifir sumargróður Ijóselskur fagur, hlýr við sólarylinn. Úthafs frá strönd og upp um fjallaþilin umvefja blómhöf vora œttarmóður. Nóttin er björt, sem dagur dýrra landa. Daggperlur völcva blóm sem hraun og sanda. Um örœfin ríkir ró og helgur friður rimbundið mál vort lýsir lielgi fjalla Hátign vors lands, hún heillar alla alla er hreinlífi unna. — Er sem tímans niður eigi þann mátt er ávallt endurómi? Ylgeisla vald nœr hlúa að hverju blómi. Hásumar íslands hvílik dýrð á jörðu heyrist í lofti söngfuglanna kliður. í fjallahlíðum angar birkiviður árhiðir þylja lögin mildu, hörðu. Sólgeislar landi kœrar kveðjur fœra kœrleiks frá sól, þeir lífga og endurnœra. Himinsól yljar hvítum jökulbungum hýrt er vort land um dal sem fjallabrúnir. Ætíð er Ijóst að allífs geisla rúnir umvefja sprek sem hlyn með gróðri ungum. Jafnrétti vakir yfír háu og lágu. Alföðurs vald nœr jafnt að stóru og smáu Björgvin Filippusson frá Hellum. á eftir, að undirskrift konunnar er einmitt eitt af því grunsamlegasta við arfleiðslugjörning þennan, og bendir ótvírœtt til þess, að skráin hafi a.m.k. ekki verið lesin upp, né arfleiðendum gert (nægilega) kunnugt efni hennar, því ella er útilokað að frúin hefði skrifað und- ir. Skýringin er hér vitanlega sú, að þeir félagar, B. og Gr., koma þvi svo fyrir, að láta ekki skrána til undirskriftar fyrr en á allra síð- ustu stundu, en þá er Á.M. að missa meðvitund og því enginn tími til annars en skrifa undir samstundis og án nokkurra vafninga. Auk þess var konan orðin hreint gamal- menni, hálf áttræð eða meir. Af því, sem nú hefir verið sagt, viröist mér hiklaust mega draga þá ályktun, að ekki einasta skorti alla sönny.n eða tryggingu fyrir því, að Árni Magnússon hafi af frjálsum vilja og fullu ráði gert og/eða undirritað umrœddan arf- leiðslugjörning, heldur bendi og yfirgnæfandi likur til þess, að hann hafi ekki, né þau hjón hvorugt, gert sér Hóst eða verið gert lcunn- ugt efni hans, enda öll aðferð þeirra kumpána, Bartholins og Grams, grunsamleg í mesta máta. Til viðbótar þesstr vil ég nú draga fram nokkur atriði, sem beinlínis benda til þess, að Árni Magnússon hefði aldrei skrifað undi.r slika arfleiðsluskrá, ef hann hefði verið við fulla heilsu, and- lega og líkamlega. Annaöhvort sé efni skrárinnar hreint ekki frá honum komið, eða að hann hafi þá verið orðinn bilaður maður og ó- ábyrgur gjörða sinna. Þvinæst mun ég síðan víkja að ýmsum fleiri grunsamlegum atriðum í sam- bandi við margnefnda erföaskrá. VI. Eins og ég gat um áðan, er sú hlið erfðaskrárinnar, sem að kon- unni (ekkjunni) snýr, í mesta máta grunsamleg og reyndar beinlínis ógeðfelld, a.m.k. eins og hún var framkvæmd. Samkvæmt ákvæðum skrárinnar skyldi ekkjan þegar gerð ómyndug eigna sinna og manns síns, — en þaú voru barn- laus — og var henni ekki tilskil- inn svo mikið sem minnsti íhlut- unarréttur um meðferð eignanna, en háskólinn hinsvegar gina yfir öllu. Til lífsframdráttar í ellinni voru henni einungis ætlaðir vextir af lausu fé búsins, með þeirri smekklegu athugasemd, sem auð- skilin er þótt hún sé ekki orðuð beinlínis, að þetta ætti að vera (fjandans) nóg handa henni, með „nægilegri sparsemi'. Nú hygg ég að engum blöðum þurfi um það að fletta, að konan hefði aldrei farið að skrifa undir slík erfðaskrárákvæði, ef hún hefði gert sér ljóst hvað um var að ræða, eða henni gefist tími eða aðstaða til að athuga það. Og því siður hefði Árni Magnússon mœlt fyrir um slíkt eða undirskrifað með fullri rænu, því hvorki gat hann fitjaö upp á slíkri smekkleysu og fjar- stæðu — þar sem fyrst og fremst var um eignir konunnar að tefla — né heldur gat hann reiknað með því, að hún myndi samþykkja það eða undirrita. Nú ber þess að gæta, sem al- kunnugt er, að konan hafði verið mjög vel efnuð, enda höfðu eignir búsins a. m. k. aðrar en safnið, verið (eingöngu) frá henni runnar. Er mælt að Á. M. hafi meðfram fyrir þær sakir gengið að eiga konu þessa, enTiún var 10 árum eldri en hann. Það eru heimildir fyrir því, að konan var fésýslukona, og vas- aðist í slíku bak við manninn, og lét hann m.a.s. finna það oftsinn- is, að þetta væru hennar peningar, enda vildi hún jafnan hafa forræði fjarmálanna í hendi sjálf, þar sem og að ríki Á. M. var fyrst og fremst af öðrum heimi en þeim. Það má svo hver trúa því sem vill, að þessi kona hefði farið að afsala sér öllum eignum og eigna- forrœði, til henni alls óviðkomandi manna. Þetta er svo bersýnileg fjarstæða, hvernig sem á er litið, að engu tali tekur. Þá bendir ekki framkoma há- skólans gegnvart ekkjunni til þess að dáleikar hafi verið með henni og þeirri stofnun, þvert á móti sýnilegt, að þeir tortryggja hana og vilj a koma öllu í kring áður en hún fái snúið sér við. Þessvegna vaða þeir inn á heimilið strax mn morg- uninn (F.J. I. 37), áður en hinn látni er orðinn kaldur eða búið að leggja hann til, og skrifa allt upp og innsigla innanhúss, og hafa safnið á brott með sér. Þessar að- farir voru auðvitað hreint siðleysi, eins og á stóð. Enginn nauður rak háskólann til sliks ef löglega hefir verið frá öllu gengið. Hinsvegar er eftirtektarvert að strax og Háskól- inn hafði komið öllu sínu á þurt land, virðist áhugi hans fyrir sjóðs- stofnun Á. M. gufa upp, sjálf erfða- skráin hverfur, sbr. síðar, og fé- lagarnir Bartholin og Grain svíkj- ast algerlega um að ganga frá skipulagsskrá fyrir sjóðinn, og er það ekki fyrr en þeir eru báöir löngu dauðir, að loks er hafizt. handa um að setja saman ein- hverja skipulagsskrár(ó)mynd. Þess má geta, að ekkja Árna Magnússonar andaðist fáum mán- uðum eftir þessa innrás háskól- ans. íslendingar hafa stundum haft horn í síðu þessarar konu, svo sem skemmst er að minnast af útreið þeirri, sem hún fær í íslandsklukk- unni. Hitt er þó sennilega mála sannast, að hún eigi ekki s'iikan agnúahátt að Islendingum. Til eru í söfnum bréf, þar sem hún segist t.d. ætla að fara að læra íslenzku, því nú sé hún orðin „íslenzk tiama“. Sýnir þetta m.a., að hún leit ekki niður á íslendinga, og viðurkenndi mann sinn sem íslending, og lífs- starf hans frá þvi sjónarmiði. Þetta má gjarnan hafa í huga, ef menn kynnu að telja undirskrift konu þessarar einhverja trygging fyrir sannfræðilegu gildi erfðaskrárinn- ar. Því fer vissulega viðs fjarri. VII. Eg vék að því hér að frarnan hversu ólíkt það var Árna Magnús- syni, að gefa safn hinna íslenzku handrita framandi aðila, án þess aö gera neinn fyrirvara íslandi til handa, eða svo mikið sem sjá um að skilað væri úr safninu hingað heim því, sem hann var ekki eig- andi að, etc. Hinsvegar verður samt ekki dregið i efa, að hann hafi haft í huga að arfleiða eða stofna gjafa- sjóð eða stofnun, sem bæri hans nafn, til þess að láta vinna áfram áð handritunum, söfnun, afritun eða útgáfu þeirra, svo sem að vísu á að heita að gert hafi verið. En þá er það undarleg tilhögun, væg- ast sagt, — sem erfðaskráin mælir fyrir um — að fara að iaka sjálft höfuðverlcefni og verðmœti þessar- ar stofnunar undan henni, þ.e. handritin sjálf, og gefa þau annari stofnun til endanlegrar eignar. Auðvitað var eðlilegast, að hvort- tveggja fylgdist að eignarréttar- lega, handritin og sjóður sá, sem stofnaður var til þess að vinna úr þeim. Hitt hafði engan skynsamleg- an tilgang, að kljúfa þetta í sund- ur, eins og erfðaskráin gerir. Bend- ir þetta enn til hins sama, og margt annað, að vilji Árna Magnússonar hafi verið misskilinn eða mistúlk- aður af þeim, sem erfðaskrána sömdu, og/eða að hann hafi verið orðinn bilaður maður, er hér var komið. Þá er það enn og ekki síður grun- samlegt, hversu losaraleg og óá- kveðin erfðaskráin er, aö því eina atriði slepptu, að háskólinn hirði safnið til sín. Það er auðsjáanlega aðalatriðið fyrir þeim, sem skrána sömdu. Til annars er bersýnilega kastað höndum, t.d. eru sem næst engin fyrirmœli um sjóðinn, en allt lagt á vald þeirra félaga, Barth. og Grams, að ákveða og ráðstafa al- gerlega að éigin geðþótta. Er slíkt vissulega ólíkt Á. M., þeim ná- kvæma og fyrirhyggjusama manni, að ganga þannig frá erfðaskrá. Þó tekur út yfir allan þjófabálk, þeg- ar þeir félagar tilskilja sér persónu- lega rétt til þess að mega breyta erfðaskránni síöar eftir eigin vild og geðþótta. Ekki svo mikiö sem þeir t.d. þyrftu að hafa ekkjuna með í ráðum. Er þetta eitt aí þeirn ákvæðum í erfðaskránni, sem vart fœr staðizt, að Á. M. hafi raunveru- lega til ætlast, eða fyrir lagt, ef hann hefði heill um fjallað. Efast ég reyndar um, að slík erfðaskrá eða erfðáskrárákvæði séu eða hafi nokkru sinni verið gild að réttum lögum, þótt ekki hefði fleira komið til. Þess er ennfremur rétt að geta, að Árni Magnússon hafði áður ver- ið búinn að gera arfleiðsluskrá, enda fengið konungsleyfi til strax 1709. Hefði það verið ætlun hans að umbylta eða gjörbreyta þessari arfleiðsluskrá, má ætla aö slíkur fyrirhyggjumaður sem hann hefði þá varla dregið það svo mjög úr hömlu, heldur verið búinn aö því fyrir löngu. Ekki eru heldur vit- aðar neinar sérstakar uppáfallandi ástæður fyrir þvi að Á. M. færi nú að gera nýja erfðaskrá, en nema hina fyrri úr gildi. Einasta mætti geta sér þess til, að Á. M. hafi áður reiknað með að lifa lengur en frúin — hann var 10 árum yngri — en er hann sá nú fram á hið gagnstæða, hafi hann þurft eða viljað gera (einhverja viðbót (codicil) í því tilefni, t. d. tilnefna skiptafor- stjóra í búið eða þessháttar. En þetta er þó sem sjá má hrein ágizk- un. En undarlegt er það þó, að fyrri erfðaskráin hverfur þá þegar, og er þannig ekki lengur til hlið- sjónar eða leiðbeiningar í þessu efni. Hinsvegar myndi engum detta í hug að koma fram með neinar tilgátur og því síður getsakir í þessu sambandi ef aðferð og háttalag þeirra félaganna B. og Gr. gœfi eJcki beint tilefni til. — Hversvegna draga þeir að koma með skrána til undirskriftar fyrr en maðurinn er alveg í andlátinu? Sjálfir fylgdugt þeir vel með hvað fram fór, og plagg sem þetta var ekki stundarverk að setja saman og höfðu þeir enda nægan fyrirvara. Þessi dráttur hlýtur þessvegna að vekja illar grunsemdir um, að ékki hafi verið sem bezt mél i þeirn poka. Auk þess svo, sem áður segir, er engin trygging fyrir því, að Á. M. hafi yfirleitt „undirritað" skrána, a.m.k. svo löglegt væri, og jafnvel þött svo hefði verið, er alls engin sönnun, nema siður sé fyrir þvi að hann hafi, er hér var komið, verið „andlega svo heill, að hann hafi verið fœr um að gera slíkan gförning á skynsamlegan hátt“, Ég vík svo að því bráðlega, sem upplýst er um andlega heilsu Árna Magnússonar síðasta árið, eftir á- fallið mikla 1728. VIII. Svo er það loks erfðaskráin sjálf, þetta höfuð heimildargagn Kaup- mannahafnarháskóla fyrir safnf Framhald á bls. 33.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.