Tíminn - 24.12.1957, Blaðsíða 3

Tíminn - 24.12.1957, Blaðsíða 3
★ JÓLABLAÐ TÍMANS 1957 lA 3 x átt, enda þótt safninu væri fyrst L um sinn, og eins og þá horfði við, L ráðstafað. til geymslu við Kaup- L mannahafnarháskóla. Er þetta því i undarlegra þar sem vitað er, að hann taldi sig vinna að handrit- söfnuninni í islands þágu fyrst og fremst (skv. t. d. F. J. I. bls. 179 o v.), og að vitað var hins vegar að • íslendingum líkuðu misjafnlega þessir flutningar handritanna úr landi (sbr. F.J. I. 160, B.M.G. 47), sem þau og guldu ógurlegt af- hroð fyrir, brunann 1728, skipreika í hafi, o. s. frv. Ennfremur er vit- að, að Árni Magnússon var alls ekki heimildarmaður að ýmsu því, sem talið er, að hann hafi „arfleitt“ Kaupmannahafnarháskóla að, svo sem eiginleg ríkisskjöl, og þó eink- um mikið af skjölum og handrit- um, sem hann háfði fengið að láni héðan að heiman til afskrift- ar. Er hreint fráleitt, um svo grand varan og heiðarlegan mann sem Árni Magnússon var, aö hann heföi, — ef hann hefði sjálfur þarum fjallað, — farið að arfleiða óvið- komandi aðila að þessum gögnum án alls fyrirvara, í stað þess að sjá um að þau kæmust til skila. Er þetta og þeim mun fráleitara þegar þess er gætt, að Árni Magn- ússon var í rauninni enginn sér- stakur vinur Dana (sbr. F.J. 83— 84—85 o. v.), og átti enda oft and- streymt úr þeirri átt, Bræðra- tungudómur, jarðabókaruppgjör o. fl. Og ekki virðast störf hans við háskólabókasafnið, þrátt fyrir allt, hafa verið metin það mikils, að hann t. d. fengi veitingu fyrir safn varðarstöðunni, þegar hann átti heimting á henni, og þessvegna fremur ólíklegt, að hann hafi tekið slíku ástfóstri við þá stofnun, að hann færi að fremja slí'ka óhæfu gagnvart löndum sínum hér heima, þjóð og fósturjörð, að leggja þessi menningarverðmæti undir hana um alla framtíð, og klíkur þær, sem þar hafa húsum ráðið, og mann- gerðirnar Holst-Christensen og Warberg eru nýgerð sýnishorn af. Vissulega er slík arfleiðsla með hinum mestu ólíkindum, svo sem betur skal að vikið hér á eftir. Og það er t. d. einkennandi í þessu sambandi, og sýnir hvílíkt virðing- arleysi Hafnarháskóli hefir sýnt vilja og óskum Árna Magnússon- ar látins, minningu hans og öllu lífsstarfi, er þeir velja sjóöi hans sbr. 2. tl. hér að framan, heitið „Legat til de Danske og Norske Histories Oplysning og Forbedr- ing“!, en íslands ekki svo mikið sem getið einu orði!! Allir vita þó, að Árni Magnússon var góður is- lendingur, og öll handritasöfnun hans og rannsóknir voru fyrst og fremst miöaðar við ísland og ís- lenzka sögu og menning. Má hver trúa því sem vill að Önnur eins háð- ung og þessi nafngift hafi með nokkrum hætti verið að vilja eða óskum Árna Magnússonar, eða neinn veg frá honum runnin. Það er auðvitað ekki svaravert, þegar Danir reyna nú, í síðustu blaðaskrifum, að halda því fram, að Á. M. hafi litið á sig sem Dana en ekki lengur sem íslending. Þetta er ekki annaö en móðgun, og gróf- asta tilraun til sögufölsunar. Eng- inn heiöarlegur maður myndi reyna að halda slíku fram, enda talar Á. M. víða um „mit fædreland, Is- land“, þ. á. m. í bréfi til sjálfs kon- ungsins, dags. 12. nóv. 1720, og þyk- ist ekki maður minni að. (B.M.G. bls. 41). Það er að vísu rétt, að Árnl Magn ússon var algerlega bilaður maður eftir áfallið mikla 1728, sem og beinlínis dró hann til dauða. Hitt er jafnvíst, að hann hefði aldrei gert erfðaskrána þannig úr garði zjálfur, með fullum vilfa og réttu ráði. Hér hafa annarlegir aðilar um fjallað. Ekki svo að skilja, að ég telji erfðaskrána falsaða, í þeirri merkingu, sem venjulega er lögð í það orð. Enda yrði slikt og aldrei sannað úr þessu. Hinsvegar er aug- Ijóst, þegar skráin er lesin niður í kjölinn, og allar aðstæður hafðar í huga, að ekki getur verið allt með felldu um plagg þetta. Og vil ég ennfremur leyfa mér að halda því fram, að erfðaskráin sé ógild sem slík, bæði að þeirra tíma lögum og núgildandi. Og loks get ég ekki bet ur séð, en að ýmsar og reyndar yfirgnœfandi líkur séu fyrir því, að alvarlegt misferli hafi verið í frammi haft af háskólans mönnum í sambandi við samningu og undir- skrift erfðaskrárinnar, sem og einn ig stofnskrána síðar og framkvæmd hennar. Myndi þegar af þessu leiða, að engin hefð kemur til greina háskólanum til handa, þrátt fyrir vörzlu handritanna síðan. IV. Nú eru ýmsir, sem telja að ekki megi ræða handritamálið svo, að styggt geti Dani. í þessu kennir að vísu vantrúar á málstaðinn, — að gamla bcenarskrárleiðin sé hin eina færa —, en allt um það er jafnan rétt að forðast illindi ef kostur er. En það er alger misskilningur, að það sé nokkur móðgun við Dani (núlifandi), þótt raktar séu sögu- legar staðreyndir eða atvik frá fyrri öidum, eða að það sé yfirleitt til framdráttar nokkru máli, að þora ekki að segja sannleikann Bjarni Gislason rithöfundur. helzti útherji íslendinga í handritamálinu. jafnvel þótt hann kunni að móðga einhvern. Eða eru rök dönsku há- skólamannanna í handritamálinu kannski sérstaklega kurteisleg og nærgætin gagnvart íslenöingum: Að þeir hafi verið orðnir svo aumir og volaðir, að þeir hafi hvorki get- að varðveitt handritin, í sínum leku moldarkofum, né heldur haft meiri skiintng á gildi þeirra en svo, að þeir hafi helzt notað þau í um- búðir og fatasnið, svo sem Danir hafa þrásinnis haldið sýningar á, íslendingum til háðungar. Siðan hafi það verið Danir, sem hafi gerst bjargvættir þessara norrænu menn ingararfleifða, sem nú eigi með rangindum og vanþakklæti að á- sælast úr hendi þeirra. Hér er sem sé verið að nugga okkur íslending- um upp úr þeriri eymd og niðurlœg- ingu, sem fyrst og fremst var verk Dana sálfra að koma okkur í. Og þó miklu logið á.okkur í þokkabót. Þessi er málflutningur Dana, eöa hinna dönsku háskólamanna, gagn vart íslendingum í þessu máli, svo sem nú er skemmst að minnast eft- ir óþokkaskrif þeirra Holst-Christ- ensens og Warbergs, sem að framan var getið, og fleiri þeirra líka. Annars er það í rauninni mis- skilningur að tala um erjur við Dani um handritin. Það eru ekki Danir eða danska þjóðin, sem held- ur þeim fyrir okkur, heldur fá- Flufningur Dana á safninu í ný cg bæft húsakynni, bandir ekki fi! þess að þeir liyggi á afhsndingu þeirra. menn klikci háskóla- og safnmanna í Kaúpmannahöfn. Hinsvegar má fullyrða, að danskur almenningur sé ekki mótsnúinn íslendingum í þessu máli, og mikill f jöldi manna ■af öllum stéttum beinlinis fylgj- andi áfhendingu liandritanna, og telja afstöðu háskólamanna til vanvirðu fyrir hina dönsku þjóð, og þvi áreiðanlega ósárt um, þótt eitthvað sé við þeim blakað. Það er mikils um vert, ef unnt yrði að losa um tök Hafnarháskóla á hinum íslenzku handritum, því ef hann er ekki réttilega að þeim kominn stoðar engin hefð þótt ald- ir hafi runnið, og vissulega allt annað að eiga urn þessa hluti við dönsku þjóðina sjálfa eða danska stjórnmálamenn heldur enn þess- ar eftirlegukindur gamaldanskra nýlendusjónarmiða, sem engu hafa gleymt og ekkert lært, þótt þeir reyndar kenni sig við æðstu menntastofnun hinnar ágætu dönsku þjóðar. V. Nú er rétt að rekja það nokkuð nánar, hvað kunnugt er um hagi og heilsufar Árna Magnússonar dag- ana fyrir andlátið, er „erfðaskráin“ var gerð (undirrituð), og hvernig sjálfan arfleiðslugjörningin bar að. Árni Magnússon andaðist á heim ili sínu í Kaupmannahöfn 7. jan- úar 17350, snemma morguns. Hann hafði legið veikur um hríð, þungt haldinn, og þyngdi stöðugt, þar til yfir lauk. Virðist hann hafa falið þeim Bartholin og Gram að ganga frá arfleiðsluskjölum, þó ekkert sé reyndar upplýst um það nánar. Er frá því sagt, að Árni Magnússon hafi stundum veriö með óráöi i leg- unni. Hinn 4. janúar er hann orð- inn svo aðframkominn, að Jón Ól- afsson (Grunnvíkingur), sem var heimilismaður hans og skrifari, skildi varla hvað hann sagði (F.J. B. 32). Ekki voru þeir félagar, Barth olin og Grarn, þá enn komnir með arfleiðsluskrána til undirskriftar, og fylgdust þeir þó vel með að hverju stefndi um heilsufar Árna Magnússonar. Siðan fær hann hinn 6. janúar prestþjónustu, en slíkt er yfiríeitt ekki gert fyrr en undir það síðasta, og ekki venjulegt, að menn fáist við veraldarsýsl eftir þaö. Ekki virðast þeir félagar enn- þá hafa verið komnir með skrána, og hafa þeir þannig, af einhverjum ástæðum, ekki kært sig um að hafa svo mjög hraðan á. Er þeir loks koma með hana (6. jan.) er Árni Magnússon orðinn svo langt leidd ur, aö hann gat ekki skrifað undir hjálparlaust, enda deyr hann um nóttina. Er frá því sagt, að Hans Becker, danskur maöur hafi verið látinn hjálpa Á. M. að skrifa undir. Síðan setja þeir félag- ar siánet Á. M. undir, þvi útilokað er, að hann hafi getað það sjálfur. Er Becker síðan arfleiðsluvottur, ásamt Lohmann nokkrum, en aðrir voru ekki tilkvaddir, þ. á. m. til dœmis ekki Jón Ólafsson, sem þó sjálfsagt hefði verið, þar sem hann var starfsmaður Á. M. og trún- aðarvinur, og ekki var notarius publicus né heldur annar opinber réttaraðili kvaddur á vettvang, sbr. siðar. (F. J. I. B. 119,161,177, 33 o. v.). Það er vægast sagt undarlegt, að ganga fram hjá J. Ól. eða öðrum ísl. mönnum, en velj a Becker þenna til að „aðstoða“ við undirskriftirn- ar, þótt hann væri að vísu ekki alls ókunnugur Á. M. (Hins vegar mætti skjóta því hér inn, að veraldar- gengi Beckers vex mjög skjótlega og óvænt eftir þessa „hjálparstarf- semi“ hans, því frá því að vera kramari i Khöfn, liggur nú leið hans upp í sýslumanns og og lög- mannsembætti hér úti á íslandi, og verður að ætla að þar hafi gætt áhrifa og fyrirgreiðslu hinna miklu valdamanna danskra, er hann „að- stoðaði" þannig við arflleiðslu Á. M. og afsal hans á safninu í hend- ur Dana.) Ekkert liggur annars fyrir um það, hvernig „hjálp“ Hans Beck- ers hafi verið háttað. Skrifaði hann nafnið fyrir hann, eða hélt hann um hönd hans og stýrði pennan- um? Þetta veit enginn nú, og hafi skráin sjálf borið eitthvað með sér um það, þá er það um seinan, því skráin hvarf eöa var látin hverfa, eins og fyrr segir. Enginn veit held- ur, livort skráin var lesin fyrir hin- um deyjandi manni, og því siður hvort hann hafi þá verið meö því ráði eöa rœnu, að liann hafi yfir- leitt gert sér grein fyrir, hvað fram fór. Hefði þó, eins og komið var og á horföist um heilsufar Á. M. verið alveg sérstök ástœða til þess að tryggja óvéfengjanlega sönnun um þetta. Þetta var og með öllu vand- kvæðalaust ef fylgt hefði verið lög- formlegri aðferð og reglum, n. fl. að tilkveðja opinberan réttarritara, (notarius publicus), og láta hann votta á arfleiöslugjörninginn, aö hlutaðeigandi hafi verið „ved sin Fornufts fulde Brug“, eins og það var venjulega orðað, þ. e. verið svo „andlega heill“, að hann væri fær um að gera slíkan gjörning á skynsamlegan hátt“. Það er og hef- ir jafnan verið beint skilyrði fyr- ir gildi erfðaskrár, er þannig stend- ur á um, að gætt hafi verið þess- ara ákveðnu lögformskilyröa. Leið- ir þegar af þessu það, að erfðaskrá Árna Magnússonar er og hefir frá upphafi verið ógild að lögum. Það er og eftirtektarvert, aö arf- leiðsluvottarnir votta heldur ekki um það á skrána, að Á. M. hafi ver ið með fullu ráði eða rænu, er hann „skrifaði undir“, einungis að þetta hafi verið „vilji“ hans (F. J. I. B. 119). En hvernig vita þeir eða votta hvað hafi verið „vilji“ hins látna, fyrst þeir treysta sér ekki til að votta um það, að hann hafi verið með fullu ráði og meðvitund? En hitt er þó grunsamlegast hvers- vegna þeir félagar, Barth. og Gr., þora ekki að eiáa undir þvi, að kveðja notarius publicus til. Þarf vart í grafgötur að leita um skýr- ing á því fyrirbrigði, enda mun þekkingarleysi á slikum formskil- yröum vart hafa verið til aö dreifa, þar sem annar þessara „tvende gode Mænd“, sem þeir svo smekk- lega(!) kalla sig í arfleiðslu- skránni átti sæti í sjálfum Hæsta- rétti á þeim tíma. Nú mætti e. t. v. segja, að undir- skrift konu Árna Magnússonar undir skrána, benti þó til þess, að allt hafi hér hlotið að vera með felldu. En ég mun sýna fram á hér

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.