Tíminn - 24.12.1957, Blaðsíða 29

Tíminn - 24.12.1957, Blaðsíða 29
k JDLAÐLAÐ TÍMANS 1957 ★ 29 Hólar í Hjaltadal Framhald af ðls. 27. brennivín fyrir Áfengisverzlun rik- isins i Reykjavík, en nú þurrkar þú sigrœna og ilmandi töðu. Þú ert sannarlega öfundsverður". Ég vildi gjarnan rabba ofurlítið við Jón, en vil ekki tefja hann frá verkinu, og höldum við því til baka. Við dvelj- um litla stund hjá Pétri bónda í Miðhúsum, þeim bráðgáfaða og skemmtilega manni, sem sameinar það að vera búmaður góður og bókamaður mikill. En ekki megum við tefja hann lengi, svo að við höldum af stað og staðnæmumst ekki fyrr en komið er að Varmahlíð í Skagafirði. Þar býr einn af skóla- félögum okkar, Gunnar Valdimars- son, á nýbýli, er heitir að Víðimel, byggt í Víðimýrarlandi. Hér stað- næmumst viö litla stund og þiggj- um kaffi. Enn er dagur ekki að kvöldi kominn, svo að ég hugleiði það, hvernig verja skuli þeim stundum, sem eftir eru. Hér er úr vöndu að ráða, því að ég á marga vini og góðkunningja í Skagafirði. Ég hefi lika ferðazt þar meira eða minna um alla hreppa sýslunnar, nema einn. Ég hefi aldrei farið neitt um Lýtingsstaðahrepp, sem í daglegu tali nefnist Tungusveit. Nú flaug mér nýtt i hug. Væri ekki rétt að bregða sér suður í Tungu- sveit og kanna þar nýjar slóðir, enda þótt ég þekki þar engan mann? Ég ber þetta undir ferðafé- laga minn og er tillagan þegar samþykkt með tveim atkvæðum gegn engu. — Jeppinn þýtur suð- ur veginn og brátt opnast nýtt út- sýni og óþekkt umhverfi. Hér sé ég þegar, aö Tungusveitin er ger- ólík því, sem ég hafði gert mér hugmynd um fyrirfram. Það er hrein og bein opinberun fyrir mig að koma hér, því að svo þéttbýl er sveitin og gróðursæl. Hér er og mikil ræktun, glæsilegar bygging- ar og reykur og gufa úr jörðu sann- ar, að þarna eru víða auðæfi mik- il fyrir hendi, sem þegar er fariö að nota aö einhverju leyti. Þarna förum viö gegnum dálítið sveita- þorp, sem ég veit því miður ekki hvað heitir, þvi að hér er enginn til að leiðbeina. Lengra er haldið, og nú sjáum við kirkju á hægri hönd. Ég veit að þetta er Mælifell. Ég ek þangað heim til að leita upp- lýsinga um nöfn á bæjum og helztu örnefnum. Við hittum að tfljclkurkú ')lóa\nanna Flóabúið býður yður til viðbót- ar sex nýjar OSTATEGUNDIR Kaupmaður yðar eða kaupfélag getur nú afgreitt til yðar: Flóa Smurost 45% Flóa Smurost (sterkan) Flóa Grænan Aípaost Flóa Smurost með hangikjöti Flóa Rækjuost Flóa Tómatost Enníremur er undirbúningur hafinn að framleiðslu neðangreindra tegunda: Flóa Sveppaostur Flóa Skinkuostur Flóa Kjarnostur Kjörorð okkar er: Fullkomin framleiðsla — Fullkomin þjónusta hlíð, síöan austur yfir Hólminn, norður Blönduhlíð og Viðvíkur- sveit og staðnæmdust ekki fyrr en í Brímnesi. Þar býr Gunnlaugur Björnsson, sem hefir verið lengur kennari við Hólaskóla en nokkur annar, að undanskildum Jósef Björnssyni, sem stofnaði skólann. Gunnlaugur og fólk hans er að búa sig á hátíðina. Hann verður að sjálfsögðu heiðursgestur þar þenn- an dag, bæði vegna þess, aö hann hefir kennt svo lengi við skólann, svo og vegna þess, aö hann er höf- undur bókarinnar Hólastaður, sem er að koma út um þessar mundir, enda koma fyrstu eintökin einmitt að Hólum þennan eftirminnilega dag. Fólkið á Brimnesi tekur sér far með jeppa „heim að Hólum“. En með því að þar er fullsetið, tekur Gunnlaugur sér far hjá mér, og þótti mér vænt um að fá tækifæri til að aka mínum gamla og góða kennara heim á staðinn. Um sjálfa Hóla-hátíðina get ég verið fáorður, því að um hana hafa blöðin getið að nokkru, en þó ekki svo vel sem verða mætti. Þyrft-i raunar þar um að bæta, þótt ég telji mig þess ekki umkominn. En í fáum orðum má segja, að hún fór fram með miklum myndarbrag og verður mér sá dagur alveg ógleym- anlegur. Á sunnudagskvöld, að af- lokinni hátíðinni, lagði ég af stað heimleiðis, og var kominn hingað til Reykjavíkur kl. 8 á mánudags- morgun. ar svo góða íslenzku, að ég hefi jafnan hugsað, þegar ,ég hefi verið að lesa greinar hans, aö hann ætti bezt heima sem prófessor í islenzku við Háskólann. Ég meina ekki að hann ætti að fást við málfræði- stagl eða kenna dauð formsatriði, heldur ætti hann að kenna móður- málið, eins og það er og getur ver- ið hreinast og tærast á vörum al- þýðunnar. Vegurinn suður að Sveinsstöðum er góður, og eftir 20 mínútur erum við komnir alla leið heim í hlað. En nú vill svo illa til að Björn er ekki heima. Hann er að þræla í steypuvinnu einhvers staðar fjarri heimili sínu, svo að við finnum hann ekki. Við bíðum þó eftir honum í klukkustund og ræðum við Sigurð bróður hans, sem er greindur maður og athugull. Þegar klukkan er farin að ganga 11 um kvöldið, höldum við til baka og gistum að Mælifelli um nótt- ina. Þar áttum við góða nótt og hvildum okkur vel. — Presturinn á Mælifelli, séra Bjartmar Krist- jánsson, er hæglátur maður og yfirlætislaus. Hins vegar kemur í ljós við nánari kynni, að maðurinn er bæði fróður og vitur og verður því skemmtilegxi sem lengur er viö hann rætt. Við félagar ræddum við þau hjón til klukkan 1 um nótt- ina og höfðum af því bæði gagn og gaman. Næsta morgun, sem var sunnu- dagurinn 14. júlí, fórum við frá Mælifelli um tíuleytið og' héldum sem leiö liggur norður að Varma- OSTAR máli sjálfa prestsfrúna, Hrefnu Magnúsdóttur, sem leysir greiðlega úr spurningum okkar og fræðir okkur um það er við viljum gjarn- an fræðast um. Ég spyr um bæinn Sveinsstaði, og bendir frúin mér á hann lengst fram í dal. Þangaö hefi ég hugsað mér að fara, því að þar býr nefnilega maður einn, Björn Egilsson að nafni, sem skrif-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.