Tíminn - 24.12.1957, Blaðsíða 35

Tíminn - 24.12.1957, Blaðsíða 35
★ JÓLABLAÐ TÍMANS 1957 ★ 35 Sagan um Ástríði (Framh. af bls. 16.) „Það er nú varla hgpttulegt", sagöi drottningin og fór þangaö upp til að sjá börnin. „Ég vildi líka eiga átta börn“, sagði hún. Veturinn 1934—35 var erfiður í Belgíu, atvinnuleysi og skortur fyrir margra dyrum. Drottningin vann að því ótrauö og óþreytandi að draga úr neyðinni og hjálpa fólkinu þar til fram úr sæi. Hún hófst handa með víðtæka fjársöfn- un og varð fyrst allra til að gefa stóra upphæö. Hún skipulagöi nefndir og hjálparsveitir um allt land, og vann aö því með áskorun- um og eigin fordæmi að fá konur til að sauma og breyta fatnaði, sem hafoi verið gefinn og vinna við úthlutunina. í höll hennar var stundum varla hægt að þverfóta fyrir gjafabögglum, stærri og smærri kössum með fötum, rúm- fatnaði og matvælum. Aldrei hafði belgíska þjóðin kynnzt hjálpar- starfi í svo stóru broti og svo mik- illl hluttekningu með þeim, sem bágt áttu. í öllu starfi sínu og lífsháttum varð Ástríður drottning þjóð sinni innilega nátengd, hún gekk með- al fólksins um götur borgarinnar þar sem hún bjó, ók barnavagni um göturnar, verzlaði i búðunum, hafði yfirumsjón með heimiii sínu framan af árum, unz tímafrekar, opinberar skyldur gerðu henni það ókleift, þær urðu oftast að ganga fyrir öðru, eftir að hún varð drottn ing. Síðasta sumarið, sem Ástríður lifði var vioburðaríkt. Hún sat brúð kaup frænku sinnar, Ingiríðar, er giftist krónprinsi Dana, og á eftir átti hún skemmtilega dvöl hjá for- eldrum og vinum' í Svíþjóð. í Brussel var mikið um að vera í sam bandi við heimssýninguna þar, þangað kom margt tiginna gesta og var mikið um stórkostleg há- tíðahöld, þg,r sem konungshjónin stóðu fremst í flokki. Seint um sumarið ætluðu þau að taka sér dálitla hvíld, búa um hríð í einni af höllum sínum, á kyrrlátum og fögrum stað, og fara þaðan í smáferðalög sér til hress- ingar. Þau voru nýlögð af stað í ferð um Alpafjöllin, þegar slysið vildi til, það var að morgni þ. 29. ágúst. Konungurinn sat sjálfur við stýrið, en bílstjóri hans í aftursæti. Drottningin sat viö hlið konungs- ins og var með landabréf útbreitt í kjöltu sér, svo er sagt, að hún hafi spurt mann sinn einhvers við- víkjandi kortinu og hann litið sem snöggvast á það, við það missti hann vald yfir bílnum, sem rakst á fullri ferð á tré og brunaði svo áfram niður í stórt stöðuvatn, Fjögraskógavatnið (Vierwaldstátter vatn). Konungshjónin slöngvuðust út úr bílnum við áreksturinn, kon- ungurinn særðist, en þó ekki hættu lega, en drottningin fékk banvænt höfuðhögg. Hún lézt nær sam- stundis og tók andvörpin í faðmi manns síns, sem hrópaði nafn henn ar í örvæntingu. Næturlest flutti hina látnu drottningu til höfuðborgarinnar. Farþegarnir voru ekki aðrir en konungurinn, förunej'ti hans úr ferð þeirra konungshjónanna og forsætisráðherra Belgíu, sem hafði farið til fundar við hann og fylgdi honum í þessa sorglegu heimför. „Við vorum svo hamingjusöm, við vorum svo hamingjusöm", stundi konungurinn upp, hvað eft- ir annað, þegar ráðherrar hans gengu íyrir hann til þess að votta honum samhryggð sína. Við dauða Ástríðar drottningar varð þjóðarsorg í báðum löndum hennar, Svíþjóð og Belgíu. Öll belgíska þjóðin fann til þess hve mikið hún hafði misst við fráfall sinnar ungu drottningar, sem hafði svo óvenju mikla mannúð og mann dóm til að bera, og hafði svo sam- einandi áhrif á þjóðlifið, og hversu mikið hafði ekki konungurinn misst, sem nú var sleginn svo sárri sorg og sjálfsásökunum, að hann mundi vart verða samur eftir, og hve mikið, óendanlega mikið höfðu ekki litlu börnin hennar misst. Ástríður drottning hvíldi á heið- urspalli í nokkra daga og þegnar hennar fengu að sjá hana og votta henni látinni lotningu sína og kær- leiksþel. Á hverju kvöldi var sorg- arhringing í hálfa klukkustund og svartir fánar blöktu þvínær frá hverju húsi. Á sjötta degi frá dauða sínum var drottningin jarð- sungin. Konungurinn gekk einn fast á eftir kistu hennar, hálfan kílómetra gekk hann þannig, ná- fölur og sem stirðnaður af sorg með sáraumbúðir á höfði og hönd í fatla. Þegar foreldrar Ástríðar héldu heimleiðis frá jarðarför hennar fluttu þau belgísku þjóðinni þökk, lokaorðin voru á þessa leið: „.... Hin látna drottning yðar úr Norðri elskaði Belgíu. Ást þjóðarinnar fann bergmál í hennar unga, varma hjarta. Sorg vor er sam- eiginleg, en langtum stærri en vor eigin sorg er vor djúpa samúð með hinum unga konungi og litlu börnunum hans, og þakklæti vort til hans fyrir allt það, er hann var okkar ástkæra barni og fyrir þá miklu hamingju, er hann veitti henni í lífinu.“ Hér lýkur sögunni um Ástríði Karlsdóttur, Snæprinsessuna frá Norðri, sem átti svo fagra en. stutta ævibraut með ástvinum sín- um og þjóðinni, sem hefir tignað hana lífs og liðna, mun aldrei gleyma henni né þola að henni sé gleymt. Nú situr sonur hennar á konungs stóli í Belgíu, samkvæmt vilja þjóðarinnar, sem almennt trúir því, að ef Ástríði hefði auðnazt að lifa fram á þennan dag, hefði Leópold III. enn verið óskmögur þjóðar sinnar og Ástríður heilla- stjarna hans. Sskar öilum lesendum sínum gieðilegra jóla

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.