Tíminn - 24.12.1957, Blaðsíða 21

Tíminn - 24.12.1957, Blaðsíða 21
★ Ll □ LAB LAÐ TÍMANS 19 57 ★ 21 HEIÐUR BEKKJARINS Þaö' var næstsíðasti dagurinn fyrir jólaleyfið. Allir drengirnir í heimavistarskólanum voru meira eða minna utan við sig. Eitthvað lá í loftinu og þeir vissu allir, hvað það var. í hálfan mánuð höfðu þeir ekki hugsað um annað en jóiin, hina undursafnlegu hátíð, sem óð- um nálgaðist. Brátt mundu þeir losna úr prísundinni og óska hver öðrum gleðilegra jóla, og síðan yfir- gæfu þeir gamla heimavistarskól- ann og færu heim, þar sem biði þeirra jólatrén, jólagjafirnar og allt, sem jólunum fylgdi. Og í dag hafði svo líka byrjað að snjóa og ekki varð það til að draga úr jólaskapi drengjanna. Stærðar snjóflyksur liðu hægt og þétt til jarðar. Öðru hverju uröu þeir að gægjast út um gluggana og fylgja snjókornunum með augunum. jafn- vel þótt væri saga núna, það er að segja mannkynssögu hjá hr. Borch. Auðvitað höfðu þeir reynt að fá jólasögu í þessum tíma. En hr. Borch var augsýnilega ekki kominn í neitt jólaskap enn. Hann sagði ákveðið nei, og í rauninni höfðu þeir búizt við þvi. — Ég á nú að vera hjá ykkur á morgun, hafði hann sagt. Þá getum við séð tii, og ef ekkert annað verð- ur, sem við þurfum að gera. Já, hann ætlaði að sjá til, og auk þess yrði kannske eitthvað annað að gera! Ógnar vesen út af svo smá- vægilegum hlut sem stuttri jóla- sögu, sem yrði náttúrlega hund- leiðinleg, ef hann léti tilleiðast. Hr. Borch var svo skelfing þurr og leiöin legur. Drengirnir höfðu fyrir löngu sannfærzt um, að hann væri úr steini. Og svo var þulið um frönsku byltinguna, þennan næstsiðasta kennsludag fyrir jólaleyfið. Það var blaðrað um allskyns þjóðfundi, ógnardómstóla og guð veit hvað, og þetta var afskaplega skemmti- legt — fyrir hi'. Borch. Gunnar hafði verið uppi og fannst hann því mega leyfa sér dálitla málhvíld. Hugur hans þaut meö leifturhraða frá 18. öldinni til þeirrar 20. Hann féll dýpra og dýpra niður í hugsanir sínar. Og þar sem drengurinn fyrir framan hann skyggði á hann, gat hann ekki stillt sig um að snúa sér við og gægjast út um gluggann. Og þar með var hann floginn! Hann fylgdi snjókornunum með augunum, hægt, hægt liðu þau nið- ur. Hann gat ekki haft augun af þeim. Hann heyrði ekki lengur það sem fram fór í bekknum. Ártöl og annað sögulegt góðgæti hurfu úr vitund hans og hann starði og starði. Jólaleyfið - og afmælið hans, sem var í dag, tóku allan hug hans. Annars var hálfbjánalegt að eiga afmæli 20. desember. Gunnar var sannfærður um, að hann var gabb- aður með þessu. Stundum hafði hann fengið stóra afmælisgjöf og svo bara smágjöf á jólunum „af því að hann var nú nýbúinn að eiga afmæli“. Og stundum fékk hann næstum ekkert í afmælsgjöf af þvi að „nú eru jólin alveg að koma“. En við þessu var vist ekkert að gera. Á föstudaginn! Það var yndisleg tilhugsun! Þegar lestin kæmi brunandi inn á stöðina heima. Auðvitað var pabbi þar og kannske EFT!R M. BUCHHAVE höfðu Inger og Elsa nuddað svo lengi um að fá að fara og taka á móti stóra bróður, að þær höfðu loks fengið leyfi til þess. Já, það yrði ósköp indælt að sjá þau öll þrjú aftur. Og síðan heim í hvín- andi hvelli. Klukkan tvö í dag kæmi póstur- inn. Eitthvað hlyti nú að vera til hans. — Ef til vill fengi hann bara bréf. Jæja, þá gæti hann bara farið að hlakka til að fá jólagjöfina, sem yröi feiknastór og merkileg, i stað- inn. Gunnar var hrifinn upp úr hugs- unum sínum við einhvern hávaða, en hann áttaði sig ekki alveg strax, hvaðan hann kom. Hann horfði enn út um gluggann og var að velta fyrir sér, hvaðan hljóðið kom. Að síðustu áttaöi hann sig. Þetta var þrum- andi og reiðileg rödd hr. Borchs. Hann mzar ekki enn, nei, nei, allt í lagi með það. Kennarinn byrsti sig. — GUNNAR! Gunnar áttaði sig nú til fulls og rétti sig snöggt upp í sætinu. Hann sá félaga sína horfa til sín glottandi og tistandi. Svo leit hann á hr. Borch. — Um hvað var ég að tala? Gunnar leit ráðleysislega í kring um sig. — Um hvað höfum við verið að tala? Ekkert svar. — Þú hefur líklega ekki tekið eftir, hver var uppi áður en ég gerðist svo djarfur að vekja þig af blundinum? Af tilviljun leit Gunnar til Kristjáns og sýndist hann kinka kolli. — Það var Kristján. Drengirnir hlógu. Kristján hafði alls ekki verið tekinn upp. — Með öðrum orðum, ungi mað- ur, þú situr og leikur þér í kennslu- tímum, þegar þú átt að taka eftir. En það er sannarlega ekki leyfilegt í þessum skóla. Ég skal athuga, hvort ég get ekki fundið smá auka- vinnu handa þér í dag, drengur litli. Komdu upp til mín klukkan hálf þrjú. Mig langar til að spjalla ofm-lítið við þig. Gunnar gretti sig ósjálfrátt. Hr. Borch langaði til að spalla við hann. En að spalla við hr. Borch var nokkuð, sem hann var ekki sér- lega hrifinn af. Hr. Borch hafði „spjallað" viö hann fyrr. Ekki vegna þess að það væri neitt hættu- legt. Hr. Borch sagði fáein áminn- ingarorð og síðan mátti hann fara. En það var bara svo óþægilegt. Koma aleinn og banka hjá honum og svo kæmi konan hans kannske til dyra og spyrði, hvað hann vildi. Jú, hann átti að koma og spjalla við hi'. Borch. En ekki var hægt að segja það við frúna. Stundum varð hann að bíða þennan eilífðartíma í „biðstofu“ kennrans. Það var vinnustofa hr. Borchs og var oft kallað ógnarklefinn, því að vegg- irnir voru þaktir alls kyns vopnum. Gunnar hafði oft virt fyrir sér alla hnífana, sverðin og spjótin, sem höfðu jafnvel verið í eigu Indíána og ef til vill hottintotta. Og loksins kom hr. Borch. Hann var allt öðru visi heima hjá sér heldur en í skólanum og talaði miklu mildar og bliðlegar. Hann gat jafnvel fengið Gunar til að skamm- ast sín og einu sinni hafði minnstu munað að hann færi að vatna mús- um, eftir einhverja dæmisögn kenn arans. Já, hann var á móti þessu spjalli við hr. Borch. Það var barið að dyrum. Dreng- ur úr gagnfræðadeildinni bað hr. Borch að koma snöggvast til rektors. Jafnskjótt og kennarinn var horf inn út úr dyrunum byrjuðu dreng- irnir hástöfum að ræða saman. Fyrst skemmtu þeir sér konung- lega yfir þvi, hvað Gunar hafði ver- ið utan við sig. Því næst fóru þeir að tala um hr. Borch og hvað hann hefði virzt í innilega litlu jóla- skapi. Hann hefði nú vel getað sagt þeim sögu. Og hvað átti það nú eiginlega að þýða, að geta talað um „aukavinnu" næstsíðasta daginn fyrir jólaleyfið. Herbert ruddist upp að kennara- borðinu. Hann hafði sýnilega eitt- hvað til málanna að leggja. — Mér hefur dottið eitt í hug. Ættum við ekki að gefa hr. Boreh jólagjöf? —• Nei, nei, hrópuðu drengirnir allir. í fyrsta lagi var alls ekki siður að gefa kennurum jólagjafir, og i öðru lagi færu þeir sízt að eyöa peningum í gjöf handa hr. Boreh. — Nei, bíðið þið nú við. Hlustið fyrst á það sem ég hef að segja. Ég átti auðvitað ekki við að við gæfum honum almennilega jólagjöf, held- ur til að gera grín að honum. Ég sting uppá að við gefum honum sleikibrjóstsykur og pökkum honum inn i mörg blöð ,svo það lítur út sem stærðar böggull. Ég hlakka til að sjá svipinn á honum, þegar hann tekur síðasta blaðið utan af og sér brjóstsykurinn, ha? Hugmyndir Herberts voru ekki alltaf sérlega ákjósanlegar. Og oft höfðu félagarnir skeilt skolla- eymm við hans fáránlegu uppá- stungum. En nú urðu þeir stói'- hrifnir. Þeir klöppuðu og hrópuðu, skellihlægjandi. — Tillagan er þá samþykkt. — Já, já, já. —Þá er næst peningaspursmál- ið. Eru ekki einhverjir rikisbubb- ar hér, sem vilja fórna fimm aui>- um hver? Munið, að málefnið er gott! Eftir örfáar sekúndur voru peri- ingarnir komnir. — Já, og nú sting ég upp á, héífc Herbert áfram. . . — En ég sting uppá að þú hafir þig niður af kennaraborðinu, hann getur komið á hverju augnablíki, skaut Kristján inn í. Herbert samsinnti þvi og rölti aftur til sætis sins. Gunnar varð fyrir vonbrigðum, þegar póstinum var útbýtt. Aðeíns eitt einasta bréf.enginn böggúll. Hann flýtti sér til herbergis síns til að lesa bréíið. Innilegustu heillaóskir með 13. afmælisdaginn og loforð um sérlega góða jólagjöf. Já, það var nú það. Síðan heilmiklar nýjar fréttir að heiman, um systur hans og pabba. Mamma kunni sannarlega að skrlfa bréf. Átta þéttskrifaðar arkir. Gunnar var einmitt að lesa bréfið í þriðja sinn, þegar barið var að dyrum. — Ert þú inni, Gunnar? — Já. Drengurinn, sem komið hafði með póstinn, rak höfuðið inn um dyra- gættina og kastaði böggli til Gunn- ars. — Þessi gleymdist. — Þakka þér fyrir. Gunnar flýtti sér að taka utan af bögglinum, sem var frá Georgi frænda. Hvað skyldi það vera? í ljós kom hnífur, mikill og fagur,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.