Alþýðublaðið - 24.12.1941, Side 35

Alþýðublaðið - 24.12.1941, Side 35
JÓLABLAÐ Joan Bennett er um 5 fet á hæð. Lenin var aðeins 4 fet og 11 þuml. Annabella er ekki há í lofti. „Ekki get ég stigið við pig, stnttfötnr minn!“ Það er margt, sem kemur til greina og ákveður vaxt- arlag mannslíkamans og stærð. Einkum eru það erfiðir, forfeður, foreldrar, loftslag og venjur, sem mestu ráða um vöxtinn, og kyníblandanir og stökkbreytingar ráða yfir meiri. fjölbreytni en skóktaflið. Satt er það, að háir menn eignast oftast stór börn, en ekki er Það alltaf. Oft eru sum börnin hávaxin, önnur smávaxin. Einhvern tíma verður e. t. v. hægt að ákveða börnunum vissa stærð, með ákveðinni fæðu- tilhögun og lífskjörum. Þó kann e. t. v. að fara svo, að einn góðan veðurdag verði allir menn orðnir jafn- stórir. Menn eru kallaðir hóir, ef þeir eru um sex fet og Um engan mann er nú meira talað en Hitler. Hann er þó væskilslegur að vallarsýn. þar um kring. En lágir eru þeir taldir, ef þeir eru um fimm fet og fáa þumlunga þar yfir. Oft reynir litli maðurinn að bæta upp smæð sína með því. að þroska andlega hæfileika sína sem bezt til iþess að bera af þeim, sem stærri eru. Strax í barnaskólunum eru það litlu strákarnir, sem skará fram úr í náminu, en það, sem tryggir þeim eldri og sterkari álit þeirra og yfir- iburði, eru líkamskraftar Þeirra. Síðar í lífinu kemur hið sama fram. Litli maðurinn er metorðagjarnari en sá stóri. Venjulega eru fleiri litlir menn en stórir í hópi mikilla framkvæmdamanna og stjórnmálaleiðtoga. Litli maðurinn óskar uppbótar á smæð sinni og kemst því betur áfram, vegna þess, að hann er metorðagjarnari og viljasterkari. Dr. Jung, sálfræðingurinn frœgi, sagði, að lágvaxnir menn minntust jafnan smæðar sinnar, er þeir sæju sér stærri menn. Stóri maðurinn verður aftur á móti á vissan hátt ánægður með sjálfan sig í hvert skipti og hann getur litið niður á þá, sem minni eru en hann. í sögu samtíðarinnar má finna mörg dsemi, er virð- ast styðja þessar tilgátur. í Frakklandi er Pierre Flan- din hæstur stjórnmálamanna, og hefir hann oft orðið að láta í minni pokann fyrir Pierre Laval, sem er smá- shítlegur maður vexti. Laval er ýtinn og keppir að því að verða einræðisherra í Frakklandi. Hitler og Musso- lini eru lítt úr grasi vaxnir og einvaldur Spánar, Franco hershöfðingi, stendur hvorki aftur né fram úr hnefa. En metorðafýsn hans breytti honum úr venjulegum nýlenduhermanni í einræðisherra. Þrír forsetar Sviss- lendinga síðustu árin hafa allir verið rétt yfir fimm fet.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.