Alþýðublaðið - 24.12.1948, Side 23

Alþýðublaðið - 24.12.1948, Side 23
fólab/að A /'þýðuhlaðsins 23 'iKKígSi® «&.aunÆm^: SAGNIR AF JONI BISKUPI VIÐALIN JÓN BISKUP VÍDALÍN er fædd- ur að Görðum á Álftanesi 1666, en dó 1720. Hann sigldi til háskólans þegar hann var 21 árs gamall, en hefur að líkindum átt fremur erfitt uppdráttar, því að hann tók til þess óyndisúrræðis að ganga í herþjón- ustu, þegar hann hafði lokið guð- fræðinámi sínu. Jón iðraðist reyndar eftir þessu tiltæki sínu, áður en langt um leið, en hann var þá orðinn svo bundinn í báða fætur, að hann varð að fást við herþjónustuna í tvö ár. Eftir þann tíma urðu umskipti á hþguni hans; qg jvqrq til þess. orsak-, ii' þær, 'áem nú skal greiná. Einu sinni hélt Jón vörð hieð öðr- um hermönnum ltringum höll Krist- jáns konungs 5., en dauðarefsing lá við, ef menn gengu um borgarstræt- in eftir þann tíma, er hermenn gengu á vörð. Þetta kvöld vildi til, að kona ein var seinna á ferli en góðu hófi gengdi; komu varðmennirnir auga á hana og veittu henni þegar eftirför. Jón varð þeirra fóthvatastur og náði stúlkunni um leið og hún var að fara inn í hús sitt. Stúlkan bað Jón að gefa sér líf, en hann sagði, að annað hvort þeirra yrði að láta lífið eða þá allir hinir hermennirnir að öðrum ltosti. Stúlkan bað Jón þá enn betru: að skjóta sér undan, og varð það úr, að hann sleppti henni, en hún bað hann að finna sig og móður sína, sem bjó þar í húsinu og var finnsk að ættum, ef hann kæmist í lífshættu sín vegna. Að svo mæltu fór stúlkan inn í húsið og lokaði á eftir sér, en hermennirnir komu og heimtuðu stúlkuna af Jóni. Hann svaraði illu einu og kvaðst fyrr skildi detta dauður niður en stúlk- unni yrði gert nokkurt mein. Her- mennirnir réðust nú á Jón, en hann varðist vel og drengilega, og segir sagan, að hann dræpi þá alla. Jón var nú tekinn fastur og dæmdur til dauða, og átti hann að riða harð- bakshesti til heljar. Því ferðalagi var svo farið, að egghvasst jám var fest á millí tveggja stólpa. Að því búnu voru sakamennirnir settir upp á járnið, og voru hengd þung lóð neðan í fæturnar á þeim, svo að þeir klofnuðu þegar í tvennt. Áður en Jón skyldi stíga á bak, fór hann til mæðgnanna og sagði þeim, hvar komið var, en kerlingirt saumaði bót í klofið á honum og fékk honum hjartarskinnsglófa, sem hann átti að setja upp áður en hann stigi á bak. Sumir segja aftur, að Þórður bróðir Jóns hafi verið viðstaddur, er Jón skyldi riða harðbakshestinum; hafi hann þráhrækt í lófana og strokið þeim um bakið á klárnum. Jón var nú settur á bak og lóðin hengd neð- an í fæturna á honum, en honum varð ekki meint við. Sumir segja, að hann hafi stungið niður höndun- um og þeytt sér upp, og má marka léttleika hans af því. Það eru og al- mæli, að hann hafi sagt, þegar hann var kominn á bak: „Þessum skal til íslands ríða“. Konungur var sjálfur viðstaddur og undraðist hann mjög, er hann sá, að Jón þoldi reiölag þetta; skipaði hann að taka Jón af baki, og var það gert. Gaf konungur honum upp sakir, en rak hann úr herþjónustunni, og varð Jón því feg- inn. Eftir þetta dvaldist Jón í Kaup- mannahöín um hríð og hafði lítið fyrlr sig að leggja. Sagt er, að hann ætti alla ævi korða þann, er hann Jón Vídalín bar, þegar hann var dáti, og geymdi hann vandlega. Einu sinni fór Jón til kirkju, sem oftar, og skyldi hirðpresturinn halda ræðu fyrir konungi og hirð hans. Þegar rriinnst varði, varð prestinum snögglega illt, og var viðbúið að messugjörðin yrði að hætta í miðju kafi, en konungur kunni því illa, og bað einhvern af guðfræðingum þeim, er við voru staddir, að taka þar við, er presturinn hafði hætt. Fjöldi guð- fræðinga var í kirkjunni, en enginn þeirra þorði að verða við orðum kon ungs. Þegar Jón sá það, steig hann í stólinn eins og hann var og tók til máls. Konungur hlýddi á ræðuna af mikilli athygli, en þegar honum þótti hún vera orðin hæfilega löng, stóð hann upp og benti Jóni að hætta. Jón var ekki á því og hélt áfram; herti hann nú ræðuna sem mest hann mátti og sagði, að það væri guðs- börnum sannarlega huggun og yndi sálum þeirra að heyra guðs orð, en um Satans börn kvaðst hann ekki skeyta; prédikaði hann langa lengi skýrt og skorinort og hætti ekki fyrr en honum þótti sjálfum tími til kominn. Konungur dáðist mjög að orðfæri Jóns og einurð og sagði, að Mann væri betur fallimi til að vera biskup í Skálholti en hermaður í Danmörku. Eftir þetta virti kon- ungur Jón meira en aðra íslendinga og veitti honum kennaraembætti við Skálholtsskóla óðar er það losnaði, en það var áriðf 1692. Margrét Þorsteinsdóttir, móðir Jóns Vídalíns, bjó búi sínu meðan hann var erlendis. Hún frétti um vandræði þau ,er sonur hennar hafði ratað í, og var hún mjög áhyggju- full um hag hans. Stúlka ein var hjá Margréti, en ekki er getið um nafn hennar. Einu sinni gekk stúlk- an út sem oftar, en kom inn aftur í snatri og sagði við húsmóður sína: „Ég hef ekki oft séð hann Jón son þinn, heillin góð, en ekki þekki ég hann, ef hann lcemur ekki utan tún“. Margréti varð svo við þessa fregn, að hún rak stúlkunni rokna löðrung og sagði, að hún skyldi njóta þess eða gjalda eftir því, hvort hún segði i i

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.