Alþýðublaðið - 24.12.1948, Side 25
Jólablað, Álþýðublaðsins .............
satt eða lygi. Að svo mæltu gekk
Margrét út, og var Jón þá kominn
heim á hlað. \
Eftir það er Jón hafði tekið við
embajtti, þótti hann hinn mesti höfð-
ingi. Hann var gestrisinn, ljúfur og'
lítillátur, en strangur kennimaður og
harður við þá, er risu upp. á móti
honum.
Jón biskup var rnjög bráður og
réiddist illa, en fús var liann til
að bæta það, er hann hafði brotið,
þegar honum rann reiðin.
Einu sinni réri biskup fyrir Land-
eyjasandi, og drógu skipverjar vel
um daginn, en biskup varð ekki líís
var. Seint og síðar meir dró hann
þó ýsu, og var hann þá orðinn svo
reiður, að hann barði hana upp til
agna á borðstokknum. Þegar biskup
kom til lands var honum runnin
reiðin; bað hann þá guð og skip-
verja grátandi fyrirgefningar og
brýndi fyrir þoim að varast aðra
éins fólsku og sér hefði orðið á.
Jón biskup bar ávallt lcorða við
hlið sér, eins og þá var títt meðal
fyrirmanna. Einu sinni vantaði
smalamann hans margt fé, og varð
biskup þá svo reiður, að hann brá
korða sínum og ætlaði að reka smal-
ann í gegn, en hann hljóp undan.
Biskup elti hann að jarðfalli einu,
og skildi þar með þeim, því að smal-
inn hljóp ofan í jarðfallið, og varð
biskup frá að hverfa.
Jón biskup Vídalín kvæntist Sig-
ríði frá Leirá, dóttur Bauka-Jóns,
sem áður var biskup á Hólum. Hún
var svinn mjög, og þótti hún ekki
bæta um fyrir manni sínum, en oft
fór biskup sínu fram, þvert á móti
vilja konu sinnar. Einu sinni rak
lival á reka biskups, og var hart
mjög í ári, en samt seldi bislcup all-
an hvalinn dýrum dómum. Margrét
móðir hans frétti þetta og þóttu
henni tíðindin ill. Hún tók sér ferð
á hendtir og nam ekki staðar fyrr
en hún kom að Skálholti. Þegar
biskup frétti að móðir hans væri
komin, gekk hann til dyra og ætlaði
að fagna henni, en kerling rak hon-
um utan undir, jafnskjótt og hún sá
hann og sagði um leið, að hann mætti
ekki láta skurðgoðið írá Leirá draga
sig til helvítis. Að svo mæltu reið
Margrét leiðar sinnar, en biskup
mælti: „Reið er móðir vor nú“.
Hann vissi vel, hvað móðir hans
hafði átt við, og iét hann sér orð
hennar að kenningu verða. Skömmu
seinna rak aftur hval á reka hans,
og gaf biskup þann hval allan.
Eitt sinn sendi Margrét, móðir
biskups, til hans og bað hann að
ggfa sér í pípustúf sinn, en hann
rendi henni tóbakspund; ict hún þá
færa sig á fund biskup:.. sló hann
löðrung mikinn, er hún hitti hann,
og' kvaðst svo skyldu kenna lionum
kvikindisskap. Að svo mæltu reið
hún ieiðar sinnar, en biskup mælti:
„Hún er reið núna, hún móðir mín“,
og þótti það rnikil stiliing af svo
skapbráðum manni.
Eitt sinn kom bláfátækur maður
að Skálholli og barmaði sér mjög.
Biskup sá aumur á honum, gaf hon-
um mal upp á hest og léði honum
hestinn til að flytja rnatinn heim á
honum. Um leið og maðurinn var að
ieggja af stað heirn til sín, kom frú
Sigríður út og sá lil mannsins. Hana
grunaði lwað um var að vera, og
spurði hún mann sinn, hvort hann
hel'ði gefið manninum upp ú hest-
inn. Hann já-taði því, Frúin glotti og
spurði: „Því gafstu honum ekki hest
inn )íka?“ Biskup kallaði á eftir
manninum, og sagði, að konan sín
segði, að hann skyldi ciga hestinn
líka. Maðurinn hélt lélðar sinnar og
þóttist hafa veitt vel, þar sem hann
eignaðist bæði mat óg hest í ferð-
inni.
Einu sinni kom íátækur maður að
Skálholti, sem haíði nýmisst einu
kúna, sem hann átti. Biskup kenndi
í brjósti um manninn, fór með hann
út í fjós og gaf honum eina kúna
sína. Þegar frú Sigríður frétti þetta,
varð hún fokvond, og ávítaði mann
sinn mjög fyrir örlæti hans. „Það
var mikið að þú gafst honum ekki
hest líka“, sagði hún. „Þá er að gera
það“, sagði biskup. Að svo mæltu
fór hann til mannsins og gaf honum
hest þann, sem konu hans þótti
vænzt um; lét hann þess getið, að
konan sín gæfi honum hann. Aðrir
segja svo frá, að frú Sigríður hafi
komið út um leið og maðurinn var
að fara, hún hefði spurt mann sinn,
hvort hann hofði gefið manninum
kúna, og játaði hann því. Þá sagði
frúin: „Því gafstu honum ekki beztu
kúna okkar?“ Biskup kallaði á mann
inn og bað hann að snúa heiní aftur.
Hann sagði honum, að konunni sinni
hefði ekki þótt kýrin, sem hann gaf
honum, nógu góð handa honum, og
hefði hún sagt sér að láta hann hafa
beztu kúna þeirra. Maðurinn fékk
nú beztu kúna, sem til var á staðn-
um, og hélt með hana heim til sín,
en sagt er að frú Sigríður hafi ekki
skipt sér af því eftir þelta, þótt
biskup gerði fátæklingum gott o'g
gæfi þeim.
Jón biskup Vídalín og Oddur lög-
maður Sigurðsson voru miklir fjand-
menn, eins og kunnugt er. Einu sinni
ætlaði Jón biskup að halda ræðu á
alþingi. Oddur lögmaður fékk sét’
ekki geð til að hlusta á ræðuna, cn
sendi svein sinn til kirkju og“ bað'
hann að segja sér inntakið úr ræð-
unni, þegar úti væri. Ræða sú, sem
biskup hélt í þetta sinn, er orðlögð,
en svo var hún harðorð, að mörgum
þótti nóg um. Sumir ætluðu jafnvel
að ganga út úr kirkjunpi undir miðri
ræðu, en þegar biskup varð þess vís-
ari, vék hann máli sínu að afdrifum
Satans þjóna og bað jörðina að opn-
ast og svelgja guöleysingjana, sem
ekki vildu hlýða guðs orði. Við þetta
brá svo, að kirkjan tók að nötra og
skjálfa, og leizt þeim ekki á blikuna,
sem út höfðu ætlað; þorðu þeir ekki
annað en seljast niður aftur og bíða
ræðuloka. Þegar úti var, fór sveinn
Odds lögmanns til húsbónda síns, en
honum var svo mikið niðri fyrir, að
hann féll á kné fyrir framan hann
og las ræðu biskups orðrétta upp úr
sér. Þegar sveinninn hafði lokið ræð-
unni, sagði Oddur; „Mikill kjaftur
er á honum Jóni“. Biskup heyrði
sagt frá atburði þessum, en trúðl
því ekki, að sveinninn hefði getað
þulið upp úr sér alla ræðuna. Hann
fékk hana því hjá honum uppskrif-
aða og bar hana saman við sína
ræðu; komst hann þá að raun um,
að ekki munaði einu orði . . .