Alþýðublaðið - 24.12.1948, Page 31

Alþýðublaðið - 24.12.1948, Page 31
JótablaÖ 'A lþýðúbláðsins 33 mátti fyrir hvar og hvernig þetta kapphlaup mundi enda“. ,,Laukrétt!“ svaraði ég. ,,En hvernig má það vera, að þér vitið þetta allt saman. .,Ó, já“, varð þeim asbestklædda að orð'i: „Sumir frumuvefirnir, sem í mig voru græddir munu hafa verið beztu tegundar. Ég þykis! mega sjá það á svip yðar, að þér skiljið ekki hvað ég er að fara, — en hvað um það; ég skýri yður frá því seinna. Jæja þá. Það mun hafa verið nokkr- um öldum síðar en þér voruð uppi. er það tímabil hófst, sem olli straum- hvörfum í öllum þjóðfélagsháttum og lífsvenjum, vegna lokasigurs mann- anna og véltækninnar á náttúruöfl- unum“. „Þeim tókst þá að sigrast á nátt- úruöflunum!‘f þágði, ég, Qg fann um leið að ;gamlar.:Wnír ráhtsjkuðii í. sál v«minnh. i(:: . „Tókst að sigrast . . . þeir gersigr- uðu þau. Þau urðu að játa skilyrðis- lausa uppgjöf. Fyrst í stað urðu þau að vísu sigruð á aðeins einstökum sviðum, en sókn mannanna jókst og margfaldaðist að styrk við hvern unn- inn sigur, og að nokkrum öldum liðn- um var orustunni lokið. Menn ger- breyttu um lífsstefnu, í því skyni að auðvelda sóknina og flýta fyrir sigrinum, beittu allri orku sinni og hugviti sínu til þess að draga úr þörf- um sínum og slaka á kröfunum og eftir það gekk þetta allt eins og í sögu. Fyrsta mikilvæga uppfinning in á því sviði var efnafræðileg fæðu- gerð; örlitlar töflur, sem höfðu að geyma öll næringarefni, sem mönn- um eru nauðsynleg. Hamingjan góða, hvað það var auðvelt og einfalt. Á yðar tímum strituðu og strituðu menn í milljónatali. Erjuðu jörðina frá morgni til kvölds. Ég hef séð sýnis- horn af þeim þarna í safninu, — þeir voru víst kallaðir bændur. Þegar fæðutöflurnar voru uppfundnar, framleiddum við af þeim á nokkrum áratugum birgðir, sem nægt gátu gervöllu mannkyninu um aldaraðir. Þar með var landbúnaðurinn að sjálf sögðu úr sögunni, ásamt öllu þvl amstri og starfi innan húss, sem mat- argerð og framreiðsla höfðu áður í för með sér. Nú neytum við aðeins einnar slíkrar töflu á ári eða sem því svarar. Öll meltingarfæri ykkar voru útþanin af sífelldri fæðuneyzlu, en breytingum í samræmi við þróun- ina“. Ég gat ekki stillt mig um að grípa fram í fyrir honum. ,,Eruð þér og yð- ar samaldrar þá allir magalausir?" spurði ég. „Hafið þið engin melting- arfæri?“ ,;Auðvitað höfum við bæði maga og meltingarfæri“, svaraði hann. „Maginn í mér er til dæmis því sem næst troðfullur af þekkingu, — en nú tók ég gönuslceið! Ég hlýt að halda sögu minni áfram og skýra yð- ur frá atburðunum í réttri röð. Fyrst voru það, sem sagt, fæðutöflurnar, sem léttu þriðjungí ails starfs af mannkyninu. Síðan komu asbestklæð in. þau voru dásamleg uppfinning. Það tók okkur hálft ár að framleiða j klæðnað handa öllu mannkyn.inu og li ’þáu kílSeðii .éruí óslitánxth Þettii hefðþ jp'a'á' ' ;$gu: <!8jlitóbÍlééa a'l'drei kömizt í framkvæmd, ef kvennauppreisnin lefði þá ekki verið afstaðin og öll tízka úr sögunni". „Er tízkan úr sögunni!“ hrópaði ég. ,,Svo ósennilega hefur mig aldrei get- að dreymt“. Og ég var að því kom- inn að fara að þylja gamla pistilinn um hégómaskapinn og tildursháttinn, sem væri frumorsök allrar sundur- gerðar í klæðaburði, — en mér varð litið á asbestklæddu verurnar og þagnaði við. „Já, tízkan er gersamlega úr sög- unni,“ svaraði félagi minn. Jæja, þar næst sigruðumst við á veðráttunni og veðurfarinu. Ég efast um að menn, sem yður voru samtíma, hafi nokkru sinni gert sér fyllilega ljóst, hversu miklum störfum og amstri hið svo- nefnda veðurfar olli ykkur. Það knúði ykkur til ýmis konar varn- arráðstafana á sviði húsagerðar og klæðagerðar, sem kröfðust marghátt- aðrar og tímafrekrar vinnu. Það hlýt- ur að- hafa vsrið bókstaflega hræði- legt að vcra uppi á yðar tímurn. stormarnir geysuðu . . . Og stundum hegldi eöa snjóaði . . . hræðilegt!11 , Stundum!” mælti ég. ,,En stund- um var veðrið líka ósegjanlega un- aðslegt! En hvernig tókst ykkur að sigrast á veðurfarinu?" „Við gengum af því dauðu“, svaraði sá asbestklæddi. ,,Það var ofurauðvelt. Við breyttum eínasam- setningu liafsins. Breyttum hafinu í hlaupkenndan vökva en ég get ekki skýrt yður nánar frá því, þar eð eng- inn frumuvefur, er hafði þekkingu á slíkum efnum að geymá, var grædd- ur í ipig, er ég móttók menntun mína. En þér getið sjálfur séð, að nú er jafn an gráfölvi um allan hirninn og hafið jaí'nan spegilslétt. Frá því er ekki lengur um neina uppgufun að ræða og því eru veðrabrigði óhugsandi. Þetta hefur sparað okkur alla elds- neytisöflun og híbýlagcrð, og allt það mikla og margbreytta starf, er þessu , hvoru tveggja fylgdi“. Hann þagnaði sem snöggvast. Og nú var mig tekið að gruna hitt og þetta, varðandi þá þróun, sem átt hafði sér stað. „Sigurinn yfir náttúruöflumun hefur þá átt sinn mikla þátt í því að losa ykkur við öll störf og allt erfiði“, mælti ég. ,.Emmitt“, svaraði hann“. Starfið h\rarí úr sögunni". ,,Næg fæða handa öllum?“ ,,Meira cn póg“, svaraði hann. „Húsaskjól og klæði?“ „Allt, sem við þurfum með“, mælli asbestklæddi náunginn. „Allt sem hugurinn girnist! Að vísu eigum við enn við hrörnun að striða, en hún er þó næsta hægfara. Við getum dug- að enn svo öldum skiptir, svo að ekki er nein ástæða til ótta“. Við þögðum um hríð. í fyrsta skipti var mér nú fyllilega ljóst hversu allt lífið á okkar gamla til- verustigi var tengt starfinu órjúfandi böndum og samtvinnað því á allan hátt. Ég leit enn upp. „Hvað varð um símann? “spurði ég. Framhald á bls. 49.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.