Alþýðublaðið - 24.12.1948, Page 54
inu, hlupu fram undir hvalbak. Ég
var að rétta lifrakröfu að Jóni langa,
þegar ólagið reið yfir, ég sleppti
körfunni sem ég var með í höndun-
um og hljóp að lestaropinu hjá Jóni
og sagði: „Settu hlerann á, Jón.“
Hann yarlfljótur að átta sig og let
fisk, sem hann var með í höndun-
um, detta beint á hausinn í Jlanga
lestarstjóra þreif hlerann, skeliti
honum yíir lestaropið, kippti seglir.u
aftur yfir opið og stölck svo leiftur-
hratt upp á lestaropið og greip bá'ðum
höndum um liósastæginn og beið
þannig^ átekta. Ég komst nauðuglega
fram að formastrinu og hélt mér með
báðum höndum í annað barið. Allt
þetta gerðist á svipstundu. í sama
mund og Jón var kominn upp á lest-
aropið datt skipið ofan af öldunni og
stóð nú afturendi þess beint upp í
lotfið. Framan yfir hvalbakinn og
aftur með báðum hvalbakshornum
beljaði kolblár sjór, fordekkið fylltist
aftur að brú og framskipið hvar í
hafið. Stýrimaðurinn, sem var á
brúnni, stöðvaði þegar skipið, og lá
það þrátt hreyfingarlaust og maraði
í kafi að framan. Önnur og þriðja
báran voru minni en sú fyrsta. en all-
ar gengu þær yfir fordekkið. Við
karlarnir biðum rólegir átekta, hver
á sínum stað, ekkert æðruorð heyrð-
i'st, en nokkrir tóku hraustlega upp í
sig. Ég spurði Jón langa hvort hler-
inn væri á lestaropinu, hann kvað já
við og sagði skælbrosandi: , Hún er
þrælskálkuð, ég stend á henni þó að
dallfjandinn færi niður á fertugt
djúp.“
Skipið maraði fullt aftur að þrú dá-
litla stund, sjórinn rann út og inn af
því eins og af skeri. Skipstjórinn var
nú kominn á þrúna. Hann setti á
hæga ferð áfram og lagði á stýrið á
stjórnborða; við ferðina lyftist skipið
upp að framan og hallaðist á stiórn-
borða. Sjórinn tók að fjara út af því
Þá stöðvaði skipstjóri vélina aftur og
lét flatreka um hríð. .,Eru allir menn-
irnir með?“ kallaði skipstjórinn. Ég
gerði liðskönnun í skyndi og allir.
sem vera óttu á dekki, sögðu til sín
nema einn. Unglingspilt, Björn að
naíni, vantaði. „Er 'hann ekki aftur í
eldhúsinu eins og vant er?“ sagði ein-
hver. ,,ég sá hann skjótast aftur fyrir
rétt áður en dallurinn deif sér í. Var
nú farið aftur í og leitað Björns en
hann fannst hvergi. Menn setti hijóða
um stund. En hvað var þetta, var
ekki einhver að kalla? Einhvcrs stað-
ar aftan úr skut heyrðust annarleg
vein og þegar að' var gætt sást í
skæklana ó Birni milli lifrartunna,
sem bundnar voru áftast á afturdekk-
ið. Þar var pilturinn skorðaður hálfur
innundir stýrisgrindinni, Með snögg-
um liandtökum var Björn losaður úr
fylgsni sínu og réistur á fætur. Hann
reyndist að vera ómeiddur, en dálítið
ringlaður. Saga hans var á þessa leið:
Iiann fór aftur í eldhús til að fá sér
te og hlýja sér. Þegar hann kom fram
að spilinu aftur, só hann kolbláan sjó
falla yfir fordeltkið. Björn varð þá
hræddur og ætlaði að hlaupa aftur i
eldhús. Þegar hann var kominn að •
afturgálganum, náði sjórinn honum *
og fékk hann eftir það fría ferð aftur
í skut. Ég fór með Björn upp á brú
til skipstjórans. Þegar hann hafði
gengið úr skugga um að Björn væri
ómeiddur sagði hann: „Það getur ver-
ið hættulegt að stunda eldhúsið of
mikið, drengur minn. Hér eftir skaltu
muna það að þú ert einn af hásetun-
um, en ekki kokkur. Haltu þig því
með körlunum í framtíðinni, en láttu
kokkinn gæía kabyssunnar.11
Við fórum nú að taka til á dekkinu
eftir áfallið og það var nú heldur
fljótgert, því allur fiskurinn, sem eft-
ir var að taka niður, var horfinn. Það
mun hafa verið um eitt hundrað körf -
ur. Flestir fiskikassarpir voru horfn-
ir og allar kröfurnar; flatningsborðin
og annað lauslegt dót, sem var á
dekki. í hásetaklefanum var sóða-
legt; sjórinn hafði beljað niður
í klefann dálitla stund, eða þang-
að til hásetunum, sem komust
undir hvalbakinn, tókst að loka
klefahurðunum. Rúmfötin blotnuðu
í neðri kojunum; skriðu nokkrír
þeirra, sem frívakt áttu, út úr kojum
sínum alblautir. Þegar sjórinn fjar-
aði af fordekkinu, setti Jón langi
fleyga á lestaropið, sem hann stóð á.
Lestarmennirnir voru því lokaðir
niðri í lestinni. Þegar við komum
fram á dekkið aftur eftir leitina að
Jólablað Æþýðublaðsins
arhlérann. Þegar Jón opnaði lestina,
fékk hann kaldar kveðjur að neðan.
..Hvaða aðfarir eru þetta,“ sagði
Mangi um leið og hann rak kollinn
upp úr lestarppinu. „Fyrst' hendir þú
stærðar þorki í hausinn á manni og
síðan lokarðu okkur inni eins og mel-
rakka í greni, bölvaður dóninn þinn.“
,-Viltu snaps Mangi minn?“ sagði Jón
og rétti upp hægri fótinn svo sjórinn
fossaði úr stígvélinu. „Ég hélt að
foetra væri að fá eina fiskbröndu í
hausinn heldur en allt norðuríshafið,
eða kom nokkur sjór niður í lestina?“
, Ekki dropi,“ sagði Mangi. ,,Gefðu
mér þá í nefið, Mangi minn,“ sagði
Jón. Það gerði Mangi rneð ánægju og
svo var sú misklíð úr sögunni.
Skipstjórinn hugðist nú að snúa
skipinu og lóna upp í sjó og vind. En
þegar til kom lét það ekki að stjórn,
því stýrið var fast Stýrisvélin hefur
víst veriö látin taka ol fast í stýris-
keðjuna, þvi hún slitnaði aftur við
stýris, kvaðrantinn" í þessum sviíum.
Nú var komið nýtt viðfangsefni, að
losa gtýrið og koma stýriskeðjunm
saman aftur. Þetta var vont verk, því
yfir stýrinu var stýrisgrindin full af
lifrarfötum og á öllu afturdekkinu
voru full lifrarföt bundin. Við urðum
því að skríða á maganum inn undir
Framhald á bls. 57