Vísir - 24.12.1954, Qupperneq 3
JÓLABLAÐ VÍSIS
Húsið fór því að síga, 'svo hvorki
var hægt að loka gluggum né
hurðum. Ég tók það því til bragðs
að hefla neðan af gluggunum og
hurðunum, en við það mynduð-
ust rifur að ofan, sem sást út um
upp frá því.
Elín Pálmadóttir, sem þá vann
í sendiráði íslands í París. varð
húsnæðislaus í einn mánuð og
flutti hún til mín til bráðabirgða,
því nóg rúm var í íbúðinni fyrir
innán vinnustofuna. þrátt fyrir
alls konar óþægindi, undum við
okkur svo vel þarna, að við flutt-
um ekki út fvrr en tveimur árum
síðar.
— Kynntust þér ekkx fjölda
fistamanna á Parísai’árum yðar?
— I Pai’ís lxef ég kynnzt mörg-
um mei’kum listamönnum og oft
var setið og rabbað á vinnustof-
unni. þar kom t. d. stundum
•danski myndhöggvarinn Jacob-
sen, sem margir munu kannast
við hér lieima
Um svipað leyti sem ég kyiint-
ist Jacobsen. en hann vinnur að-
allega úr járni, var yfirlitssýn-
ing á vei’kum spánska mynd-
höggvax’ans Gonzales í Modeme
safninu, en hann var sá fyrsti
sem byggði myndir sínar úr
járni. Sá ég að málmar rnyndu
lienta mér milcið betur, þar sem
formin í myndum mínum voru
að vei’ða full fíngei’ð fyrir gipsið.
Síðan hef ég aðallega unnið úr
— En hvað getið þér sagt mér
um sýningar yðar og hvenær
sýnduð þér fyrsta skipti opin-
bei’lega á íslandi.
— Ég hef tekið þátt í allmörg-
Am samsýningum, eða 15—20
talsfns, en auk þess haldið 7
einkasýningar.
Sumarið 1952 var ég. hér heima
og hélt sýningu í Listamannaskál
anum. Um haustið fór ég aftur
til Parísar og hef unnið þar síð-
an. Síðastliðin ár lxef ég sýnt
nokkí’um sinnum með málurum
fi’á ýmsum löndum. Nöfn þeirra
ei’u, Bidoilleau, Damian, Enard,
Ionesco Koskas, Maussion og
Bitran.
í sumar sem lelð var fjói’um
okkar boðið að sýna í sambandi
við alþjóðlegt arkitektamót í
Aix-en-Provence, en síðar var
okkur boðið ásamt arkitektun-
um til Le Coi’busicr í Marseille,
en þar hgfui’ hann nýlokið bygg-
Komposition (Ljósm.: H.B.B.)
ingu á stónx séi’kennilegu sam-
býlishúsi, sem fi-ægt er oi’ðið um
allan heim. þeir Reykvíkingar,
•sem sáu kvikmyndina „Lífið
byx’jar á morgun“, muná ái’eiðan-
lega eftir Le Coi’busicr og húsinu
hans.
—■ Viljið þér segja lesendum
Jólablaðsins eittlxvað fi’á þeirri
stefnu sem þér túlkið og yfii’leitt
fi’á viðhorfi yðar til lista?
— París er miðstöð listamanna
í dag. þangað koma listamenn
fi-á flestum þjóðum heims og þar
koma saman hinar ólíkustu lista-
stefnur. í París varð ég æ meir
heilluð af nútímalist og hef ég
nokkur síðustu ár eingöngu gef-
ið mig að henni. Annai’s er ég
þprrar skoðunar, að ekki skipti
máli í hvaða stíl menn vinna,
því stíliinn er aðeins ýti’a form
og þegar betur er að gáð, er meii’a
sameiginlegt með gamalli og
nýrri list en í fljótu bi'agði virð-
ist vei’a.
þannig fórust hinni ungu lista-
konu orð og Vísir vill óska henni
til hamingju með' frama hennar
og óska lxenni góðs gengis á kom-
andi árum.
þess skal að lokum getið að
fyrir tveimur árum kom út lítið
en einkar snotui’t kver með ljós-
myndum af ýmsum helztu lista-
verkum Gerðar, og mun bók
þessi enn vei’a fáanleg fyrir þá
sem kynnast vilja list hennar.
Hér fer á eftir upptalning á
sýningum þeim, sem Gerður
Helgadóttir hefur tekið þátt í frá
því er liún kom fyx’st opinberlega
fram árið 1949 og þar til í ár.
Pólitíski fanginn.
(Ljósm.: H.R.B.)
Ennfremur eru þá taldar einka-
sýningar hennar. sjö að tölu, þar
af ein heima á Islandi, en hinar
sex ei’lendis. Sýningarnar eru
sem liér segir:
1949 Samsýning ítalskra txsta-
skóla, Feneyjum.
1950 Galerie Saint Placide, Par-
ís. Samsýning 5 Islendinga.
1950 Salon de Mai, París. Sam-
sýning.
1950 Helsingfors. Samnorræn
sýning.
1951 Galerie Colette Állendy,
Pai’ís. Einkasýning.
1951 Oslo. ísleixsk samsýning.
1952 Galeiie Arnaud, París.
Einkasýning.
1952 Galei’ie Babylon, Pai’ís
Samsýning.
Sr. Ingi Jónsson:
I danðait§ greipum
Frásögn sú, sem hér birtist, var upphaflega samin í
tilefni af 25 ára afmæli Neskaupstaðar á þessu ári, og
hefur höfundur, sér Ingi Jónsson, prestur í Neskaupstað,
góðfúslega leyft Vísi að bii’ta hana.
Einn af elztu mönnum þessa
1 bæjar er Jón Einarsson. Er
hann nú 88 ára að aldri. Hann
f.æddist í Mjóafirði, en fluttist
Lxingað til Norðfjarðar sjö ára
.gamall með foreldrum sínum
og settust þau að í Nausta-
hvammi. Þegar atburður sá
.gei’ðist, sem hér skal frá sagt,
var fáðir hans látinn fyrir
nokkru, en móðir hans, Þor-
björg Jónsdóttir, bjó með son-
um sínum Jóni og Guðjóni.
Skulum við nú hverfa aftur
til ársbyi’junar 1885. Var Jón
þá 18 ára gamall, en Guðjón
•bróðir hans þremur árum yngri.
Fyrri hluti vetrar hafði verið
mjög snjóaléttur, óftast auð
jörð. Svo var t. d. um jóla-
leytið 1884 og fram yfir nýár.
En með Pálsmessu 25. janúar
slciptir algjöxiega um og byrj-
ar þá að snjóa og næstu vik-
ur’nar kyngir niður þeim ó-
grynni af snjó, að menn muna
tæplega aðra eins snjókomu
hér um slóðir. Hver vikan af
annarri leið og aldrei stytti upp,
svo að ekki sást einu sinni yfir
fjöi’ðinn. Var alltaf þungur
stormur með, en ekki mikið
frost.
Þessi langvarandi og mikla
snjókoma átti eftir að valda
miklu tjóni hér austanlands.
Var ekki aðeins um mikið eigna
tjón að ræða, heldur einnig gíf-
ui’legt manntjón.
18. febrúar skeði það á Seyð-
isfirði, að snjóflóð tók af 16
íveruhús og varð að bana 24
mönnum, en tugir manna meidd
ust og sumir mikið. Fjölmargir
urðu húsvilltir og misstu aleigu
sína. Samskot voru hafin fyrir
fólk þetta og munu hafa safn-
azt hátt á þriðja þúsund krón-
ur. En tíu þúsund króna fram-
lag kom frá nefnd þeirri, sem
sá um hallærissamsköt þremur
árurn síðar.
Þessi mikla snjókoma olli um
sama lejúi nokkru tjóni í Mjóa
firði. Féll þar snjóflóð og bar
fjárhús, með nokkrum tugum
fjár ásarnt heyi fram á sjó.
Snjóflóðið
skellur yfir.
Hér á Norðfirði dró einnig til
mikilla tíðinda sem á nágranna
fjörðunum.
Það var í góubyrjun, 26. febr.,
rúmlega viku eftir stórtjónið á
Seyðisfirði. Komið var framyfir
miðnætti, og Þorbjörg í Nausta-
hvammi var fyrir nokkru geng-
in til náða ásamt sonum sín-
um. Svaf hún við norðurgafl
baðstofunnar ásamt Guðjóni, en
Jón svaf við suðurgaflinn. Enda
þótt Jón væri fyrir nokkru til
hvíldar genginn, lá hann enn
vakandi. Úti kyngdi niður snjó
og heyra mátti þungan storm-
inn gnauða. Þessi nótt virtist
ætla að verða eins og allar aðr-
ar á liðnum fjórum vikum. En
svo varð eigi. Tíðindalaus varð
hún ekki, heldur varð þetta nótt
mikilla atburða.
Jón heyrir skyndilega nið
mikinn, sem yfirgnæfir storm-
liljóðið og skiptir það engum
togum, að áður en hann getur
gert sér grein fyrir því, hvað
á seiði sé, eða vakið móður sína'
Og bróður, er allt um garð geng
ið. Hann liggur umkringdur
snjó á alla vegu, svo að hann
má sig ekki hræra. Snjórinn
þrengir að honum, svo að hánn
á erfitt með andardrátt. Af móð |
ur sinni og bróður veit hann ;
ekkert, hvort heldur þau eru •
lífs eða liðin. En honum gefst;
ekki mikill tími til umhugsun- j
ar um þetta, því að lítilli stundx’
liðinni missir hann meðvitund. 1
Þrír bæir
fóru í kaf.
En það er af móður hans og
bróður að segja, að þau vakna
ei fyrr en allt er hjá liðið. Snjó-
þunginn virðist þó ekki hafa
legið eins þungt á þeim og Jóni,
og aldi’ei misstu þau rneðvit-
und, en vissu ekkert hvort af
öðru né hvað Jóni liði.
Víkur þá sögunni að nágrönn
um þeirra. — Þai’na kringum
Naustahvamm voru mörg smá-
býli. Það býlið, sem næst stóð
bæ Þorbjargar, átti önnur ekkja
Guðrún Þorleifsdóttir, og var
örskammt á milli. Svo stóð á
fyrir Guðrúnu um þetta leyti,
að hún hafði bi’ugðið sér yfir
að Barðsnesi nokki’u síðar, til
þess að hitta dóttur sína, sem
þar var. En móðir hennar, Sess
elja, gætti búsins með þi’emur
ungum börnum. Á þennan bæ
féll snjóflóðið einnig og færði
þar allt í kaf svo sem á bæ
Þoi’bjargar.
Tvö önnur býli voru þarna
við þessa bæi. Bjuggu þar Þórð
ur Diðriksson og Sveinn Stef-
ánsson. Flóðið náði rétt til
þeirra heimila, en braut þó smá
vegis bæ Sveins. Verða þeir
strax varir þess,' að allt er graf-
ið í snjó á nágrannabæjum
þeirra: menn, hús og skepnur.
Mæðginin nást
upp ómeidd.
Voru þeir bændur fáliðaðið.
Heima við voru aðeins konur
þeii’ra og fremur ung. börn. —
Leita þeir skjótt til næstu bæja
og safna möíinum til þess að
grafa upp þá, sem flóðið’ hafði
fært í kaf. Einnig var sent á
bæina inn af Norðfirði og beðið
um aðstoð þar, og bi’ugðust all-
ir fljótt og vel við. Hefja þeir
síðan gröftinn og að nokkrum
tíma lior.um kcma þeir niður á
fólkið. Var þá kornið fi’.am uncl-
ir hádegi og það búið að liggja
undir snjónum frá því um miðja
nótt.
Þorbjörg, móðir Jóns og Guð-
jóns bi’óðir hans, náðust bæði
lifandi upp, voi’u þau ómeidd,
en allmjög af þeim dregið. Jón
náðist einnig ómeiddur, en með
vitundarlaus og illa haldinn.
Leið nokkur stund þar til hann
komst til meðvitundar. Var þá
búið að flytja hann inn í bæ
Þói’ðar Diðx’ikssonar og var þar
hinum hröktu veittur hinn bezti
aðbúnaður. Voru þau öll fljót
að ná sér og hafði volkið eng-
3
1952 Salon de la Jeune Sculptui’e,
Pai’ís. Samsýning.
1952 Palais des Beaux Ai’ts,
Bruxelles. íslenzk samsýn-
ing.
1952 Listamannaskálinn. Reykja-i
vík, Einkasýning.
1953 Vorsýningin Listamanna-.
skálanum, Reykjavík. Sam-
sýning.
1953 Galei’ie Apollo,. Bruxelles,
Einkasýning.
1953 Galei’ie Parnass, Wuppei’-
tal-Elbei'feld. Einkasýning.
1953 Galex'ie Arnaud, Pai’ís.
Einkasýning.
1953 Aix-en-Pi’ovence. Sarnsýn-
ing.
1953 Salon des Realites Nouvel-
lés, París. Samsýning.
1953 Tate Gallei y, London. Sam-
sýning vei’ðlaunamynda af
pólitíska fanganum.
1953 Oslo. Samnoi’i’æn sýning.
1953 Bei’gen. Samnorræn sýning.
1954 Galarie Pax-nass, Wupper-
tal-Elberfeld. Samsýning.
1954 Galerie Arnaud, Pai’ís.
Einkasýning.
1954 Divei’gences Galerie Arn-
aud, París. Sanisýning.
1954 Ráðhúsið Kaupmannahöfn*
Islenzk samsýning.
in slæm eftirköst í för með sér.
Önnur vai’ aðkoman í bæ
Guðrúriar Þorleifsdóttur. Var
þar móðir hennar, Sesselja, lát-
in og tvö af börnunum, en það
þriðja, stúlka, Margrét Jóns-
dóttir að nafni, var með lífi og
ómeidd að mestu og náði hún
sér fljótlega. Lifði hún lengi
eftir þetta og afkomendur hér
í bæ.
Guðrún var fyrir skömmu
orðin ekkja og bættist nú þessi
harmui’inn við hinn fyrri, er
hún nú missti móður sína og
tvennt barna sinna í einu.
Alsnjóa um
miðjan júní.
Snjóflóð þetta kom úr fjall-
inu ofan bæjai’ins, úr stað þeim,
sem þar er Tindur nefndur.
Féll það síðan eftir Sultar-
botnagjá og til sjávar. Var það
allbreitt og umfangsmikið.
Auk húsa þeirra, sem fyrr er
getið og gereyðilögðust, færði
það í kaf útihús og drápust þar
nokkrar ltindur og, eitt hross,
Enginn vissi til þess, að snjó-
flóð hefði fallið á þessum slóð-
um og engin dæmi ei’u til þess
á þeim nálega 70 árum, sem
síðan eru. liðin.
Skömmu eftir létti snjókom-
unni að mestu, en hið versta
tíðarfar hélst langt fram á vor
með harðindum og snjóbyljum
áf og til. Um miðjan júní var
hér t. d. enn alsnjóa.
Lýkur hér frásögn Jóns Ein-
arssonar af þessum atbui’ðum,
sem á sínum tíma vakti mikla
athygli og spurðist víða, enda
er hér um að ræða eina snjó-
flóðið, sem fallið hefur hér ura
slóðir á liðnum áratugum og
valdið hefur mannskaða. Enda
þótt Jón slyppi ómeiddur úr
þessum háska var hami þar
sannarlega x dauðans greipum.