Morgunblaðið - 06.07.1965, Page 17
Þriðjudagur 6. júlí 19W
MORCUNBLAÐIÐ
17
,De Gaulle er á eftir tímanum'
— segir Theodor Achilles,
ambassador, i viðtali um máletni
Atlantshafsbandalagsins og utan-
rikisstefnu Bandarikjanna
FYRIR sköiívmu var hér á ferð
á vegum Varðbergs dg Samtaka
um vestræna samvinnu, Theodor
Achilles, sem nú er einn af for-
ystumönnum bandaríska Atlants
hafsráðsins og ritstjóri tímarits
þess, „The Atlantic Community
Quarterly“.
Theodor Achilles hefur lengi
verið háttsettur embættismaður
í bandarísku utanríkisþjónust-
unni, hann átti mikinn þátt í
samningaviðræðum, sem leiddu
til stofnunar Atlantshafsbanda-
lagsins. Síðar varð hann sendi-
fulltrúi Bandaríkjanna í ýmsum
Evrópulöndum, en ambassador
Bandaríkjanna í Peru var hann
skipaður 1956 og gegndi því starfi
til 1960. Theodor Achilles hefur
verið ráðgjafi bandarískra utan
ríkisráðherra lþ.á.m. Dullesar og
Dean Rusk, núverandi utanríkis
ráðherra.
Skömmu áður en Achilles hélt
af landi brott átti tíðindamað-
ur Morgunblaðsins tal við hann
og ræddi við hann um málefni
Atlantshafsbandalagsins og sér-
staklega þau vandamál, sem það
á nú við að etja vegna stefnu
Frakka gagnvart bandalaginu.
Við ræddum fyrst um aðdrag-
endann að stofnun Atlantshafs-
bandalagsins og sagði Achilles,
að þegar Ijóst hafi orðið, á ár-
unum 1946—1947, að Sovétríkin
mundu ekki taka upp samvinnu
við vestrænar þjóðir innan Sam-
einuðu þjóðanna, hafi það verið
Ernest Bevin, þáverandi utan-
ríkisráðherra Breta, sem fyrstur
sá fram á nauðsyn samvinnu
þessara þjóða. George Marshall,
utanríkisráðherra Bandaríkjanna
benti þá á, að heppilegra væri,
að Evrópuþjóðirnar kæmu á með
sér alhliða samstarfi, fremur en
tvíhliða bandalög margra þjóða.
Bevin féllst á það og upp úr því
varð Brtissel-sáttmálinn til, sem
var varnarsáttmáli Benelux-land
anna, Frakklands og Bretlands.
Bandaríkin voru á þessum tíma
mjög treg til þátttöku í þessum
sáttmála og leit því svo út á tíma
bili, að gerður mundi tvíhliða
samningur milli þeirra og Evrópu
þjóðanna, sem stóðu að Briissel-
sáttmálanum.
Það var ekki fyrr en hugmynd
in kom upp um varnarsamning,
sem ísland, Portúgal og Norður-
löndin ættu aðild að, sem Banda
rí'kin fengust til að taka fullan
þátt í þessu samstarfi.
Þetta var mjög mikilvægt og
leiddi til stofnunar Atlantshafs-
bandalagsins.
Sjálfur taldi ég þessa lausn
miklu betri en hina fyrri, sem
reett var um.
— Hvað viljið þér segja um
Stefnu de Gaulle í málefnum
Evrópu og afstöðu hans til At-
lantshafsbandalagsins nú?
•*— Þrátt fyrir þá erfiðleika,
sem De Gaulle hefur skapað, tel
ég, að þeir hafi a.m.k. orðið til
þess, að menn hafi hugleitt meir
en áður hvers konar samvinna
eða sameining Evrópu væri heppi
legust. Hvort hún eigi að vera
einungis milli Efnahagsbandalags
ríkjanna eða ná einnig til EFTA
landanna eða jafnvel vera víð-
tækari. Og ég er bjartsýnn á, að
de Gaulle hafi með sinni fram-
komu gert frekar gott en illt.
En ég tel, að hugmyndir de
Gaulle um bandalag hinna sex
»éu of takmarkaðar o.g nauðsyn-
legt sé, að í því verði einnig
EFTA-löndin og vonandi einnig
Bandaríkin og Kanada.
Ég tel, að nú á tímum sé hin
einstrengingslega þjóðernisstefna
de Gaulle gamaldags. Við erutn
háðir hverir öðrum, efnahags-
lega og h-ernaðarlega.
— Nú hefur verið nokkur
ágreiningur innan Atlantshafs-
bandalagsins um það, hverjir
taka skuli ákvörðun um notkun
kjarnorkuvopna, ef til styrjaldar
kemur, og þar hafa Frakkar ver
ið fremstir í flokki. Hvernig horf
ir það mál við frá yðar sjónar-
hóli?
— Ég tel, að Evrópuþjóðirnar
ættu að hafa meira um það mál
að segja en þau hafa nú. Við
skiljum fullkomlega nauðsyn
iþess. Hitt er svo annað mál, að
um þetta hafa engar ákveðnar
tillögur komið frá Evrópuþjóð-
unum, svo að við komum sjálfir
fram með hugmyndina um MLF.
Ég tel að sú hugmynd hafi verið
skref í rétta átt, en ekki nægi-
lega stórt.
— Frakkar virðast vera í
nokkrum vafa um, að Bandaríkin
muni í öllum tilvikum koma
Evrópu til aðstoðar, ef til styrj-
aldar kemur.
— Vafi Frakka í þeim efnum
er óraunhæfur. Bandaríkin geta
ekki staðið utan við meiriháttar
styrjöld í Evrópu, það lærðum
við í tveimur síðustu heimsstyrj-
öldum. Eina undantekningin frá
þessu væri sú, að Frakkland hæfi
af eigin hvötum styrjöld án sam
ráðs við önnur Evrópuríki. 1 slíku
tilfelli gætu þeir varla byggt á
stuðningi Bandaríkjanna eða ann
arra ríkja. En ef Sovétríkin eru
aðilar að styrjöld verðum við það
Hka.
— Erlend blöð hafa að undan-
förnu birt fregnir um, að Frakk
ar muni ef til vill segja sig úr
Atlantshafsbandalaginu fyrir
næstu áramót. Teljið þér líkur
á því?
— Löglega getur ekkert banda
lagsríki hætt aðild að því fyrr
en 1969, en ég hef ekki trú á
því, að Frakkar muni segja sig
úr bandalaginu þá. Þeir munu
ef til vill draga smátt og smátt
úr stuðningi við það, en ekki
segja sig úr því.
— Hver teljið þér að sé raun-
verulega tilgangur de Gaulle
með stefnu hans gagnvart banda-
laginu?
— Tilgangur de Gaulle er sá
að tryggja Frökkum yfirráð í
Evrópu. Hann telur sig geta
stjórnað bæði Þýzkalandi og öðr
um Efnahagsbandalagsríkjum.
En það gerist ekki. Og ástæðan
fyrir andstöðu hans gegn aðild
Breta að Efnahagsbandalaginu er
sú, að hann veit að hann mundi
ekki geta stjórnað þeTm.
— Nú virðist stefna de Gaulle
njóta mikils stuðnings í Frakk-
landi?
— De Gaulle hefur mikinn
stuðning í atkvæðum, en minni
við stefnu sína. Á því er enginn
vafi að andstaðan gegn stefnu
hans er vaxandi. í stað þess að
auka áhrif Frakka, hafa þau
minnkað.
— Vilja Bandaríkin frekar
eiga samvinnu við það Frakk-
land sem var fyrir tíð de Gaulle,
heldur en það Frakkland, sem
hann hefur skapað?
— Við viljum sterkt Frakk-
land, og það hefur de Gaulle
Skapað, bæði pólitískt og efna-
hagslega. Það er sterkara í dag
en fyrir tíu árum. De Gaulle er
á eftir tímanum og hann getur
ekki til lengdar staðið á móti
þróuninni.
— Teljið þér að eftirmaður
de Gaulle verði samvinnuþýðari
en hann?
— Um það getur enginn spáð
hver verður eftirmaður de Gaulle
eða hvaða stefnu hann muni
taka.
— En hvað viljið þér segja um
þá fullyrðingu de Gaulle, að fyrr
eða síðar muni Evrópa frá Úral-
fjöllum til Atlantshafs taka upp
nána samvinnu?
— Leppríki Rússa verða sífell't
órólegri og að þeim hreyfingum
verðum við að hlúa. En Evrópa
frá Úralfjöllum til Atlantshafs
er stórt spor og hvar mundi
valdamiðjan verða? Líklega ein-
hvers staðar milli Moskvu og
Berlín. Ekki í París.
Það eru vissulega möguleikar
á því að auka samvinnu við lepp
ríkin, en það er fyrst og fremst
að þakka styrkleika Atlantshafs
bandalagsins. Ef hann væri ekki
fyrir hendi mundu þau ekki
hafa áhuga á því.
— Teljið þér að miklar breyt-
ingar verði gerðar á sáttmála
Atlantshafsbandalagsins, þegar
hann rennur út 1969?
— Ég held að sáttmálanum
verði ekki breytt. Árás á einn er
árás á alla. Hins vegar má vera
að skipulagi bandalagsins verði
breytt. De Gaulle segir, að það
eigi að vera minni samvinna, aðr
ir telja að hún eigi að vera meiri.
— Teljið þér að þátttaka ís-
lands í starfi Atlantshafsbanda-
lagsins hafi verið nægilega
mikil?
— Framlag Islands til banda-
lagsins er mikilsvert. En þið
mættuð gjarnan taka meiri þátt
í starfsemi þess. Ég held að ís-
land gæti haft mikil siðferðileg
áhrif innan Atlantshafsbanda-
lagsins, O.E.C.D. og Sameinuðu
þjóðanna. Það er a.m.k. ekki
hægt að halda því fram, að þið
séuð heimsvaldasinnar. Þið getið
einnig unnið mikilvægt starf á
sviði tæknilegrar aðstoðar við
vanþróuðu löndin. Þar gætuð þið
unnið gott starf.
— Kennedy forseti var mjög
vinsæll meða lEvrópumanna og
naut óskoraðs trausts þeirra.
Teljíð þér að þær líti Johnson
sömu augum?
— Yinsældir Kennedys í öðr-
um löndum voru mjög óvenju-
legar. Ég held að enginn hafi
gert sér grein fyrir því, fyrr en
eftir morðið, hversu' mi'klar þær
voru, a.m.k. ekki Bandaríkja-
menn. Ég held, að enginn forseti
geti haft samskonar samband við
aðrar þjóðir og Kennedy hafði.
Ég veit ekki hvernig fólk hugsar
um Johnson, en ég vona, að það
meti starf hans í innanlandsmál-
um Bandaríkjanna. Eg skil til-
finningar fólks í Evrópu, þegar
því finnst Johnson ekki hafa
jafn mikinn áhuga á málum þess
eins og Kennedy hafði, a.m.k.
ekki enn.
— Teljið þér að utanríkisstefna
Bandaríkjanna hafi breytzt mik-
ið eftir fráfall Kennedys?
— Johnson er fyrst og fremst
áhugamaður um innanlandsmál-
efni. Þegar hann varð forseti
hafði hann engan sérstakan á-
huga á utanríkismálum og þeim
hefur raunverulega verið neytt
upp á hann. Hingað til a.m.k.
hefur hann starfað að þeim frek
ar eftir því, sem vandamálin
hafa komið uþp, heldur en með
heildarstefnu í huga.
Þegar hann var varaforseti
hafði hann mikinn áhuga á mál-
efnum Evrópu. Og mér þykir lík
legt að á næsta ári, þegar hann
hefur fengið stefnumál sín í inn
anlandsmálum samþykkt í þing-
inu, og ef hann hefur tíma til
frá Vietnam, muni hann einbeita
sér meir að málefnum Evrópu.
— Blöð í Evrópu ræða nokkuð
um það, að sinnuleysi Bandaríkj
anna um málefni Evrópu geti
haft alvarleg áhrif á samband
þessara aðila. Teljið þér hættu
á slíku?
— Ég hef ekki áhyggjur af
því, að það muni gerast. Almenn
ingsálitið í Bandaríkjunum er
hlynnt náinni samvinnu okkar
og Evrópumanna, iþótt de Gaulle
hafi ef til vill skapað nokkra
beizkju í hugum manna. í lengd
ina hef ég ekki áhyggjur af
þessu.
— Þér hafið starfað sem ráð-
gjafi Dullesar og Rusk. Var mik
ill munur á að starfa méð þess-
um mönnum?
— Dulles var mjög ákveðinn
í skoðunum. Ég reyndi stundum
að fá hann til þess að skipta um
skoðun, en það var mjög erfitt.
Dean Rusk er hins vegar eins
konar prófessora-„typa“, hann
er miklu opnari fyrir hugmynd
um frá öðrum, óskar efir skoð-
unum frá sem flestum og ræðir
þær. Hann er rólegur og hlé-
drægur og hans dyr standa alltaf
opnar, ef menn vilja ræða við
hann. Hann eyðir kannski of
miklum tíma í að ræða við aðra.
Eisenhower lét Dulles um utan-
ríkismálin. Kennedy var hins
vegar að miklu leyti sinn eigin
utanríkisráðherra og fylgdist af
mikilli nákvæmni með utanríkis
málum. En milli hans og Rusks
var mjög náin samvinna.
Johnson byggir að ýmsu leyti
á Rusk á sama hátt og Eisen-
hower á Dulles.
— Og hvað viljið þér svo segja
að lokum hr. Achilles um hort-
urnar í málefnum Atlantshafs-
bandalagsins?
— Ég er bjartsýnn á fram-
tíð þess. Kjarnorkuöldin neyðir
okkur til þess að finna nýjar leið
ir til lausnar vandamálunum. Nú
erum við allir háðir hver öðrum.
Jafnvel Bandaríkin geta ekki
byggt á eigin styrk. Það er
mikilvægt, að Atlantshafsbanda-
lagið verði meira en hernaðar-
bandalag, það verður einnig að
vera efnahagslegt og pólitískt
bandalag.
Og ég er mjög ánægður með
þann áhuga, sem hér ríkir á
málefnum Atlantshafsbandalags-
ins.
Plógkeppni í Danmörku 18. okt. 1770. Plægt með norskum Falk-
enstensplóg, sem þá þótti pióga beztu. Nú eru önnur tækni og
annað afi að verki.
HEIMSMEISTARA-
KEPPNIIPLÆINGU
„Ef endistu að plægja,
þú akurland fær“,
St. G. St.
ALLAR búmenntaðar þjóðir
telja það mikla íþrótt að kunna
vel að plægja. Víða uni lönd er
keppt í þeirri íþrótt við mikla
þátttöku, og árleg plógkeppni
um heimsmeistaratign- og titil
hefir farið fram nú um nokkurt
skeið. Þykir sú keppni jafnan
mikill viðburður, keppast hinar
beztu búnaðarþjóðir um að
bjóða til hennar.
Á hausti komanda verður siík-
ur leikur háður í Noregi.
Eiga Norðmenn þá heið-
ur sinn að verja, þar
eð þeir hafa oft staðið fram
arlega á alþjóðavettvangi í
íþrótt plógsins. Þrívegis, sem ég
man til, hafa þeir skipað annað
sæti við alþjóðaplægingar, voru
það feðgar tveir Oddur og Árni
Braut frá Jaðri sem þar voru að
verki, og fynr fáum-árum vann
ungur bóndasonur úr Líer-sveit
nálægt Drammen heimsmeist-
ara sigur í plægingum. Var engu
minna um dýrðir við heimkomu
hans að unnum sigri heldur en
þegar skíðagarparnir mestu
koma heim sem sigurvegarar
frá Norðurálfu eða alþjóða-
keppni, og er þá langt til jafn-
að. Plægingamótið í haust fer
fram á Hringaríki, á Sörum-bæj
unum, í Steinsgrend, en það er
rétt hjá stórbýlinu Steiai, þar
sem Sigurður konungur sýr njó,
svo sem Snorra verður tíðrætt
um í Heimskringlu, og þar sem
Ólafur Haraldsson ræddi við
hálfbræður sína Harald, Gutt-
orm og Halfdan um æskuleika
þeirra og framtíðaróskir, svo
sem frægt er í sögunni.
Alls er von á 43 keppendum
frá 23 löndum. Þeir eru frá flest
um löndum hér í álfu og einnig
frá Ástralíu, Nýja-Sjálandi og
Ameríku. Keppendur mæta 4.
okt. og nota fyrstu dagana til
að búa traktor og plóg í hend-
ur sér og æfa sig við þá stað-
hætti sem þarna er um að ræða,
og sem geta verið allfrábrugðn-
ir því sem er í heimalöndum
þeirra. Föstudaginn 8. okt. verð-
ur keppt í akurplægingu, plæg-
ir hver ekppandi teig sem er
0,2 ha. Laugardaginn 9. okt.
verða plægð gróin tún.
Að kvöldi þess 9. lýkur mót-
inu með hófi miklu — „plóg-
fest“ — í ráðhúsi Óslóborgar, og
þar verða verðiaunin afhent.
Ekki eru veitt nema ein verð-
laun — fyrstu verðlaun — og er
það dálítill plógur úr skíra gulii.
Minriismerki um mótið verð-
ur reist þar sern keppnin fer
fram. Myndhöggvarinn Stale
Kyllingstad sér um gerð þess,
en í það verða felldir steinar
frá þeim löndum öllum sem
eiga keppendur á mótinu. Stále
Kyllingstad er nokkrum íslend-
ingum kunnur, það var hann
sem sá um að setja Ingólf á
stalla í Rivedal 1961 og gerði
stöpulinn sem Ingólfur, stendur
á.
í sambandi við plógkeppnina
verður efnt til búvélasýningar,
og einnig verður þar fræðslu-
sýning á vegum nefndar þeirr-
ar í Noregi sem vinnur að þátt-
töku í baráttunni gegn hungri
sem velflest FAO-samtakalöndin
standa að.
Að mótinu loknu hefst ferða-
lag um nokkur búnaðarhéruð
Noregs, því auðvitað nota Norð-
Framhald á bls. 10