Morgunblaðið - 09.10.1965, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 09.10.1965, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Laugar'dagur 9. október 1965 ívíáiefni tanníækna rædd í borgarstjórn Á FUNDI borgarstjórnar sl. fimmtudagskvöld svaraði Gunn- laugur Pétursson fyrirspurn frá Öddu Báru Sigfúsdóttur (K) um það, hverjar væru tillögur nefnd- ar, sem skipuð var skv. samþykkt borgarstjórnar 14. maí sl., til þess að gera tillögur um starfshætti og skipulag barnaverndarmála. Gunnlaugur kvað nefndina enn vinna að söfnun upplýsinga og gagna frá fjölmörgum aðiljuni, Mundi nefndin skila áliti sínu og niðurstöðum, áður en langt um liðL Þá kom til umræðu fyrirspurn frá Guðmundi J. Guðmundssyni (K) um það, hvenær gera mætti ráð fyrir, að auglýst yrði eftir umsóknum um leiguíbúðir borg- arinnar við Kleppsveg og Aust- urbrún. Gunniaugur Pétursson svaraði því, að 36 íbúðir ættu að vera tilbúnar til afhendingar 1. desember næstkomandi og 18 í- búðir 1. febrúar nk. Þær væru fyrst og fremst ætlaðar til útrým ingar heilsuspillandi húsnæðL Mundi borgarráð því kanna að- stæður þeirra, er byggju í lélegu húsnæði í eigu borgarinnar, áður en ákvörðun yrði tekin um það, hvort og hvenær íbúðirnar yrðu auglýstar til leigu. Alfreð Gíslason (K) mælti fyr- ir tillögu sinni um að rborgar- stjórn skoraði á ríkisstjórn að koma í veg fyrir, „að tannlækna- deild Háskólans verði lokuð nýj- um nemendum á þessu hausti". Ástæða lokunarinnar væri ófull- nægjandi húsnæði. Borgarstjórn hefði heitið tannlæknanemum styrkjum, ef þeir vildu ganga í þjónustu borgarinnar að loknu námi, og hér væri um almanna- heill að ræða, svo að borgaryfir- völd ættu að láta málið til sín taka. Sig grunaði, að húsnæðis- skorturinn stafaði meðal annars af þvi, að fé Háskóla íslands hefði farið í byggingu og tap- rekstur kvikmyndahúss. Til mála kæmi að taka húsnæði fyrir tann læknakennslu leigunámi. Þór Vilhjálmsson bar fram svofellda dagskrártillögu: „Þar sem menntunarmál tann- lækna eru til meðferðar hjá stjórnarráði og Háskóla íslands, telur borgarstjórn ekki ástæðu ta að gera ályktun um tann- læknamál í háskólanum, en tekur fyrir næsta mál á dagskrá". Þór Vilhjálmsson benti meðal annars á eftirfarandi: í byrjun þessa skólaárs, sem nú er nýhafið ,voru tannlæknar við barnaskólana 5, auk yfirtann- læknis, sem tók til starfa á sl. sumri. í fyrra störfuðu 3 tann- læknar við skólana, en nú sex alls. Af því starfsliði, sem starfar á þessu skólaári, eru 3 tannlæknar, sem lokið hafa námi nýlega með námsláni frá borgarsjóði. Auk þess starfa 5 aðstoðarstúlkur á tannlæknastofum skólanna. t Alls hafa 15 tannlæknanemar fengið námslán, og er áætlað, að þeir mæti til starfa, sem hér seg- ir: Þrír eru þegar teknir til starfa. Þrír eru væntanlegir á næsta ári. 5 eru væntanlegir á árinu 1967. Fjórir eru væntanlegir á árun- um 1968 og 1969. Tannlæknanemum þessum er veitt lán allt að í 4 ár, kr. 30.000. — á árL ef nám er stundað innan lands, en kr. 45.000.—, ef nám er stundað erlendis. Á árinu 1964 voru endurgreidd ir reikningar vegna 5.092 barna, g námu greiðslur kr. 1.628.046.00. 4rið 1963 var tala barnanna 3.188, og námu endurgreiðslur það ár kr. 1.063.000.00. Á þessu skólaári hefur verið tekinn upp sá háttur við skoðun á tönnum skólabarna, að börnin eru látin bursta tennur úr flúor- upplausn undir eftirliti skóla- tannlæknis. Er talið, að þetta sé mikilsverð ráðstöfun, til þess að koma í veg fyrir tannskemmdir. Aðalatriði málsins væri þó það, sagði Þór Vilhjálmsson, að mál tannlæknamenntunar væri í höndum Háskóla íslands ,Alþing- is og ríkisstjórnar, en ekki í hönd um borgarstjórnar. Væri tillaga þessi því fram borin á röngum stað, þar eð annað stjórnvald ætti um hana að fjalla. Afskipti borgarstjórnar af almennum landsmálum gerðu ekki gagn. Há skólinn væri að vísu stofnun allr- ar þjóðarinnar, og borgarstjóm ætti að efla þá stofnun, þar sem það ætti við, svo sem í lóðamál- um. Hins vegar ætti borgarstjórn alls ekki að taka að sér mál, sem væru til afgreiðslu hjá öðr- um stjórnvöldum. Sízt væri akkur í því, að hrá og illa unnin mál væru borin fram í borgarstjórn, eins og til- laga Alfreðs Gíslasonar. í tillögu hans væri talað um „tannlækna- deild“, sem ekki væri til; heldur væri „tannlækningafræði" einn þátturinn í Læknadeild Háskóla íslands. Dagskrártillaga Þórs Vil- hjálmssonar var samþykkt með níu atk'væðum gegn fimm. Kínverjar saka um yfirgang Klögnmálin ganga á víxl vegna landa- mæra Tíbets og Sikkim Peking og Nýju Delhí, 6. okt. — NTB — AP — KÍNVERSKA stjórnin af- henti í dag indverska sendi- ráðinu í Peking orðsendingu, þar sem því er fram haldið að Indverjar hafi gerzt sekir um „síendurtekna vopnaða á- reitni við kínverska menn“ á landamærum Tíbets og Sik- kim. Segja Kínverjar að einn kínverskur landamæravörður hafi særzt. Kínverjar segja að 2. október sl. hafi flokkur indverskra her- manna þrengt sér inn á kín- verskt landsvæði í Yala-fjalla- skarðinu, og hafi Indverjarnir hafið ákafa skothríð á kínverska landamæraverðL Hafi Indverjar skotið a.m.k. 200 skotum, og sært einn kínverskan landamæravörð. Þá segja Kínverjar að 4. október sl. hafi indverskir hermenn tví- Frá aðalfundi Verzlunarráðsins. Aðalfundur Verzlunarráðs íslands AÉALFUNDUR Verzlunarráðs íslands var haldinn í gær, föstu- daginn 8. október og hófst kl. 10 f.h. í Leikhúskjallaranum. Formaður ráðsins, Þorvaldur Guðmundsson, setti fundinn og minntist þeirra kaupsýslu- manna, sem látizt hafa síðan aðalfundur var haldinn 1964. Fundarmenn heiðruðu minningu þeirra með því að rísa úr sæt- um. Fundarstjóri á morgunfundin um var kjörinn Árni Árnason, kaupmaður og Þorsteinn 3ern- harðsson, framkvæmdastjóri, á síðdegisfundinum. Fundirritar- ar voru tilnefndir Guðmundur Áki Lúðvígsson og Daníel Jónas son. Þá fór fram kosning í nefnd- ir til að starfa að þeim málum, sem voru til umræðu á fundin- um. Eftirtaldar nefndir voru kosn- ar: Viðskipta- og verðlagsmála- nefnd: Þorvaldur Guðmundsson, Hilmar Fenger, Gunnar J. Frið- riksson, Sigurður Óli Ólafsson, Sigurður Magnússon, Pétur Sig- urðsson, Hjörtur Hjartarson og Höskuldur Ólafsson. Allsherjarnefnd: Birgir Ein- arsson, Sigurður Helgason, Val- týr Hákonarson, Björn Guð- mundsson, Vilhjálmur H. Vil- hjálmsson, Sveinn Björnsson, Haukur Eggertsson, Axel Krist- jánsson og Birgir Kjaran. Skattamálanefnd: Gunnar Guðjónsson, Hannes Þorsteins son, Magnús Víglundsson, Ön- undur Asgeirsson, Leifur Sveins son, Guðm. Guðmundsson, Stef- Indverja fór fram án G. Björnsson og Sveinn Valfells. Síðan flutti dr. Gylfi Þ. Gísla son, viðskiptamálaráðherra, er- indi um þróun efnahags- og við skiptamála að undanförnu og ný viðhorf, sem skapazt hafa. Að erindinu loknu svaraði ráð- herrann fyrirspurnum frá fund armönnum. Er tveggja atriða úr ræðu ráðherrans getið ann- ars staðar hér í blaðinu í dag, þ.e.a.s. varðandi íslenzkan land búnað og Fríverzlunarbandalag Evrópu. Eftir hádegisverð hófst fund- ur með því að formaður Verzl- unarráðs flutti ræðu, er fjallaði um þróun í viðskipta- og verð- lagsmálum og hvatti hann fé- laga til aukinnar þátttöku í starfsemi Verzlunarráðsins. Því næst flutti framkvæmda- stjóri ráðsins, Þorvarður J. Júlíusson, hagfr. skýrslu stjórn arinnar og las upp reikninga V.í. fyrir árið 1964 og skýrði þá. Sá kafli ræðu hans, sem fjallar um þróun efnahags- og við- skiptamála, er birtur í heild annars staðar í blaðinu í dag. Nefndir þær, sem starfað höfðu að málum fundarins, skiluðu áliti. Voru tillögur nefndanna samþykktar af fund inum með nokkrum orðalags- breytingum. Síðan voru gerð kunn úrslit stjórnarkosninga. Formaður kjörnefndar lýsti yfir, að í stjórn Verzlunarráðs íslands hefðu eftirtaldir menn hlotið kosningu: Úr Reykjavík og Hafnarfirði: Magnús J. Brynjólfsson, Stef- án G. Björnsson, Birgir Kjaran, Björn Hallgrímsson Ólafur O. Johnson, Egill Guttormsson, Othar Ellingsen og Arni Árna- son. Varamenn: Pétur Pétursson, Bergur G. Gíslason, Hallgrímur Fr. Hallgrímsson, Kristján Jóh. i gær Kristjánsson, Magnús Þorgeirs- son, Sveinn Helgason Þorvaldur Guðmundsson og Önundur As- geirsson. Kosningu utan Reykjavíkur og Hafnarfjarðar hlutu Jónatan Einarsson og Sigurður Ó. Ólafs son. Eftirtaldir fulltrúar hafa ver- ið tilnefndir af félagssamtök- um: Félag ísl. iðnrekenda: Gunn ar J. Friðriksson og Sveinn Valfells. Varamenn: Sveina Guðmundsson og Árni Krist- jánsson. — Félag ísl. stórkaup- manna: Hilmar Fenger og Kristján G. Gíslason. Vara- menn: Sigfús Bjarnason og PáH Þorgeirsson. — Sérgreinarfélög; Fél. bifreiðainnflytjenda: Gunn- ar Ásgeirsson. Félag byggingar. efnakaupmanna: Haraldur Sveinsson. Vararrienn: Félag raftækjaheildsala: Jón A Bjarna son. Apótekarafélag íslands: J3irgir Einarsson. Endurskoðendur voru kosnir þeir Magnús Helgason og Otto A. Michelsen. Varamenn: Valtýr Hákonarson og Ágúst Hafberg; og í kjörnefnd þeir Árni Árna- son, Guido Bernhöft og Páll Jóhannesson. Fundurinn var mjög fjölsótt- ur og margir fundarmenn tóku til máls. í lok fundarins þökikuðu Gunnar Ásgeirsson og Egill Guttormsson Þorvaldi Guð- mundssyni fyrir vel unnin störf fyrir Verzlunarráðið, en Þor- valdur hafði tilkynnt á stjórnar- fundi fyrir nokkru, að hann óskaði ekki að eiga sæti I stjóminni áfram, en hann hefði gegnt formannsstörfum undan- farin þrjú ár. Þakkaði hann stjórn og starfsfólki fyrir gott samstarf. Ennfremur voru Magnúsi J. Brynjólfssyni þökkuð störf í þágu Verzlunarskólans. Fjarvistir barna úr skólum ræddar á borgarstjórnarfundi vegis skotið af vélbyssum og sprengjuvörpum á kínverska her menn, sem hafi verið í varð- stöðvum sínum á kínversku landssvæði. í orðsendingunni aðvarar Pek- ingstjórnin Indland við afleið- ingum þess að þessum hætti verði upp haldið, og segir að Kínverjar geti ekki hjá því kom- izt að auka á viðbúnuð sinn og landamæragæzlu. Af hálfu Indverja er því hald- ið fram að Kínverjar hafi haft í frammi vopnaða áreitni í Yala- skarði 4. október. í orðsendingu, sem sendiherra Kína í Nýju Delhí var afhent í dag, segir að kín- verskir hermenn hafi haldið inn í Sikkim og reynt að sækja fram alla leið að indverskri landa- mærastöð alllangan spöl inn- an landamæranna. Saka Indverj- ar Kínverja einnig um að hafa skotið á indverska hermenn. Á FUNDI borgarstjómar sl. fimmtudag urðu nokkmr um- ræður um tillögu, sem borgar- fulltrúamir Guðmundur Vigfús- son (K) og Kristján. Benedikts- son (F) höfðu borið fram í borg- arráði um byggingu heimavistar- skóla fyrir born, sem eru mikið fjarvLstum úr skóla án leyfis. Adda Bána Sigfúsdóttir (K) tók tillögu þessa upp og urðu um þetta mál nokkrar umræður. Auður Auðuns (S) kvaðst vilja undirstrika það sjónarmið sitt í þessu máli, að fyrst og Framh. á bls. 31

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.