Morgunblaðið - 09.10.1965, Síða 16
16
MORGU N BLAÐIÐ
Laugardagur 9. október 1965
Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjó.ti: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson.
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og afgreíðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
Askríftargjald kr. 90.00 á mánuði innanlands.
' í lausasölu kr. 5.00 eintakið.
FRAMKVÆMDIR VIÐ
REYKJA VÍKURHÖFN
Uofnin er lífæð borgarinnar
er stundum sagt, og er
það vafalaust rétt. Reykjavík-
urhöfn er langstærsta höfn
landsins, og um hana fara að
mestu leyti vöruflutningar til
og frá landinu, farþegaflutn-
ingar á sjó milli landa, og nú
á síðustu árum er Reykjavík-
urhöfn að verða stærsta báta-
liöfn landsins.
Augljóst er því, að mikils-
vert er, að allt skipulag hafn-
arinnar sé svo fullkomið, sem
tök eru á, og starfsaðstæður
og vinnubrögð í samræmi við
nútímakröfur. Á fundi borg-
arstjórnar sl. fimmtudag voru
samþykkt drög að fram-
kvæmdaáætlun fyrir Reykja-
víkurhöfn árin 1966 til 1970,
og er þar gert ráð fyrir mik-
ilvægum úrbótum á gömlu
höfninni á þessu tímabili. En
sém kunnygt er, er nú unnið
að undirbúningi við fyrsta
áfanga Sundahafnar, sem
borgarstjórn hefur þegar tek-
ið ákvörðun um að byggð
verði. Greinilegt er því, að
borgarstjórnin hefir vakandi
auga með málefnum hafnar-
Innar og fullan skilning á því,
að skipulag hennar og vinnu-
aðstaða sé með þeim hætti,
sem bezt verður á kosið.
En þær framkvæmdir, sem
fyrirhugaðar eru, kosta mikið
fé, og þótt Reykjavíkurhöfn
sé nú skuldlaust fyrirtæki,
verður ekki hjá komizt, að
afla lánsfjár að töluverðu
leyti til þeirrar uppbygging-
ar, sem framundan er í
Reykjavíkurhöfn. En lánsfé
þarf líka að greiða, og til þess
að standa straum af vöxtum
og afborgunum væntanlegra
lána, vegná hinna fyrirhug-
uðu framkvæmda, var lögð
fram á borgarstjórnarfundi
sL fimmtudag tillaga um
hækkun hafnargjalda, sem
felur í sér, að heildartekju-
aukning hafnarinnar, miðað
við árið 1964, verður 22%.
Hafnargjöldin hafa ekki ver-
ið hækkuð síðan 1951, með
gilidstöku 1. janúar 1962, en
áætlað er, að fyrirhuguð
hækkun nú taki gildi 1. janú-
ar n.k. og hafa hafnargjöld
því staðið í stað í fjögur ár,
þótt miklar verðbreytingar
hafi orðið á því tímabili. —
T'ulltrúar allra flokka í bæj-
arstjórn lýstu sig fylgjandi
hækkun á hafnargjöldum til
þess að standa straum af
kostnaði við hinar miklu
framkvæmdir við Sundahöfn
og gömlu höfnina í Reykja-
vík, en nokkur ágreiningur
var um, hversu miklu hækk-
unin ætti að nema. Fulltrúi
Alþýðubandalagsins, Guðm.
J. Guðmundsson, kvaðst óhik
að styðja tillöguna um 22%
heildartekjuaukningu hafnar
sjóðs, en fulltrúar Framsókn-
arflokksins og Alþýðuflokks-
ins töldu nægilegt að hækk-
unin næmi 15%, án þess þó
að færa nokkur sérstök rök
fyrir því. Þessarar hækkun-
ar hafnargjalda verður lítið
vart í vöruverði til neytenda,
og má t.d. benda á, að vöru-
gjalcjshækkunin, sem nemur
50%, hefur þau áhrif að eitt
kíló af kaffi hækkar um 1,4
aura, og má því ljóst vera,
að hér er ekki um umtals-
verða hækkun á vöruverði til
neytenda að ræða, enda lýsti
Guðmundur J. Guðmundsson,
varaformaður Dagsbrúnar,
yfir því á borgarstjórnarfund
inum, að hækkun hafnar-
gjalda skipti engu máH í sam
bandi vi ð dýrtíð og verð-
bólgu.
Greinilegt er, að á undan-
förnum mánuðum hefur mik
ið starf verið unnið á vegum
hafnarstjóra við undirbúning
að hinum margvíslegustu úr-
bótum við Reykjavíkurhöfn,
og ber vissulega að fagna
þeim störhuga fyrirætlunum,
sem nú eru uppi í hafnarmál-
um höfuðborgarinnar.
FORÐUM UM-
FERÐARSLYSUM
in fíðu umferðarslys, sem
orðið hafa að undan-
förnu, aðallega vegna ölvun-
ar og of mikils hraða við akst-
ur hafa að vonum vakið mik-
irtn óhug með mönnum, og
e.t.v. einnig orðið til þess, að
opna augu fólks betur fyrir
því, hver glæpur það er að
setjast undir stýri bifreiðar
undir áhrifum áfengis.
Umferðarnefnd Reykjavík-
urborgar og tryggingarfélög-
in hafa að undanförnu haft
uppi ýmsar aðgerðir til þess
að hamla gegn umferðarslys-
um, en talið er að ölvun og
of hraður akstur valdi 95%
umferðarslysa hérlendis. í
sambandi við hin tíðu um-
ferðarslys að undanförnu hef
ur dómsmálaráðherra, Jó-
hann Hafstein, birt ávarp, þar
sem hann hvetur opinbera
aðila og einstaklinga til sam-
stilltra átaka um að forðast
hin ógnvekjandi umferðar-
slys og skapa hér umferðar-
menningu, sem sómi er að.
í ávarpi dómsmálaráðherra
segir m.a.:
„Þau sár, sem umferðar-
slysin skilja eftir sig í þjóð-
félaginu, sorg, örkuml ,ógæfa
Leitaði heim til
föðurhúsanna
Li Tsung-Jen, fyrrum varaforseti
Chiang Kai-sheks, nú í náðinni
hjá Pekingstjórninni
PRAVDA, málgagn kommún-
istaflokks Sovétríkjanna, birti
sl. sunnudag grein þar sem
látin er í ljós unidrun yfir
móttökum þeim, er Li Tsung-
Jen hershöfðingi hefur hlotið
í Kina, en þangað fluttist
hann í júlí í sumar eftir um
16 áira dvöl í Bandarkjunum.
Segir Pravda að Li sé fjand-
maður kommúnismans og svik
ari við kínversku þjóðina.
Li Tsung-Jen er 75 ára, og
var um skeið varaforseti í
stjórn Chiang Kai-sheks á
meginlandi Kína áður en
kommúnistar hröktu þá stjórn
í útlegð til Formósu. En Li
fór ekki til Formósu, heldur
til Bandaríkjanna. Og þar hef
ur hann búið þar til í sumar.
Vik komuna til Peking var
Li ákaft fagnað, og hefur hann
að undanförnu ferðast víða
um land og haldið fyrirlestra
þar sem hann ræðst á stjórn-
ina á Formósu, Bandaríkin og
kommúnistaflokk Sovétríkj-
anna. Segir Pravda það furðu
legt að málgagn kínverska
kommúnistaflokksins, Dag-
blað þjóðarinnar láni síður
sínar manni, „sem er bezt
geymdur á öskuhaugum sög-
unnar.“
Blöð í Sovétríkjunum hafa
ekki í rúmt ár notað slíkan
munnsöfnuð í garð Kínverja,
og telja margir að þessari
þögn þeirra varðandi skoð-
anaágreining Kína og Sovét-
ríkjanna sé nú að verða lokið
í bili. En þrátt fyrir þögn
Rússa hafa blöð Peking-stjórn
arinnar haldið uppi látlausum
árásum á stefnu leiðtöga Sov-
étríkjanna og afstöðu þeirra
gagnvart Vietnam og deilu
Indverja og Pakistana.
Li Tsung- Jen, hershöfð-
ingi, var sem fyrr segir um
skeið varaforseti í stjórn
Chiang Kai-sheks. Áður hafði
hann verið landsstjóri Anwei-
héraðs í Kína í um tvo ára-
tugi frá 1920. Hann vann að
því að sameina fylgismenn
Chiang Kai-she>ks og komm-
únista í baráttunni gegn inn-
rás Japana á árunum fyrir
síðari heimsstyrjöldina, og gat
sér gott orð sem hershöfðingi.
Að styrjöldinni lokinni ein-
beitti hann sér að stjórnmál-
um, og árið 1948 bauð hann
sig fram sem varaforsetaefni
gegn frambjóðanda, er Chiang
Kai-shek studdi. Vann Li
nauman kosningasigur og
hlaut embættið. En nokkrum
mánuðum síðar unnu komm-
únistar lokasigur á hersveit-
um stjórnarinnar, og kaus þá
Li frekar að 'leita landvistar
í Bandaríkjunum en fylgja
Chiang í útlegð til Formósu.
Li settist að í Englewood
Cliffs, rétt utan við New York
borg og bjó þar ásamt fjöl-
skyldu sinni í 16 ár. Þar um-
gekkst hann lítið nágranna
sína og kynntist fáum. 1. júní
sl. seldi hann hús sitt, og lét
í veðri vaka að hann ætlaði
að flytja. Sagði hann sumum
að hann ætlaði að setjast að í
Kaliforníu eða á Long Island,
en öðrum að hann ætlaði til
Sviss. Og hann fór raunar til
Sviss, en hélt áfram þaðan til
Peking.
Við komuna til flugvallar-
ins í Peking sagði Li að hann
vildi bæta fyrir þann glæp
sinn að hafa flúið land, og
skoraði á landa sína á Form-
ósu að snúa heim til ættjarð-
arinnar til að berjast þar
sameiginlega gegn yfirgangi
Bandaríkjanna. Síðan hefur
hann flutt fjölda fyrirlestra og
erinda víða um Kína, og marg
sinnis sakað Bandaríkin um
að reyna að neyða Kínverja
út í styrjöld.
Gamlir kunningjar og ná-
grannar Li hjónanna í Engle-
wood Cliffs hafa átt erfitt
með að trúa þessari stefnu-
breytingu hershöfðingjans. En
þeir benda á að hann sé aldr-
aður orðinn kona hans þjáist
af ólæknandi krabbameini og
hann hafi viljað bera sín bein
meðal ættingja.
og fjárhagslegir stórskaðar
samborgaranna, hljóta að
knýja okkur öll til að beita
viðnámi og aðgát. Mér er
ljóst, að þungi ábyrgðarinnar
hvílir ekki hvað sízt á opin-
beru stjórnvaldi, fulltrúum
sveitarstjórnarmála, lög-
gæzlu og annarra greina rík-
isvaldsins. Ég legg ekki dóm
á, hvort þar hefur verið stað-
ið á verðinum sem skyldi, hitt
veit ég, að þar hafa margir
lagt gott til mála af einbeitt-
um áhuga og góðvild til þess
að bæta úr misferlum og
koma góðu til leiðar. En
ljóst er, að betur má, ef duga
skal, og að því skal stefnt. En
ég bið jafnframt um samúð,
samstarf og samstilltan ásetn
ing einstaklinganna, hvers
og eins, til þess að ráðast gegn
og sigrast á þeim vanda, sem
við okkur blasir.“
í lok ávarps síns, segir
dómsmálaráðherra:
„Það er ósk mín og von, að
rísa megi alda samstilltra
átaka þess opinbera og ein-
staklinga um gjörvallt land,
er að því stefni að forðast
hin ógnvekjandi umferðar-
slys. Að okkur- megi öllum
lánast að skapa þá umferðar-
menningu, aðhald og festu,
er leiði skugga sorgar og só-
unar hjá dyrum borgaranna.“
Undir þessi orð dómsmála-
ráðherra, Jóhanns Hafsteins
er fyllsta ástæða til að taka.
Umferðarslysin og afleiðing-
ar þeirra hafa verið svo
hörmuleg og sorgleg að und-
anförnu, að augu almennings
hljóta að opnast fyrir þeim
hættum, sem ofsahraði og
ölvun við akstur óhjákvæmi-
lega hefur í för með sér fyrir
umferð og umhverfi. Morgun-
blaðið hvetur landsmenn alla
til þess að taka höndum sam-
an um að auka öryggi í um-
ferð, draga úr umferðarslys-
um, og koma þar með í veg
fyrir svo sorglega atburði,
sem við höfum orðið að horfa
upp á síðustu daga.
Ársbirgðir smjörs
Fram hefur komið í fréttum,
*■ að smjörbirgðir í landinu
nema nú sem svarar árs-
neyzlu smjörs. Reynt hefur
verið að selja eitthvað af
þessu smjöri á erlendum
markaði, en óvíst er um verð,
og verður nú gripið til þess
ráðs að draga úr smjörfram-
leiðslu á næstunni, en auka
framleiðslu annarra mjólkur-
afurða í staðinn, og þá sér-
staklega framleiðslu osta.
Margt bendir til þess, að
framleiðsla jurtasmjörlíkis,
sem hér var hafin um síðustu
áramót, hafi orðið til þess að
draga úr smjörneyzlu, enda
er jurtasmjörlíki miklum
mun ódýrari vara. Ef svo er,
er það landbúnaðinum nokk-
ur vísbending um, að hann
þurfi að bæta samkeppnisað-
stöðu sína frá því sem er. ís-
lenzkar landbúnaðarafurðir
hafa yfirleitt ekki átt í sam-
keppni við aðrar framleiðslu-
vörur að nokkru ráði, en nú
virðist sem framleiðsla jurta-
smjörlíkis hér innanlands hafi
dregið mjög verulega úr
smjörneyzlu, og ætti það að
verða bændum, forustumönn-
um bænda og framleiðsluf r-
irtækjum þeirra nokkur i-
hugunarefni.
Olíubruní
á Kýpur
Lernaca, Kýpur, 7. okt
AP-NTB.
Skemmdarverkamenn kveiktu
í dag í fimm olíugeymum Shell
olíufélagsins í Larnaca á Kýpur
og ollu tjóni sem nemur u.þ.b.
20 milljónum íslenzkra króna.
Mennirnir voru fjórir saman
Réðust þeir á vopnaða herverði
olíustöðvarinnar og særðu skot-
sárum og vörpuðu síðan íkveikju
sprengjum á tankana. í þeim
voru u.þ.b. 7000 lestir af olíu.
Slökkvistarf reyndist miklum
erfiðleikum bundið, — var allt
slökkvilið eyjarinnar kallað til,
en ekki tókst að ráða niðurlögum
eldsins, fyrr en þyrlur yoru send-
ar á vettvang og frá þeim spraut-
að froðuefni á tankana.