Morgunblaðið - 28.10.1965, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 28.10.1965, Blaðsíða 1
32 sÉ<$tir 0ír$íiwiM íí 52. árgangur. 246. tbl. — Fimmtudagur 28. október 1965 Frentsmiðja Morgunblaðsins. Wilson á fundi með stjórnarandstöðunni í Rhodesíti i gær Myndin sýnir Harold Wilson, íorsætisráðherra Bretlands á tlugvellinum í Nairobi í Kenya, þar sem hann kom til viðræðna við forseta landsins, Jomo Kenyatta á leið sinni til Ífcódesíu, en þar fara nú iram viðræður milli brezka forsætisráðherrans og lan Smith, forsæt.isráðherra Ró- tlesiu um framtíð landsins. Fremst á myndinni eru talið frá vinstri: Dr. Njeroge Mungai, varnarmálaráðherra Kenya, Harold W'ilson cg lomo Kenyatta. Salisbury, 27. okt. NTB. AFRÍSKIR, þjóðernissinnar hófu í dag miklar mótmælaaðgerðir í grennd við stjórnarráðsbygg- ingu þá í Salisbury, þar sem Wilson forsætisráðherra Breta átti fund með leiðtogum blakkra manna og þeirra annarra, sem vilja ekki að Rhodesía lýsi eini- hliða yfir sjálfstæði sínu. Skömmu fyrir kl. 11 að þar- lendum tima, er Wilson og brezki samveldismálaráðherrann, Bottomley hófu tveggja stunda viðræður við Joshue Nkomo mátti heyra vaxandi óróa úti á götum borgarinnar. Nkomo, sem er fyrrverandi leiðtogi hins bann aða afríska þjóðarsambands, var fluttur til Salisbury snemma á MOBGAÐI DE GAULLE Paris, 22. okt. (NTB) Rithófundurinn. Jaques Lau rent, sem betur er þekktur unndir nafninu Cecil Saint Laurent, var i dag dæmdur til að greiða sex þúsund franka í bætur fyrir mógðandi skrif vm de Gaulle forseta í bók tsinnii „Mauriac sous de <GaulIe“. Einnig voru útgefend mr bókarinnar dæmdir til bótagreiðsiu og 25 siður bók- arinnar bannaðar. Mesta flugslys á Lundúnaflugvelli 36 manns létu lifið, er Vanguardflugvél hrapaðí London, 27. okt. — (NTB-AP) — SÉRFRÆÐINGAR athuguðu í dag flakið af brezku farþegaflugvél- inni, sem hrapað hafði niður á Lundúnaflugvöll í dimmri þoku fyrr um morguninn, en allir þeir 36 að töiu, sem í flugvélinni voru fórust. f flugvélinni voru 30 farþegar og sex manna áhöfn, og á meöal farþeganna var 18 mánaða dreng ur. Flugvélin „Echo Echo“ var ein af 20 Vanguardflugvélum flugfélagsins „British European : Airwavs" og var að koma frá | Edinborg. Sveimaði hún í nær klukkutíma yfir flugvellinum í London og rcyndi að finna leið í gegnum þokuna. Tvisvar reyndi hún árangurslaust að lenda, en síðan kom þriðja tilraunin, sem reyndist svo örlagarík. Fólk í grennd heyrði vélar- hljóð í flugvélinni líkt og stjórn- Cænsku stjðrnmálaflokkarnir eiga að fá opinberan f járstuðning. Stokkhólmi, 27. okt NTB. SÆNSKA stjórnin hefur á- kveðið að koma fram með málamiölunartillögu í sam- bandi við opinberan stuðning I til handa dagblöðum. í stað þess að bera fram tillögu um beinan stuðning af hálfu rík- isins í þágu dagblaðanna, hef. ur verið ákveðið að bera fram Hernaðarástand á Mið-Jövu Singapore, 27. okt. AP HERNAÐARYFIRVQLD á Mið- Jöfu, þéttbyggðustu eyjunni í IiyJöncsíu hafa lýst yfir hemað- arástandi og sett í gildi herlög til þess að vinna bug á „and- kinverskri kynþáttamismunun, íkveikjum og mótmæLaaðgerð- um“, að því er útvarpið í Jakarta sagði á miðvikudags- kvöld. Þá skýrði Jakartaútvarpið enn fremur frá þvi, að yfirmaður hersins á Mið-Jöfu hefði sett á útgöngubann á Surukartasvæð- inu frá kl. 5,30 síðdegis til kl. 5,30 að morgni og á Semarang svæð- inu frá kl. 11,00 til kl. 4,30. — í sömu frétt var hins vegar skýrt frá því, að kommúnistiskir upp- reisnarmenn hefðu byrjað skemmdarverk og hermdarað- gerðir á Mið- og Austur-Jövu og væru það mótaðgerðir gegn að- gerðum, sem stefnt væri gegn kommúnistum og herinn stæði fyrir. tillögu um ríkisstuðning til stjórnmáial'iokkanna og siðan geti fiokkarnir sjálfir ákveðið, hvernig þeir verja fénu. Er gert ráð fyrir því, að fjár- stuðningur rikisins í þessu skyni muni nema um 25 miilj. sænskum kr. á ári. Tage Erlander. forsætisráð- herra Svíþjóðar staðfesti í dag, að þessi tillaga myndi verða borin fram á þingi og hefði Miðflokkurinn (Senterpartiet) áður lýst því yfir, að hann væri fylgjandi þessu fyrir- komulagi, svo að frumvarpið mun hljóta öruggan meiri hluta á þingi. Ekki hefur, verið skýrt nán- ar frá frumvarpi stjórnarinn- ar, en talið er, að fjöldi þing- sæta en ekki atkvæðafjöldi verði lagður til grundvallar, er úthlutunarfénu verður skipt. Muni flokkarnir fá 50.000 sænsk. kr. út á hvert þing- sæti en það hefði í för rneð Framh. á bls. 31 andi hennar hyggðist reyna að komast upp aftur. í stað þess féll flugvélin á brúnina á flugbraut- inni og varð þá sprenging í henni . Slys þetta er hið mesta, sem orðið hefur á flugvellinum í London og hið mesta í sögu „BEA“. Þau sex, sem tilheyrðu áhöfninni að þessu sinni, áttu í raun réttri ekki að fara með flugvélinni í þessa ferð, en urðu að fara, er þoka í Edinborg kom í veg fyrir, að áhöfn sú, sem taka skyldi við, kæmist til flug- vallarins þar. Af farþegunum í flugvélinni voru flestir skozkir, en allir þeir, sem fórust, voru brezkir ríkisborgarar. Flugvöllurinn í London er álit- inn einn hinn oruggasti í heimi og eru nú 15 ár liðin frá því, að farþegaflugvél fórst þar. Þá létu 28 manns lífið, en í það skipti var það einnig „BEA“ flug vél sem hrapaði. Slysið á miðvikudagsmorgun er hið fyrsta, sem orðið hefur hjá Vangúardflugvél, síðan „BEA“ hóf að nota þær flugvél- ar í apríl 1961. miðvikudagsmorgun með flugvél ásamt nokkrum fylgismanna sinna frá hinu fjarlæga land- svæði, þar sem Nkomo hefur ver- ið í útlegð. Síðan voru þeir flutt ir með þyrlum frá flugvellinum til stjórnarráðsbyggingarinnar. Er umræðurnar hófust, settust um 700 innfæddir Afríkumenn niður við stjórnarráðsbyggjng- una, en þar höfðu þeir beðið í tvo tíma, og tóku að syngja „Við viljum Nkomo'' og „einn maður eitt atkvæði". Voru margar kon- ur í þessum hópi. Stundarfjórðungi siðar, er hóp- urinn var orðinn mun fjölmenn- ari, hóf lögreglan aðgerðir gegn honum og beitti hundum. Hélt mannfjldinn þá í áttina til mið- hluta borgarinnar, og slógust æ fieiri innfæddir í hópinn. Wiison átti einnig þá um dag- inn tal við séra Sithole, sem er leiðtogi hins flokks stjórnaiand- stöðunnar, hins svo kaiiaða afriska þjóðarbandalags. Hafði hann einnig verið sóttur í flug- vél þá um daginn til svæðis þess, sem stójrnin hafði rekið hann i útlegð til. Brezka forsætisráðhen-anum tókst þó ekki að fó báða leið- toga hinna innfæddu til þess að samþykkja stjórnaiskrána frá 1961, en Wilson mun eiga ann- an fund með þeim Nkomo og séra Sithole á morgun, fimmta- dag, þar sem samkomulagsuin- leitunum vei-ður haldið áfram. Humberto Castello Branco forseti Stórnmálafíokkar bannaðir í Brasiiíu Brasiiia, 27. okt. NTB-AP Humberto Castello Branco, forseti Brasilíu bannaöi í dag alla stjórnmálaflokka í land- inu og veitti sjálfum sér vald þess að lýsa yfir neyðará- standi, ef hann teldi slikt nauð synlegt. Skýrði hann frá því, að þetta væri gert til þess að styrkja byltingarstjórn hans. Þá hefði herdómstólum verið veitt stóraukin völd. Forsetinn lýsti yfir því, að sett hefðu verið ný „stofnunar lög“ til þess að viðhalda bylt- ingunni og halda röð og reglu. Fyrstu „stofnunarlögin" voru sett af stjórn hans eftir bylt- inguna gegn Joao Goulart forseta í fyrra. Branco skýrði frá hinum nýju ráðstöfunum í ræðu, sem hann hélt í sjónvarp og út- varp. Rétt á eftir voru gefnar út opinberar tilskipanir, þar sem ríkisstjórninni var veitt heimild tii þess að svipta póli- tíska leiðtoga þingsætum þeirra og réttinum í tíu ár.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.