Morgunblaðið - 28.10.1965, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 28.10.1965, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 28. október 1965 7 eftir Jökul Jakobsson IíEIKFÉIjAG Reykjavíkur frum- sýndi á þriðjudagskvöld nýtt leikrit eftir Jökul Jakobsson, sem hann nefnir „Sjóleiðin til Bag- dad“. Var því vel tekið af frumsýningargestum, enda jafn- an mikill og gleðilegur viðburð- ur að sjá ný íslenzk verk líkamnast á leiksviðinu. Við- burðurinn var einnig að því leyti mimiisverður, að hér var um að ræða fyrsta verkefni Sveins Einarssonar sem leik- stjóra, og komst hann mætavel frá þeirri raun. Þó „Sjóleiðin til Bagdad“ sé óneitanlega betur smíðað verk en „Hart í bak“, bæði sam- felldara og blæbrigðaríkara, þá olli það mér vonbrigðum. Það býr engan veginn yfir sömu snerpu og „Hart í bak“, er bæði daufgerðara og langdregnara, og í annan stað eru leikritin svo einkennilega lík um persónumót- un, efnistök, umhverfi og and- rúmsloft, að það orkar næstum ankannalega. Nú má að vísu vel vera, að Jökull sé að semja sam- felldan bálk leikrita um „skugga- hverfi“ höfuðstaðarins, en þá finnst mér vanta eitthvert dramatískt samhengi og fram- Vindu. „Sjóleiðin til Bagdadí' flokkast vist helzt undir lýrískan impres- sjónisma í raunsærri umgerð. Meginstyrkur verksins er and- rúmsloftið sem höfundurinn lað- ar fram með samtölum sem eru einhvers staðar á mörkum natúralisma og ljóðrænu. Það hvílir yfir þessum samtölum angurværð sem einatt er í hættu legri nánd við tilfinningasemi, en inn á milli bregður fyrir skopi og galgopahætti. Jökull er mjög lagtækur samtalasmiður og fundvís á hnyttileg tilsvör, enda vekja mörg þeirra hlátur meðal áhorfenda. Hins vegar virðist hann að mestu sneyddur þeirri dramatísku gáfu, sem Ijái verk- um hans spennu og eftirvænt- ingu, og er það vissulega alvar- leg vöntun, þó áðurnefndir kost- ir hans vegi upp á móti henni. fíagan sem sögð er í leikritinu gæti varla verið einfaldari, enda skiptir hún í sjálfu sér sáralitlu máli. Það er stemningin á svið- inu og líf persónanna í líðandi andrá, sem mestu varða, og þar vinnur Jökull stærstan sigur, þó ég verði að játa, að mér finnist ljóðrænan eða skáldskapurinn í orðsvörum pérgónanna ekki nægi lega magnaður til að fylla út í þessa angurværu kyrralífsmynd. Þó verkið sé á ytra borði sam- fellt, er á því ein stór glufa sem höfundi hefur ekkf fyllilega tek- izt að kítta í. Leikritið er í raun- inni klofið í tvær gagnstæðar heildir, sem aldrei, sættast að fullu. Annars vegar eru hjónin Mundi og Þuríður, ómengaðar grínpersónur sem aldrei fá neina dýpri merkingu. Þau skortir aðr- ar víddir en þær sem til gaman- leiksins teljast og verða fyrir bragðið nokkuð utangátta í leik- ritinu, þó þau veki mikla kátínu meðal áhorfenda og séu í raun- inni burðarás sýningarinnar, Iþrátt fyrir allt! Kannski mætti líka setja gamla manninn, föður Halldórs, á bekk með þeim hjón- um, þó hann sé að vísu ekki tiltakanlega gamansamur. Hann er eigi að síður útþynnt grín- mynd af Jónatan skipstjóra í „Hart í bak“. Á alvarlega leitinu í þessu leik riti standa svo hinar persónurn- ar fjórar, Halldór, Eiríkur, Signý og Hildur. Þeirra örlög eru hið eiginlega inntak eða „saga“ verks ins, þó þau beri furðulega skarð- an hlut frá borði í sýningunni. Eiríkur og Hildur eiga til tals- verðan gáska, þegar því er að skipta, sem lífgar upp á þau, en hin hjúin et*i svo dauðans alvar-' leg og tilfinningasöm, að jaðrar við melódrama. Mér virðist Jökli ekki lánast að fella þessa gagnstæðu helm- inga leiksins saman nema á köfl- um, og sú ósk hvarflar að manni aftur og aftur, að hann hefði tekið af skarið og gert úr þessu hreinræktaðan gamanleik. Saga iþeirra Halldórs og Signýjar hef- ur yfir sér einhvern rómantísk- an óraunveruleikablæ, þannig að sá þáttur verksins — megirtþátt urinn — nær hvergi verulegum tökum á leikhúsgestum. Valgerður Dan 1 hlutverki Hildar. Atriði úr fyrsta þætti Þetta er þeim mun einkenni- legra sem höfundurinn leggur sig mjög fram um að gera þessa sögu hugtæka, en örlög persón- anna verða okkur af einhverjum ástæðum aldrei nákomin. Skiln- aður þeirra Halldórs og Signýjar fyrr á árum verður lítt skiljanleg ur, og sama er að segja um skiln að þeirra í leikslok. Tilraun Eiríks til að skapa sér „ör-lög", láta eitthvað gerast sem lappi upp á hjónabandið eða ögri tengdafólkinu (ég fæ ekki skilið atriðfð með Hildi öðruvísi) er í allra hæpnasta lagi, þó hún sé látin heppnast í leikritinu. Jökull Jakobsson hefur fundið sinn persónulega tón, um það þarf varla að fjölyrða, og sá tónn er einkar viðfelldinn og notaleg- ur. Mannlýsingar hans eru ein- faldar og skýrar, en ég verð enn að gera játninguna sem ég gerði eftir „Hart í bak“: þetta fólk, kjör þess og umhverfi er mér framandi, ég kannast ekki við þetta mannlíf „í Reykjavík um þessar mundir". Vitanlega skiptir Iþað út af fyrir sig ehgu megin- máli, ef leikritið skapaði sinn eig in óháða heim, en þar er sami tvískinnungurinn og í mótun persónanna: það er hvorki „raun sæ“ lýsing á daglegu nútímalífi né algild mannlífsmynd, heldur farsakennd fátækrarómantík með angurværum undirtóni og lýrísku ívafi. Sveinn Einarsson setti leikinn á svið og fórst það vel úr hendi, ekki sízt þegar haft er í huga að þetta er frumraun hans og leik- ritið nýtt af nálinni. Hánn hefur lagt áherzlu á hið hægláta, haust kennda yfirbragð leiksins, sem er undirstrikað með ljósum' og mjög viðkunnanlegri tónlist Jóns Inga Þórðardóttir og Guðrún. Ásmundsdóttir í hlutverkum sínum. skiptum við móðurina. Helgi Skúlason lék eiginmann Signýjar, Eirík, kjaftfora land- eyðu og draumóramann, og náði góðum tökum á hlutverkinu með látlausum en öruggum leik; þó vantaði snerpuna í leik hans þeg ar mest á reyndi, og er það vísast sök leikstjóra. Valgerður Dan lék Hildi, fjórtán ára systur Signýjar, og kom leikhúsgestum mjög á óvart með furðulega öruggri túlkun á erfiðu hlutverki. Bæði rödd henn ar og fas var við hæfi, og hef ég sjaldan séð nýliða hefja feril sinn svo glæsilega. Steindór Hjörleifsson fór með hlutverk Halldórs, sem senni- lega er vanþakklátasta og tor- veldasta hlutverk leiksins, og átti í talsverðum brösum við það. Halldór verður hvergi full- komlega skiljanlegur eða sann- færandi, og Steihdóri tókst ekki að hefja hlutverkið til svo skáld- legs flugs, að það skírskotaði til manns, eins og oft á sér stað um torskildar persónur. Mér virt- ist Steindór vera óþarflega al- vörugefinn og þungur, einkan- lega í formálanum; hlutverkið hefði orkað sterkar með stærri skammti af kaldhæðni. Gestur Pálsson lék gamla manninn, föður Halldórs, og dró upp skýra svipmynd af karlægu gamalmenni, en þáttur hans í leiknum var mér hulin ráðgáta sem og margra annarra hluta, eins og t.d. gulbrúnu fuglanna. Leikmynd Steiniþórs Sigurðs- sonar er mjög vandvirknislega unnin og skapar leiknum áhrifa mikið umhverfi, þó natúralismi af þessu tagi sé jafnan hættuleg ur, enda var ýmislegt ósamræmi í kjörum og eldhúsáhöldufh frú Signýjar! Eg fæ ekki séð að þessi útfærði natúralismi hjálpi mikið upp á sakirnar. Misræmið kom. einnig fram í klæðaburði fól.ks- ins, einkum Signýjar (og hár- greiðslu hennar) sem var í hróp- andi mótsögn við kjör hennar og harmkvæli. Eins og fyrr segir var sýning- unni mjög vel tekið af frum- sýningargestum, og kæmi mér ekki á óvart þó „Sjóleiðin til Bagdpd" ætti eftir að verða kassastykki eins og fyrirrennar- Nördals. Tæknilega var sýningin vönduð, en ég held hún hefði grætt á meiri leikhraða og auk- inni snerpu á stöku stað. Einkan- lega virtist mér atriðið í öðrum þætti, sem veldur hvörfum í leiknum, vafasamt. Átök þeirra Eiríks og Hildar voru vita mátt- laus og vera þeirra bakvið for- hengið, meðan Halldór og Signý röbbuðu saman fyrir framan það, ofbauð vægast sagt trúgirni minni, og á höfundur að sjálf- sögðu nokkra sök á því. Hins vegar var upphlaup og endanleg uppgjöf Signýjar í fyrra atriði þriðja þáttar mjög vel af hendi leyst. Inga Þórðardóttir fór með veigamesta hlutverkið, Þuríði, og gerði þessari síþusandi og sjálf- hverfu slettireku skemmtileg skil, ýkti hana hæfilega og und- irstrikaði skoplegu þættina í fari hennar, enda er hún mest í þeim eina fleti. Brynjólfur Jóhannes- son lék Munda, eiginmann henn- ar, og skóp kostulega grínfígúru sem hefði sómt sér í hvaða farsa sem væri. Þau hjónin „áttu“ sýn- inguna, þó það hafi kannski ekki verið ætlun höfundar þegar hann samdi leikritið. Guðrún Ásmundsdóttir lék Signýju, dóttur þeirra hjóna, mjög erfitt hlutverk, þar sem þessi unga kona er dregin held- ur óljósum dráttum og er jafnan á næstu grösum við væmni. Hún er greinilega alsystir Árdísar í „Hart í bak“, sem Guðrún lék einnig, og náði leikkonan góðum tökum á hlýju hennar og draum lyndi, uppgjöf og lífsþreytu, en samt var eitthvað þvingað yfir leik hennar, einkanlega í sam- Sigurffur A. Magnússou. Leikfélag Reykfavíkur: „Sjdferöin tíl Bagdad“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.