Morgunblaðið - 28.10.1965, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 28.10.1965, Blaðsíða 25
Fimmtudagur 9$. október 1965 MQRGUNBLAÐIÐ 25 — Safnar þú 25 eyringum? spurði maðurinn litlu stúlkuna. — Já, svaraði hún. — Þú mátt eiga þennan, sagði xnaðurinn. — Hvað áttu márga? — Einn. Hann: — Hvað er sól og sumar lífs míns. Án þín myndi líf mitt verða eins og skýjum þakinn ömurlegur hausthiminn. Hún: — Ertu að biðja mín, eða á ég að taka þetta sem veður- spá? — Nei, hér talar því miður enginn kínversku. r ■— Er hann vinur þinn búinn að ná sér eftir bílslysið hér um dag- inn? — Nei, nei, síður en svo. Hann varð nefnilega fyrir nýju slysi. — Hvað segirðu? Hvað gerð- ist? — Hann kvæntist hjúkrunar- konunni sinnL TJng kaþólsk stúlka fór til prestsins síns og kvaðst þurfa að játa fyrir honum synd. — Mér verður það oft á, þegar ég lít í spegil að segja: — Ó, hvað ég er falleg. — Þetta er ekki synd, sagði presturinn þá. — Þetta er bara misskilningur. Ungur maður kemur heldur en ekki gleiðbrosandi til læknisins og segir: — Ég hef haft mikið gott af lækningum yðar. — Já, auðvitað, auðvitað, segir læknirinn. — Hm, hafið þér ann- ars verið sjúklingur minn? Nei, nei, en hann föðurbróðir minn var það, og ég er einka- erfingi hans. — Hann frændi minn á bíl, sem einn ríkasti maður heims- ins átti áður. •— Jæja, hver var það? ■— Ford. Fullkominn er sá maður, sem er hættur að vaxa í báða enda og byrjaður að vaxa á þverveg- inn. — Það er hægt að heyra allan skollann þegar maður situr inni á kaffihúsi yfir góðum kaffibolla. Þessa sögu heyrði ég t.d. konu eina segja annarri konu hér um daginn: — . . . . og þegar ég svo kveikti til þess að sjá hvað klukkan væri, hvað heldurðu að hún hafi verið orðin? — Ég veit ekki? — Ég get svarið fyrir það, að hún var þrjú. — Og hvað gerðist svo næst? — Jú, svo gengur, eða réttara sagt slagar kallinn minn inn og þá segi ég: — Já, nú ætlarðu lík- legast að segja mér að heimili þitt sé bezti staðurinn i heimi, eða hvað? Og þá segir hann: — Nei, ég, hikk, ætla ekki að segja, hikk, eitt orð um það. Ég vildi bara segja, hikk, að það er eini staðurinn, sem er opinn á þessum tixna. SARPIDONS SAGA STERKA k— Teiknari: ARTHÚR 'ÓLAFSSON Hinrik greifi svaraði: „Hafið, herra, mikla þökk fyrir yðar ræðu, og vil eg í öllu yðar vilja samþykkur, og gef eg Serapusi dóttur mína Elini“. Þau Serapus og Elín stóðu þá upp og þökkuðu konungi innilega sína rausn og höfð- ingsskap og góðvilja hans þeim til handa. Var síðan búizt við brúðkaupsveizlu. Og sem tilsett ur dagur kom, voru þau serapus og Elin saman vígð og síðan að veizlu setið heila viku. Eftir það tóku þeir Serapus og Karbúlus að búast til burt- ferðar heim til ríkja sinna. Kvöddu þeir Sarpidon konung, og skildu þeir fóstbræður með mestu kærleikum. Karbúlus hélt til Ungaría. Xóku lands- menn vel á móti honum, og settist hann þar að ríki og varð brátt vinsæll, því hann var mað ur réttvís og stjórnsamur. Serapus fór heim í Valland. Þá voru þau tíðindi þar orðin, að Hlöðver jarl var andaður fyrir litlum tima. Tók Serapus þá jarlsdæmið eftir hann og hafði þar stjórn langa ævi, en eigi höfum við heyrt getið um afkomendur Serapus jarls, og verður eigi frá þeim sagt í þess- ari sögu. JAMES BOND —* Eftir IAN FLEMING veitt eftirför. um. þér, að ég vissi að okkur var veitt eftir- — Þarna ók hann fram hjá — bara för og nú vita þeir hvar við erurn J Ú M B Ö — J<—■ —-fc— —-K— —K— —■-K— Teiknari: J. M O R A Það var ekki svo ýkja slæmt, hvernig skipið valt í stórsjónum. Það sem verra var, að Júmbó hafði brotið rúðuna, svo að sjórinn skall nú óhindrað yfir þá. — Þvílíkt óveður, stund iSpori milli tveggja ágjafa. — Við erum þá í hættu hér í skipinu, ef það heldur svona áfram. Fljótir, við verðum að fara upp í efri kojuna, sagði Júmbó. Vatnið hækkaði ört í káettunni og nýj- ar öldur skullu á opinn gluggann. Mér þætti gaman að vita, hvernig allt fer, ef þetta heldur svona áfram, stundi Júmbó. Við höfum þó þrátt fyrir allt eins konar björgunarbát, þar sem kojurnar eru, sagði Mökkur. SANNAR FRÁSAGNP <—k—* —-v— k—. * Eftir VERUS ANTONIN DVORAK Frelsi. — Árið 1860 veittu Austurríkismenn Tékkum auk- ið frelsi. Það voru mikil hátíða- höld vegna þessarar viðurkenn- ingar, sem gerði það að verk- um, að enn einu sinni gat tékk- nesk menning blómstrað. Dvo- rak, sem hafði í tíu ár verið að nema tónsmíðar, varð þátttak- andi í þessu endurreisnartíma- bili frá byrjun. Tónskáld. — Fyrsti verulegi árangur Dvoraks sem tónskálds varð, er frumflutt var eftir hann kantatan Hymnus, en í henni má finna mikla ættjarð- arást. Fyrsti flutningur þessa mikla verks gerði hann að efni- legu tónskáldi. Á eftir fylgdu svo önnur verk, sem einnig grundvölluðust á ættjarðarást, og brátt varð hann þekktur um alla Tékkóslóvakíu, sem maður- inn er samdi tónlistina ógleym- anlegu. Viðurkenning. — Tónskáfdið mikla Johannes Brahms var fyrsti maðurinn utan Tékkó- slóvakíu, sem viðurkenndi hæfi leika Dvoraks. Brahms hjálpaði Dvorak til þess að vinna austur- rísk verðlaun fyrir Moravian- dúettana hans. Þá bað Brams útgefanda sinn að gefa út verk Dvoraks og brátt varð hann þekktur um alla Evrópu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.