Morgunblaðið - 28.10.1965, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 28.10.1965, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 28. október 1961 Otgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvsemdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 90.00 á mánuði innanlands. I lausasölu kr. 5.00 eintakið. BÁTASMÍÐAR OG VEIÐARFÆRA GERÐ Á örfáum árum hefur fiski- skipafloti okkar verið endurnýjaður og hingað til lands komið stór og velbúin stálskip ,sem fyrst og fremst eru byggð til síldveiða. Nær öll þessara skipa hafa verið byggð erlendis, sérstaklega í Noregi. Samhliða hinum nýju fiskiskipum hefur ný veiði- tækni rutt sér til rúms, og ný -veiðarfæri úr margvíslegum gerviefnum komið til sögunn- ar. Þau kaupum við víða um heim ,en sérstaklega mun þó innflutningur slíkra veiða- færa frá Japan hafa aukizt mjög mikið á síðustu árum. Furðu gegnir, að mikil fisk- veiðaþjóð, sem íslendingar, verði að leita til annarra þjóða um smíði fiskiskipa og gerð nýtízku veiðarfæra. — Skipasmíðar virðast hafa átt nokkuð erfitt uppdráttar hér á landi, en nú er stálskipa- smíði smátt og smátt að auk- ast, og þeir bátar, sem íslenzk ar skipasmíðastöðvar byggja, verða sífellt stærri .Ekki er vitað annað, en að þeir bát- ar, sem þégar hafa verið byggðir hér innanlands, af • svipaðri stærð og mörg hinna nýju síldveiðiskipa okkar frá Noregi, hafi staðizt fyllilega samanburð við þau skip. Það er því sérstök ástæða . til, að hlúa svo sem kostur er, að þeim skipasmíðaiðnaði, sem hér hefur verið að vaxa upp í landinu, og efla hann. Við höfum mikla reynslu, sem fiskveiðiþjóð og við eig- um að hagnýta okkur þá reynslu í smíði fiskiskipa, fyrir okkur, og fyrir aðrar þjóðir. Sú endurnýjun, sem fram hefur farið á síldveiði- flota okkar undanfarin ár, er ekki sú síðasta, sem þar mun verða. Eftir því sem tækni og framþróun í fiskveiðum fleyg ir fram, verða gerðar nýjar kröfur og þá þurfum við að sjá svo til, að næsta endur- nýjun á bátaflota okkar verði framkvæmd fyrst og fremst hér innanlands. Þá er einnig ástæðulaust, að þjóð, sem notar jafnmikið af veiðarfærum og við, fram- leiði ekki hin nýju veiðar- færi úr gerviefnum í landinu -sjálfu, en eyði stórfé í kaup á veiðarfærum í öðrum lönd- um. Hér á landi eiga öll skil- yrði að vera fvrir hendi til veiðarfærafranfleiðslu úr gerviefnum, sem standist fylli lega samanburð við erlenda framleiðslu, og sérstök ástæða fyrir mikla fiskveiðiþjóð, að framleiða slíkar vörur innan- lands. Hér hefur einungis verið drepið á tvö atriði í sambandi við sjávarútveg okkar, fiski- skipasmíði cg veiðarfæra- gerð, en vafalaust kemur hér magrt fleira til greina. Það er gömul saga og ný, að sá at- vinnurekstur, sem rekinn er í sambandi við sjávarútveginn gengur vel, og þess vegna er þess að vænta, að ungir og framtakssamir menn beini kröftum sínum að uppbygg- ingu margvíslegs iðnaðar í sambandi við hann. HAFTASTEFNA FRAMSÖKNAR- FLOKKSINS |7ftir heimsstyrjöldina síð- ári bjuggu flestar þjóðir Evrópu við ýmis konar höft, skömmtun og hömlur á fram- kvæmdum og viðskiptum, og fóru íslendingar ekki var- hluta af því. Hinsvegar er það staðreynd, að íslenzk þjóð bjó við þessa hafta- og skömmtunarstefnu lengur en nokkur önnur í Vestur-Evr- ópu. Það var ekki fyrr en Viðreisnarstjórnin var mynd- uð, sem frelsi var gefið í við- skipta- og atvinnulífi lands- manna. Á þeim sex árum, sem liðin eru frá myndun Viðreisnar- stjórnarinnar, hafa ótrúlegar breytingar orðið hér á landi, vöruúrval í verzlunum hefur aukizt mikið, geysimiklar framkvæmdir orðið í landinu, myndarlegar byggingar reist- ar, geysileg grózka orðið í sjávarútveginum, og svo mætti lengi telja. Þess vegna hefði mátt ætla, að enginn stjórnmálaflokkur hér á landi teldi ástæðu til að flytja ís- lendingum boðskap skömmt- unar- og haftastefnu á ný. En nú er það greinilega komið í ljós, að Framsóknar- flokkurinn, sem um margt er sérstæður stjórnmálaflokkur, unir ekki lengur því athafna- og viðskiptafrelsi, sem ríkir i landinu. Hafa Framsóknar- menn hafið baráttu fyrir því, að haftastefnan gamla verði tekin upp á nýjan leik. Þessi krafa Framsóknarmanna kem ur fram í túlkun þeirra á „hinni leið“ Eysteins Jónsson- ar, sem þeir segja, að felizt fyrst og fremst í „niðurröðun verka“ í þjóðfélaginu. Eins og bent hefur verið á hér í Morgunblaðinu, er ekki hægt að framkvæma þessa „niður- röðun verka“, nema með nýj- um höftum, skömmtun og hömlum, eða stórfelldum skattaálögum á þann atvinnu- rekstur, sem Framsóknar- Nýr rlsafugl Bandarísk flugvel á að faka 750 far- þega — Fargfald fram og til baka yffir Atlantshafið aðeins þrju þús. kr. Bandaríska risaflugvélin C-5A. NÝLEGA hefur Bandaríkja- stjóm samið við Lockheed flugvélasmiðjurnar um smíði á nýrri flutningaþotu fyrir bandaríska herinn. Enn sem komið er ber þessi nýja flug- vél aðeins nafnið C-5A, og er búizt við að fyrstu vélarnar af þessari gerð verði tekn'ar í notkun einhverntíma á árinu 1969. Seinna, eða á árunum 1970 og 1971, má svo vænta þess að fyrstu vélarnar af þessari gerð verði teknar í notkun til farþegaflutninga yfir Atlants- hafið. Hafa nokkur flugfélög í Bandaríkjunum þegar ákveð ið að kaupa slíkar vélar, en gert ráð fyrir að hver þeirra _taki_um _750_ fjirþegæ Segja VIÐ Marinás breiðgötu í Moskvu stendur hús eittf sem mikla athygli hefur vakið. Þetta er fimm hæða fjölbýlis- hús, aðeins fimm ára gamalt. Það sem veldur því að athygl- in beinist að húsinu er sést m. a. á meðfylgjandi mynd. Svoleiðis er nefnilega að á einni hlið hússins eru átta Washington, 22. okt. (NTB) Utanríkisráðherra Pakist- ans, Z. A. Bhutto, sagði í Washington í gær að fyrirhug aður væri fundur þeirra for- setanna Ayubs Khans og Johnsons fyrir næstu áramót. Ákveðið hafði verið að bæði Khan og Lal Bahadur Shastri, forsætisráðherra Indlands, kæmu í heimsóknir til Wash- ington fyrr á þessu ári, en úr því varð ekki. talsmenn Pan American flug- félagsins að unnt ætti að vera að flytja farþega fram og til baka yfir Atlantshafið milli Bandaríkjanna og Evrópu fyr- ir aðeins um þrjú þúsund ísl. krónur. Bandaríkjastjórn hefur sam ið við Lockheed um smíði 58 flugvéla af gerðinni C-5A, en hreyflarnir verða smíðaðir hjá General Electric. Er gert ráð fyrir að kostnaðarverð vélanna allra verði um 85 þúsund milljónir ísl. króna. Vélarnar eru 75 metra langar og vænghafið um 70 metrar. Getur hver véi flutt um 125 tonn. svalir en engar dyr út á þær. Lengi var þetta látið óátal- ið, en svo kom skopblaðið Krokodil með frásögn af hús- inu nýlega, og síðan hafa margir lagt leiðir sínar þang- að. Sögumaður blaðsins he|ur ekki- fengið neina skýringu á dyraskortinum þótt hann hafi spurt marga. Embættismaður hjá borgar- skipulaginu segir: Þetta mál heyrir ekki undir okkur. Byggingameistarinn svaraði: Það er hvorf eð er nóg af dyrum í húsinu, og slökkvi- liðið kærir sig víst ekki um dyr á þessari hlið. Annar embættismaður svar- aði: Ef til vill voru svalirnar aðeins ætlaðar til skrauts. Gizkað er á að búið hafi verið að nota allan hurða- skammtinn fyrir húsið áður en svalaskammturinn rann út. Vantar dyrnar. Svalir, og engar dyr menn telja, að ekki megi þríf- ast. Framsóknarflokkurinn hef- ur kveðið upp úr um, hvaða stefnu hann hefur fram að færa. Hann hefúr valið að boða á ný hina gömlu og úr- eltu skatta- og skömmtunar- stefnu. Almenningur man þá daga, þegar þeir siðir ríktu hér th landi, og hlýtur þess vegna að furða sig á hinum „nýju leiðum og nýju við- horfum“ Eysteins Jónssonar. Framsóknarmenn hafa lagt spilin á borðið, þeirra boð- skapur er höft, skömmtun, hömlur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.