Morgunblaðið - 28.10.1965, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 28.10.1965, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 28. október 1965 \ Langt yfir skammt eftir Laurence Payne 3. kafli. Ég sat í bílnum og horfði með gremjusvip gegnum framrúð- una, sem regnið buldi á. Það var eins og allt umhverfið hefði misst allan lit, himinninn og á- in runnu saman í grámyglulegt tjald. Ef aðeins hefði komið einn sólargeisli til að lífga þetta upp, hefði það kannski fekki ver- ið svo hábölvað. Heilinn í mér — það litla sem eftir var af honum — virtist alveg hafa gefið upp öndina og sat nú eins og þreyttur hundur og studdist fram á lappir sínar og horfði á mig. Ég hvessti aug- un á hann á móti, þagði hátíð- lega og beið þess, að eitthvað vildi ýta við honum, en jafnvei skerandi hnerri, sem Saundery gaf frá sér í þessu niður í vasa- klútinn sinn með öllu ilmvatn- inu í, var árangurlaust. — >ú ættir að fara í bælið! urraði ég að honum, önugur. — Ég vildi óska, að ég væri kominn þangað. — Það var nú eina, sem á skorti, eins og á stóð — að ég fengi kvefið af honum. Ég opnaði gluggann og stormurinn var næstum búinn -að taka af mér hattinn, svo að ég lokaði aftur. Ég fékk sjálfsagt kvefið, hvernig sem allt veltist. Lögreglumaður þaut framhjá á vélhjóli og heilsaði okkur kurteislega um leið og hann fór framhjá — Saunders veifaði til hans vasaklútnum góða, svo að gerlamir ruku út um allt. — Hver var þetta? spurði ég, enda þótt mér væri nákvæm- lega sama. — Herbert Rowntree. — Hver er hann? — Kunningi hennar dóttur minnar. Þau eru að spásséra saman. — Ég leit snöggt við og upp í fyrstu hæðar gluggana á hús- inu, sem við vorum nýbúnir að yfirgefa. Hammond Barker flýtti sér að draga sig inn í skuggann. Heilinn í mér vaknaði skyndi- lega og dinglaði skottinu vesæld arlega. Ef Barker var nokkuð viðrið- in morðið í gærkvöldi, hví í skrattanum hafði hann þá ekki útvegað sér almermilega fjar- verusönnun? □---------------------------□ 11 □---------------------------□ Þegar það er athugað, að ekk- ert getur veitt lögreglumanni meiri ánægju en það að geta hrundið sniðuglegri fjarveru- sönnun, þá þarf ekki að taka það fram, að glæpamaður, sem lætur ekki svo lítið að finna sér slíka sönnun, er frá upphafi fordæmdur. Ef hinsvegar Bark- er hefði þarna hvergi nærri komið, og vissi ekki um morð- ið annað en það, sem stóð í blöðunum, væri það sérlega ó- líklegt, að það að sjá tvo fíl- eflda lögreglumenn koma upp tröppurnar hjá sér, gæfi honum þegar í stað þá hugmynd, að þeir ættu erindi í sambandi við morðið. En það brást ekki, að hann var eitthvað við þetta riðinn: ég hafði sönnun þess beint fyrir augunum fyrir nokkrum mínút- um! Hann hafði málað Úrsúlu Twist í lifanda lífi hennar, en aðeins sá, sem hafði séð hana dauða, hefði getað bætt á mynd- ina, síðustu sönnunirmi, sem sé klessunni á regnfrakkanum. En hvern skrattann var hann að reyna að sanna með því að bæta við slíku smáatriði? í sama bili trufluðust þessar hugleiðingar mínar af grönnum, ólívugrænum Jaguarbíl, sem hafði sýnilega í hyggju að taka með sér brettið af okkar bíl, en stanzaði svo ískrandi, svo sem skrefi fyrir framan okkur. En næstum áður en bíllinn hafði stanzað, var dyrunum á honum hrundið upp, og hafði næstum náð til konu á hjóli, sem gat þó heygt^við út á akbrautina, en var þar næstum orðih undir öðr um bíl. En það var eins og ungi maðurinn geðvondi, sem kom út úr bílnum sæi þetta ekki, heldur skellti hann hurðinni aftur, og gekk aftur fyxii' bíl- inn og upp á gangstéttina. En áður en konan á hjólinu hafði til fulls bjargað lífi sínu, hafði ég dregið rúðuna niður og armur laganna náði í vas- ann á unga manninum og hélt honum föstum. — Augnablik! sagði ég. — Vitið þér hvað þér eruð að gera? Hann sneri að mér með reiði- svip, eins og hann vildi mala mig mélinu smærra. — Hvern fjandann sjálfan varðar yður -um það? hvæsti hann, og gerði ýmsar tilraunir til að sleppa úr klónum á mér. En ég hélt sem fastast þangað til ég sá Saunders koma að baki mér og leysa mig af hólmi, þá fór ég út úr bílnum og hall- aði mér makindalega að hurð- inni — eins og þeir gera í sjón- varpinu. — Hvað liggur yður svona mikið á? spurði ég rólega, en þá var hann búinn að koma auga á Saunders og grettan var orðin að glotti. — Nú, á að fara svona að? Ég bjóst við einhverju þvífiku, en þið sleppið bara ekki með það í þetta sinn. Ég skal fá hvern skítugan lögga í nágrenn- inu til að rífa kofann í tætlur! Ég sýndi nafnspjaldið mitt ró Iegur. — Já, þér getið strax fengið tvo skítuga lögga til að rífa yður sjálfan í tætlur, ef þér verðið ekki þægur og hlust- ið á mig, sagði ég rólegur. Það var eins og öll andlits- byggingin á manngarminum hryndi saman og roðinn, sem hafði verið í andiitinu varð nú að heilsuleysislegum fölva. Hann leit á okkur á víxL — Lögregla .... ? Ég bið ykk ur að afsaka ......... Hann leit út undan sér á bíl- inn okkar og var sýnilega gram ur okkur fyrir að aka ekki í ein- um af þessum gljáfægðu trog- um með loftnetjum og hvers- kyns útbúnaði, sem gæfi til kynna, að þarna væri lögreglan á ferðinni. Hann komst ekki lengra. — Ég hélt, sem snöggvast.... Ég ákvað að hjálpa honum dálítið. — Þér hélduð sem snöggvast, að við værum einhverjir dólg- ar, sem ætluðu að fara með yð- ur „út að keyra“, var það ekki? Nú væri gaman að fá að vita, hversvegna þér hélduð það? Hann hristi ákaft höfuðið og hló snöggt. — Nei, það var alls ekki þannig, heldur hitt, að ... — Áður en lengra er farið vilduð þér kannski sýna mér ökuskírteiriið yðar. Og eftir langa leit, fann hann það loks- ins í veski, sern var í brjóít- vasa hans, en þar geymdi hann það vitanlega alltaf. Ég var að glápa á nafnið „Jordan Barker“, þegar róleg rödd að baki okkar sagði: — Ertu nú kominn á kant við réttvísina, Chuck? Og þarna stóð listamaðurinp, kunningi okkar, og brosti breitt til okk- ar, rétt eins og prestskona í safnaðar-garðveizlu. Ég leit á hann, fúll á svip- inn. — Það er rétt, hr. .Barker, á kanti við réttvísina — það virðist leggjast í ættir. — Hann dró ekkert úr bros- inu, sem á honum var ,en aug- un urðu hörð. — O, við erum bara óheppin í fjölskyldunni. En hvað er að núna? — Það er ekki annað að en það, að þessi yðar . .. — ... bróðir, bætti hann við. — ... var næstum orðinn vald ur að hræðilegu slysi. En svo var hann svo óheppinn, að við sátum hérna, og horfðum á það. Jæja, og hvað segið þér svo um það, hr. Jordan Bark- er? Ungi maðurinn, sem bróðir hans hafði kallað „Chuck“ og líktist bróður sínum að engu nema ofurlítið að málrómnum, yppti öxlum og sveiflaði hand- leggjunum. — Ég bið afsökunar. Ég var- aði mig ekki, af því að ég var að flýta mér. — Þér ættuð að endurtaka það. Þér komuð þarna þjótandi út úr bílnum eins og leðurblaka út úr eldsvoða. Hvað hafði þér ekið lengi? Þrjóskusvipurinn kring um munninn á honum gaf til kynna, að það ætlaði hann ekki a3 segja mér. — Og eigið þér þennan bíl? Hann kvað svo vera, en röddin gaf til kynna, að svo væri ekki. — Það er númer á honum, svo að það er enginn vandi að at- huga það, sagði ég. Þá mundi hann, að kunningi hans ætti bílinn. — Veit hann, að þér hafið fengið hann að láni? Nú var hann að verða vondur aftur. — Vitanlega veit hann það. Sjáið þér til, fulltrúi, ég sagði, að mér þætti fyrir þessu. Vitanlega hef ég enga afsökun. Hversvegna skrifið þér mig ekki bara upp og látið þar við sitja? Ég rétti Saunders ökuskírtéin ið og skipaði honum að skrifa upp það, sem máli skipti. Smám saman var friður að komast á aftur. —Fulltrúinn er ekki að gera annað en skyldu sína, Chuck, var Hammond að segja. — Það er engin ástæða til að vera að þjóta upp. Bróðirinn sneri snér snöggt að honum. — Haltu þér saman! Ég greip fast í handlegginn á honum. — Svona, hr. Barker, verið þér nú bara rólegur. Og svo iðraðist ég þess að hafa snert við honum ... Skapið, sem hann vár í, hefði getað gef- ið tilefni til margs konar stór- yrða, en takið, sem ég hafði á honum, dró úr því mesta. Hann tautaði eitthvað óskiljanlegt í hálfum hljóðum, sleit sig laus- an og stóð nú eins og reið skjaldbaka og teygði fram álk- una, og ég vissi, að ég mundi ekki fá meira upp úr honum — að minnsta kosti ekkert að gagni. En ég reyndi nú samt. — Hverjir hélduð þér, að við værum þegar við stöðvuðum yður áðan. LONDON ÐÖMUDEILD Austurstræti 14. Sími 14260. HUOCi vdbuxur HELAICi skíðabuxur i ú r v a 1 i . — PÓSTSENDUM — --★- LONDON, dömudeild

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.