Morgunblaðið - 28.10.1965, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 28.10.1965, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 28. október 1965 María Þorleifsdóttir Thorlacitas — Minning Mýkri skyldu mundir mínum, strengi bæra. (Sig. Sig.) YFIR heimili æskuvinar okkar og elskulegs félaga úr stúdenta- i hópnum frá 1922, Kristjáns Sveinssonar augnlæknis, hefur dregið skugga mikillar sorgar. Húsfreyjan, frú María Þorleifs- dóttir, er látin. Útför hennar var i gerð í kyrrþey frá Fossvogs- kapellu fimmtudaginn 21. þessa mánaðar. Það má vera, að and- látsfregn hennai þyki ekki mikil tíðindasaga út frá, þó að mað- ur hennar væri þjóðkunnur Atvinna óskast Stúlka með verzlunarskólapróf og vön skrifstofu- störfum óskar eftir vinnu hálfan daginn. — Upplýsingar í síma 17581. Hér með sendi ég öllum þeim vinum mínum mitt bezta þakklæti, sem heiðruðu mig með gjöfum, skeyt- um og annarri vinsemd á 70 ára afmæli mínu 8. október sl. — Lifið heiL Gestur Gunnlaugsson, Meltungu. Hugheilar þakkir til allra ættingja og vina, sem sýndu mér vinsemd með heimsóknum og gjöfum, blómum og skeytum á 70 ára afmæli mínu 16. október sL — Guð blessi ykkur öll. Ólöf Elíasdóttir, Stóru-Fellsöxl. SIGURÐUR BENJAMÍN JÓNSSON frá Litla-Hrauni, Kolbeinsstaðahreppi, andaðist að Elliheimilinu Grund 23. þ. m. — Jarðarförin fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 29. október kl. 15,15. Þóranna Guðmundsdóttir og dætur. Bróðir okkar GRÍMUR HÁKONARSON fyrrv. skipstjóri, er lézt 24. október verður jarðsunginn frá Neskirkju föstudaginn 29. okt. kl. 1,30 e.h. Blóm vinsamlega afþökkuð. Ólafur H. Hákonarson, Ólafía Hákonardóttir. Móðir okkar, tengdamóðir og amma, SIGRÍÐUR ERLENDSDÓTTIR frá Efri-Reykjum, Biskupstungum, verður jarðsett frá Fossvogskirkju föstudaginn 29. þ. m. kl. 2 e.h. — Blóm vinsamlegast afþökkuð. — Þeir, sem vildu minnast hennar láti Slysavarnafélag íslands njóta þess. Guðrún Nikulásdóttir, Júlíus Guðmundsson, Viktoría Sigurgeirsdóttir, Guðmundur H. Jónsson, Egill Sigurgeirsson, Ásta Dalhmann, Axel Sigurgeirsson, Guðríður Þorgilsdóttir, Þórður Sigurgeirsson, Agnes Guðnadóttir, og barnabarnabörn. Minningarathöfn um manninn minn, föður okkar og tengdaföður JÖRGEN SIGURÐSSON Víðivöllum, Fljótsdal, fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 29. október kl. 10,30 f-h. — Jarðarförin ákveðin síðar. ísey Hallgrímsdóttir, Guðgeir Jörgensson, Anna Jörgensdóttir, Ólafur Valdimarsson, Bergljót Jörgensdóttir, Hrafnkell Björgvinsson, og aðrir vandamenn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við útför, SIGRÍÐAR JÓHANNESDÓTTUR Guðrún Pálsdóttir, Þessi einfalda núning léttir óþægindi kvefsins fljótt og gefnr svefnró Eru þau lltlu kvefuð? Neflð stíflað? Hólsinn sár og andar- dráttur erfiður? — Núið Vick VapoRub á brjóst barnsins, háls og bak undir svefnin. þessi þœgilegi áburður fróar á tvo vegu í senn: Við likamshitann gefur Vick VapoRub frá sér fróandí gufur, •em innandast við sérhvern andardrátt klukkutímum sam- an og gera hann frjálsan og óþvingaðan. Samtímis verkar Vick VapoRub beínt á húðina eins og heitur bakstur eða plástur. þessi tvöföldu fróandi áhrif haldast alla nóttina, létta kvef- ið - og gefa svefnró. Gissur Sveinsson. Innilegar þakkir fyrir auðsýndá. samúð við andlát og jarðarför móður okkar, tengdamóður og ömmu, JÓNÍNU G. SÓLBJARTSDÓTTUR Congordía Konráðsdóttir, Kristján Friðriksson og börn, Sigurður H. Konráðsson, Stella Guðjónsdóttir og börn. VÍCK VapoRub AÐEINS NÚID ÞVÍ Á læknir og virtu vísindamaður í sinni grein, bæði hér á landi og erlendis. Frú María barst aldrei á. Það var óra fjarri henni að reyna að vekja á sér athygli, eða skapa háreysti í kringum sig. Fág uð hæverska og töfrandi látleysi voru einmitt meðal höfuðein- kenna þessarar hugljúfu konu. Og glaðværð, róleg glaðværð, yljuð innan frá af göfgi hjartans og góðvildarhug. Við fundum þetta öll svo undur vel, sem átt- um þess kost að kynnast frú Maríu á heimili hennar. Og okk- ur gat ekki heldur dulizt, hvað hún var dugleg, hyggin og ástúð- leg húsfreyja. Þessvegna finnst okkur nú við fráfall hennar svo ótrúlega stórt skarð fyrir skildi, gerum okkur þess fyrst fulla grein, þegar hún er horfin, hve stórt er hið auða rúm, sem hún fyllti með starfi sínu, persónu- leika og mannkostum. Frú María Þorleifsdóttir fædd- ist í Reykjavik 22. júlí 1912. Voru foreldrar hennar Þorleifur Þor- leifsson Thorlacius, sjómaður í Reykjavík og kona hans, Jónína Guðnadóttir. María kom mjög ung í fóstur til þeirra hjóna Snorra Jóhannssonar bankavarð- ar í íslandsbanka og síðar í Út- vegsbanka íslands hf. og konu hans Guðborgar Eggertsdóttur. Gengu þau henni að öllu leyti í foreldra stað, unnu henni hugást- um sem væri hún þeirra eigið barn, og létu ekkert til sparað að veita henni þá menntun og und- irbúning undir lífið, sem beztur var kostur á. Frú María unni og mjög þessum góðu fósturforeldr- um sínum, leit jafnan á þau sem foreldra sina og hélt minningu þeirra í heíðri af ræktarsemi og kærleika. Til dæmis lét hún einkadóttur sína bera nafn Guð- borgar fóstru sinnar. Það duldist engum, sem sá Maríu Þorleifsdóttur, er hún var að verða fullvaxta mey, að þar fór góður kvenkostur. Hún var kona ríflega meðalhá vexti, fag- urvaxin og fríð sýnum, svipur- inn einarðlegur og drengilegur með afbrigðum, hlý í viðmóti, tiginmannleg í framgöngu. Öli- um þessum glæsilegu persónu- eiginleikum hélt frú Máría til síðustu stundar. Ég furðaði mig stundum á því — og það gerð- um við efalaust fleiri, — hve lítið hún hafði í raun og veru breytzt síðustu þrjá áratugina. Ég held að innri gerð hennar og ytri atvik hafi hvorttveggja vald ið því ,hve vel hún varðveitti æsku sína og fegurð. Persónu- leg hamingja, rósemi og hugar- göfgi eru mikilvirkari og end- ingarbetri í þvi efni, en allar heimsins snyrtistofpr. Þann 20. júní 1936 giftist María Kristjáni Sveinssyni augnlækni. Það varð mikill hamingjudagur í lífi þeirra beggja. Þau stofn- uðu heimili sitt í Reykjavík og bjuggu þar jafnan síðan. Heimili þeirra á Öldugötu 9 var orðlagt fyrir híbýlaprýði, gestrisnL góð- vild og fyrirgreiðslusemi. Ára- tugum saman stóð það ekki ein- ungis opið vinum og kunningj- um þeirra hjóna, heldur áttu og sjúklingar Kristjáns hvaðanæva af landinu þar einnig at- hvarf og traust. Þeim Maríu og Kristjáni varð tveggja barna auðið. Þau eru Kristján, sem stundar tannlæknanám í Há- skólanum, kvæntur Katrínu Þor- grímsdóttur, og Guðborg, gift Bjarna Marteinssyni, sem stund- ar nám í húsagérðarlist víð tækniháskólann í Þrándhe,imi. María andaðist þann 15. okt. sl. aðeins 53 ára að aldri, öllum harmdauði, sem af henni höfðu nokkur kynni, og innilega treg- uð af ástvinum hennar og öllum, sem nær stóðu. Sambúð þeirra Kristjáns og Maríu varð þeim uppspretta ó- þrotlegrar hamingju og á trún- að þeirra bar aldrei nokkurn skugga. Þau voru innilega sam- hent bæði um hagi heimilisins og störf hvors um sig. Líf hins vin- sæla læknis varð þrotlaust ann- ríki á sjúkrahúsum og á lækn- ingastofunni, en húsfreyjan hafði undursamlegt lag á því að gera honum stopular hvíldarstundir á heimilinu að endurnýjun þreks og bjartsýni. Rausn þeirra hjóna var ekki nema að litluleyti fólg- in í gestrisni þeirra og híbýla- prýði — og skorti þó vissulega á hvorugt. Hitt var miklu meira, sem þau létu öðrum í té af per- sónulegri hjálpsemi og höfðings- skap. Kristján er löngu kunnur að því að vera allra manna örlát- astur og mildastur í fékröfum við sjúklinga sína og nauðleitar- menn. Frú María át.ti einnig sinn stóra hóp skjólstæðinga, sem örlátlega nutu hjartagæzku henn ar og drenglyndis. Þetta varð þeim hjónum sameiginlegt lífs- snið, ráðið af þeim báðum í ein- ingu, eins og allt annað. — Þeir eru því margir, sem blessa minn- ingu frú Maríu Þorleifsdóttur nú, er lokið er ævi hennar á jörð- inni. Og með þeim hug, sem hún er kvödd, hygg ég að flestir myndu kjósa sér að kveðja þenn- an heim. Þegar kemur á efri ár ævinn- ar verður oss það til fullnustu ljóst, hvílikt lífsverðmæti það er að eignast góða, trygga vini, eiga með þeim unaðsstundir og gleði — og eiga þá að, ef í nauðir rekur. Við erum nokkrir úr stúdentahópnum frá 1922, sem eigum sumar af okkar hugljúf- ustu minningum bundnar ógleym anlegum stundum á heimili þeirra Maríu og Kristjáns. Ég sé fyrir mér röð slíkra atvika gegnum langa röð ára. Yfir þeim öllum er sami bjarminn, sami yl- ríki þokkinn. Ég sé húsfreyjuna í anddyrinu, ástúðlega, brosandL húsbóndann glaðan og Ijúfmann legan, taka á móti gestunum, sé fyrir mér uppljómaðar stofurnar og kær og kunn andlit, heyri glaðværan klið kærra og kunn- ugra radda. Mikið lifandis und- ur gátu svona kvöld verið fljót að líða og mikil kynstur gátu flætt um þessi híbýli á einu slíku kvöldi af græskulausri glaðværð, skemmtilegum skólaminningum, fyndnum sögum, snjöllum svör- um, fallegum söng. Og glöðust af öllum á sinn rólega fasprúða hátt, var húsfreyjan sjálf, sihug- ulsöm, árvökur, alls staðar ná- læg — móðurleg, myndug og un- aðslega hlý. Og stundum þurfti hún á öllu þessu að halda ,þeg- ar bróðurlegur gáski þessara rosknu drengja varð dálítið fyr- irferðarmikill. Því að í þessum hópi var ekki unnt að eldast, að minnsta kosti ekki svo, að mað- ur skynjaði það þá stundina. Og þar raufst engin tryggð. Vinir úr hópnum gátu borizt brott með tímans straumi — horfið óaftur- kallanlega frá hálfnuðu ævi- starfi. Og þá var engin nærgætn- ari þeim, sem eftir stóðu ein- mana í harmi og trega, en ein- mitt frú María. Þetta vissum við öll. Og nú er hún sjálf horfin úr hópnum. Og mildur, angurvær söknuður fyllir hugi okkar allra, sem Maríu þekktum og dúðum. Og um leið verður mér hugs- að til þín, vinur minn Kristján Sveinsson, og til barnanna ykk- ar. Austan úr Holti sendum við hjónin þér og börnunum inni- lega samúðarkveðju um leið og við blessum minningu Maríu með fyrirbæn og þökk. Guð blessi hana fyrir allt. Og einhvern veginn finnst mér það ekki vera aðeins við Hanna tvö, sem mælum þessum orðum. Mér finnst ég standa mitt í gamla, kæra hópnum, eins og stundum áður, og að í þessari innilegu samúðarkveðju, fyrirbæn og þökk, sé ég einnig að tjá hugs- anir ykkar, Gunnlaugur ráðu- Framhald á bls. 31.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.