Morgunblaðið - 28.10.1965, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 28.10.1965, Blaðsíða 11
FimmtuðagUT íí. október 1965 NIORGUNBLADIÐ 11 hægt sé að staðsetja þá alla nákvæmlega á slíku yfirlits- korti, en benda má á það engu að síður, að ólíklegt má telja, að kortagerðarmanni hafi sézt yfir Godthaabsfjörð, þar sem var Vestribyggð, Diskoflóa og Umanakfjörðinn né heldur á- berandi höfðana sem að þeim liggja. Lítt sem ekki vogskor- in norðvesturströndin gefur til kynna, að skort hafi nákvæm- ar upplýsingar um staðhætti þar, en líka gæti þar verði um að ræða ísröndina eða brún ís- hellunnar á Melvilleflóa, frá Upernavik eða Cape Svarten- huk (fyrir norðan Umanak) til Cape York að norðan. Loks er þess að geta, að þó ekki sé verjandi að gefa beinlínis í skyn að norðurstrandirnar séu teiknaðar af sama kunnugleika og hinar syðri, þá verður ekki í'ramhjá því gengið, að djúpa skoran sem þar sézt, gæti allt eins vel verið Petermannfjörð- ur og að í heild er útlína strandlengjunnar allt til norð- austurhorns Pearylands (sem ekki fer milli mála að sé það)f í samræmi við nútíma kort. Þetta furðulega samræmi Vínlandskortsins við kort þau sem nú eru til af Grænlandi, vekur óhjákvæmilega með mönnum spurninguna um það, hvort teikningin byggist á raunverulegum landfundum og könnun og hversu langt þeir nái unz við taka tilgátur einar og kenningar. Svarsins verður að leita í samanburði útlína og staðhátta á kortinu við strend- ur þær, sem vitað er að norr- ænir menn fundu eða vöndu komur sínar til. Óvenju hagstæð Ioftslags- skilyrði. Þegar rætt er um sæfarir norrænna manna á þessum tímum verður að hafa í huga, að loftslag var þá annað á þessum slóðum en nú er. Um það eru heimildir, að á vík- ingaöldinni var loftslag svo miklu mildara en nú er, að fara mátti siglingaleiðir sem nú er fjarri lagi að siglandi séu og kanna mátti landsvæði á norðlægari breiddargráðu en hægt var við ísaskilyrði síðari miðalda eða eins og nú er. Loftslagsfræðingar nú á dög- um eru á einu máli um, að á tímabilinu milli 950—1200 e. Kr. hafi ríkt ,,óvenju hagstæð loftlagsskilyrði er sannanlega hafi haft það í för með sér að hlýrra hafi verið á íslandi og Grænlandi en nú er, sjávar- hiti N.-Atlantshafs hafi að öll- um líkindum verið meiri og töluvert minna um ís í heim- skautshöfunum". Síðan tók við versnandi loftslag, allt frá þrettándu öld og hafi í för með sér aukið ísrek norðan úr heimskautshöfum og þau áhrif á samgöngur á sjó að þær dróg ust saman. Þetta tímabil náði hámarki í ,,ísöld hinni minni“, sem hófst á fimmtándu öld. Síðari tima rannsóknir stað- festa í öllum aðalatriðum kenn- ingar þær sem sænski veður- fræðingurinn Otto Petterson setti fram fyrir rúmri hálfri öld um ,,loftlagsbreytinga- skeið“ aldanna. Taldi Petter- son breytingarnar stafa af „sjávarfallaafli“ tungls og sól- ar og sagði lágmarksáhrif þess hafa verið á sjöttu öld e.Kr. og þá hafi ríkt stöðugt loftslag og milt en hámarksáhrifanna hefði gætt á fimmándu öldinni og loftsslagsskilyrði þá verið hin verstu. Þetta tímabil, sem tekur yfir nærri þúsund ár markar upphaf sæfara nor- rænna manna, uppgangstíma og endalok og í sögu þeirra fann Petterson íitaðfestingu á kenn- ingu sinni. Petterson þrískipti þessu ,,loftlagsbreytingaskeiði“ sínu. ,,Fyrsta hlutann," segir hann ,,fram irndir 1100 var nær eng inn ís í norðurhöfum, Labra- dor- og A-Grænlandsstraumur- inn báru heldur ekki með sér neinn ís að heitið gæti og hlýr sjórinn í Golfstraumnum (og Irminger-straumnum sem í hann rann) frá íslandi til Grænlands gat streymt lengra Vesturhluti Vínlandskortsins Grænland og Island). í vesturátt. ,,lsinn bráðnaði á norðlægari breiddargráðum, í Baffinsflóa, heimskautshafinu eða jafnvel rétt við sjálfan Norðurpólinn.“ Á íslandi og Grænlandi var loftslag mildara á þessum tíma en nú er og austur- og suður- strandir Grænlands voru ís- lausar. Frásagnir af Græn- landsferðum á þessum árum nefna ekki sjávarháska af völd- um ísa og sjóleið Eiríks rauða — sem nú er ófær — var þá farin reglulega beint vestur frá íslandi' til Grænlands suð- ur með austurströndinni og um sundin norðan við Cape Far- well. „Isrek var heldur ekki til trafala sjóferðum á Davissundi eða á hafinu milli Ameríku og Grænlands, ísinn lá miklu norðar, við fiskistöðvarnar við Baffinsflóa“. Það var á þess- um tímum, sem víkingarnir norrænu lögðu leið sína til íslands og Grænlands og byggðu þau lönd bæði. Ekki má heldur gleyma könnunar- ferðunum í norðurátt, norð- ur Baffinsflóa og kannske Kane Basin líka. Ameríku- fundur norrænna manna til- heyrir einnig þessu tímabili. ÍSBANN Á ÍSLAND Annar kafli tímabilsins ná- lægt lokum tólftu aldar og á þrettándu öld, er markaður af versnandi loftslagi og „fyrstu merkjum um ísbann á ísland“. Þá flytjast Eskimóar einnig sunnar og fylgja ísröndinni suð ur Baffinsflóa vegna selveiða sinna og fiskiveiða. Þó gamla sjóleiðin frá Islandi sé enn við líði, segir frá. því í Kon- ungs-skuggs j á, að þéttar ís- breiður liggi nú úti fyrir Græn landsströndum og „í norð-aust- ur (frá fslandi)“. Þá er minnzt á borgarís fyrsta sinni og sæ- farar varaðir við að reyna að sveigja of snemrna að landi, heldur ráðlagt að stýra „í suðvestur og svo í vestur“ og krækja fyrir ísbreiðuna. Lokakafli loftlagsbreytinga- skeiðs þessa, á fjórtándu og fimmtándu öld, varð vitni að því að Eskimóar eyddu Vestri byggð. Þá endurskoðaði ívar Bárðarson (c. 1360) leiðarvís- inn um siglingar til Græn- lands, þá leysir ekki lengur frost úr jörð í Grænlandi sunnanverðu (c. 1400) og „með því að ísrekið úr heimskauts- hafinu jókst í sífellu eftir því sem nálgaðist hámark sjávar- fallsafl sólar og tungls (skv. kenningum Pettersons) rofn- uðu smám saman samgöngur við Grænland. Ef þessi kenning Pettersons um loftslagsbreytingaskeiðin nær almennri viðurkenningu, hlýtur hún að hafa töluverð áhrif á dóm þann sem menn kunna að leggja á Vínlands- kortið sem sögulega heimild (frá vestrl tíl austurs: Vínland, um sæfarir og landkönnun norrænna manna á miðöldum. SJÓLEIÐIN FRÁ ÍSLANDI Fyrsti áfangi sjóleiðarinnar frá Islandi til Grænlands var frá Snæfellsnesi beint í vest- ur til Gunnbjarnarskerja, sem sögð voru miðja vegu á leið- inni til Grænlands (Þ.e. til byggða landnámsmanna á suð- vesturströndmni). Sker þessi eru eyjar úti fyrir Cap Dan í nágrenni Angmagsalik á um það bil 66° norðl. breiddar. Nú á tímum er þetta eini hluti strandarinnar að Danmerkur- sundi, sem síðsumars og að haustlagi er laus við ísa þá er loka ströndum öllum norðan staðarins og sunnan fyrir sigl- ingum. Norðan við 70° geta skip komizt að ströndum en er kemur norður á 75* er ísinn aftur svo þéttur að ekki verð- ur tekið þar land af hafi. Fornleifafræðirannsóknir á A-Grænlandi hafa ekki leitt í ljós neinar fornleifar nor- rænna manna norðar en á móts við Kangerdlugsuak (á 66,30° nl. br.), en almennt ér talið, að ekki hafi norrænir menn farið lengra norður eftir austur- ströndinni en að Scoresby- sundi (71°). Af ,óbyggðum“ Austur-Grænlands fer litlum sögum í íslenzkum heimildum, utan hvað þar er getið skips- skaða. Nansen sagði reyndar fullum fetum í sínum skrifum, að „Norðmenn og íslendingar sigldu um heimskautshafið allt, eftir ísröndinni, þegar þeir voru á höttunum eftir sel og hinum verðmæta rostungi". Sé svo, og hafi þeir í raun og veru fylgt ísröndinni frá Norður- Grænland allt til Novaja Zemlja kann þar að vera að leita hugmyndarinnar um að landspöng væri milli Norður- Rússlands og Grænlands, sem algeng var með norrænum mönnum á miðöldum. Nansen segir að vísu að siglingar séu varasamar á þessum slóðum (norðan 70°) sökum ísa, en þó sé engan veginn loku fyrir það skotið að menn hafi geng- ið á land á austanverðri norð- urströndinni „þar sem hún get- ur verið sem næst íslaus síð- sumars og að hausti“ segir hanð. Danski sagnfræðingur- inn D. ,3ruun fullyrðir aftur á móti, að „norrænir menn til forna . . . voru aldrei hræddir við að sigla gegnum ísinn“. Hann á það sammerkt með ýmsum sagnfræðingum öðr- um, að hann telur Svalbarð, sem fannst 1194, vera norðaust- ur-Grænland („að öllum lík- indum er Scoresbysund Sval- barði“) og bætir við þeirri til- gátu sinni, að norrænir menn hafi haft þar sumarsetu vegna þess hversu gott var þar til fanga. Enda þótt frásagnir séu um að lánd hafi sézt norðan 70° oft og mörgum sinnum á 17. öld- lund, að þeir hafi eitthvað inni, einknm af hvalveiðiskip- þekkt til líka norðar, einkum um Hollendinga, var norðaustur kannski vestanmegin, þar sem strönd Grænlands ekki könnuð William Baffin sigldi skipi sínu og kortlögð fyrr en á nítjándu og tuttugustu öllinni og varð þar fyrstur til William kapteinn Scoresby. Ekkert það sem upp- vist varð i ferðum hans og ann arra á þessum slóðum útilokar ferðir norrænna manna langt norður eftir ströndum á mið- öldum, ef til vill allt að 75°, við miklu minni trafala af völd- um ísa. Á þessum ferðum sínum hefðu þeir getað fengið góða yfirsýn ýfir legu landsins og staðhætti á þessum slóðum. KRÆKT FYRIR ISINN. Sjóleið sú frá íslandi, sem tekin var upp á fjórtándu öld, var suðvestlægari, svo takazt mætti að krækja fyrir ísinn sem „kom út úr flóunum skammt frá Gunnbjarnarskerjum" og eftir leið þessari var síðan hald ið í norðvestur beint upp undir Hvarf. Á eldri leiðinni, þeirri er Eiríkur rauði fór fyrstur manna, hafði sæfarinn jafnan landsýn þegar hann sigldi með fram ísröndinni alla leið frá Angmagsalik til Cape Farewell. Á vesturströndinni sunnan- verðri settu norrænir menn nið ur landnám sín tvö, hið syðra, þar sem kallað var Eystribyggð, í fjörðunum frá 60,3° til 61,3* og hið nyrðra, Vestribyggð, norður þaðan „sex daga róður sex manna á sexæringi“ fram- hjá öðrum fjörðum, þar sem fundizt hafa minjar norrænna manna. Vestribyggð tók yfir firðina djúþu umhverfis Godt- haab, frá um það bil 64° til 65°. Þar er enn fyrir sakir hlýrra sjávarstrauma og vinda af jökl- um ofan sem næst íslaust í júlí og ágúst, alla ströndina við Davissund og allt norður í Mel- ville Bay á 74°. Konungsskugg sjá og aðrar heimildir íslenzk- ar eru til vitnis um ferðir nor- rænna landnámsmanna á Græn landi langt norður eftir vestur- ströndinni á sumrum, meðfram Davissundi, og fornminjafundir á þessum slóðum eru því til staðfestingar. Einhvers staðar þarna var „Norðursetur" og hvort heldur Eiríkur rauði hef- ur sjálfur — eins og Nansen gefur í skyn — kannað „land allt upp eftir og norður fyrir Davissund", þá er það víst, að afkomendur hans fóru þangað til fiskveiða, selveiða og til að sækja sér þangað rekavið, sem Pólstraumurinn bar þar að landi norðan úr höfum en þeir héldu kominn frá Marklandi. Mörg örnefni er að finna I heimildum um Grænland og til er miðalda héraðslýsing þaðan, prentuð á sautjándu öld, þar sem gefnar eru upp fjarlægðir milli staða á vesturströndinni og miðað við hversu langan tíma það taki að róa þangað fullskipuðum sexæringi. Einn fornminjafundur langt norður í landi færir sínar sönn- ur á frásagnirnar af þessum ferðum landnámsmaima í Græn landi upp eftir vesturströnd- inni. Það er rúnasteinn, sem fannst árið 1824 — en er nú týndur — á Kingiktorsuak- eyju sem er á 72° 58‘ nl.br. nokk uð norðan Upernavik. A stein- inum var áletrun sem úr varð lesin frásögn þriggja manna norrænna, sem þar komu árið 1135 eða 1333. Öruggt var taiið að steinn þessi væri ófalsaður og norrænn að uppruna. GÁTU GERT GRÆNLANDS- KORT FYRIR 1300. Þessi sönnunargögn, þó £á séu og fátækleg, geta engu að síð- ur leitt okkur áleiðis — jafn- vel töluvert langt áleiðis — til viðurkenningar á þeirri stað- reynd, að þegar komið var fram á fjórtándu öld, kunnu íslend- ingar og Grænlendingar, sem í þann tíð bjuggu við hálfu betri skilyrði til ferðalaga á heimskautsslóðum en könnuð- ir vorra daga, þau deili á Græn- landsströndum, allt norður á 75° ef ekki enn lengra norð- ur, sem sjá má af Vínlandskort inu. Og það er engart veginn fráléitt, að gera sér í hugar- (er tæplega hefur verið miklu betri farkostur en knerrir vík- inganna og langskip), allt norð ur á 78° árið 1616. Ef við viður kennum kunnáttu farmannanna norrænu á þessum tímum, þekk ingu þeirra á gangi himintungla og leikni í siglingum, þá er ekki fjarri lagi að ætla að rétt eins og þeir tóku mið sín af sólu, tungli og stjörnum, eins hafi þeim ekki orðið skotaskuld úr t því að staðsetja nærri lagi á breiddarbauga helztu kennileiti á ströndum Grænlands. Við þetta bætist svo það, að græn- lenzku ströndunum svipar um stefnu og staðháttu mjög til stranda Noregs, þar sem þeir eða forfeður þeirra lærðu sín siglingafræði. Það bendir því allt til þess, að þeir hafi haft með höndum allan þann fróð- leik, þegar fyrir lok þrettándu aldar, sem til þurfi að teikna Grænlandskort á borð við það sem sést á Vínlandskortinu, hefði þeim boðið svo við að horfa. Forstokkaðar hugmyndir og fyrirmyndir úr þjóðvísum. Af því sem rakið hefur verið í kafla þessum, virðist mega draga þá ályktun að Grænlands teikningin á Vínlandskortinu sé byggð á upplýsingum fengnum frá norrænum landnámsmönn- •um þar. En er að því kemur að rekja hversu þessar upplýs- ingar muni hafa komizt í hend ur þeim er Vínlandskortið gerði, verður öllu óhægara um vik. Engin landfræðileg heimild er til sambærileg kort- inu, hvorki samtíma heimild, eldri né yngri. Við eigum ekki annars úrkosta en bera það saman við tvær „kortafjölskyld ur“ aðrar, Clavusar-kortin og íslenzku kortin. Fræðimennirnir Björnbo og Petersen, sem mikið rannsök- uðu og rituðu um Grænlands- mál, voru þcirrar skoðunar, að Grænlandskort Clavusar gseti ekki verið byggt á skráðum heimildum einum saman, til þess væri það of nákvæmt og nærri réttu lagi. Þeir drógu að vísu ekki úr göllum þess, s.s. skakkri stefnu austur- og vest urstrandanna og tilbúnum ör- nefnunum, sem Clavus betrum- bætti með kort sitt (og tók úr dönskum þjóðvísum, að sagt er), en þótti kortið engu að síð- ur svo vel úr garði gert, ekki sízt miðað við það, að heita mátti að tekið hefði algerlega fyrir allar samgöngur milli Grænlands og Evrópu, að þeir töldu Clavus fara með rétt mál er hann fullyrti að hann hefði sjálfur siglt til Grænlands. Þá köm til skjalanna Nansen hinn norski og færði sönnur- á að Grænlandsteikning Clavusar byggðist á teikningunni af vest asta ska;» Noregs í Lárentínsku kortabókinni frá 1351. Það er því sú teikning, sem við verð- um að athuga nánar og vegá og meta gildi hennar sem hugs anlegrar Grænlandsteikningar. Það er ekki mikið verk eðá merkilegt„ jafnvel þegar gert er ráð fyrir því, að kortagerð armaðurinn hafi ætlað sér áð teikna þama Grænland. Lega landsins er rammskökk, tengsl in við landið að norðaustan sniðin í öllu að fornum og for- stokkuðum hugmyndum og nafnið „aloga“, þ.e. Háloga- land, sem tengir það Noregi, leggst allt á eitt um að sýna fram á, hversu fáránleg tilgáta það er, að nokku'ð sé skylt með skaganum á Lárentinska kort- inu og Grænlandsteikningu Yale-kortsins. Ekki er hægt að afskrifa eins höstuglega þá tilgátu að ein- hver tengsl kunni að vera milli Vínlandskortsins og síðara korts Clavusar, sem týnt er, t.d. ein og sama frummyndin, en ef það reynist rétt, hefur henni verið spillt ákaflega áður en Clavus tók hana upp og verður tilgát- an að teljast heldur ósennileg. Framhad á bls. 19.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.