Morgunblaðið - 28.10.1965, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 28.10.1965, Blaðsíða 8
8 MORGUN BLAÐIB Pimmtudagur 28. október 1965 ,h 1' lii XX fiXiTC IMiklar umræður um fyrir- spurn um vegaskatt í GÆR var tekin fyrir í Sam- einuðu Alþingi fyrirspurn til samgöngumálaráðherra um vega skatt frá Gils Guðmundssyni og Geir Gunnarssyni. Var fyrir- spurnin svohljóðandi: 1. Hefur samgöngumálaráð- herra ákveðið að láta innheimta vegaskatt af bifreiðum, sem aka hina nýju Reykjaneshraut? 2. Ef svo er, hve hár verður sá skattur? 3. Hefur verið gerð áætlun um árlegar tekjur af slíkum skatti og kostnaður við innheimtu hans? 4. Er fyrirhugað að taka upp þá reglu, að innheimta vegaskatt af umferð um aðra þjóðvegi, sem kunna að verða steinsteyptir eða malbikaðir á næstu árum? Fyrri flutningsmaður fyrir- spurnarinnar GILS GUÐMUNDS SON (K) sagði að síðan að þessi fyrirspurn hefði verið lögð fram væru komin ljós og ótvíræð svör við tveim fyrri liðum hennar. En síðari hluti fyrirspurnarinn- ar stæði hinsvegar enn og væri það von sín að samgöngumála- ráðherra gæti úr þeim greitt. Margt væri það sem vekti at- hygli við þennan skatt og ekki sízt það hversu gífurlegur mun- ur væri á skatti á fólksbifreið- um og vörubifreiðum og myndi hinn hái skattur á vörubifreið- um óhjákvæmilega koma niður á fiskflutningum milli Keflavíkur og Reykjavíkur. Ingólfur Jónsson samgöngu- málaráðherra, sagði að gerðar hefðu verið áætlanir um, hversu mikið þessi skattur myndi gefa, og væri þar stuðzt við umferðar- talningu á síðustu árum. Væru tekur af skattinum áætlaðar 14,6 milljónir kr. árið 1966, 15,9 milljónir króna árið 1967 og 17,2 millónir króna árið 1968. Einnig hefði verið gerð athug- un á, hversu kostnaður yrði mikill, og væri þegar séð að hann yrði töluverður, sennilega rúmlega 1 milljón kr. Um fjórða lið fyrirspurnar- innar um skattlagningu slíkra vega í framtíðinni sagði ráðherra að slíkt yrði ævinlega á valdi Alþingis hverju sinni. Kæmi margt vitanlega til greina t. d. það að umferð yrði að vera það mikil að slík skattheimta borgaði sig. í 95. grein vegalaganna væri ákvæði um það að innheimta mætti toll af vegum eða brúm og hefðu þau ákvæði verið sam- þykkt af öllum Alþingismönnum. Það væri á valdi Alþingis að af- nema þessi ákvæði úr vegalög- unum. Oft væri talað um það, að vegamál okkar á íslandi væru ekki í góðu lagi og þoldu illa umferðarþungan og eðlilegt væri að fast væri kallað eftir því að Lagafrumvarp um aðför í EFRI deild var tekið til um- i ræðu frumvarp til laga um að- för og fylgdi flutningsmaður þess, Ólafur Jóhannesson (F) því úr hlaði. Sagði hann að í lögum um aðför frá 1887 væri ákvæði jj í GÆR var lagt fram frumvarp til laga um breytingar á lögum nr. 5 18. maí 1920, um bann gegn botnvörpuveiðum. Flutningsmað ur frumvarpsins er Lúðvík Jósefsson. Með frumvarpi þessu er lagt til, að gerðar verði þrjár breyt- ingar á gildandi lögum um bann við botnvörpuveiðum í land- helgi: í fyrsta lagi er lagt til, að sektir fyrir landhelgisbrot verði hækkaðar verulega. í öðru lagi er lagt til, að bann- að verði að láta af hendi eða selja upptæk veiðarfæri þeirra, sem sekir hafa gerzt um botn- vörpuveiðar í landhelgi, fyrr en í fyrsta lagi einum mánuði eftir að sektardómur hefur verið kveðinn upp. í þriðja lagi er lagt til, að sett verði ótvíræð ákvæði í lögin um það, að náist ekki í sekan skip- stjóra á veiðiskipi, sem tekið hef ur verið að ólöglegum veiðum sé heimilt að dæma útgerðar- fyrirtæki skipsins og gera það á allan hátt ábyrgt fyrir land- helgisbrotinu. Þá voru einnig lögð fram frum- varp til laga um skrásetningu réttinda í loftförum og frumvarp til laga um viðauka við nög nr. 57 25. maí 1949, um nauðungar- uppboð, bæði frá samgöngumála- nefnd og frumvarp til laga um breytingu á íþróttalögum, nr. 59 7. apríl 1956, flutningsmenn Páll Þorsteinsson og fl um að undanskilja mætti nauð- synlega hluti er næmu 100 kr. í verðgildi ef einstaklingur ætti í hlut, og kr. 120 ef fjölskyldu- maður ætti í hlut. Lögum þessum hefði verið breytt 1932 og upp- hæðirnar hækkaðar þannig að heimilt hefði verið fyrir þann er átti fyrir fjölskyldu að sjá að halda eftir nauðsynjum að verðgildi 500 kr. og auk þess 100 kr. fyrir hvert barn. Vegna verð- lagsbreytinga frá því að fjárhæð- ir þessar voru ákveðnar væru upphæðir þessar orðnar algjör- lega úreltar. Legði hann því til með frumvarpi þessu að hækka þessar fjárhæðir, þannig að sá, sem ætti fyrir heimili að sjá, mætti undanskilja 5000 kr. og auk þess 1000 kr. fyrir hvert barn, en einhleypir menn 1000 kr. svo og sömu upphæð fyrir börn eins og áður segði ef þeir ættu fyrir þeim að sjá. Ætla mætti að breyta mætti þessum ákvæðum, þótt önnur ákvæði frumvarpsins stæðu óbreytt, þar sem slíkt hefði áður verið gert. Frumvarpinu var síðan vísað til annarrar umræðu og alls- herjarnefndar með 14 samhljóða atkvæðum. fjölförnustu vegir landsins yrðu gerðir úr varanlegu efni og væri þegar komin í gang könnun um hvaða ráðstöfunum væri hægt að beita til að hraða framkvæmdum og einnig yrði gerð rækileg at- hugun um hvort ekki yrði hægt, þegar haustið 1966, að endur- skoða vegaáætlunina í því skyni að afla meira fjár til vegagerð- ar. Fróðlegt væri að bera valda- tíma þeirra sem hæst létu núna um hvað l'ítið væri gert í vega- málum við síðustu ár. Árið 1958 hafi verið-varið 80 millj. króna til vegamála, en 1964 282,7 millj. kr. og á árinu 1965 væri geft ráð fyrir að verja til vegamála 393,3 millj. króna. Vegalögin hefðu verið stórt spor í rétta átt frá því sem áður var, því með þeim hefði fram- lag til vegamála verið aukið um 100 millj. króna og rétt væri það að það væri spor aftur á bak ef 47,5 milljónir króna væru tekn- ar og ekkert kæmi í staðinn. Þessu væri ekki þannig varið. Allir hafa reiknað með að benzín mundi hækka nokkuð og þunga- skattur í hlutfalli við það og tekjur sem af því kæmu rynnu beint til vegamála. Benzínverð hérlendis væri lægra en hjá sam- bærilegum nágrannaþjóðum, þrátt fyrir að það væri dýrara í innkaupum fyrir íslendinga vegna mikils flutningsgjalds og nefndi ráðherra tölur því til stað- festingar. Gils Guffmundsson (K) sagði að rétt væri að það væri á valdi Alþingis hvort heimild væri fyrir ríkisstórnina að leggja slík- an skatt á, en þar sem hún væri fyrir hendi væri það nánast á valdi samgöngumálaráðherra hvort henni væri beitt. Að sínu áliti kæmu einkum tvær leiðir til greina við öflun fjár til bygg- inga hraðbrauta, en þær væru: í fyrsta lagi að innheimta vega- toll, en það virtist vera stefna þessarar ríkisstjórnar, og í öðru lagi að verja til vegamála meira af því sem innheimt væri af bíl- um og benzíni og væri sú leið, að sínum dómi vænlegri til ár- angtTrs. Geír Gunnarsson (K) sagði að ef til vill gæti hæflegt umferðar- gjald verið réttlætanlegt í slíku tilfelli. Skatturinn af Reykjanes- brautinni væri hinsvegar of hár og þeim tilfinnanlegur sem oft þyrftu að aka leiðina. Ekki væri hægt fyrir ráðherra að bera það fyrir sig, að samþykki Alþingis hefði samþykkt vegalögin í heild og hefð ákvæðið um skattheimtu á einstökum vegum aðeins verið hluti þeirrar heildar. Jón Skaftason (F) sagðist vilja beina nokkrum fyrirspurnum til viðbótar til ráðherra. M. a. þess- f GÆR var tekin til umræðu í Sameinuðu Alþingi tillaga til þingsályktunar um atvinnulýð- ræði og fylgdi flutningsmaður hennar, Ragnar Arnalds (K) henni úr -hlaði. Tillagan fjallar um að Alþingi álykti að fela 11 manna nefnd að undirbúa lög- gjöf um aukin áhi íf verkamanna og annarra launþega á stjórn þeirra fyrirtækja, sem þeir starfa hjá. Skal löggjöf þessi vera fyrsti áfanginn í áætlun til næstu tveggja áratuga um aukið lýð- um: Á hvað mörgum árum greið- ir tollurinn upp kostnað við lagn ingu vegarins? Á að innheimta gjaldið eftir að stofnlánin hafa verið greidd upp? Hækkar hinn árlegi skattur varnarliðsins til vegamála með tilkomu vegarins? Hafa verið gerðar nokkrar ráð- stafanir vegna sérstöðu þeirra er búa á Vatnsleysuströnd og við hvaða aðila á Suðurnesjum var rætt, áður en vegatollurinn var ákveðinn. Ingi R. Helgason (K) sagði að sitt álit væri að vegatollur þessi ætti ekki rétt á sér og væri mjög ranglátur fyrir þá er byggja þau héruð sem að honum liggja og mikið þurfa að nota hann. Þar fyrir utan hlyti það að vera mis- tök hversu hár tollurinn væri og væri það von sín að sú, hlið máls- ins væri tekin til athugunar sem fyrst og á henni gerðar breyting- ar. Eysteinn Jónsson (F) sagði það ekki rétt að nota fyrirspurn- artíma til almennra umræðna. Vildi hann fá skýringu á því hjá ráðherra hvað væru sambærileg- ir vegir, t. d. hvort malbik væri sambærilegt við steypu. Axel Jónsson (S) sagði að með opnun Reykjanesbrautar hefði einum mesta áfanga í vegamál- um íslendinga verið náð. Mikið væri þó ógert og mætti þar benda á nauðsyn þess að Hafnarfjarðar vegur yrði endurbyggður. Að sínu áliti væri það eðlilegt að vegir sem væru svipaðir að gerð og hefðu svipaða umferð og Reykjanesbrautin. Ingólfur Jónsson samgöngn- málaráffherra, sagði að ummæli Geirs Gunnarssonar um brigð- mælgi varðandi ákvæði vegalag- anna hefðu ekki við rök að styðj- ast. Um slíkt væri ekki hægt að tala, nema dregið hfeði verið úr fjárframlögum til fram- kvæmda og um slíkt væri ekki að ræða og mætti undirstrika það að framlög til vegamála yrðu meiri nú en áður þó að þær væru bornar fram skriflegar á síðustu stundu. Lúffvík Jósefsson (K) sagði að greinilegt væri, að ekki hefði Ingólfur Jónssont. verið samið við herliðið um sér- stakt aukagjald fyrr að fara þennan veg. Málin stæðu þannig nú að herliðið þyrfti engan auka- skatt að greiða. Þá vildi hann beina þeirri. spurningu til ráð- herra hvort umferð til væntan- legrar alúmínverksmiðju vi3 Straum yrði undanþegin tolli þessum. Ingólfur Jónsson samgöngu- málaráffherra sagði fullyrðingu Lúðvíks um að varnarliðið þyrfti ekki að borga neytt úr lausu lofti gripna. UtanríkisráðuneytiS hefði gefið út tilkynningu fyrir skömmu og gefi hún það til kynna að varnarliðið verði látið greiða þetta gjald þótt gert væri upp eftir á samkv. tilkynningu dómsmálaráðuneytisins. Matthías Á. Mathiesen (S) sagði að grundvallaratriði þessa máls væri það hvort innheimta ætti toll af lagningu hraðbrauta sem gerðar væru úr varanlegu efni, hvort sem það væri stein- steypa eða malbik, og tekin væru stórfelld lán til. Um réttmæti slíkrar tollheimtu væru allir Al- þingismenn sammála um. Hitt væri hinsvegar að nokkru mats- atriði hversu hátt gjaldið ætti að vera og um slíkt yrðu ævin- lega deilur. Sjálfsagt væri að endurskoða upphæð tollsins og breyta ef til þess kæmi að gjald- ið væri of hátt. Að síðustu tóku svo til máls Þórarinn Þórarinsson (F), Ingi R. Helgason, Ingólfur Jónsson samgöngumálaráðherra og Axel Jónsson. Sendisveinn óskast á ritstjórnarskrifstofur blaðsins. Vinnutími kl. 6—11 e.h. Þingsályktunartillaga um atvinnulýðræði ræði í íslenzkum atvinnuvegum, og ber sérstaklega að stefna að því í fyrstu lotu að veita laun- þegum ríkisfyrirtækja og þá eink U'm iðnfyrirtækja verulega bein áhrif á stjórn þeirra, en starfs- mönnum í einkarekstri víðtæk ráðgefandi áhrif. Nefndin skal skipuð af ráð- herra, og tilnefna samtök vinnu- veitenda þrjá menn, launþega- samtökin þrjá, þingflokkarnir fjórir tilnefna hver einn mann, en ráðherra skipar formann nefndarinnar án tilnefningar. Blaðburðarfólk vantar í eftirtalin Skerjaf. sunnan flugvallar Lynghagi Lindargata Vesturg. II Austurbrún Kjartansgata hverfi: Tjarnargata Suðurlandsbra1 Skipholt II Oðinsgata Tómasarhagi Kirkjuteigur Skólavörðustígur Leifsgata SÍMI 22-4-80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.