Morgunblaðið - 28.10.1965, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 28.10.1965, Blaðsíða 23
Fimmtudagur 28. október 1965 MORGU N BLADIÐ 23 Jóhann Jónsson, Val- bjarnarvöllum — Minning ÉG hélt að einhver myndi stinga niður penna í sambandi við frá- íáll Jóhanns á Valbjarnarvöllum, en nú er liðinn mánuður frá and- láti hans, án þess að það hafi ver ið gert. >ví langar mig til að minnast nokkrtim orðum þessa ágæta frænda míns. IHann fæddist á Val'bjarnarvöll- um í Mýrarsýslu 29. janúar 1887. Foreldrar hans voru Jón Guð- mundsson bóndi og hreppstjóri frá Stangarholti og kona hans Besselja Jónsdóttir frá Eskiholti. Hann ólst upp í foreldrahúsum, en er hann var 17 vetra fór hann að heiman og vann við slátrun á haustin á Borðeyri og Hvamms tanga. Á sumrin var hann í vega- vinnu og síðar verkstjóri við vegagerð. Póstferðir milli Borgarness og Staðar í Hrútafirði annaðist hann í mörg ár. Fyrst' sem fylgdar- maður frænda síns Jóns pósts í Galtarholti, en fór vetrarferðir fyrir hann árin 1915-25. í sögu- þáttum landpóstanna segir frá ýmsum svaðilförum Jóhanns. Er J>ar lýst óvenju dugnaði hans og því, hve afburða ferðamaður hann var. Árið 1926 flyzt hann að Forna- hvammi í Norðurárdal og bjó þar til ársins 1944 er hann keypti föðurleifð sína Valbjarnarvelli og bjó þar til dauðadags. í Fornahvammi vildi hann leysa vanda allra ferðamanna og með- fædd gestrisni orsakaði það, að oft átti hann erfitt með að taka gjald fyrir næturgreiðann. Og margur var gesturinn sem átti ekki fyrir gistingunni og lofaði að senda greiðsluna seinna. Oft notaði Jóhann þá orðtak sitt í því sambandi og sagði: „>etta er allt i lagi“, og lét viðkomandi fara. En færri voru þeir víst sem mundu eftir að senda Jóhanni gjaldið. Árið 1929 giftist Jóhann ágætri konu Stefaníu Sigurjónsdóttur. Hún fæddist að Brandagili í Hrútafirði 15. maí 1896. Voru þau samhent um búskapinn og gistihússreksturinn í Forna- hvammi. Sarnbúð þeirra hjóna var slík, að einstakt var. Enda voru þau sérlega vel látin af öllum þeim sem til þeirra þurftu að leita öll árin sem þau voru í Fornahvammi. >eir sem bezt þekktu Jóhann höfðu aldrei orðið þess varir að hann skipti skapi gagnvart nokkr um manni. Og þó að sumir réðust að honum á miður kurteisan hátt, þá lét hann slíkt aldrei hagga ró sinni. Að skammast, eða hveða upp sleggjudóma yfir öðrum, var fyrirbrigði sem henti hann aldrei. Karlmennska, hóg- værð og æðruleysi voru einkenni hans. Ég held að hann hafi verið meiri ferðamaður en bóndi. Og sem ferðamaður var hann svo einstakur og svo úrræðagóður, að sérstakt var. Fyrir utan það sem sagt er frá í Söguþáttum land- póstanna, langar mig til þess að segja frá atviki sem skeði fyrir niörgum árum er Jóhann var ásamt tveimur kunningjum sín- um á skemmtiferðalagi inn á Laugarvatnsdal. Allir voru þeir félagar ósyndir. En þá atvikaðist það, að einn þeirra datt í vatn- ið og hvarf í hyldýpi fram af bakkanum. Jóhann sér þetta og að vanda ekki höndum seinn, nær í hest sem var þar rétt hjá, sundreið útí vátnið og félagi hans náði í taglið á hestinum. >annig bjargaði hann mannihum. Hann var fljótur að átta sig á því, hver var syndur. Kunningi minn úr Borgarnesi sagði mér einu sinni, að hann hefði ætlað á rjúpnaskytterí upp á Holtavörðuheiði og farið upp að Fornahvammi og gist þar um nóttina hjá Jóhanni vini sínum. Tók Jóhann honum vel að vanda og spjölluðu þeir margt saman. Er á kvöldið leið spurði Jóhann þennan kunningja sinn hvort hann vantaði ekki nesti fyrir næsta dag. Sagðist hann hafa út- búið sig með nóg af brauði að heiman og þyrfti ekki á meiru að halda. Snemma næsta morgun klæðist gesturinn og ætlar af stað. >á var morgunverðurinn til reiðu og þá tjáði Jóhann hon- um að hann hefði leyft sér að taka nestið hans, því það væri ekki hefépilegur matur fyrir mann sem ætlaði að ganga i heil an dag. En svo bætti hann við: „En hér er ég með mat handa þér frá henni Stefaníu minni, sem þú færð í staðinn og hentar hann þér betur. Hefðirðu farið með brauðið þitt hefðirðu orðið svo þyrstur, en þetta er tómur súrmatur og hann svalar þér.“ >essi kunningi minn sagði mér, að aldrei hefði hann haft annað eins nesti um dagana og að þetta hefði verið í fyrsta sinn á æv inni sem hann hefði ekki fundið fyrir þorsta á svo langri og erf- iðri göngu. En þannig var Jóhann, allt í sambandi við ferðir og ferðalög þeirra tíma var hans vísinda- grein. >au Jóhann og Stefania eign- uðust þrjú mannvænleg börn. Eru það Sesselja Sigríður, Hreinn Heiðar og Sigurjón Gunn ar. Synirnir tóku við búi íöður- ins á Valbjarnarvöllum og reka það með myndarbrag. 30. apríl sl. missti Jóhann konu sína. >á var sem skrúfað hefði verið niður í kveik lífs hans. >að hlýtur að hafa verið æðri ráð- stöfun hve skammt var á milli andláts þeirra hjóna. Bakkus konung fyrirleit Jó- hann aldrei, enda nákunnugur öllum siðum þeirrar hirðar, sem hann umgekkst með reisn. >ví var sérstök ánægja að gefa hon- um brjósthýru. Gleðin, mildin og ánægjan sem lýsti út úr andliti hans var ógleymanleg. >að vár sem hann stækkaði og yrði allur meiri og næði enn betri tökum á meðfæddri manngæzku. Síðastliðið vor varð hann sem sagt blindur. En aldrei kvartaði hann. >egar ég kom til hans ásamt móður minni og við höfð- um orð á því, hve illa hann sæi, þá bað hann um að fá að reyna gleraugu móður minnar. Síðan rétti hann henni þau aft- ur og notaði orðtak sitt: „>etta er allt í lagi bara ef ég fæ önn- ur gleraugu“. — Og sannast að segja var það þannig, að þeir sem þekktu hann vel, en sáu hann sjaldan, tóku vart eftir blindunni. >egar ég kom til hans sex dög- um áður en hann dó, var hlýjan í handarbandinu enn sú sama, svipurinn jafn æðrulaus og ljúf ur, sáttur við ala og enn konungur heiðanna sem var óþreyttur og enn vissi hvert átti að halda þó að aðrir væru villtir og uppgefnir. Magnús Jénasson Minningarorð HINN 6. október sl. andaðist Magnús Jónasson, Drápuhlíð 41 í Reykjavík, fyrrverandi bóndi í Túngarði í Dalasýslu. Við þessa andlátsfregn rifjuðust upp minn- ingar frá liðnum árum, meðan hann lifði og starfaði meðal okk- ar í Fellsstrandarhreppi. Magnús Jónasson var fæddur í Köldukinn hér í hreppi og ólst þar upp og átti þar heima til 1915, er hann flutist að Túngarði í sömu sveit. Fyrstu kynni okk- ar Magnúsar urðu árið 1911. >á var hann farkennari í sveitinni, en hafði næsta vetur á undan stundað nám við Gagnfræðaskól- ann á Akureyri. Ég var þá hjá honum vikutíma fyrir barnapróf, aðha kennslu fékk ég ekki það ár. Við þessa fyrstu kynningu fékk ég hlýjan hug til Magnúsar. Hann leit með skilningi á það, að ég fylgdist verr með en þau börn, sem höfðu notið kennslu allan veturinn. Vorið 1915 flutt- ist Magnús að Túngarði og hóf þar búskap með foreldrum sín um og systur sinni. >ar beið hans mikið starf. Jörðin hafði verið í á'búð gamalla hjóna og í kyrr- stöðu. >að varð því að hefjast handa með að byggja upp og rækta, er þarna átti að vera líf vænt. Á næsta ári byrjaði hann á að byggja þfceinn, og var því verki lokið að mestu haustið 1916. >á er það, að unga fólkið í sveitinni er að vakna og stofna ungmennafélag, og var það þá Magnús, sem léði því húsnæði endurgjaldslaust allan veturinn, og hefur það ef til vill verið fyrirboði þess, að í þessum bæ áttum við mörg okkar margar ánægjustundir síðar. Vorið 1916 var Magnús fyrst kosinn í hrepps nefnd og jafnframt oddviti Reykjavík, 30. september 1965. Sigurgeir B. Ásbjörnsson. Hafði að- gang að leyni- skjölum — fannst nakinn og og ölvaður í bifreið sinni j Washington, 22. október —AP. EINN meðlima bandariska utanríkismálaráðsins var í gær handtekinn fyrir ölvun, og ólöglegan vopnaburð. Ráð- ið vinnur að því að marka stefnu Bandaríkjasjtórnar í helztu alþjóðamálum. Lögreglan í Washington skýrir svo frá, að nefndar- maðurinn, Charles S. Cum- ings, hafi fundizt ofurölvi, og nakinn í bifreið sinn í gær- morgun. Við hlið hans lá skammbyssa, og flaska af áfengi. Önnur skammbyssa fannst í bílnum, við leit. Cumings hefur ekki getað gefið neina viðhlítandi skýr- ingu á framferði sínu. Skýrt hefur verið frá því, að Cumings hafi haft aðgang að leyniskjölum,, og starfi fyrir utanríkisráðuneytið, auk þess, sem ahnn hefur gegnt umræddum nefndarstörfum. Utanríkisráðuneytið er valda mesta nefnd í Bandaríkjun- um um utanríkismál. Walt Rostow, formaður ráðsins, hefur ekki viljað láta neitt eftir sér hafa um hand- töku Cumings. hreppsins. >á voru erfið ár fram undan. Stríðið hafði staðið frá 1914 tíðarfar erfitt ár eftir ár og stundum bjargarskortur bæði fyrir fólk og fénað. Var þá hlut- verk oddvitans að ráða fram úr, og skilningur fólks stundum ekki mikill þó ekki skorti góðan vilja að reyna að bjarga eins og bezt föng voru á. Vorið 1917 kvæntist Magnús Jónasson Björgu Magnúsdóttur frá Staðarfelli, hinni ágætustu konu, og þá má segja, að verði stórbreyting á högum hans Næstu árin voru mjög erfið, vetr arríki ár eftir ár og grasleysi, verzlunin lamandi og lánsfé ekki teljandi en hjónin unnu af dugn aði og tókst þeim á fáum árum, þó erfið skilyrði væru að skapa fyrirmyndarheimili bæði úti og inni. Magnús var sérlega dug- mkill að hverju sem hann gekk og minnist ég þess, að ég heyrði, að hann hefði bundið, með einum kvenmanni í rökunum, 156 hesta á einum degi. Á þessum árum hlóðust á Magnús ýmis störf, svo sem skattanefndarstörf, búnaðar félagsstarf og forðagæzla. Öll þessi störf leysti hann af hendi með frábærri alúð og samvizku semi. 1927 var Magnús kosinn í sýslunefnd og tók hann við því starfi af tengdaföður sínum, Magnúsi Friðrikssyni. >essu starfi gegndi hann þar til hann fluttist burt úr héraðinu 1951 >að er hægt að fullyrða það, að Magnús naut óskipts trausts og virðingar í þessu starfi bæði ut an hrepps og innan. VAðalsamstarf okkar Magnúsar byrjaði 1931. >á varð það hlut skipti mitt að taka við oddvita störfum af honum, ég þá lítt van ur, en hann hjálpaði mér og leið beindi með allt, og bæri einhver vanda að höndum leitaði ég til hans og fór ég aldrei bónleiður til búðar. >að er Ijúft að minnast þess, að eftir 20 ára samstarf sveitarstjórn og fleiru féll aldrei neinn skuggi á og betri félaga hef ég ekki eignast. Hann var svo fljótur að vinna öll verk bæði við skrift og sérlega sýnt um að fara með tölur. >að sem flestum fannst erfitt, var honum sem leikur. Magnús og Björg eignuðust 2 börn, Soffíu oé Gest, sem uxu upp í Túngarði og urðu sönn heimilisprýði. >au gengu bæði menntaveginn og nú voru breytt- ir tímar. Hjónin í Túngarði voru farin að lýjast og þau ein langan vetur ,en sólargeislarnir þeirra komu heim með sumrinu, þar til að loknu námi, að atvinnan kall- aði á óskipta krafta. Hjónin í Túngarði fluttu til Reylijavíkur og við söknuðum þeirra. Sveitin var einu bezta heimilinu fátæk- ari, en við, sem komum til Reykjavíkur áttum eftir að njóta margra ánægjustunda í Drápu- hlíð 41, og þá fannst okkur eins og við værum komin í bæinn í Túngarði, þar sem maður naut þeirrar alúðar, sem verður ó- gleymanleg. Jarðarför Magnúsar Jónassonar fór fram frá Dóm- kirkjunni í Reykjavík hinn 14. okt. að viðstöddu fjölmenni. Dala menn, sem fluttir voru til bæjar ins, voru þar margir. >eir komu til að færa hinum látna hinztu kveðju oð þakklæti fyrir allt. sem hann vann Dalasýslu til gagns og sóma. Síðustu kveðjuorð mín til þessa fallna vinar er þakklæti fyrir allt, sem hann lagði fram, ríflegan skerf til að gera ísland bjartara og betra et« það var áð- ur. Blessuð veri minning hans. Ytrafelli, Dalasýslu, 18. ok„ ‘65. Guðmundur Ólafsson. Skýrt frd niðurstöðum oi arnor- rannsóknum ó fundi í FaglaverndunarféiOginn FUGLAVERNDUNARFÉLAGIÐ hefur fyrsta fund sinn á nýbyrj- uðum vetri, n.k. laugardag og yerður fundurinn tileinkaður erninum. Arnþór Garðarsson náttúrufræðingur mun þar skýra frá niðurstöðum rannsókna sinna í sumar en hann var þá við taln- ingu þeirra og kannaði varps- stöðvar þeirra. Agnar Ingólfsson fuglafræð- Björn Björnsson Magnús Jóhannsson ingur, mun sýna og skýra nokkr- ar úrvals myndir er hinn kunni ljósmyífdari Björn Björnsson Neskaupstað hefur tekið af örn- um. >á mun Magnús Jóhanns- son sýna hina frábæru kvik- mynd sína af erninum. Fundur þessi verður haldinn í fyrstu kennslustofu háskólans og er öllum heimill aðgangur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.