Morgunblaðið - 28.10.1965, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 28.10.1965, Blaðsíða 19
Fimmtudagur 28. oMðber 1965 MORCU N BLAÐIÐ 19 Búnaðarbanki T Sau'ðárkróki, 2Í7. okt. HAFIN er hér bygging banka- húss á vegum Búnaðarbanka ís- lands. Frá því bankinn opnaði útibú 'hér á Sauðárkróki hefir starfsemi hans verið í húsnæði því, er Sparisjóður Sauðárkróks átti, en Búnaðarbankihn yfirtók starfsemi hans á s.l. ári. Hið Xiýja bankahús verður 370 ferm að flatarmáli, tvær hæðir. Teikn ingar ger’ði Gunnar Hansson arki T ollbúðarbruninn enn í rannsókn 3VTBL,. hafði í gær samband við skrifstofu bæjarfógeta í Hafnar- firði og spurðist fyrir um það, hvað liði rannsókn á bruna toll- Ibúðarinnar á Suðurnesjavegi, en víst þykir, að í henni hafi verið kveikt. Mlbl. var tjáð, að rann- sókn málsins stæði enn yfir. — Vínlandskortið Framhald af bls. 11. N „Ex antiquitatibus . . . “ Á íslenzku kortunum hefur upplýsingum þeim um Græn- land sem var að hafa úr forn- um heimildum verið bætt inn á „grundvallarkort" þau sem við lýði voru síðla á sextándu öld. Á sumum þeirra er lega lands- ins skökk og hafa sumir fyrir satt, að það muni stafa af þeim misskilningi, að menn hafi hald ið Eystribyggð og Vestribyggð liggja austan og vestan hvor annarrar eins og nöfnin benda til en ekki sunnan 0g norðan. IÞannig er t.d. um kort Sigurðar skólameistara Stefánssonar (c. 1590) og Hans Poulsons Resens biskups (1605), sem bæði halla vesturströnd Grænlands rang- sælis, svo hún verður suðvest- læg, þar sem aftur á mótí Guð- brandur Þorláksson (1606) set- ur Grænland niður í átt SV-NE á sínu korti, og byggðir land- námsmanna tvær í tvo djúpa firði á suðurströndinni (mikið breikkaða) en segir austur- strönd landsins óbyggða með öllu. Fræðimenn þeir, er afrituðu kort Sigurðar skólameistara á sautjándu öld, töldu það byggt á fornum íslenzkum heimildum („ex antiquitatibus Islandicis) og Resen bisku,p minnist tví- vegis á eldri — að því er virðist miklu eldri — kort meðal sinna heimilda. Það rennir nokkrum stoðum undir frásögn Resens, að íslenzku kortin eru töluvert ólík og virðist öllu sennilegra, að þau hafi verið gerð eftir einni og sömu frummyndinni en að þau sé afrit hvert af öðru. Kortið forna, sem Resen nefnir, var „nokkurra alda gamalt“ og Ijóst er að það tók yfir allt það svæði er norrænir menn höfðu kannað á N-Atlantshafi og vestanhafs. Ekkert slíkt kort eða afrit af því, hefur komið í leitirnar í skjalasöfnum á ís- landi eða í Danmörku, og verða þvi hvorki kort Clavusar né ís- lenzku kortin sem áður gat óyggilega rakin til frumkorts, er sá er gerði Vínlandskortið hefði getað sótt til teikningu sína af Grænlandi. Þó erfitt sé eða illmögulegt að leiða að því nokkrum get- um, hvaða heimildir liggi að baki Grænlandskortinu, er hitt ekki síður dularfyllra og erfið- ara úrlausnar, hver það hafi gert og hvenær og hvað hon- um hafi gengið til þess. Telja má víst, að höfundur frum- kortsins hafi verið íslenzkur maður eða að minnsta kosti norrænn, því ekki er vitað til þess að upplýsingar þær sem hann hafði úr að moða um siglingar norrænna manna í vesturátt, hafi verið tiltækar mönnum utan íslands (og ef til vill Norðurlanda) fyrr en á 17. öld. Tilvitnanir Resens bisk- 99 Efst á baugi“ fimm ára í DAG eru liðin 5 ár siðan út- varpsþátburinn „Efst á baugi“ hljóp fyrst af stokkunum í Rík- isútvarpinu. Þáttur þessi hefur fjallað um erlend málefni og ætíð verið vikulega í útvarpinu. Umsjónarmenn þáttarins voru í fyrstu þeir Haraldur Hamar, blaðamaður, og Heimir J. Hann- esson, lögfræðingur. Höfðu þeir stjórn þáttarins með höndum þar til £ janúar, er þeir Björgvin Guð mundsson og Tómas Karlsson tóku við þættinum en þeir voru þá báðir blaðamenn, Björgvin fréttastjóri við Alþýðublaðið og Tómas fréttastjóri við Tímann. Þeir Björgvin og Tómas önnuð- ust þáttinn óslitið þar til í haust, er Tómas fór utan og hóf nám við Lundúnaháskóla. Hefur Björn Jóhannsson, blaðamaður við Morgunblaðið nú tekið við af Tómasi, sem annar umsjónar- manna þáttarins „Efst á baugi' og mun hann annast þáttinn vetur ásamt Björgvin Guðmunds- syni. Fyrsti þáttur þeirra félaga síðan vetrardagskráin hófst var í gærkveldi. Var það 225. þáttur- inn af „Efst á baugi.“ Myndin var tekin við upþtöku á þeim þætti. Grínrseyingor minnnst sérn i Matthínsnr Eggertssonor og konu hans í Miðgorðakirkja AKUREYFI, 26. okt. Um þessar mundir eru liðin sjötíu ár siðan séra Matthías Eggertsson kom fyrst til Gríms- eyjar, þar sem hann var prestur árin 1895 til 1937, eða 42 ár og lengur en nokkur annar prestur, sem þar hefur gegnt embætti. í sumar, 15. júní, var aldaraf- mæli séra Matthíasar. Þessa hvors tveggja var minnzt við prófastsvisitazíu i Miðgarðs- kirkju sl. sunnudag. Við guðs- þjónustu þann dag predikaði prófastur, séra Benjamín Krist- jánsson, rakti æviferil séra Matthíasar og konu hans, Guðnýj ar Guðmundsdóttur, og minnt- lst þess, hve þau höfðu mikil áhrif á líf og starf Grímseyinga þessi ár, en þau áttu mikinn þátt í flestum framfaramálum þar í eynni á þessu langa tímabili. Þá lýsti prófastur ánægju sinni yfir stofnun minningarsjóðs, sem börn þeirra hjóna stofnuðu á aldarafmæli séra Matthíasar og færðu kirkjunni áð gjöf, en til- gangur sjóðsins er að efla safn- aðar- og æskulýðsstarf í eynni. Enn fremur hafa þau gefið kirkj- unni stækkáða ljósmynd af for- eldrum sínum. Myndin er í veg- legri umgerð með áletruðum silfurskildi, og var hún sett upp í kirkjunni við þetta tækifæri. Sjóðnum fylgir sérstök minning- argjafabók, þar sem skráð eru nöfn þeirra, sem færa sjó'ðnum gjafir. Kirkjukór Miðgarðakirkju söng við guðsþjónustuna undir stjórn organistans, frú Ragnhild- ar Einarsdóttir, Básum, en fyrir altari voru þjónandi sóknarprest ur, séra Pétur Sigurgeirsson, og Einar Einársson, djákni. í lok messunnar var tilkynnt, að kirkjan gæfi sjóðnum tíu þús- und krónur, og frá Grímseyjar- hreppi bárust áðrar tíu þúsundir. Sóknarprestur þakkaði þessar gjafir og allan vinarhug til hinna látnu heiðurs'hjóna, og risu kirkjugestir úr sætum í virðingar skyni við minningu þeirra. — Sv. P. Aðalfundur Heimdallar n.k. sunnudag AÐALFUNDUR Heimdallar FUS verður að þessu sinni n.k. sunnu- dag 31. okt. í Sjálfstæðishúsinu og hefst hann kl. 15.00. Sérstök athygli er vakin á að í auglýs- ingum hefur fundardags verið ranglega getið. Á dagskrá þessa aðalfundar eru skýrsla stjórnar, reikningar fé- lagsins, lagabreytingar ef fram koma, stjórnarkjör og önnur mál. Tillaga kjörnefndar um stjórn félagsins fyrir næsta starfsár liggur frammi á skrifstofu fé- lagsins en aðrar tillögur eiga að hafa borizt tveimur sólarhring- um fyrir aðalfund. Heimdallarfélagar eru hvattir til að fjölmenna á aðalfund fé- lags síns. Minningar- athöfn við El Alamein E1 Alamein, 24. okt. (AP) FORNIR fjandmenn stóðu hlið við hlið við minnisvarða í E1 Alamein sl. sunnudag til að votta virðingu þeim mönnum er féllu þar í bárdögum fyrir 23 árúm. Sendimenn frá Bretlandi, Þýzkalandi, ítalíu og Samveldis- löndunum voru saman komnir í enska kirkj ugarðinum og lögðu 'blómsveiga við minnismerkið. Sendiherra Breta, Sir George Middleton, gekk í fararbroddi sendimannanna frá Samveldis- löndunum. Vestur-Þýzkaland hef ur ekki stjórnmálasamband við Arabiska sambandslýðveldið, en fulltrúar þess við minningarat- höfn þessa voru meðlimir úr við skiptanefnd, sem nú er stödd I Egyptalandi. Sendiherrar Ástra- líu, Indlands og Pakistan tóku einnig þátt í- athöfn þessari. Blómsveigar voru einnig lagðir að minnisvörðum þýzkra og ítalskra hermanna er féllu í bar- dögunum. í kirkjugarðinum hvíla 4.200 af þeim hermönnum er börðust með Rommel. Jalta Ný sovézk bifreið-Jalta ó Sauðóikróki tekt. Pétur Pálmason, verkfræð- ingur, Ákureyri hefir umsjón með framkVæmdum f.h. Verk- fræðiskrifstofu Sigurðar Thor- oddsens. Verktaki er trésmiðjan Hlynur h.f. á Saúðárkróki. Yfir smiðir eru Björn Gústafsson og Friðrik Jónsson. Um járnalagnir sér Jóhann Guðjónsson. Áætlað er að steypa grunninn í haust, ef ve'ður leyfir. Útibússtjóri Búnaðarbankans á Sauðárkróki er Ragnar Pálsson. — KárL Sauðárkróks- höfn dýpkuð Sauðárkróki, 27. okt. DÝPKUNARSKIPIÐ Grettir hef- ir nýlokið við uppmokstur úr höfninni hér. Gekk það verk ágætlega, endá tíðarfar hagstætt. Skipstjóri á Gretti er Lárus Þor- steinsson. — Kári. ups benda einnig til þess, að á miðöldum hafi verið gerð kort á íslandi, þó ekki hafi komið í leitirnar neitt slíkt kort er fært geti sönnur á orð biskups. Lengra getum við ekki leyft okkur að geta í eyðurnar, en þó má telja töluverðar líkur á því að norrænn maður og þá að öllum líkindum kirkjunnar maður, hafi haft með sér suð- ur í álfu frumrit af korti, sem á sé byggð Grænlandsteikning- in á Ýale-kortinu. Hefði þetta kort ekki týnzt í ferðinni eða farið forgörðum, er ekki frá- leitt að ætla að það myndi hafa haft mikil áhrif á landafræði og kortagerð í Evrópu um þessa daga. Finun alda myrkur. Ekki er vitað, hversu miklar samgöngur voru við Grænland né hversu þeim var háttað eft- ir síðustu skráða ferð íslenzkra manna þangað á árunum 1406 til 1410. Síðasti knörrinn frá Björgvin sigldi til Grænlands ár ið 1369 en kom aldrei fram og enginn biskup sat í landinu eftir 1377. Þó bendir sitthvað til þess, að einhverjar sam- göngur hafi verið við Græn- land fram eftir fimmtándu öld- inni, þó strjálar væru, s.s. graf- ir norrænna manna við Her- jólfsnes, þar sem fundizt hefur evrópskur fatnaður frá fjórt- ándu og fimmtándu öld, og í páfabréfum um miðja fimmt- ándu öld og aftur 1492 er að finna upplýsingar, sem eflaust hafa borizt suður um ísland, um hagi kristinna manna á Grænlandi. Allt um það var svo komið um miðja fimmtándu öld, að hin ar nákvæmu og greinargóðu upplýsingar er norrænir menn höfðu viðað að sér um löndin í vestri voru ekki almennt til- tækar mönnum á meginland- inu og könnunarferðir evrópskra manna næstu þrjár aldir í átt þangað byggðust á röngum forsendum og það var ekki fyrr en langt var liðið á nítjándu öldina, að teiknað var Grænlandskort, sem satnbæri- legt má kalla teikningunni á Yale-kortinu að nákvæmni. Því er það, að Grænlandsteikn ing Yale-kortsins „lýsir sem leiftur um nótt“ gegnum fimm alda myrkur og er okkur sem hana lítum nú augum jafnvel enn hugstæðari en sjálft Vín- land, sem kortið er við kennt. Og svo vel er teikningin gerð og svo nákvæm, að ekki fer hjá því að veki mönnum grun um að eitthvað sé málum blandið um tilvist hennar á kortinu, hún eigi þar illa heima. Sannanir þær sem fyrir liggja eru þó það margar og líkur svo sterkar, að fullvíst má telja að allt sé með felldu um þessa óvenjulegu Græn- landsteikningu. (Næsta grein um Vín- landsbókina birtist í blaðinu á sunnudag). Erædd 150 þús. mál og 19 þús. tunnur VOPNAFIRÐI, 21. okt. — Síld- arverksmiðjan hér er búin að taka á móti 150 þús. málum, þar með talinn úrgangur af söltunar- bryggjunum. Heildarsöltun stöðvanna, sem eru 4, er þessi: Hafblik 5150 tunn ur, Austurborg 3500, Auðbjörg 6450, Söltunarstö'ð Kristjáns Gísla sonar 4275. Þetta er mjög nálægt lagi, en getur munað nokkrum tunnum. f gær lauk hér slátrun. Slátrað var um 16 þús. fjár. Stórgripa- slátrun byrjar á morgun. — Ragnar. BIFREIÐAR & landbúnaðarvélar h.f. hefur nýlega hafið innflutn- ing á nýrri tegund sovézkra bif- reiða, sem nefnist Jalta. Jalta er lítil fjögurra manna fólksbif- reið, sem líkist að útliti Fiat 600, þó austrænn svipur sé á henni. Bifreiðin er tveggja dyra og er tiltölulega þægilegt að komast inn í hana og út. Frágangur er svipaður og á öðrum sovézkum bifreiðum . Vélin í Jalta er dálítið nýstár- leg, en hún er fjögurra strokka V-laga og loftkæld. Hún er aftast í bifreiðinni. f bif- reiðinni er benzínmiðstöð, sem nota má í köldum veðrum til þess að hita vélina áður en hún | er ræst. Fjöðrunin er sjálfstæð á öllum hjólum, að framan fjaðurstengur (torsion bars) og tvívirkir högg- deyfarar, en að aftan gor-mar og tvívirkir höggdeyfar. Gírkassi er fjögurra gíra, sam- hæfður í öllum nema fyrsta gír. Skipting er í gólfi milli fram sætanna. Hemlar eru vökvaheml ar með borðum og sjálfvirkri úti herzlu á öllum hjólum. Rafkerfi er 12 volta. Sætin í Jalta eru tiltölulega þægileg og er ekki of lágt undir loft að aftan. Til annarra kosta bifreiðarinnar má telja, að hátt er undir hana, 17 sm. undir lægsta hluta. Áætlað verð Jalta er kr. 100 þúa. og er þá innifalin ryðvörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.