Morgunblaðið - 28.10.1965, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 28.10.1965, Blaðsíða 12
19 MORGUN BLAÐIÐ Fimmtudagur 28. október 1965 „Hvar eru fuglar þeir að sumri I sungu?“ Og hvar eru verðlauna- lóðir borgarinnar í ár? Eitt sinn' var sú tíð, að fuglasöngur var mikill í Fegrunarfélagi Reykja- víkur þegar sumri tók að halla og garðar voru' orðnir grænir vel. En hljóðnaður er nú fagur fuglakliður. Hvað veldur? Er borgin orðin svo fögur að ekki þarf meira að að vinna? Eða eru Reykvíkingar orðnir svo miklir garðyrkju- og snyrtimenn að þeir þurfi ekki framar hvatning- ar við í þeim efnum? Því miður held ég nú að sú sé ekki raunin. Opinberum görðum borgarinnar hefur að vísu mjög fleygt fram á síðustu árum, og allri hirðingu um opinberar byggingar, en einkalóðir og hús eru allt of víða í skammfiilegri óhirðu, þó ástandið fari heldur batnandi á þeim vettvangi líka. Malbikið leysir nú sem óðast af hólmi rykmekki og drullupolla um alla borg, en njólinn og arfinn halda enn velli allt of víða, og virðast vera augnayndi og eftirlæti margra góðra borgara. „íbúðin byrjar við garðshliðig en ekki við útidyrnar“,_ segir gamalt er- lent máltæki. Ég er anzi hrædd- ur um að hér sé víða. allmikill íburðarmunur á þessum tveim hlutum íbúðarinnar, húsinu- og lóðlnni. Hér þarf áróður ^— lausnar- orð vorrar aldar. Áróður fyrir bættri umgengni, fyrir aukinni ræktun og fegrun. Blaðaskrif og myndir, útvarpserindi, fræðslu og fyrirgreiðslu. Hvernig væri nú að Fegrunar- félag Reykjavíkur (sem lítið hef- ur haft sig í frammi upp á síð- kastið) og Garðyrkjufélag fs- lands (sem ekki hefur verið mikið borubrattara) tækju sig nú til og hefðu samvinnu í þess- um málum. Þau eru þó í verka- hring beggja. Fleiri félög gætu einnig tekið þátt í þessari sam- vinnu, og svo er víða annars stað ar. Ekki held ég þó að hið gamla fyrirkomulag Fegrunarfélagsins sé heppilegt framvegis, enda voru um það skiptar skoðanir. En það var spor í rétta átt og gerði mikið til að vekja áhuga almennings á garðrækt og fegr- un borgarinnar. Hér má þó ekki láta staðar numið, heldur fylgja fast eftir því sem unnizt hefur. Opinberir aðilar, félög, blöð og útvarp verða að leggjast á sömu sveifina og snúa almenningsálit- inu í þá átt að ekki sé nóg að hafa fínt innanhúss, heldur verði fínheitin einnig að ná út að garðs hliðinu — og helzt svolítið útfyr- ir það. Það er sem sé alls ekki einka- t.O.C.T. St Freyja nr. 218. Fundur í kvöld kl. 8.30 í Góðtemplarahúsinu. Venjuleg fundarstörf. Eftir fund verður félagsvist. Góð verðlaun. — Kaffi. Æt. T rúlof unarhringar H A L L D Ó R Skólavörðustíg 2. mál manna hvernig útlits er á þeirra eigin lóðum, þó mörgum hætti til að líta svo á. Þétt sam- býli í borgun leggur borgaranum þær skyldur á herðar, að sýna samiborgurum sínum tillitssemi á ýmsan hátt — á því byggist allt mannlegt samfélag. Fínu húsi, á ljótri og illa hirtri lóð, mætti líkja við mann, sem kemur í samkvæmi í drullugall- anum utan yfir sparifötunum. Það væri þó meiri tillitssemi við aðra samkvæmisgesti að vera i gallanum innanundir. Það væri að minnsta kosti frekar einkamál gestsins. Fegrun og skrautræktun i sveit og við sæ, er mikilvægur þáttur í uppbyggingu menningar- þjóðfélags. Sú gamla tugga, að við búum á mörkum hins byggi- lega heims, hefur löngum verið okkur íslendingum munntöm af- sökun fyrir því að nenna ekki að fást við skrautræktun. Baráttan fyrir henni hefur líka reynst þungur róður á landi hér, og þurfti danska til að taka á árinni. Sannleikurinn er sá, að enn veit enginn hvað hér er hægt að rækta. Árlega bætast við marg- ar tegundir af trjám, runnum og jurtum, sem mikill fengur er að og dafna hér ágætlega, og eru þó allar tilraunir með slíkt kák eitt. Og Jónas kvað: .....veitt hefur Fróni mikið ' og margt miskunnar faðir. En blindir menn meta það aldrei eins og ber, unna því lítt, sem fagurt er telja sér lítinn yndisarð að annast blómgaðan jurtagarð. Nú eru tímar og tækifæri til að bregða þeim Þyrnirósar-svefni sem fagurkerinn Jónas skírskot- ar til. Þau samtök og þeir aðilar, sem vinna vilja að þessum málum, mega ekki láta söngnum linna. Hvar eru fuglar.......... Ólafur Bjöm Guðmundsson. Félagslíf Vetraræfingar frjálsíþrótta- deildar KB, veturinn 1965-66 Innanhúsæfingar hefjast mánud. 25. október og verða sem hér segir: í íþrótt.ahúsi KR við Kaplaskjólsveg Miðvikudaga kl. 18.55—20.35: Ýmsar tækniæfingar við hlaup, stökk og köst. Ungling- unn, sem hafa áhuga á að læra t. d. hástökk, stangarstökk og hlaupviðbragð, er ráðlagt að koma og réyna getu sýna. Valbjörn Þorláksson, einn bezti stangarstökkvari Norð- urlanda mun sýna stangar- stökk. t íþróttahúsi Háskólans Mámidaga og miðvikudaga kl. 19.00—20.00: Þrekæfingar fyr- ir unglinga á ýmsum aldri. Aðrar æfingar verða eftir samkomulagi við þjálfara. Þá er ráðgert að Benedikt Jakobsson haldi nokkra kennslufyrirlestrá um hinar ýmsu greinar frjálsíþrótta. Mun hann einnig þá sýna mjög fullkomnar kennslukvik myndir, þar sem sýndir erU ýmsir frægustu afreksmenn í frjálsum íþróttum. Þjálfarar deildarinnar í vet- ur verða þeir Benedikt Jak- obsson og hinn góðkunni hlaupari og íþróttakennari Þórarinn Ragnarsson. KR-ingar, klippið út æf- ingatöfluna og geymið. Mætið vel frá byrjun og takið með nýja félaga. Stjórnin. Hvar eru fuglar? Látið ekki dragast að athuga bremsurnar, séu þær ekki í lagi. — Fullkomin bremsu- þjónusta. Stilling Skipholt 35. — Sími 31340. Vagn E. Jónsson Gunnar M. Guðmundsson Hæstaréttarlögmenn Austurstræti 9. Símar 16766 og 21410. Störnubíó sýnir um þessar m undir ensk-amerisku myndina „Óskadraumar“ (Five Finger pxercise). Með aðalhlutverkin fara Rjpsalind Russell, Jack H awkins, Maximilian Schell og Richard Beymer. Myndin er með íslenzkum texta. TRÉSMIÐJAN Vlðir hf. AUGLYSIR Hann hefur farið sigurför um Noreg og sama virðist vera hér. Hann sameinar flesta kosti svefnsófa, hægt er að fá stóla með honum og þannig mynda sófasett: sem sagt tvöfalt nota- gUdi. SWEFNSÓFINN kostar aðe/ns kr. 8.400- Hvar gstsð þið gert betri kaup? Verzlið þar sem úrvalið er mest og kjörin bezt. Arkitekt: H. W. Klein. Opið til kl. 10 í kvöld Einkaleyfisframleiðsla: 5 Trésmiðjan VÍÐIR HF. Laugavegi 166. Símar 22222 og 2^229. Svefnsófasett Verð kr. 16.100 Auðveldasta stœkkun á svefnsófa sem völ er á 1 - 2 - 3 - 4 - 5 Og þér getið lagst til hvílu. Það er ótrúlega auðvelt að stækka norska svefnsófann „Söíland44 ,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.