Morgunblaðið - 28.10.1965, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 28.10.1965, Blaðsíða 10
10 MOHGUNBLAÐIO Fimmtudagur 28. október 1965 V 1 N LAN DS-I K0 RT 1 A Um efni bókarinnar ” og sögu í stuttu máli • .>;%• . ' ; . * Lýsir sem leiftur um nótt NÚ er komið að kafla þeim í Vínlandsbókinni, sem for- vitnilegastur er og mest hef- ur verið um deilt — kaflanum um Grænland, þar sem fjallað er um hina ótrúlega nákvæmu Grænlandsteikningu á Yale- kortinu, er sumum þykir með ólíkindum að verið geti sönn- og ófölsuð. svo gömul sem hún er sögð vera. Fer hér á eftir það sem R.A. Skelton hefur til þessa máls að leggja, í lausl. þýð. og end- ursögn Mbl., all-nákvæmlega rakið í upphafi en stiklað á stóru síðar, þar sem farið er út í smáatriði fræðimennsk- unnar. TIL eru heimildir, sem af virðist mega draga þá álykt- un, að í einhverjum korta- gerðarstofum í Evrópu sunn- anverðri á fimmtándu öld — og án þess að áhrifum frá Claudiusi Clavusi væri þar til að dreifa — hafi menn talið Grænland eyju langt vestur í úthafi. Katalónska kortið í Biblioteca Ambrosiana í Mil- ano, sem áður hefur verið get- ið fyrir íslandsteikningu sína (fixjanda-teikningin), sýnir vestan við írland eyju eina, sem teiknuð er sem regluleg- _ Átta ára rannsóknir hafa leitt ■ Ijós svo að ekki verður um villzt að allt er með felldu um Grænlandsteikninguna á Yale-kortinu ur ferhyrningur og liggur frá norðri til suðurs. Heitir sú Illa verde. í flóa einum eða firði, sem myndast við suð- urhörn hennar er hringlaga eyland, Illa de brazil. Á korti er fylgir handriti Ptolemæus- ar í Bibliotheque Nationale í París, sést svipuð mynd og fylgir textinn: ,,Insula iuridis de qua fit mention í geograph- ia“. Þessi kort eru frá því á síðari hluta fimmtándu aldar og vitnisburður þeirra tvíræð- ur. Nöfnunum svipar að vísu til nafna þeirra, sem gefin hafa verið Grænlandi í öðrum rit- um latneskum, en útlínur all- *r of líkar lögun Antillia og annarra eyja úr munnmælum og sögusögnum til þess að trú- anleg verði tekin sjálf teikn- ingin af landinu. Sú hugmynd þeirra Nordenskiölds og Jos- ephs Fischers að Brasil muni eiga að vöra Markland, má heita of langsótt til þess að henni verði alvarlegur gaum- ur gefinn. Teikninguna af Grænlandi, eins og hún er á þessum kort- um tveim og á kortum þeim (einnig teiknuðum suður í álfu), er rekja má til korts Clavusar hins danska, verður í báðum tilvikunum að telja byggða á hugmyndum manna einum saman og eiga lítt skylt við landfræðilegar staðreynd- ir, þó Vínlandskortið sé að vísu ekki fyrst korta þeirra, sem nú eru til, er sýni Græn- land eða hluta þess með land- fræðilegum útlínum, er virð- ast byggðar á reynslu eða könnun en ekki aðeins sýna akademiska tilgátu eða óljós- an orðróm um eyland „langt í fjarska“. Fyrst og fremst kem- ur til álita, hvort og að hvaða leyti, útlínur þessar samsvari raunveruleikanum, í öðru lagi, á hvaða upplýsingum þær byggist, og loks í þriðja lagi, hvaðan kortagerðarmanni hefðu getað komið slíkar upp- lýsingar. Einnig verður að hafa í huga þá staðreynd, að Grænland er sýnt sem eyland á kortinu og leita orsakanna að þvL GREINARGÓÐ MYND AF JAPAN f>að getur verið harla skemmtilegtr viðfangsefni og oft árangursríkt að rekja sam- an útlínur gamalla korta og raunverulega staðhætti — en það getur orðið talsvert villu- gjarnt á þeim rannsóknarleið- um, ef ekki er viðhafður agi og dómgreind á sagnfræðiiegar líkur og sennileika. Þannig gætu t.d. Insulae postreme (Úteyjar) á Vínlandskortinu austanverðu, með tilliti til út- lína þeirra og legu, hæg'.ega komið manni svo fyrir sjónir sem þar hlyti að vera kominn japanski eyjaklasinn. Það er heldur engan veginn loku fyr- ir það skotið, að Carpini, sá er fór sendiförina löngu og ströngu til Tartara er frá seg- ir í bókinni, hafi heyrt Jap- ans getið við hirð Mongóla- keisara, t.d. af vörum Kín- verja við hirð Khansins. Hitt er aftur á móti mjög svo ó- sennilegt, að slík frásögn hefði getað verið svo nákvæm, að eftir tilvísan hennar hefði mátt teikna svo greinargóða mynd af Japan. Eins og við höfum orðið áskynja hér að framan, bendir rannsókn á vinnuaðferðum kortagerðar- manna þessara tíma og tiltæk- um heimildum til þess, að skýr ingin sé töluvert nærstækari og sennilegri. Ekki þarf síður aðgjalda varhug við því að draga í fljótræði ályktanir af útlínum Suður-Afríku eða vest urhluta Skandinavíu, hvort- tveggja má skýra með tilvísun til frumritsins. REGLUBUNDNAR FERÐIR I MEIRA EN 400« ÁR Grænlandsteikningin er allt annars eðlis og uppruni henn- ar annar og hún réttlætir fyllilega samanburð við nú- tíma kort af landinu. Fyrir lok tíundu aldar höfðu ev- rópskir menn fundið Suður- Grænland og tekið sér þar bólfestu. Sjóleið norrænna manna lá vestur frá íslandi og suðvestur með austurströnd Grænlands; frá bústöðum sín- um á vesturströndinni héldu landnemarnir síðan til veiða á sjó og landi upp eftir strönd unum að Davissund eins langt norður og ísar leyfðu. Hér var ekki um að ræða stöku ferð endrum og sinn- um heldur voru þetta reglu- legar ferðir og vanabundnar, sem farnar voru í meira en fjögur hundruð ár. Farmenn þeir, er á þessum slóðum sigldu, kunnu að taka mið af himintunglum og rata leiðar sinnar með aðstoð kennileita á sjó og landi. Þeim var engra korta vant. Á þessum ferðum sínum fóru þeir langt norður eftir grænlenzku ströndunum, lengra kannski en okkur þykir nú trúlegt, að fært hafi verið þá. Frá þessum ferðum segir í íslenzkum heimildum, annál- um og sögum. Þar er að finna upplýsingar um hvernig taka skuli mið til þess að rata leið- ir þær, sem frá er sagt að farn ar hafi verið, þar er sagt frá landtökum og landnámi og frá því um hvaða strendur leiðir manna hafi legið. Eftir þessum heimildum, þó oft vanti í þær og þær séu stundum ekki með öllu áreið- anlegar, gerðu íslenzkir menn síðan landabréf í lok sext- ándu aldar og á 17. öld. En norrænu víkingarnir, sem gerðu sér svo tíðsiglt um þessi höf allt frá 10. öld og fram á þá fimmtándu, þurftu engra korta með og er ekki vitað til þess að nein slík kort hafi verið gerð. Svo mikill svipur er með Grænlandsteikningunni á Vín- landskortinu og Grænlandi eins og það er teiknað á nú- tíma korti, bæði í stórum dráttum og í smáatriðum, að furðu sætir. Landöxullinn hef- ur rétta legu og sama er að segja um strandlengjuna yfir leitt, utan norðausturströnd- ina, sem hefur stefnuna NV- SE í stað N-S. Glöggt má sjá helztu sérkenni í útlínum landsins, s.s. bogadregna eystri strandlengjuna, með á- berandi skoru eða rauf inn i hana miðja; suðvesturhallann á ströndinni í átt til syðsta oddans, hvasst hornið þar sem vesturströndin breytir stefnu frá S-N til SE-NW. Af þessu leiðir, að kortið gefur í sjón- hending til kynna að rétt sé farið með lögun landsins og hlutföll. FURÐULEGT SAMRÆMI EINNIG í SMÁATRIÐUM Ennþá meiri furðu vekur þó það, að ekki verður betur séð, en viða megi kenna jafnvel einstök smáatriði í útlínum landsins. Djúpa skoran um mið bik austurstrandarinnar bend- ir sterklega til þess að þar muni komið Scoresbysund, með Liverpool Land — skag- ann og grynnri flóa (Kong Oscars fjörð?) þar fyrir norð- an og enn norðar aftur firð- ina í King William Land. Suð- vestan „Scorebysunds“ og miðja vegu til Cape Farewell er annar djúpur flói eða fjörð- ur, sem skerst inn í landið til norðurs. Það er erfitt að stand- ast þá tilhugsun, að þarna sé kominn Sermilik (Egedefjörð- ur, sem Angmagsalik stendur við) eða ef til vill Kangerdlug suak. Andstæðan milli lítt vog skorinnar suðausturstrandar- innar og strandanna að norð- austan og suðvestan, með flóa sína og firði, kemur skýrt fram á kortinu. Þar sést líka hvernig syðsti oddinn við Cape Farewell er eins og skagi í laginu og að fjörður einn (Eiríksfjörður eða Einarsfjörð úr?) gengur inn í landið þar áem stendur nú Julianhaab en Eystribyggð var áður. Norðar á kortinu eru teiknaðir fjórir firðir áður en ströndin breyt- ir stefnu til norðvesturs. Það kann að virðast nokkuð mikið hug'myndaflug að ætla, að V

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.