Morgunblaðið - 28.10.1965, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 28.10.1965, Blaðsíða 21
Fimmtudagur 28. oMðber 1965 MORGU N B LAÐIÐ 21 Unnur Sigurðar- dóttir — Minning ÞEIM fækkar óðum ungmennun- um, sem fermdust vorið 1900 að Útskálakirkju. Þá fermdust 34 ungmenni. Var það síra Friðrik Hallgrímsson, sem fermdi þenn- an hóp, þá nývígður prestur. Það voru ánægjulegir dagar er við gengum til spurninga hjá þeim ágæta presti, sem bjó okk- ur svo vel undir lífið að það hef- ur enzt allt til þessa dags. Unnúr Sigurðardóttir var í þess um hóp. Hún fæddist 16. júní 1886 að Melabergi í Miðnes- hreppi. Foreldrar hennar voru Guðbjörg Erlendsdóttir og Sigurð ur Björgólfsson. Móðir Unnar dó er hún ól yngsta barn sitt. Var það stúlka er var látin bera nafn móður sinnar. Þá var Unnur 12 éra. Faðir hennar brá ekki búi við fráfall konu sinnar. Tók þá Unnur við hlutverki húsmóður- innar. Þau systkinin voru fjögur. Eru tveir bræður hennar á lífi, Sigurður og Erlendur, sem eiga heimili í Miðneshreppi. Árið 1903 giftist Unnur Þor- gils Árnasyni. Þau byrjuðu bú- skap í Hvalneshverfinu. Þau fluttu til Sandgerðis 1922. Þar byggðu þau húsið Þórshamar. Þegar Unnur giftist tók hún syst- ur sína með sér. Var Guðbjörg hjá Unni unz hún fór að vinna fyrir sér. Það var þungt áfall fyrir Unni er hún missti mánn sinn frá stór- um bamahópi, 1. apríl 1927. Þá sást hvílíku þreki þessi kona bjó yfir. Fjögur elztu börnin voru fermd. í sameiningu ákváðu móð ir og börn að halda hópinn. Og það tókst með ’ rýði. Smám saman völdu börnin sér lífsförunauta. En aldrei slitnuðu tengslin við heimili móðurinnar, sem helgaði börnum sínum alla krafta sína unz yfir lauk. Börn Unnar og Þorgils voru 12. Tvö börn dóu nýfædd. Sjö ára dreng- ur, Óskar að nafni, efnisbarn, drukknaði við bryggjuna í Sand- gerði. Var það sár reynsla fyrir móðurina. Það er sagt að tíminn græði öll sár. En þeir sem reyna, vita bezt, að þó að sárið virðist vera gróið þá er kvika undir, sem minnir á það, sem hefur skeð. Elzta barn Unnar, Guðbjörg, dó 16. okt. 1964. Hún var gift Guðmundi Jónssyni. Þau bjuggu í Sandgerði. Önnur börn Unnar eru: Sveinbjörg, gift Valdemar Sigurðssyni; Eyjólfur, kvæntur Kristínu Gunnlaugsdóttur; Helgi, kvæntur Önnu Þórólfsdóttur; Ólafía, gift Jónasi Guðmunds- syni; Guðbjartur. Fyrri kona hans var Magnea Kristmanns- dóttir, hún lézt 1955. Seinni kona hans er Unnur Þorsteinsdóttir. Þóra, gift Baldri Sigurðssyni; Lovísa, gift Þorsteini Þorsteins- syni, og Ásdís, gift Guðjóni V aldemarssy ni. Unnur saknaði mikið tengda- dóttur sinnar, Magneu, er hún lézt. Magnea hafði verið mjög elskuleg við tengdamóður sína. Þegar yngsta dóttirin, Ásdís, giftist, flutti Unnur til hennar og átti sitt heimili hjá henni í 20 ár. Barnabörn Unnar er stór hóp- ur, og óðum fjölgar barnabarna- börnunum. Unnur elskaði öll börnin, ekki eitt frekar en annað, og hún bar umhyggju fyrir þeim á sinn kyrrláta hátt. Eins og ég gat um í upphafi þessa máls, þá kynntust við Unn- ur er við gengum til fermingar- undirbúnings hjá síra Friðriki Hallgrímssyni. Forlögin höguðu því þannig að sonur minn og dótt ir hennar giftust. Leiðir okkar lágu því oft saman og kynni okk- ar urðu nánari. Ég hef oft hugsað um hvílíkt þrek þessari konu hafi verið gef- ið. Hún stendur ein uppi með stóran barnahóp er maður henn- ar deyr á bezta aldri. Oft var það að heimili tvístruðust við svip- aðar aðstæður. En hún bar gæfu til að halda börnunum hjá sér. og ól' þau upp svo að til fyrir- myndar var. Hún lét aldrei mikið yfir sér, en því traustari var hún. Þeir, sem bjuggu í nágrenni við hana leituðu oft til hennar ef á lá. Og alltaf gat hún rétt hjálp- arhönd. Stundum leigði hún stof- una sína fólki, sem þurfi nauð- synlega á húsrými að halda. Þetta fólk urðu vinir hennar, því að það fann að þar, sem er hjartarúm ,þar er lika húsrúm. Aldrei átti Unnur svo tóm- stund að hún sæti auðum hönd- um. Þegar barnabörnin komu var þegar fitjaður upp lítill sokk ur eða vettlingur, og allt var svo undur vel fallega unnið. Nú er sæti þessarar ágætu konu autt. Hún lézt í sjúkrahúsi Keflavíkur 28. júní sl., en var jarðsett 3. júlí að Hvalsnesi að viðstöddu fjölmenni. Þar hvílir hún við hlið ástvina sinna. Við, sem stöndum eftir, kveðj- um hana með söknuði, en erum jafnframt þakklát fyrir langa og ánægjulega samferð og biðjum góðan Guð að blessa hana á landi ljóssins. Þorsteinn Árnason. Reykjafoss, hið nýja Hæsilega skip í „Fossa-flota“ Eimskipafélags íslands. Myndin er tekin af skipinu við bryggju hér í Reykjavík. Jóharrn Hannesson, prófessor: UM GÓÐ VERK MARGT er á þessum dögum sagt og ritað um góð verk og nyt- samleg fyrir mannlegt samfélag, þar á meðal nokkur, sem taka til framandi þjóða. Að sumum þessara verka er stöðugt unn- ið, þótt ekki sé leitað til almenn- ings um að styrkja þau nema einu i sinni á ári. Nýlega hafa menn keypt merki til að styrkja blinda menn. Verið er að hefja herferð gegn hungri meðal fram- andi þjóða, og ekki skyldi gleymt annarri og miklu víðtækari her- ferð: Kristniboðinu, sem unnið er meðal framandi þjóða. Nýlega höfum vér verið minntir á elzta starfandi félag meðal lands- manna, Hið íslenzka biblíufélag, sem nú má lesa um í nýrri bók og miklu hefir til vegar komið. Og hvað verður það næsta, sem kallar á stuðning vorn, verk, orð, hugsun, bæn — eða kallar á allt þetta? Tilgangurinn með þessum lín- um er að minna menn á tvenn góð verk og mikilvæg, sem bæði eru kunn með þjóðinni, og ekki mega niður falla þótt margt ann- að gott kalli að, ekki einu sirini á þessum tímum, þegar margt er dýrt og vér greiðum daglega gjöld og skatta, sem sumir hverj- ir eru vissulega notaðir til að gera margt nytsamlegt og gott. Annað sjálfboðaverkið, sem nú þarf að hafa í huga, er Skáiholts- söfnunin. Fyrsti þátturinn í end- urreisn Skálholts, bygging kirkj- unnar, starfsmannabústaður og lagfæring staðarins, hefir tekizt vel. Jafnvel vandlátir menn út- lendir télja Skálholtskirkju góða, Bruninn á Gilsbakka FYRIR nokkru varð stórbruni fyrir norðan hjá hjónunum á Gilsbakka í Arnarneshreppi. Hjónin sem þar búa misstu þar allt sitt og auk þess brunnu þar inni 30 þúsund krónur í peningum, sem feðgarnir þar höfðu unnið sér inn við síldar- vinnu. Settur sóknarprestur á Möðru völlum í Hörgárdal, séra Ágúst Sigurðsson, skrifaði grein í Morgunblaðið fyrir nokkru, þar sem hann bað fólk um að rétta Boruð í Sælingsdalsloug Búðardal, 26. okt. NÚ eru vegir hér að komast í eðlilegt horf eftir stórrigning- arnar. Veðrátta hefur annars ver ið heldur óhagstæð til útivinnu. Nú eru að hefjast hér fram- kvæmdir við borun eftir heitu vatni í Sælingsdalslaug, en þar er heimavistarbarnaskóli sýsl- unnar. í fyrrahaust var einnig borað eftir heitu vatni, en þa’ð bar því miður ekki góðan árang- ur. Nú vona menn, að betur fari. Sauðfjárslátrun er að heita má lokið hér hjá Kaupfélagi Hvammsfjarðar. Slátrað var dag ]*ga um 700 fjár. Meðalþungi dilka var 14.78 kg. Heildarslátr- unin var 18.500 fjár. Nú stendur yfir stórgripaslátrun, og lýkur henni sennilega um næstu helgi. — K. Á. þessu fólki hjálparhönd. Alkunna er hve Reykvíking- ar bregðast jafnan vel við, þeg- ar til þeirra er leitað, undir slík um kringumstæðum. En í þetta skipti hefir sorg- lega lítið safnast hér og gjöri ég ráð fyrir að fólk, í dagsins önn, hafi gleymt því, hvernig ástatt hlýtur að vera hjá þessu bág- stadda fólki og það undir vet- urinn. Ég vildi nú skora á alla góða menn að láta nú eitthvað af hendi rakna og sérstaklega vildi ég beina orðum mínum til allra fyrirtækja þessa bæjar. Eitt eða tvö þúsund krónur frá hverju fyrirtæki er engum um megn en það mundi hjálpa fjölskyld- unni yfir örðugasta hjallann. Reykjavík 26. október 1965 Magnús Sch. Thorsteinsson Þrír hámarks- hraðará Hiiklubraut VEGNA hraðahámarks á Miklu. braut, sem skýrt var frá í blað- ■inu í gær, þykir rétt að skýra frá að 60 km hraði gildir ekki á brautinni allri. Auk þess skal getið að heimill er 45 km hraði á nokkrum brautum borgarinn- ar svo sem Skúlagötu og víðar. Sé talið vestan frá Melatorgi, er heimill hámarkshraði sem hér segir: Frá Melatorgi að Miklatorgi 45 km. Frá Miklatorgi að Stakka hlíð 35 km. Frá Stakkahlíð að gamla Kringlumýrarvegi, þ. e. skammt sunnan Stakkahlíðar 45 km og þaðan að Suðurlandsvegi 60 km. Byggt við Reykjaskóla Staðarbakka í Miðfirði, 26. október. HÉRAÐSSKÓLINN að Reykjum í Hrútafirði var settur sl. sunnu dag að viðstöddu fjölmenni. Athöfnin hófst me’ð guðsþjón- ustu hjá sóknarpresti, séra Ingva Þ. Árnasyni, en að henni lokinni flutti skólastjóri, Ólafur Krist- jánsson, skólasetningarræðu. Unnið hefur verið undanfarið að stórri viðbyggingu við skól- ann, sem enn er akki nærri lok- ið, en þegar hafa verið teknar l notkun tvær kennaraíbúðir og nokkur íbúðarherbergi fyrir nem endur. Talsverðar breytingar hafa orðið á kennaraliði og starfsfólki frá síðasta ári. Alls eru nú 112 nemendur, og var að vísa mörg- um frá, er sóttu um skólavist. Mun nú þegar vera svo til full- skipað fyrir næsta vetur. Að aflokinni skólasetningu bauð skólastjóri öllum gestum í borðstofu skólans, og voru þar fram bornar raunsnarlegar veit- ingar. — B. G. einfalda og fallega í senn, land- inú til sæmdar. Miðað.við kostn- að mannvirkja á vorum tímum varð þessi kirkja ekki dýr og er það meðfram að þakka rausnar- legri hjálþ frá erlendum vinum kirkju vorrar. Eftir stendur að endurreisa. menntasetur í Skálhólti fyrir þjóð og kirkju. Að því marki stefnir sú Skálholtssöfnun, sem nú er í gangi og margir hafa tekið þátt í. Þessarri söfnun lýk- ur bráðum, og væri því mjög æskilegt að þeir sem ætla Skál- holti gjöf, hafi samband við Skálholtsnefnd í þessum mán- uði. Um þessar mundir ber einnig að minnast mikillar hugsjóna- konu í sögu vorri og kirkjusögu, Ólafíu Jóhannsdóitur. Á aldar- afmæli hennar voru stofnaðir tveir minningarsjóðir til að heiðra verk hennar og minningu og til að efla íslenzka díakoniu í kristninni hér. Á hinum al- menna kirkjufundi, sem haldinn var fyrir nokkrum dögum, var einnig tekið undir þakklæti fyr- ir þriðja sjóðinn, sem kunnur íslandsvinur, eiginkona hans og samverkamenn þeirra hafa stofn- að til minningar um Ólafíu. — Koma þessir fjármunir í góðar þarfir nú þegar von er á fyrstu íslenzku díakonissunni til starfa í kirkju vorri. Nú er díakonian (þ.e. þjónust- an) í raun og veru allt það hjálp- arstarf sem unnið er í kirkjunni til heilla fyrir þá, sem á hjálp og aðstoð þurfa að halda, hvort sem þeir eru sjúkir eða aldrað- ir, ungir eða gamlir, vísir eða fávísir, sekir eða saklausir, stór- ir eða smáir. í díakoníunni er aðeins spurt um hjálparþörfina, og um leið og hjálpin er veitt, skapast hin kirkjulega díakonía þar sem unnið er að boði Jesú Krists og í hans anda. Ríki og samfélag þurfa ‘á slíkri þjónustu að halda og kristnum söfnuðum er nauðsyn að veita hana til þess að vera * raunverulega það sem þeir nefna sig. Vegna síaukinna samfélags- þarfa er iiauðsynlegt að vinna markvisst, skynsamlega og skipu lega að þessum málum. Þess vegna myndaðist díakónían fljótt í frumkirkjunni og varð að sér- stöku embætti kvenna og karla. Og diakónía hefur aftur risið upp í þeim kirkjum nútímans, sem lífrænar eru — er í sumum kirkj- um rúmlega aldar gömul. Það var innileg von Ólafíu Jó- hannsdóttur að íslenzk díakoníu- stofnun yrði til, og nú virðist sú von vera að rætast að þetta starf hefjist hér í nýrri mynd, til við- bótar við öll þau góðu verk, sem kvenfélög kirkjunnar hafa unn- ið til þessa. Afmælisdagur Ólafíu er 22. október. Er þá til valið að minn- ast hennar með gjöfum í minn- ingarsjóðina, sem blöðin munu góðfúslega veita viðtöku. Gjöf- unum mun varið til góðra verka, sem gera skal í náinni framtíð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.