Morgunblaðið - 28.10.1965, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 28.10.1965, Blaðsíða 3
Hmmtudagur 28. október 1965 MO&GUNBÍAÐIÐ 3 LOKSINS stytti upp. Sólin rauf skýjaþykknið og smátt og smátt þvarr haustgráminn fyrir ferskum geislum sólar- innar. Jörðin andaði nýjum ilmi. Á Skólavörðuhæð stendur maður steyptur í bronz, maður, er kannaði ókunna Stigu og sigldi um sollinn sæ, maður að nafni Leifur Eiríks- son. Við fótstall hans standa tveir aldnir sægarpar og horfa á glæsta mynd hans spegiast í olíubrákuðum forar polli. Þeir láta sig dreyma um svaðilfarir og þrekraunir : fyrri ára. Við hlustum á tal þeirra. — Mikið assgoti hefur það verið heppinn maður, hann Leifur. — Já, segir hinn og dæsir um leið og hann treður skro í vörina. — Góður sjósóknari hefði hann verið talinn í mínu ung- dæmi. Og ekki hefði hann sitja tvær aldnar konur, með skýluklút um höfuðið og stara rökum augum á styttuna. Þær hafa að öllum iíkindum fengið sér heilsubótar göngu og eru komnar _þetta af meiri vilja en mætti frá elliheimilinu Grund. Þær rabba um veðrið og styttuna og við leggjum við hlustírnar. — Loksins er þá stytt upp. Það er annars meira, hvað hann er búinn að rigna. — Já, Stípa mín, segir hin, — það er inunur að geta kom- izt út undir bert loft, setið hér og horft á þetta faliega iistaverk. — Já, satt er það, góða, og það verð ég að segja, að ég er honum Nonna mínum sam- mála í því, að þetta er falleg- asta listaverkið, sem prýðir okkar fögru borg. — Sammála er ég þér í því, Framhald á bls. 31 Leifur heppi Eiríksson. Fólkið og stytturnar tæki hemlar með miklum gauragangi, síðhærður bítill blístrar út um gluggann og telpurnar taka til fótanna og hverfa upp í farartækið, sem hverfur í blámóðu olíustybb- unnar, er ökumaðurinn gefur bifreiðinni inn. Fyrir sunnan gamla kirkju- garðinn er eitthvert fegursta listaverk borgarinnar. Útlagar Einars Jónssonar. Listaverk þetta er táknrænt fyrir hina hörðu lífsbaráttu íslendinga fyrr á öldum við miskunnar- laus náttúruöfl og segir það mikla sögu. Útlaginn heldur á barni sínu og ber andvana konu sína á bakinu. í fylgd með honum er traustur vinur, hundur. Á bekk skammt frá Pómóna. Útlagar. (Ljósmyndirnar tók Sveinn Þormóðsson). kveinkað sér, þótt hann brygði veðri eins og sumir þessara ungu gera nú til dags. Og ekki var þá asdikkið eða ratsjáin eða hvaðaðnú heitir. — Nei, það hefur mikið breyzt síðan í þá daga. Og ekki er allt í sómanum, lags- maður — heyrum við þá segja, er við höldum á braut. Við Snorrabraut vestan- verða stendur jötunelfdur maður og styðst við steðja. Þetta er „Járnsmiður" Ás- mundar. Hann er þungbúinn á svip og úr augum hrökkva annarlegir gneistar. Þung högg hefur þessi járnsmiður veitt steðja sínum, því að hann er byrjaður að klofna. Þetta samanrekna tröll hefur dregið að sér atygli síð- hærðra unglinga. Þeir standa fyrir framan styttuna og stara á hana doifallnir. — Hvaða töffari er nú þetta, segir annar og það kenn ir lotningar í rómnum. — Véit ekki, svarar hinn að bragði. — Hann er ábyggilega í lyftingúm, þessi. Þeir standa hljóðir um stund og velta fyrir sér mál- inu. — Ég sá einu sinni svona kraftagæja, segir hinn eftir nokkra umhúgsun. — Hann vinHur hjá Bílasmiðjunni. — Ja hérna, segir kunningi hans og dregur seiminn. Ég verð ekki eldri! Síðan halda þeir burt, með hárið flaksandi um herðarnar og svarta -skósíða trefla, og líta öðru hvoru til baka hugs- andi og efagjarnir á svip. í Einarsgarði, rétt við gamla Kennaraskólann stend- ur fagurt listaverk. Ekki grun aði okkur, að nóttina eftir myndu einhverir spellvirkjar lítilvirða það — en hvað um það, þarna stóð Pómóna vernd argyðja gróðurlífs í lundi fag- urra trjáa, sem nú höfðu fellt J lauf. Haustsvipurinn leyndi sér ekki. Tvær , litlar telpur, í buxum, er einn helzt minntu á frönsku brogirnar Toulon og Toulouse, vöppuðu í kring- um styttuna og við lögðum eyrun við til þess að heyra, hvað þær hefðu til málanna að leggja^ — Brrr. Skyldi henni ekki vera kalt, segir önnur og slengir um leið skósíðum treflinum um háls sér. — Ekki vildi ég vera stytta, segir hin og hryllir sig í herð- unum — og láta alla glápa á mig. Þegar hún hefur svo mælt heyrast drunur miklar frá Laufásvegi og áttagata trylli- X ..... . Járnsmiðurinn. -jr*1 STAKSTIINAR Þögul stjómar- andstöðublöð Stjórnarandstöðublöðin ern þögul um ýmsa hluti um þessar mundir. Þau eiga í jmsu-1 feimn ismálum, sem helzt má ekki tala i um. Þess vegna þegja þau sem fastast, jafnvel þótt akynsam- legra væri fyrir þau að gefa ein- hverja skýringu á þeim málum, sem um ér að ræða. En greinilega eru áhyggjurnar af sundrung og úlfúð í báðum stjórnarandstöðu- flokkunum slíkar að málgögn þeirra telja réttast að stinga höfð inu í sandinn og látast hvorki sjá né heyra það sem í kringum þau gerizt. Hvað varð um FUF? Það væri t.d. fróðlegt að vita, hvað orðið hefur um Félag ungra Framsóknarmanna í Reykjavík. Það virðist gjörsamlega horfið af sjónarsviðinu eftir mikil átök á aðalfundi þess fyrir nokkru. Þess aðalfundar hefur ekki enn verið getið í Tímanum, stjórnar- kjöri hefur ekki enn verið lýst, og er slíkt þó óvenjulegt, þar sem venja er að skýra fyrr eða síðar frá því, sem gerizt á aðal- fundum flokksfélaga Framsókn- arflokksins, sem og annarra flokka. En FUF er sem sagt horfið af sjónarsviðinu. Til þess félagsskapar hefur ckkert spurzt í nokkrar vikur, og hlýtur það að vera Framsóknarmönnum nokkurt áhyggjuefni. Allir vilja hafa sín ungliðasamtök. Spurzt hefur, að flokksstjórn Framsókn arflokksins hafi átt einhvem þátt í þessu hvarfi FUF. A.m.k. ei|t dagblaðanna hefur hald- ið því fram, að flokkssjórn- arfundur hafi dæmt ólögleg- an aðalfund, sem haldinn var í þessu félagi fyrir nokkrum vikum, en ekkert hefur heldur komið fram um það í málgagni Framsóknarflokksins. Óneitan- lega verður fróðlegt að sjá, hvort FUF skýtur upp kollinum á ný, kemur fram úr fylgsni sínu og hefur starf. Og það verður líka fróðlegt að sjá ,hvort tvær til- kynningar koma í Tímanum um stjómarkjör í félaginu hvort tveir formenn birtist. Það væri a.m.k. í samræmi við alla stefnu Framsóknarflokksins, að leysa þetta mál þannig. Þjóðviljinn og V erkamaðurinn En þótt Tíminn hafi ekkert vilj að láta uppi um tilveru FUF um þessar mundir, hefur Þjóðviljinn ekki síður verið • þögull um sín feimnismál. Þeirri spurningu hef ur hvað eftir annað verið beint til Þjóðviljans, hvað han'n vilji segja um tilvitnuð ummæli Verkamannsins á Akureyri, þar sem því er haldið fram, að stefna kínversku kommúnistastjórnar- innar í utanrikismálum, jafngildi „ósk um stórslátmn mannfólks“ hún sé „glæpsamleg." Þjóðvilj- inn hefur ekki fengizt til þess að láta í ljós nokkurt álit á þessum ummælum bandamanna sinna á Akureyri, og gegnir það vissu- lega nokkurri furðu. Hingað til hefur Þjóðviljinn verið reiðubú- inn til þess að ræða málefni Kína, og verið sérstaklega mál- glaður um þau efni. Hingað til hefur Þjóðviljinn heldur ekki kippt sér upp við að ráðast að samstarfsmönnum sínum utan Sósíalistaflokksins, er honum hef ur þótt við þurfa, og hafa stuðn- ingsmenn Hannibals Valdimars- sonar og stjórnendur Frjálsrar Þjóðar ekki farið varhluta af því. En skyndilega bregður svo við, að Þjóðviljinn er ófáanlegur til þess að ræða ummæli Verka- mannsins á Akureyri, sem eru þess eðlis, að raunverulega er hæ'gt að yfirfæra þau á Þjóðvilj- ann sjálfan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.