Morgunblaðið - 28.10.1965, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 28.10.1965, Blaðsíða 6
6 MORCU N BLAÐIÐ Fimmtudagur 28. október 1965 Skipað í Ve ^lagsráð s jávarútvegsins Kristján Ragnarsson formaður ráðsins MBLi. hefur borizt eftirfarandi fréttatilkynning frá Verðlagsráði sjávarútvegsins: Sjávarútvegsmálaráðherra hef ur nýlega skipað eftirtalda menn í Verðlagsráð sjávarútvegsins frá 1. okt. 1965 til 1. okt. 1967: Frá félagi síldarsaltenda á Norður- og Austurlandi. Aðalmenn: Sveinn Benediktsson, fram- kvæmdastjóri, Reykjavík. Jón Þ. Árnason, framkvæmdastjóri, Raufarhöfn. Kristján Ragnarsson Varamenn: Aðalsteinn Jónsson, fram- kvæmdastjóri, Eskifirði. Eyþór Hallsson, framkvæmdastjóri, Siglufirði. Frá Síldarverksmiðjum ríkisins. Aðalmaður: Sigurður Jónsson, fram- kvæmdastjóri. Varamaður: Sveinn Benediktsson, fram- kvæmdastjóri, Reykjavík. Frá Flagi síldarsaltenda á Suð - V esturlandi. Aðalmenn: Ólafur Jónsson, framkvæmda- stjóri, Sandgerði. Margeir Jóns son, framkvæmdastjóri, Kefla- vík. Varamenn: Þorsteinn Arnalds, fram- kvæmdastjóri, Reykjavík. Tómas Þorvaldsson, framkvæmdastjóri, Grindavík. Frá Alþýðusambandi íslands. Tryggvi Helgason, Eyrarvegi 13, Akureyri. Frá Landssambandi isl. útvegs- manna. Aðalmenn: Kristján Ragnarsson fulltrúi, Reykjavík. Guðmundur Jörunds- son, útgm., Reykjavík. Ingimar Einarsson, fulltrúi, Reykjavík. Varamenn: Matthías Bjarnason fram- kvæmdastjóri, ísafirði. Sigurður Pétursson, útgm. Reykjavík. Ól- afur Tr. Einarsson, útgm., Hafn arfirði. Frá Sambandi ísl. samvinnu- féiaga. Aðalmaður: Bjarni V. Magnússon, fram- kvæmdastjóri, Reykjavík. Varamaður: Björgvin J. Ólafsson, fulltrúi, Reykjavík. Frá síldarverksmiðjusamtökum Austur- og Norðurlands. Aðalmaður: Vésteinn Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri, Hjalteyri. Varamaður: Hermann Lárusson, fram- kvæmdastjóri, Neskaupstað. Frá Farmanna- og fiskimanna- sambandi Islands. Aðalmaður: Guðmundur H. Oddsson, skip- stjóri, Reykjavík. Varamaður: Guðmundur Jensson, fram- kvæmdastjóri, Reykjavík. Frá Samlagi skreiðarframleið- enda. Aðalmaður: Huxley Ólafsson, framkvæmda stjóri, Keflavík. - Varamaður: Ásgrímur Pálsson, fram- kvæmdastjóri, Keflavík. Frá Sölumiðstöð Hraðfrysti- húsanna. Aðalmenn: Helgi Þórðarson, framkvæmda stjóri, Hafnarfirði. Óskar Gísla- son, framkvæmdastjóri, Vest- mannaeyjum. Hans Haraldsson, fultrúi, Isafirði. Varamenn: Ólafur Jónsson, framkvæmda- stjóri, Sandgerði. Jón Jónsson, framkvæmdastjóri, Hafnarfirði. Aðalsteinn Jónsson framkvæmda stjóri, Eskifirði. Frá Sölusambandi íslenzkra fisk- framleiðenda. Aðalmaður: Helgi Þórarinsson, fram- kvæmdastjóri, Reykjavík. Varamaður: Margeir Jónsson, útgm., Kefla- vík. Framh. á bls. 20 Grísk söngkona með Sinfónluhljómsveitinni ÞRIÐJU tónleikar Sinfóníuhljóm sveitar íslands verða haldnir í Háskólabíói annað kvöld kl. 21. Stjórnandi verur Bohdan Wod- iczko en einsöngvari gríska mezzó-sópran söngkonan Yann- ula Pappas. Á efniskránni eru: „Tilbrigði við stef eftir Frank Birdge", eftir Britten, Kinderto- tenlieder“ eftir Mahler, ’El amor örujo“ eftir De Falla, en í tveim- ur siðastnefndu verkunum syng- ur Pappas einsöng. Loks er „In- vocation og dans“ eftir Craston. Yannula Pappas er fædd í Grikklandi, en stundaði söngnám Chr. Keeler gifiir sig CHRISTINE Keeler, sem fyr- ir tveimur árum var á forsíð- um blaða um allan heim, þeg ar „Profumo“-málið svokall- aða var á allra vörum og CHRISTINE KEELER — nú frú Lervermore í Búkarest í Rúmeníu. Hun söng í níu ár við óperuna í Búka- rest og var fyrsta hlutverk henn- ar þar, Lola í „Cavalleria Rusti- kana“. Auk þess fór hún me'ð ýmis veigamikil hlutverk í öðr- um frægum óperum, svo sem í „Madame Butterfly", Rigoletto", Rakaranum Frá Sevilla, svo eitt- hvað sé nefnt. Síðan hafa önnur hlutverk bætzt við, eins og t.d. í óperunum, Aida, Don Carls, II Trovatore og Brúðkaupi Fígar- ós. Árið 1961 fluttist ungfrú Papp- brezka sjórnin riðaði til falls, komst fyrir skömmu á forsíð- ur blaða að nýju, en nú af allt öðrum ástæðum en áður fyrri, hún hefur sem sé gengið í hjónaband og virðist nú vera orðin hin ráðsettasta frú. S.l. föstudag giftist hún æskuvini sínum, James nokkr um Lervermore, sem er 24 ára gamall verkfræðingur í Bracknell í Berkeshire í Eng landi, og fór brúðkaup þeirra fram með leynd. Hafa þau þegar flutt inn í íbúð sína, •em Christine mun hafa keypt. Christine hefur látið svo um mælt, að hún hafi óttazt að James maður hennar myndi að verða að líða fyrir hið slæma orðspor hennar frá því áður og raunar hefðu þau ætlað sér að vera gift fyrr. Hún bað blaðamenn, sem leituðu hana uppi, að halda heimilisfangi hennar leyndu, þar eð það gæti komið sér illa, ef nágrannarnir kæmust að raun um, að hin nýgifta frú Lervermore væri í raun réttri hin alræmda Christine Keeler. Þá neitaði hún að láta taka mynd af sér og hafn aði meira segja tilboði upp á tugi þúsunda fyrir myndina. Frá því að hún kom úr fangelsi fyrir rúml. einu og hálfu ári, hefur hún forðazt allt umtal. as til Bandaríkjanna og hélt þar tónleika vfða. f New York söng hún í fyrsta sinn 1964 og fékk þá mjög góða dóma fyrir söng sinn. Söngkonan hefur sungið í út- varp og sjónvarpi víða um lönd, svo sem í Austurríki, Frakk- landi, Ítalíu, Belgíu og á Spáni. Þetta er í annað sinn sem Papp- as kemur hingað til lands, en í fyrra söng hún í ríkisútvarpið, og mun hún einnig gera þáð nú. Héðan fer hún til Portúgals og Spánar. • Heimilið byrjar við garðshliðið Fyrir skömmu skrifaði maður grein hér í Mbl. um snyrtimennsku á lóðum kring- um hús og viðhafði þau orð, að heimilið byrjaði við garðshlið- ið. Það er vissulega orð að sönnu. Heimilið byrjar ekki við teakhurðina heldur á lóðamörk unum. Þetta virðist þó vefjast eitthvað fyrir mörgum íslend- ingum. Það fer ekki á milli mála, ef maður gengur um bæ- ina eða ekur um landsbyggð- ina. Líklega erum við meiri sóðar í eðli okkar en margar aðrar þjóðir. Jafnvel þó fólk reyni að bera sig til við að vera sæmilega hreinlegt, vill oft skína í það að hreiniætið er aðeins á yfirborð- inu, en tilfinningin fyrr því ristir ekki djúpt. Ég skal taka hér tvö dæmi. Maður nokkur, sem á fínt einbýlishús í Klepps- holti, tinir oft upp bréfsnifsi og drasl í garðinum sínum, og svo sjá nágrannarnir að hann hendir því út fyrir girðinguna, yfir á næstu lóð, sem að vísu var lengi vel ekki byggð, en var orðin eins og ruslahaugur. Annað dæmi veit ég um. í stóru sambýlishúsi skipti fólk með sér verkum og það kom í hlut ákveðins íbúa, að hirða drasl af lóðinni. Jú, jú, það gerði hann, fór stundum út rétt undir kvöldmat, þegar dimma tók og henti öllu draslinu, sem vildi safnast saman við girðing- una, út fyrir yfir á fjölfarna umferðargötu. Þetta er ákaf- lega snyrtilegur maður, sem vill a.m.k. sýnast sæmilega hreinlegur. Og hafið þið ekki komið á sveitarbæ, þar sem byggt er upp fallegt hús, en vatnið sem kemur úr krómuðum krönun- um, er tekið úr vatnsbóli, sem er rétt við fjóshauginn með öll um sínum gerlum eða sem skepnur ganga í og gera þarfir sínar um leið? Hér eiga auðvitað ekki allir hlut að máli, en furðulega margir. Nú, eins og alltaf áður hafa verið til snyrtimenni og snyrtibændur. Og að minnsta kosti áður fyrr þótti það slíkur kostur, að orð fór af og menn urðu landsfrægir fyrir snyrti- mennsku sína. Þeir voru ekki fleiri en það. • Sófar undir fáguðu yfirborði Eitt dæmi um það hve hreinlætið virðist oft rista grunnt, eru rennurnar fyrir rusl, sem settar hafa verið í mörg sambýlishús, til að spara íbúunum sporin með ruslið niður marga stiga. Að þessu er mikið hagræði og þessar renn- ur eru yfirleitt í nýjum húsum, þar sem íbúarnir vilja leggja eitthvað í að hafa „fínt“ hjá sér. En á mörgum stöðum hefur þetta valdið mestu vandræðum. Fólk setur blautan óþverra í poka eða jafnvel í mólkurhyrn- urnar og lætur þetta svo fara niður um rörið. Pokinn eða hyrnan lenda utan í, springa, og allur óþverrinn klessist í rörin og þau orðin þvílík gróðrarstía baktería og ódauns að til vandræða horf- ir. Flöskum er hent niður rörin. Þær lenda á fötubrún- inni eða utar í og splundr- ast út um allt, og fyrir utan rörið er kjallaraherbergið, sem tunnunar eru í orðið eins og öskuhugur að skömmum tíma liðnum. Þegar ódauninn fer að leggja um allt hús, er kallaður saman húsfundur, og allir eru jafn aldeilis hissa á þessum sóðaskap. Enginn vill kannast við, að hann sé þvílíkur endem- is sóði. Þessu heldur svo áfram, þar til sums staðar hefur orðið að loka rennunum, þessum miklu þægindum. • Teakhurðir og teppi villi sýn Við viljum gjarnan kall- ast menningarþjóð, og höldum jafnvel oftast að við séum það. Sama er með þá einstklinga, sem sýna af sér sóðaskap á borð við þann, sem hér hefur verið lýst. Það eru ekki hinir viður- kenndu augljósu sóðar, heldur miklu fremur fólk, sem heldur að það sé sæmilega hreinlegt og lætur slíkt helzt ekki sjást til sín. En súbbuskapurinn býr samt undir því yfirborði, sem blasir við. Teakhurðir, teppi út í horn og króm villa þar sýn. Kaupmenn - Kaupfélög Nú er rétti tíminn til að panta --------nts Rafhlöður fyrir veturinn. Bræðurnir Qrmsson hf. Vesturgötu 3, Lágmúla 9. Sírni 38820.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.