Morgunblaðið - 13.01.1966, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 13.01.1966, Qupperneq 8
8 MORGU NBLAÐIÐ Fimmtudagur 13. Januar 1966 Gömlu sjómennirnir, sem nú eru á Hrafnistu, hafa ekki alveg slitið sig frá sjónum og störf- unum kringum fiskveiðarnar. Þarna sitja þeir við að setja upp Ióð. — Lmuvertlð Framhald á bls. 24 byrja fljótlega, en alls verða gerðir hér út fimm bátar í vetur, 40—60 tonna bátar. Verða varla nema 2—3 tilbúnir nægilega snemma til að komast á línuna. Línuvertíð hefur líka yfirleitt verið léleg undanfarin ár, svo sjómenn eru ekkert sérlega á- hugasamir um hana. í fyrra var mjög mikil nótaveiði. Nú brá svo við að nær enga ýsu var að fá. Standa vonir til að á vertíðinni taki hér til starfa fiskverkunar- hús, Fiskiver sf., og taki í salt og skreið. Það er í byggingu og er að verða tilbúið. — óskar. Stokkseyrarbátar á línu fyrst STOKKSEYRI, 11. des. — Einn bátur hefur þegar hafið róðra héðan frá Stokkseyri. Fékk hann um 5 tonn í fyrsta róðri. Vænt- anlega byrja næstu daga 3 bát- ar til viðbótar og sá fimmti síð- ar í mánuðinum. Allir þessir bátar fara á línu til að byrja með. Búast sjómenn við að nýja fiskverðið gefi þeim nokkuð gott fyrir það. Yfirleitt finnst mér heldur gott hljóðið í þeim sjómönnum, sem ég hefi talað við, varðandi það. — Steingrímur. Hraðfrystihúsið stækkað í Þorlákshöfn Frá Þorlákshöfn verða gerðir út 7 bátar, sem róa með línu. Einnig verða þar fleiri með net. Þykir sjómönnum bagalegt að hafa ekki fengið bátakvína fyrir vetrarvertíð, sem búið var að gera ráð fyrir, en stærri bátar þurfa alltaf að flýja úr höfninni, ef eitthvað verður að veðri. Einn línubátur er byrjaður, og fleiri bíða eftir veðri til að komast fyrir Reykjanes og heim, eftir að hafa verið í slipp í Reykjavík. Síldarverksmiðja er nú í bygg- ingu á Þorlákshöfn og tekur væntanlega til starfa í febrúar. Á hún að bræða 2500 mál á sólarhring og hafa 20 þús. mála þróarrými. Hraðfrystihúsið á staðnum hef- ur verið bætt mjög fyrir þessa vertíð, og hefur afkastageta þess aukizt um helming. 35 Grindavíkurbátar á vertíð GRINDAVÍK, 11. janúar. — Gert er ráð fyrir að hér verði 30 stærri bátar í vetur, 50—200 tonn að stærð, auk smærri bátanna. Þar af verða 10 bátar gerðir út á línu til að byrja með. Síðar munu þeir allir fara á net. Verða allir bátarnir þá með net þegar kemur fram í febrúar eða 35 bátar alls, stórir og smáir. Þessir bátar eru gerðir út frá 10 fyrirtækjum og auk þess gera nokkrir einstaklinga út. Hér hafa bætzt nokikur ný útgerðar- fyrirtæki. Flesta báta hafa þess- ir: Þorbjörn með 7 báta, Hrað- frystihús Grindavíkur 6 og Hrað- frystihús Þórkötlusta'ða með 4. Auk þess leggur fjöldi báta úr nærliggjandi verstöðvum upp afla hér í febrúar, marz og apríl mánuði, svo sem úr Sandgerði, Keflavík, Njarðvíkum, Hafnar- firði og Reykjavík, svo að á þeim tíma er höfnin að jafnaði full af bátum og er tala þeirra, sem í höfnina koma daglega á um- ræddu tímabili að jafnaði 40—70 bátar. Hvað fiskverðið snertir, þá hafa menn ekki almennilega átt að sig á því ennþá, þar sem grunnurinn fyrir þessari 17% hækkun liggur ekki nákvæmlega fyrir meðal almennings. Því er ekki hægt að segja hvernig sjó- mönnum lízt á það á þessu stigi málsins. En hinsvegar er ljós sá mismunur, sem gerður er nú, eins og sl. 2 ár milli þeirra sem hrað frysta sinn fisk annars vegar og hinna sem verka í salt hins veg- ar. Þeir sem hraðfrysta fá upp- bætur, sem nema 22 aurum á kg. af fiski upp úr sjó. Þeir sem verka í skreið fá væntanlega nokkra uppbót, en þeir sem verka í salt verða þess ekki að- njótandi nú frekar en undan- gengin ár. Hafa þó margir óum- deilanlega lagt geysimikið fé í að endurbæta hús sín og kaupa ný og fullkomin tæki til þeirrar vinnslu, jafnvel ekki síður en hinir gera, sem styrksins verða áðnjótandi. Grindavík er nú seinni árin að verða ein af stærstu saltverkunarverstöðvum landsins og er því þungur hugur manna til þessara aðgerSa, þar sem um svo langvarandi mis- ræmi er að ræða. Tíð hefur veri'ð hér afar slæm og umhleypingasöm frá því fyrir hátíðir og hefur því lítið eða ekkert verið farið á sjó að heitið geti frá því fyrir jól, en menn búast nú almennt af kappi undir vertfðina og munu róðrar hefjast strax og lægir. Verður þá ýmist að menn fara á línuveiðar, netja eða síldveiðar með nót. Línubátarnir að byrja í Sandgerði Sandgerði, 11. jan.: — Línu- bátarnir eru að byrja að róa Stóru bátarnir, Jón Garðar, Sig- urpáll, Víðir, Guðbjörg og Ell- iði eru enn á síld og verða fram eftir. En smærri bátarnir reru fyrst í gær á línu. Voru 3 bátar á sjó og höfðu frekar lítið. Munu aðrir 9 bátar róa með línu. Ein- hverjir bátar verða svo eingöngu á netum. Auk þess koma aðkomu bátar, þegar líður á. Sjómenn eru ekki enn búnir að átta sig á hvernig 17% hækk unin með nýja verðinu verður komið fyrir og hvaða áhrif það hefur á þeirra veiðar hér. — P.P. 22 línubátar bíða tilbúnir. KEFLAVÍK, 11. jan. — Fyrir áramót voru 6 bátar byrjaðir línuveiðar frá Keflavík og aðrir bátar, sem ætla að stunda línu- veiðar fram í febrúar, eru til- búnir og munu hefja veiðar strax og veður leyfir. En þeir munu vera 22 talsins. Einn bátur hefur þegar lagt net, sem er óvenjulega snemma. Hann hefur einu sinni vitjað um, en aflaði mjög lítið. Sex af stærstu síldarbátunum eru farnir suður fyrir land á síldveiðar og munu halda aust- ur fyrir, ef síldar verður þar vart áfram. — h.s.j. Bíða eftir hagstæðu veðri Hafnarfirði. — Bátarnir liggja nú flestir hér í höfn eða síðan fyrir áramót og bíða betra veðurs til að hefja aftur síldveiðar fyrir Austurlandi, áð minnsta kosti sumir þeirra. Það verður þó tæp ast um langan tíma, veður rysjótt og erfitt að stunda veiðarnar á þessum árstíma, sérstaklega ef síldin stendur mjög djúpt. — Loðnutíminn fer líka senn í hönd — og svo auðvitað seinna í vetur þorskanótavei'ðin. Aðeins tveir bátar, Sigurjón Arnlaugsson og Blíðfari, eru gerðir út á línu, en hafa enn sem komið er lítið sem ekkert at hafnað sig sökum óhagetæðs veð urs. Nokkrir áðrir minni bátar munu stunda línuveiðar héðan í vetur. Er nú verið að útbúa þá. Sveinn Halldórsson leikari 75 ára FLESTUM mun svo finnast, tem til þekkja að fullvegið væri framlagið hans Sveins okkar Halldórssonar til leiklistar með því sem hann hafði snarað á vogirnar hjá þeim Bolvíkingum og síðan nábýlingum okkar í Garðinum. Að stóra verkið og ævistarfið væri þegar unnið er hann settist að hér í Kópavogi. Sagðar hafa mér verið sögur af því þvíyíkur risi Sveinn hafi verið til verka og sköpunar fyrr á árum, að hefði ég ekki seinna reynt sannleika þess í kynnum við leikarann Svein Halldórsson hefði mér verið næst að halda að þverbrestur væri í sögunni. 5. jan. árið 1957 er Leikfélag Kópavogs stofnað. Frá þeim degi og til þessa er Sveinn virkur fé- lagi í þvL í stjórn hefur hann setið löngum. Öll störf hans sem stjórnar- manns hafa verið til mikillar blessunar og góðs. Sveinn Hall- dórsson er ásamt frú Huldu Jakobsdóttur gerður að heiðurs- félaga L. K. árið 1961. Var það mjög verðskuldað og stórt gleði- efni okkar allra félaganna að hann hlyti sæmd þá. Mörg verða spor hans líka á sviðinu eftir að hann setur bú hér, hefur unnið stór verk og sigra og heggur vítt til fanga. Ég leyfi mér að nefna leik hans í Alvörukrón- unni, léttur og ótrúlega leikur. Þá lítið en skemmtilega unnið hlutverk í Útibúinu í Árósum. Síðan fylgir stórt og vandasamt hlutverk lögregluforingjans í Gildru Roberts Thomas. Afburða glæsilega gert. Annan búálfinn í barnaleikritinu Húsið í skóg- inum tókst honum að lifa svo að mér er ekki grunlaust að slík ir búi á hanabjálkalofti hugans hjá mörgu barni síðan. Það er reyndar ekki frítt við að mér sýnist sjálfri ég síðan verða vör við sitthvað ekki alveg trúlegt á mínu lofti. Þá eru það síðustu afrekin hans hér í Kópavogi, Arngrímur holdsveiki í Fjalla- Eyvindi og síðast flutningur hans á köflum úr minningum Matthías ar, er haldið var hér í Kópavogi fyrr í vetur til kynningar á skáld verkum og leikritaþýðingum Matthíasar Jochumssonar. Þeir sögðu upplestur, það var enginn lestur, mér fannst klerkurinn frá Akureyri kominn þar, gnæfandi hátt, sem jötunn og skuggar ris- ans flökta um loft og veggi, tal hans eldur og logi. Þannig verður skáldskapur lifandi. Eldur sem öllu yljar, öllu lýsir og öllu brennir. Mér finnst, sem haldi ég tveim fagurskyggðum perlum í sín hvorri hendi, er ég hugsa um þessar tvær síðustu gjafir hans til okkar hinna. Ég kreppi hnefa og opna til skiptis, hrædd og forviða hvort hverfa muni ger- semarnar. En djásnin eru þar og munu alltaf verða, sem gjöf frá þér Sveinn og eign okkar, dýr- mæt eign okkar, sem höfum séð þig vera á sviðinu, lifað þar og starfað með þér og við segjum hafðu hjartans þökk. Ekkisen fjandans bull er í stelpunni, ætlar hún ekki að hætta nú er nóg komið, hugsar Framhald á bls. 19. Áform Akranesbáta á vetrarver- tíð. AKRANESI, 11. jan. — Hjá Heimaskaga h.f. eru Ásmundur og Skipaskagi. Þeir fis-ka á línu og í þorskanet, er til kem- ur. Sólfari verður með þoraka- net. Bátar Haraldar Böðvars- sonar & Co: Haraldur er í smá- viðgerð. Höfrungur II. kominn ti-1 Færeyja á leið til Aarhus til klössunar, Höfrungur III. er á síld, Skírnir bíður byrjar á síld, Ver, Höfrungur I. og Reynir hafa fiskað á línu og nú er verið að útbúa Keili. Sigurður Hallbjarn- arson h.f.: Ólafur Sigurðsson er á síldveiðum, Rán er á línu og fiskar í net þegar til kemur, Anna fer á síld strax og gefur, síldarnót Sigurborgar er í lamasessi, og óákveðið hvað hún gerir. Haförn verður á línu, eins og áður, tekur síðar upp net. Nú er hún að fá nýan radar og ver- ið að lagfæra vélina. Búið er að selja eitthvað af bátum Fiski- vers og lítið starfað þar í augna- blikinu. Ekki er vitað hvað Sig- urfari gerir. — Oddur. 4 fiskverkunarstöðvar og 20 bátar. ÓLAFSVÍK, 11. jan. — Út- gerðarmenn og sjómenn eru nú sem óðast að búa báta sína á vetrarvertíð. Nokkrir hinna smærri báta hafa þegar hafið vertíð O’g róa með lxnu. Hefur afli verið sæmilegur. Stærri bátarn- ir munu róa með net og er lík- legt að þeir fyrstu byrji upp úr miðum þessum mánuði. Búist er við að 20 bátar verði gerðir út héðan frá Ólafsvík i vetur. Eru sjómenn og útgerðanmenn bjart- sýnir á góða vertíð, eins og und- anfarnar vertíðar, ef tíðarfar verður hagstætt. Enn mun vanta nokkuð á að nægilegt fólk fáist til starfa í fiskverkunarhúsum. staðarins og mun aðallega vanta stúlkur til frystihúsastarfa og vana flakara og aðra vana fisk- verkun. Fjórar fiskverkunarstöðvar verða starfræktar hér á vertíð- inni. Eru þær Hrói h.f., sem verkar aðallega fisk í salt og hef- ur skreiðaverkun, Kirkjusandur h.f. með frystingu, söltun og skreiðarframleiðslu, Hraðtfrysti- stöð Ólafsvíkur með .frystingu, söltun og skreiðarframleiðslu og ný fiskverkunarstöð, sem verkar fisk í salt og skreið. Hið nýja fiskverð, sem yfir- nefnd ákvað á dögunum hefur, að ég held verið vel tekið, þó ekki liggi ljóst fyrir eins og er hvern- ig verðhækkunin skiptist í ein- staka flokka. Þó er viðurkennt, að aldrei hafi orðið eins miikil hæikkun í einu, eins og orðið hetfur í þetta sinn. — Hinrik. Fást ekki beitingamenn. HELLISSANDI, 11. jan. — Fimm heimabátar verða gerðir hér út auk smærri báta og svo eitthvað að aðkomubátum, lík- lega 5—6. Einn er byrjaður á línu og aflinn tregur. Annars er sáralítili áhugi á línuútgerð. Menn bíða eftir að komast á net. Ekki er það þó fiskverðinu að kenna. Sjómenn eru sæmilega ánægðir með það. En þeir eru búnir að stilla sig inn á þetta og orðið ómögulegt að fá menn til að beita. Annar bátur ætlaði á línu, en hætti við það því engir enx til að beita línuna. Á haustvertíð reru 5 bátar, stórir og smáir. Þá voru afla- brögð allgóð. Hæsti báturinn, sem byrjaði síðast í október og reri fram í miðjan desember, fékk 400 tonn, sem þykir mjög góður afli hér. Það var 53 tonna bátur, Hamar. Með hann er ung- ur og duglegur maður, Sævar Friðþjótfsson. í byggingu í Rifi eru núna 3 nýjar fiskvinnslustöðvar, sem hyggjast taka á móti fiski í vet- ur í salit og skreið. — Rögnvaldur. 10—11 bátar í Stykkishólmi. STYKKISHÓLMI, 11. jan. — Gert er ráð fyrir að hér verði 10—11 bátar. Tveir eru byrjaðir á línu, Straumnir og Þróttur. Þeir komu úr fyrsta róðrinum í gær, en afli var þá fremur treg- Affkomufólk farið að koma. GRUNDARFIRÐI, '1. jan. — Héðan verða gerðir út 7 bátar, sem er svipuð tala og undanfar- in ár. Þrír þeirra eru þegar byrjaðir róðra með línu, en hinir munu bráðléga byrja veiðar með þorskanetum. Aflinn á lín- una hefur verið tregur það sem aa er. Var hinsvegar all sæmileg- ur á haustvertíð. Nokikuð er farið að koma af aðkomufólki og fleira mun bæt- ast við þegar allir bátar hafa hafið róðra. — Emil. Vertíðarfólk að byrja að kornia koma til Eyja. VESTMANNAEYJUM, 11. jan. — Vertíð er hér varla byrjuð enn. Stærri bátarnir eru enn á síld og verða það þangað til þéir taka þorskanótina. í dag liggja hér 10 stórir aðkomubátar, sem hafa verið á síldveiðum í Skeið- arárdýpinu. F'jöldinn af minni bátunum verður á trolli í vetur. Þeir sem eru byrjaðir á línu, sem eru fáir, eiga beitt, en ekki gefur á sjó. Fátit vertíðarfólk er hér ennþá. Fyrstu Færeyingarnir komu með Herjólfi í gær. Vertíð er varla byrjuð, sem fyrr er sagt, Ef reikna má með sama fjölda og í fyrra, þegar allt er komið í gang og allir aðkomu bátar komnir, þá verða hér 80—• 90 bátar þegar mest er.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.