Morgunblaðið - 13.01.1966, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 13.01.1966, Qupperneq 26
MORCU NBLAÐIÐ Fimmtudagur 13. j'anuar 1966 26 Lið Hauka að unnum sigri yfir FH Óvænt úrslit i upphafi íslandsmóts: Haukar sigruðu íslands- meistara FH með 18:17 IMáðu um tíma 6 marka for- skoti gegn kærulausu og sigurvissu FH-liði ÞAÐ hefur oft verið sagt, að í handknattleik geti allt gerzt, en varla hafa margir haft trú á þessari speki, þegar lið Hauka og FH hiupu inn á litla völlinn á Hálogalandi í fyrrakvöld. FH hafði þá að baki tvo giæsilega sigra á móti Noregsmeisturunum Fredens- horg, en um styrkleika Hauka var fátt eitt vitað, og þeir því ekki taldir líklegir að eiga neitt erindi í klærnar á samborgurum sínum úr Hafnarfirði. • FH svaf á verðinum En margt fer á annan veg, en ætlað er í fyrstu, því að „litli“ bróðir fór þarna með eftirminni- legan sigur af hólmi eftir að hafa haft yfirhöndina allan leik- inn, að fyrstu 5-10 mínútunum undanskildum. í hálfleik var staðan 10-8 fyrir Hauka. Mestur var markamunurinn er um 17 mín. voru af seinni hálfleik, eða 16-10, en þá sáu leikmenn FH loks hvert stefndi og tóku á hon- um stóra sínum, og tóku smátt og smátt að sax-a á forskotið. En allt kom fyrir ekki, því að þeg- ar dómarinn, Valur Benedikts- son, flautaði leikinn af, voru þeir ennþá einu marki undir, svo að lokatölur urðu 18 mörk gegn 17 — Haukum í viL • Góður leikur Hauka Það má segja um leikinn í heild að hann hafi verið skemmtilegur og ágætlega leik- inn af báðum aðilum, enda þótt hann væri ekki verulega spenn- andi nema síðustu mínúturnar. Leikur Hauka einkenndist af öryggi og yfirvegun, og það var auðséð, að hver einstakur leik- maður var ákveðinn í að gera sitt bezta til þess að fella „ris- ann“. í>eir léku mjög sterkan varnarleik, og tókst furðu vel að balda stórskyttum FH niðri, auk þess sem markvarzlan hjá Loga (hann lék áður með FH) var mjög góð. Viðar átti og mjög góðan leik og skoraði nær helm- ing af mörkum Hauka, eða átta mörk. Það sama má segja um Ásgeir — hann er frábær skytta, og er það geysilegt öryggi fyrir eitt lið, að eiga jafn örugga skyttu úr vítaköstum og hann er. Þá voru þeir Matthías og Stefán báðir góðir — hinn fyrr- nefndi átti margar skemmtileg- ar línusendingar, og er ómetan- leg stoð fyrir Hauka bæði í vörn og sókn. Hinn ágæti línuspilari, Sigurður Jóakimsson, olli mönn- um nokkrum vonbrigðum í þess- um leik — því að honum mis- tókst a.m.k. þrisvar sinnum 1 opnum tækifærum, sem hefðu getað orðið dýrmæt fyrir lið- ið. • Kæruleysi FH Um FH er það að segja, að þeir léku oft skemmtilega fyrir framan vörnina, skutu mikið, en nýtingin var vægast sagt slæm. Manni virtist einhver kæruleysisbragur vera yfir leik liðsins, alveg þar til að þeir tóku lokasprettinn, og tókst að minnka sex marka forskot nið- —wmammíiiwi i umn, nwaw——tmmwa FH og Dukla lenda saman — dregið var í París í gær í GÆR var dregið um það í Paíís, hvaða lið leika ■ saman í 3. umferð Evrópukeppni meistaraliða karla í handknattleik. Þau urðu úrslitin gagnvart FH, að liðið á að mæta meistaraliði Tékkóslóvakíu, Dukla í Prag. Voru löndin dregin í þessari röð: R.K. Zagreb Júgóslavía — D.H.F-K. Leipzig Fimleikafél. Hafnarfj. — Dukla, Prag Honved, Budapest — Grasshoppers, Zurich Retbergslid, Gautaborg — SLASK, Póllandi. Þau lið sem á undan eru talin eiga rétt á heimaleik fyrst. Næsta umferð verður að fara fram á tímabilinu 39. jan. til 27. febr. Dukla Prag hefur lengi verið meðal þekktustu félagsliða heims. Það ná engin viðvaningalið meistaratitli í Tékkó- slóvakíu þar. sem handknattleikur stendur á gömlum og traustum grunni. Til þess að komast í þessa umferð keppn- innar þurftu Dukla-menn að „slá út“ meistara V-Þýzka- lands, og slíkt er ekki heiglum hent. Það gerðu Tékkarnir með samtals 32—17 (11—7 og 21—10). Til ófullkomins samanburðar má minna á leik tékkneska liðsins Karvina og FH í íþróttahöllinni fyrir jólin. Honum lauk með jafntefli — en lengi höfðu FH-menn yfir. Karv- ina var þá í 4. sæti í Tékknesku keppninni. Sjálfsagt er ekki breitt bilið milli efstu liða Tékka, en þess er og að minnast að aðalskytta Karvinaliðsins kom ekki. Þetta verður því erfið raun fyrir FH, en um leið skemmtilegt viðfangsefni. ur í eitt mark. Þá þekkti maður fyrst FH fyrir sama lið. Flestir leikmanna FH léku langt undir getu, nema Guðlaugur, en þess ber að geta, að tvo leikmenn vantaði, þá Geir og Ragnar, og vissulega munar mikið um þá báða. • Þrjár ástæður? En ef til vill eru þrjár höf- uðástæður fyrir tapi FH, þ.e. a.s. vanmat á andstæðning- um í byrjun, þreyta hjá leik- mönnunum, en eins og kunn- ugt er hafa þeir strítt í ströngu undanfarið, bæði við æfingar og leiki, og loks þá hljóta það að vera nokkur viðbrigði fyrir liðið að koma aftur á litla völlinn á Há- logalandi eftir að hafa bæði og leiKio a undanfarið. Dómari í leiknum var Valur Benediktsson og dæmdi hann naeð ágætum. ALÞJÓDA sundsambandið hefur á - nýafstöðnum fundi sínum sem haldinn var í Tokíó staðfest 32 ný heims- met í sundi sem sett voru á árinu 1965. EIN mesta skautakona allra líma, Inga Veronia (Sovétríkj unum) er látin, samkv. Tass- fregn í gær .Veronia hefur unnið sigur á heimsmeistara- móti kvenna í hraðhlaupi á skautum fjórum sinnum, síð- ast 1965. Hún á fjögur heims- met í hraðhlaupi. Ný glímulög í gildi, sem miöa að níðlausri ísl. glímu IVforg nýmæli á dagskrá hjá Glímusambandinu Stjórn Glímusambandsins ræddi við fréttamenn í gær vegna margra breytinga og nýj- unga sem af starfi sambandsins hefur leitt. Skýrði formaður sam bandsins Kjartan J. Bergmann frá samþykkt nýrra glímulaga, frá nýrri reglugerð um búning glímumanna, frá undirbuningi að nýrri glímubók og starfi sér- stakrar nefndar sem vinnur að heimildasöfnun um allt það er skrifað hefur verið um ísl. glímu. Verður nánari frásögn af þessu að bíða næstu blaða, en hér skal vikið að hinum nýju glímulögum. • Nýju lögin Kjartan Bergmann sagði það skoðun stjórnar GLÍ, að hin nýju glímulög mörkuðu tíma- mót í sögu glímunnar. Sérstök nefnd hefði unnið að samningu þeirra síðan i maí 1963 og eru hin nýju lög árangur af starfi hennar. Kjartan kvað margar greinar glímulaganna efnislega óbreytt- ar, en vék að nokkrum megin- atriðum hinna nýju laga og höf- uðbreytinga frá þeim gömlu. Nefndi hann fyrst og fremst 15. grein laganna er fjallar um byltuákvæðin. Kvað hann þessa grein hafa verið mjög mikið rædda og niðurstaðan varð sú að miða byltu við það, að sig- urvegarinn í glímunni, héldi jafnvægi eftir að hafa lagt and- stæðinginn. Áður hefðu ákvæðin um þetta verið á víð og dreif í mörgum lagagreinum og fram- kvæmdin því misjöfn hjá dómur um. Höfuðmarkmiðið væri að koma í veg fyrir níðið og fá fram létt- ari og fallegri glimu. Því marki yrði bezt náð að dómi nefndar- innar með því að kveða svo á um, að þeim er sigurinn er dæmdur, sé gert að halda jafn- vægi er hann leggur keppinaut- inn. Kjartan kvað hlutverk dómara verða mikið og stórt og GLÍ myndi efna til dómaranámskeiða svo og námsikeiða fyrir glímu-. kennara. Þá benti Kjartan á nýtt á- kvæði um „tregðuvörn“ en með því væri reynt að koma í veg fyrir að litlir kunnáttumenn í glímu en rammir að afli géti með þunglamalegum tilburðum eyðilagt léttleika glímunnar. Þá er í nýju reglunum breytt aldursskiptingu glímumanna og tekinn upp nýr flokkur — flokk ur sveina og ekki mega menn yngri en 14 ára taka þátt í kapp glímum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.