Morgunblaðið - 07.04.1966, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 07.04.1966, Blaðsíða 1
II Fimmtud. 7. april 1965 PÁSKABLAÐ Morgunblaðsins að þessu sinni fjallar um ferðalög og eftirsóknarverð ferðamannalönd, enda eru margir íslending- ar að gera upp við sig um þessar mundir, hvert halda skuli í vor-, sumar- eða haust- ferðalaginu. Aldrei hafa eins margir íslend- ingar ferðazt til útlanda og nú í velmegun þeirri, sem ríkir hér á landi, enda er hverjum manni holt að kynnast erlendum löndum, þjóðum þeirra og menningu og auka þannig alin við þroska sinn og víðsýni. Eins og að líkum lætur er ekki í þessu hlaði f jallað um öll þau lönd, sem íslendingar hafa hug á að kynnast, enda ógerlegt. Sum þeirra landa, sem vantar eru meðal eftirsóknarverð- ustu ferðamannalanda, önnur eiga eftir að verða mikil og góð ferðamannalönd. I*að bíður síns tíma að f jalla um þau. Þá ber þess einnig að geta að upplýsingar um verðlag ©g þess háttar er eins nærri lagi og frekast var unnt, en þó vill blaðið ekki bera ábyrgð á slíkum tölulegum upplýsingum, hæði er erfitt að afla þeirra og svo er hitt, að þær breytast hraðar en margur hyggur í þeirri verðhólgu, sem ger- ir vart við sig í flestum löndum. Um leið og Morgunblaðið óskar íslenzkum ferðamönnum góðrar og ánægjulegrar ferðar á ókunnar slóðir, er það von þess, að allir komi heim endurnærðir af kynnum við fram- andi þjóðir, en þó með þá staðreynd efsta í huga að „hollt er heima hvat“. AUSTURRÍKI PARADIS SKIÐAMANNA mmm mmm> immmmmmi■< Frá Salzburg. Austu'rríki: Land vatna og fjalla, land rómantiskrar ein- veru og litskrúðugar sögu. Land kastala og halla, þar sem forðum bjuggu. glæstir riddar- ar og aðalsmenn, er með g’.æsi- mennsku sinni og hugdiri'sku áttu öðrum fremur þátt í að skapa hinar ævintýraríku ridd- arasögur miðaldanna. I>etta fagra menningarland hefur ekki seitt til sín íslenzka ferða- menn, eins og hin sóiríku bað- strandarlönd suðursins. Skýr- ingin á þessu er ef til vill þekk- ingarskortur á öllum þeim gæðum, sem landið hefur upp á að bjóða. í þessari grein skal reynt að bæta <úr þessu og gefa feiðam/önnum einhverja hug- mynd um landið og íbúa þess, og því sem það hefur upp á að bjóða. í Austurriki búa nú um 7.1 millj. manna. íbúar landsins eru mjög vingjarnlegir ,og þetta fagra land stendur öllu ferðafólki opið. I landinu er fjöldi nýtizkulegra hótela og veitingastaða og auðvitað hið fagra landslag, sem hefur gert Austurríki eitt eftirsóttasta íerðamannaland heims. I FERÐIR. Engar beinar ferðir eru frá Islandi til Austurríkis, en hægt «ð komast áleiðis á marga vegu, ©g munu allar ferðaskrifstofur hérlendis veita upplýsingar og íyrirgreiðslu í því sambandi. T.d. er hægt að fljúga með Flugfélagi íslands til Kaup- mannalhafnar, og fara þaðan flugleiðis eða landleiðis til Aust urríkis. Sömuleiðis halda Loft- leiðir, sem kunnugt er uppi dag legum ferðum til Luxemborg- ar og þaðan er auðvelt að kom- ast til Austurríkis. Þá er einnig hægt fyrir þá, sem kjósa að fara sjóveginn, að sigla með okkar ágæta og sívin- sæia Gullfossi til Kaupmanna- bafnar og halda þaðan áfram íiugleiðis eða landleiðis til Austurriki. Nú og síðast en ekki sízt flýgur bandaríska flugfélagið Pan American viku lega frá íslandi til Kaupmanna- hafnar. Flugfargjöld frá Reykjavík til Vínarborgar fram og til baka eru um 13.000 krónur. Ef farið er með skipi frá Reykjavík til Kaupmannahafn ar og þaðan landleiðis eða flug- leiðis eru fargjöld frá ca. 11.000 krónum eftir því á hvaða far- rými og hvernig er ferðast. Ef aftur á móti er farið á vegum ferðaskriístofu verður verðið allmiklu lægra. T.d. kostar 15 daga ferð á vegum ferðaskriístofunnar Lönd og Leiðir um 14.000 kr., og er þá innifalið í verðinu, fargjöld, gisting og morgunverður. í Austurríki sjálfu eru mjög góðar samgöngur og tiltölulega ódýrt að ferðast. Járnbrautar- samgöngur eru um allt landið og er hægt að veija á milli hraðlesta og venjulegra lesta. ir halda uppi reglulegum ferð- ir með langferðabifreiðum og er hægt að velja milli 500 mis- munandi leiða. Þessar bifreið- ir halda upp reglulegum ferð- um til afskekktra staða sem járnbrautirnar komast ekki til. Hægt er að fara í 7 daga ferða- lag með langferðabifreið um allt Austurríki fyrir 2300 krón- ur, og er þá innifalið í verðinu gisting á fyrsta flokks hóteli, allar máltíðir, útsýnisferðir og öll önnur þjónusta í sambandi við slíka ferð. HÓTEL OG VEITINGA- STAÐIR Austurrísku hótelin og gisti- staðirnir eru heimsfræg fyrir þrifnað og hreinlæti. Það gerir engan mun, hvort gist er í sveitakrá eða stóru hóteli í borgunum. Aiis staðar eru her- bergin hreinleg og snyrtileg. Verð á hótelherbergjum eru vitaskuld mjög mismunandi, og erfitt að gefa fast verð, en hér á eftir fer verð á hótelherbergj um á almennum hótelum utan Vínarborgar. Einsmannsherbergi Með baði 1. fl. 180 krónur 2. fl. 165 — 3. fl. án baðs. 100 krónur Tveggjamannaherbergi: með baði 350 krónur 260 — án baðs. 200 krónur 180 — 160 — Ef dvalið er í nokkra daga daga á hverjum stað, þá eru kjörin yfirleitt talsvert hag- stæðari en ella. Mikill fjöldi veitingastaða, stórra og smárra, er um allt landið. Austurrísku borgirnar eru þekktar fyrir glæsilega veitinga- og dansstaði, svo og litla og skemmtilega matstaði og krár. Úti á landsbyggðinni éru ailstaðar litlar og skemmti legar sveitakrár, þar sem yfir- leitt er dansað á hverju kvÖldL Matur er mjög góður og fjöl- breyttur: Á veitingastöðum er venjulega gefið 10-15% þjórfé og svipaða upphæð fá leigubif- reiðastjórar. Annars er- þessum málum háttað svipað og ann- ars staðar í Evrópu og undir hverjum einstökum komið hve mikið þjórfé hann gefur. Loftslagið í Austurriki er yf- irleitt milt. Það verður sjald- an mjög heitt né mjög kalt og yfirleitt taka árstíðirnar við hver af annari án þess að vart verði við mikinn mun. Vorioftslagið í Austurríki gerir iandið að paradis skíðamanna. HVERT Á AÐ FARA? Austurríki hefur upp á marga og fagra staði að bjóða, og erf- itt að gera upp á milli þeirra. Hér verður því stiklað á stóru og nefndir helztu ferðamanna- Vínarborg hefur í aldaraðir verið talin höfuðborg tónlistar- innar. Þar heyrast hljómar allra frægustu tónskálda fyrr og síðar. Fílharmóníuhljóm- sveit Vínarborgar er heimsfræg og meðal þekktustu stjórnenda hennar má telja: Herbert von Karajan, Dr. Karl Ecehm cg Rafael Kubelik. í Vínarborg fara árlega fram margar tónlistarhátíðir og eru þær sóttar af öllu fremsta tón- listarfólki heimsins. í borginni er einnig mikil gróska í leik- listarlífinu og eru öll leikrit flutt á þýzkri tungu. Það myndi taka að minnsta kosti heilt ár að skoða öll söfnin, kirkjurnar, hallirnar, minnismerkin og alla þá frægu staði sem borgin hefur upp á að bjóða. En dag- lega eru skipulagðar 3 klukku- stunda ferðir um borgina og kosta þær aðeins um 90 krón- ur og er í þessum ferðum ekið um helztu staði en leiðsögu- maður veitir þátttakendum ali- ar upplýsingar. Austurríki er land skíðaur.n- enda. Fjöllin og loftslagið hjálp ast að við að gera landið að paradís skíðamanna. Skíða- hótel og skíðaskálar eru um allt landið. í nágrenni Salz- burg eru margir frægir skíða- staðir. Má þar nefna Bad Ga- stein, og svæðið umhverfi Hofg astein. Á báðum þessum stöð- um eru skilyrði til iðkunnar skíðaíþróttarinnar frábær. Þar eru margar skíðalyftur, stökkbrautir, og yfirleitt ailt það sem skíðamaðurinn girn- ist. Einnig eru þar góð skauta- svell. Svæðin umhverfis Arl- berg og Kitzbúhel austur af Innsbruck eru heimsfræg fyrir skíðabrekkurnar sem þar eru, og St. Anton-am Arlberg hér- aðið er þekkt sem höfuðborg skíðaheimsins. Enn eru þó mörg skíðahéruð ónefnd, þar eð of langt mál yrði að telja þau upp hér. Salzburg er mikil tónlistar- borg. Þar fer árlega fram heims fræg tónlistarhátíð sem stend- ur yfir allan ágústmánuð. All- an þann tíma er borgin full af tónlistarunnendum og heims- frægu tónlistarfólki. í borginni er einnig mikill fjöldi athyglisverðra staða. T. d. er þar húsið sem Mozart fæddist í, en þar er nú Mozart- safn. Vatnasvæðið Zell-am See er frægt um allan heim fyrir feg- urð. Það er 2,2 milur á lengd og um 225 feta djúpt. Allt í kring um það eru hótel sem ódýrt er að búa á. Þar er einn- ig mjög góð baðströnd. Suðausturhluti Austurrikis nefnist Styria. Það hérað er oft kaiiað „Græna héraðið", ífikum hinna fögru skóga sem þar eru. Þar klæðast bændurn- ir hinum þekktu og fallegu Styrísku veiðimannatliningum. Lífið þar fer eftir gömlum og grónum siðvenjum og mikið um hátíðahöld. í grenndinni eru mörg fögur vatnasvæði sem ferðamenn sækja mikið til. Carinthíuhéraðið er þekkt- asta sumardvalanhéraðið í Austurríki. Það liggur að landa mærum Ítalíu og sökum þess að það er í suðri frá aðal Alpa- svæðinu, kemur vorið fyrr og það haustar seinna. Þar er mik- ið fjalllendi og mörg vatna- svæði og er hægt að baða sig í vötnunum frá því um miðj- an maí þar til fram í október. Þar eru einnig miklar blóma- sýningar, alþjóðlegar dans- keppmr og margt fleira sem ferðamenn sækja. Hér verður látið staðar num- ið, þótt margt sé ótalið, en von- andi eru menn nú fróðari um Austurríki en áður. Austuríska myntin heitir scilling, og jafngilda 100 chill- ingar 166.60 ísl. kr. Engin tak- mörk eru á því, hve mikið má fara með af scillingum inn í landið, en út má fara með 10000 scillinga. 90 — 90 — staðirnir. Ríkisóperan í Vínarborg.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.