Morgunblaðið - 07.04.1966, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 07.04.1966, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 7. a?>ríl 196fc STÓRA-BRETLAND Minnzt tveggja VIÐ íslendingar lítum sjaldnast á Bretland sem ferðamannaland. Þegar við viljum ferðast, aðeins til þess að hvílast og njóta lífs- ins, höldum við lengra suð- ur á bóginn. Við viljum koma við í Bretlandi og gera þar verzlun og við- skipti. Tau, járn, stál og kol er það sem við þekkjum bezt frá þessu landi. Brezk verkalýðsfélög, samvinnu- hreyfing, bindindishreyfing, þingræðisleg stjórn og seigla í styrjöldum er allt vel kunn ugt okkur Islendingum. En að þar séu rómantísk héruð, heillandi landslag og sögu- frægir kastalar við klett- óttar strendur, þar sém skáldskapur kemst á hæsta stig, þar sem þjóðtrúin lifir, eins og hún gerist bezt meðal gamla fólksins hér á landi, það er okkur síður kunnugt. Þó er þetta land þeirra Williams Shake- Scott. speares, Roberts Burns, Williams Wordsworths, Per- cy Bysshe Shelleys, Georges Noel Gordons Byrons lávarð ar og Sir Walters Scotts, svo örfá eldri nöfn séu nefnd af hinum fjölmörgu stór- skáldum og rithöfundum, sem gert hafa garðinn fræg- an á Bretlandi og um heim allan. Þetta herrans ár 1966 er um tvennt merkilegt í sögu Breta. Haldið er upp á 900 ára afmæli tveggja merkisatburða á Bret- landi í ár, endurbyggingu einn- ar merkustu kirkju þeirra, Westminster Abbey í London, sem lokið var við 1065 í árslok og beið þá vígslu Játvarðar kon ungs góða, en hann lá þá bana- leguna. Hinn atburðurinn er orrustan við Hastings, þegar Vilhjálmur bastarður Rúðujarl sigraði Harald Cfuðinason, síð- asta saxneska konunginn, og Normannakonungar tóku völd á Bretlandseyjum. Þessir atburðir gefa okkur til efni til að grúska ofurlítið í sögu Stóra-Bretlands, sem um margt hefir verið tengd sögu okkar lands, enda við haft alda löng skipti við þetta volduga 900 ára afmælis sögulegra atburða eyríki, sem á nútíma mæli- kvarða er okkar næsti nágranni og einkar skammt undan. — ★ — Líklega er okkur fslending- um minnisstæðust samskipti Egils Skallagrímssonar við Að- alstein hinn sigursæla, annars hinna saxnesku konunga á Eng- landi, er ríkti 924—940. Þeir bræður, Þórólfur og Egill, höfðu gengið í lið Aðalsteins með 300 manns og látið prim- signast hjá honum, enda bar konungur einnig viðurnefnið hinn trúfasti. í orrustunni á Vilhjálmur I. (bastarður) Vínheiði, sem að líkum hefir staðið skammt frá þar sem nú heitir Beverley í Yorkchire, féll Þórólfur eftir glæsilega framgöngu, að því er Egla seg- ir. Virðist svo sem framganga þeirra bræðra geti hafa ráðið nokkru um framvindu sögu brezka heimsveldisins. Minnis- stæð verður lýsingin eftir bar- dagann þá er þeir sátu hvor gegnt öðrum við langeldinn, Aðalsteinn konungur og Egill, báðir með sverðin á knjám sér og Egill hleypti annarri brún- inni niður á kinnina, en ann- arri upp í hársrætur og vi'ldi ekki drekka. Tók konungur þá gullhring mikinn og góðan af hendi sér og dró á blóðrefilinn á sverði sínu og rétti yfir eld- inn til Egils, en hann tók við á sínu sverði og dró á hendi sér, settist niður og fóru þá brýnn hans í lag. Tók hann þá dýrs- horn og drakk. — ★ — Ekki voru viðskipti okkar við Breta ávallt með sem friðsöm- ustum hætti svo sem varð með þeim Aðalsteini konungi og Agli. Róstur voru talsverðar hér á landi af völdum Englend- inga á 15. öld þegar þeir fóru oft rænandi og drepandi hér um byggðir, en það var á þeim tíma er þeim var meinuð hér verzlun við landsmenn. Árið 1467 drápu þeir Björn ríka Þor- leifsson, hirðstjóra og höfðingja á Skarði, vestur á Rifi. Fleig eru orð Ólafar Loftsdóttur íins rika, konu Bjarnar, er hún sagði: „Ekki skal gráta Björn bónda, heldur safna liði og hefna“. Lét hún ekki sitja við orðin tóm heldur lét drepa Eng lendinga hvar er menn hennar náðu til. Einnig er sagt að hún hafi tekið nokkra duggara brezka og haft sem hlekkjaða þræla heima á Skarði. Ekki er þess kostur, í ekki lengri blaðagrein en þessari, að gera nema fáum stöðum á Bret- landi nokkur skil til verulegrar kynningar. Hitt er óhætt að fullyrða, að eftir því sem mað- ur kynnir sér ýmsa staði þar nánar, kemur í ljós að þar er margt forvitnilegt að sjá, eink- um er þar margt sem slær lit- ríkum blæ á mjög viðburðar- ríka sögu þessa eylands, sem um alllangt skeið var voldug- asta heimsveldi veraldarinnar. Raunar er á Bretlandi ekki íkja gamalt menningarþjóðfé- lag. Enn búa þar hálfvilltir og ómenntaðir þjóðflokkar er Ces- ar kemur þangað árið 56 fyrir Krists burð. Frá þeim tíma líða 15 aldir þar til segja má að þjóðir þær, er þetta eyland byggðu, kæmu fram sem ein heild og byrjað er að leggja grundvöll að heimsveldinu.- Norrænir víkingar herja landið og halda yfirráðum yfir stórum svæðum þess um langt skeið, gerast jafnvel konungar yfir öllu hinu gamla Engiandi um 30 ára tímabil. — ★ — En víkjum nú aftur til ársins 1066, sem er mjög merkilegt í sögu Bretlands. Konungatal Englands byrjar með konung- um í Wessex, sem ríkja frá 802 til 899, síðan koma saxnesk ir konungar og ríkja til 1016, síðan danskir konungar til 1042 og enn saxneskir konungar til 1066. Játvarður hinn góði hafði arfleitt Vilhjálm bastarð Nor- mannahertoga að Englandi, enda voru þeir frændur. Páfi studdi þessar kröfur Vilhjálms og hélt hann með miklu liði frá Normandy yfir Ermarsund , og tók land við Hastings á suð- urströnd Englands. Háði hann mikla orrustu um 10 km norður af Hastings, sem síðan heitir Battle. Er þetta síðasta innrás í England, sem tekizt hefir. Vil- Haraldur Guðinason fellur m við Hastings. (Orrustan var km norður af Hastings). hjálmur friðaði landið fyrir vík ingum og var hinn mikilhæfasti stjórnandi, bæði á hinu andlega og veraldlega sviði. Skipaði hann sjálfur biskupa og réði fyrir kirkjunni í fullri sátt við páfa. Með honum fluttist frönsk Wordsworth. menning til Bretlands og við hirðina var töluð franska. Má segja að með Vilhjálmi bast- arði taki brezk menning og þjóðskipan að falla í þann far- veg, sem hún hefir haldið fram á þennan dag. Að :/>nnu rýrnar Kaflar úr hinu fræga Bayeux-íeppi, sem sýna orrustuna við Hastings. Efri ræman sýnir er mik- ið mannfall er í liði beggja, Englendinga og Normanna, meðan orrustan stendur sem hæst, en neðri ræman sýnir þegar skipulagi hefir verið komið á íranskaliðið og það sækir fram. Á miðri mynd er Vilhjálmur Normanna hertogi. eð örina í auganu í orrustunni háð þar sem nú heitir Battle, 10 vald konunganna fljótlega þann ig að þeir eru ekki einvaldir, einnig missir knungsvaldið yfir stjórn kirkjunnar, og á í lang- varandi deilum við páfastólinn þar til brezka biskupakirkjan nær fullu sjálfstæði um 1700. Er vert að minnast þessa nú er erkibiskupinn af Kantaraborg hefir farið til Rómar til fundar við páfa eftir aldagamlan fjand skap þessara kirkna. — ★ — Einn kunnasti atburður úr samskiptum kirkju og konungs valds á Bretlandi mun viður- eign þeirra Hinriks II. og Tóm- asar Beckets, erkibiskups af Kantaraborg á 12. öld. Tómas hafði verið kanzlari konungs og mikill vinur. Konungi þótti kirkjan orðin óþarflega yfir- gangssöm og skipaði Tómas þvi erkibiskup. Svo fór þó að Tóm- as tók upp hanzkann fyrir kirkj una, gerðist meinlætamaður og varð fullur fjandskapur milli hinna gömlu vina, hans og kon- ungsins. Lauk þessu svo að kon ungur hafði orð á því að illt væri til þess að vita að menn hans væru orðnir þvílíkar skræfur að þeir þyrðu ekki að taka í lurginn á þessum baldna klerki. Þoldu riddarar konunga ekki brýninguna en riðu tii Kantaraborgar og vógu erki- biksupinn í dómkirkjunni árið 1170. Margir munu kannast við söguna hér á landi, ekki sízt þar sem nýlega var sýnd hér kvikmynd um þetta efni. Árið 1065 var sem fyrr segir lokið byggingu hinnar miklu klausturkirkju í London, West- minster Abbey. Þessi mikla kirkja hefir að geima marga sögulega viðburði úr sögu Bretaveldis. Þar hafa flestir konungar Breta verið krýndir og þaðan hafa verið gerðar út- farir flestra þeirra og ennfrem- ur mestu mikilmenna þjóðar- innar. Saga þessarar kirkju er rakin aftur á 7. öld, þar sem hún óx upp sem kirkja heilags Péturs við höll raxnesku kon- unganna. Játvarður góði lét byggja kirkjuna upp og enn lét Hinrik III. endurbyggja hana á 13. öld og síðan hefir hún verið stækkuð og skreytt margvíslega af fjölda konunga og kirkjunhöfðingja. f desem- ber síðastliðnum opnaði Elísa-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.