Morgunblaðið - 07.04.1966, Blaðsíða 25
{ FimmtuSagur 7. apríl 1966
MORGUNBLAÐIÐ
r\ r-
Z.3
Carlyle, Robert Louis Steven-
son, J. M. Barrie, Tobias Smoll-
ett og Conan Doyle.
Ferðalög um hálendi Skot-
lands eru einkar vinsæl. Hlý-
legir dalir og spegilfögur stöðu-
vötn, skógi klæddar hlíðar og
grænar grundir bera hið vina-
lega svipmót, sem gestinum
mætir.
í norðvesturhorni Englands
er hið svonefnda Vatnaland.
Það hefir nú verið gert að öðr-
um þjóðgarði Bretlands. Þetta
landsvæði er talið eitt hið feg-
ursta á Bretlandi. Tilkomumik-
ið landslag með stórum Vötn-
um, veggbröttum fjallshlíðum,
fögrum laufskógum og iðgræn-
um grundum. Hér átti skáldið
William Wordsworth sitt aðset-
ur ásamt fleiri andans mönnum.
Kyrrð, fegurð og hlýleiki þessa
héraðs orkar á skáldin og fyllir
þau andagift.
Þarna hafa fjallgöngumenn
gert sínar fyrstu æfingar áður
en þeir hafa lagt til atlögu við
mestu fjallrisa heimsins og
þarna hafa kappsiglarar leyst
margar þrautir.
Windermere er frægt kapp-
siglingavatn. Þar lét Sir Henry
Segrave líf sitt er hann reyndi
að slá sitt eigið hraðamet, og
Shelley.
skammt frá á Ullswater komst
hraðbátasiglarinn Donald Camp
bell yfir 200 mílur á klst. á hin-
um fræga hraðbát sínum Blue-
bird.
Og síðast en ekki sízt sækja
nýgift hjón til Vatnalandsins til
að eyða þar hveitibrauðsdögun-
um.
— ★ —
Við verðum að fara fljótt yfir
sögu og stökkva yfir England
eins og það leggur sig, enda
mikið verið ritað um marga
frægustu staði þess, svo sem
háskólabæina Oxfor og Cam-
bridge og Stratford Shake-
speares. Þá sleppum við einnig
hafnarborgunum Hull og Grims
by, sem við þekkjum svo vel
vegna landana togara okkar
þar.
Við höldum allt til suður-
strandarinnar. Þar er paradís
þeirra, sem hafa gaman af sigl-
ingum. Þar eru margar sigl-
ingakeppnir háðar og meðal
þeirra sem þar sjást á seglskút-
um er Philip prins og eigin-
maður Bretadrottningar. Gjarn
an er siglt frá Wigth-eyju, sem
er fyrir miðri suðurströndinni
við Ermarsund, og síðan haldið
vestur með allt að Landsenda
(Land’s End).
Fjöldi staða á suðurströnd-
inni er girnilegur til fróðleiks.
Þar eru hvarvetna baðstaðir og
ýmsir skemmtistaðir ferða-
mönnum til dægradvalar. í svo-
nefndum Mount-firði, sem er
vestasti fjörðurinn á suður-
ströndinni er St. Miehaels
Mount, fjall Mikaels erkiengils.
Þarna er forn kastali og klaust-
ur og staðurinn er sveipaður
helgisagnalj óma. Á Cornwall
lifa þjóðsögur um lönd sem
hurfu með hinu forna Atlantis.
Sagt er að landið Lyonnesse
hafi sokkið í sæ með 140 sókn-
um og kirkjum þeirra. —
Klukknahringingar heyrast ut-
an af hafi þegar Stormarnir
æða og holskeflurnar skella á
sæsorfinni klettaströndinni. En
sagan um kirkjurnar gengur
illa í nútíma fræðimenn. Hitt er
Kirkvvall á Orkneyjum.
aftur á móti sannað með vís-
indalegri aldursgreiningu að
tré sem dregin hafa verið upp
úr leðjunni þarna á hafsbotni,
skammt undan landi, eru allt
frá því 1700 árum fyrir Krists
burð.
Játvarður góði gaf Benedikt-
inarreglunni fyrir sálu sinni
fjall heilags Mikaels árið 1044.
Þjóðsagan segir að erkiengill-
inn, sem bitrist Mose á
Sinaifjalli hafi vitrast sjómönn
um frá Cornwall þarna á fjall-
inu árið 495.
Þjóðsagan segir ennfremur
að Tristram og Isold hafi átt
gleði sína og sorgir í hinu mikla
ástarævintýri í fögrum skógi,
sem nú er sokkinn í sæ.
í þessu sambandi skal þess
getið að Frakkar eiga einnig
sitt fjall heilags Mikaels hinum
megin við Ermarsund. Það
stendur í krikanum milli Nor-
mandy og Brittaníuskagans.
Benediktinareglan átti bæði
klaustrin á þessum fjöllum í
fjórar aldir. Aðstaðan á báðum
stöðunum er furðulega lík. Að
vísu er franska fjallið nú um-
girt leir eða árframburði, en
sjór umflýtur enska fjallið á
flóði, þótt akfært sé þangað út
á fjöru.
Fyrr á öldum flykktust píla-
grímar til þessara klaustra, en
nú streyma þangað ferðamenn.
Á miðöldum voru báðir stað-
irnir frægir fyrir umsátur og
orrustur.
Talið er að höfnin á bak við
fjall heilags Mikaels hafi til
forna verið nefnd Iktin og að
þangað hafi Fönikíumenn sótt
siglingar til að kaupa tin af
Cornwallbúum. Tin var þá
uranium þess tíma og var það
notað til að blanda saman við
kopar svo af varð bronz, sem
þá var bezta efnið til vopna-
smíði.
Efst á turni kapellu heilags
Mikaels er staður, sem nefndur
er stóll erkiengilsins. Um hann
er sú þjóðsaga að þreyti nýgift
hjón kapp um að komast upp í
stólinn muni það þeirra, sem
sigrar í kapphlaupinu, hafa
völdin á heimilinu þaðan í frá.
Þess er getið að af þessu hafi
hlotizt slys.
Svo til beint í suður frá Lon-
don um klukkustundar ferð er
skemmtistaðurinn Brighton. —
Þessi staður er miðstöð skemmt
analífs við suðurströndina að
sumrinu til. Þar skín sól þegar
þoka er í London. Þar eru leik-
hús, kvikmyndahús og miðstöð
lista og menningar, baðstaðir
og stór hótel og skemmtisalir.
Þetta kemur ferðamönnum sam
an um að sé paradís þeirra er
njóta vilji skemmtana og úti-
lífs á Bretlandseyjum.
Nokkru austar á suðurströnd-
inni er svo hin sögufræga Hast-
ings og um 10 km norðan henn-
ar Battle, þar sem hin mikla
orrusta var háð 14. október
1066, er Haraldur Guðinason
féll með ör í auganu og Vil-
hjálmur bastarður tók við. í
tilefni 900 ára ártíðar þessa at-
burðar verða mikil hátíðahöld
bæði í Frakklandi og Bret-
landi og sem fyrr segir falla
þessi hátíðahöld saman við
minningarhátíðina í Westminst-
er Abbey þar sem Vil'hjálmur
bastarður var krýndur á jóla-
dag 1066.
Því miður verðum við að láta
hér staðar numið við nánari lýs
ingar á einstökum stöðum og
héruðum í Bretlandi. Það hefði
verið fróðlegt að lýsa nokkuð
Wales, hinni sérstæðu menn-
ingu þess landshluta, sem
nefnt var um skeið hið eigin-
Tómas Becket, erkibiskup af Kantaraborg, myrtur. ^
lega Bretland. Það er land
fjalla, þrautseigju og sérstaks
tungumáls, sem talað er enn í
dag. Hinum ensku konungum
tókst aldrei til fulls að brjóta
þetta land undir sig, þótt kast-
alar og virki væru reist í nær
hverjum dal þessa tilbreytinga-
ríka lands. Enn er ógetið Norð-
ur-írlands, sem ekki hefir vilj-
að segja sig úr lögum við Bret-
land þótt aldagamalt hatur ríki
hjá meginhluta íra í garð
Breta. Þar ræður að sjálfsögðu
nokkru að trúarbrögð skilja á
milli, þar sem Irar eru kaþólsk-
ir. —
Að síðustu skal drepið lítil-
lega á verðlag í Bretlandi. —
Margir íslendingar þekkja
hvernig þar er að verzla bæði
í London og Edinborg. Skal því
ekki nánar út það farið, enda
auðvelt að fá bæklinga yfir
verzlunarhverfi Lundúna t.d.
Ef við viljum bregða okkur
til Bretlands eigum við um að
velja flugferð og sjóferð.
Flugfar kostar aðra leið
3.267.00 kr. til Glasgow, en
7.622,00 til London. Far með
skipi kostar aðra leið á 1. far-
rými 3.080,00 og upp í 3.800,00
ef um er að ræða eins manns
klefa.
Þegar komið er til Bretlands
er að sjálfsögðu hægt að ferð-
ast um allar jarðir með lestum
og eru fargjöld ódýr með þeim.
Þá er að sjálfsögðu um að ræða
margskonar ferðir sem sérstak-
lega eru ætlaðar skemmtiferða
mönnum. Er þá gjarnan ferðast
með langferðabílum. Til dæmis
skal tekin 13 daga ferð frá Glas-
gow og Edinborg og suður á
syðsta odda landsins, Land’s
End. Þessar ferðir verða á kom-
andi sumri farnar reglulega á
mánudögum allt frá 6. júní til
5. september. Ferðin öll kostar
48 £ og eru innifaldar máltíð-
ir, morgunverður, hádegisverð-
ur og kvöldverður svo og gist-
ing. í þessari ferð er farið um
Vatnalandið, Cornwall og land
Shakespeares. Yfirleitt standa
ferðirnar á degi hverjum frá
kl. 8.00 og 9.00 á morgnana til
kl. 6.00 og 7.00 á kvöldin. Þann-
ig eru ýmsar aðrar ferðir skipu
lagðar frá Glasgow og Edin-
borg suður um landið og yfir
til írlands. Sjö daga ferð til
Lonon með viðkomu á ýmsum
stöðum og þriggja daga dvöl
í London kostar £ 27.10,0 og
13 daga ferð suður til Wight-
eyjar kostar £ 43.00,0 með sex
daga dvöl á eyjunni. Auk þesa
má telja fjölda styttri ferða.
Góð hótelherbergi í London
á sumarverði kosta rúm £ 2
fyrir einstakling en fyrir tvo
rúm £ 4 og sé einkabaðher-
bergi með kosta herbergin 214
£ fyrir einn og 4.12,6 fyrir tva
Burns.
Þær hafa allt fram á þennan
! dag gegnt þýðingarmiklu hlut-
verki fyrir Bretland, einkum á
sviði landvarna.
Orkneyjar hafa þótt lítt girni
legar til fróðleiks fyrir okkur
íslendinga og engar skipulegar
j ferðir gerðar þangað. Hitt er
ekki ófróðlegt að vita að þar
er silungsveiði góð og stendur
aðalveiðitíminn í apríl og maí,
að sjálfsögðu í vötnum, því þar
eru engar ár. Fæst þar vænn
silungur og það sem meira er,
j víðast má veiða hann endur-
gjaldslaust. Þetta er til fróð-
! leiks fyrir íslenzka veiðimenn.
\ ★
f Skotland þekkja fjölmargir
; íslendingar ekki hvað sízt
vegna áralangra skipaferða
; fyrst og fremst til Leith. Þang-
að eigum við greiðar samgöng-
ur með stærsta farþegaskipi
okkar, Gullfossi, og svo með
flugvélum Flugfélags íslands og
Loftleiða til Glasgow. Skotland
er paradís golfleikaranna og
þangað hafa allmargir íslend-
ingar farið til gofleika. Landið
hefur einnig verið ævintýra-
land skálda og rithöfunda. Ed-
inborg er forn menningarborg
og þar hafa spor margra fræg-
ustu andans manna legið, meðal
þeirra má nefna Allan Rams-
t ey, Robert Bursn, Sir Walter
j Scott, James Boswell, Adam
• Smith, David Hume, Thomas
bet II. Bretadrottning þar
| mikla hátíð er standa mun í
; heilt ár, þar sem fram fara
j hljómleikar, ljóðalestur og sýn-
1 ingar.
L — ★ —
[ I þessari stuttu Bretlandslýs-
ingu viljum við drepa á örfáa
; staði sem sérstaklega munu
i girnilegir til fróðleiks, fyrir ut-
an hina viðfrægu London, sem
fjöldi ferðamanna segir að stöð-
ugt vaxi við nánari kynni, og
þar er einatt eitthvað nýtt að
; sjá.
j Við skulum byrja á Orkneyj-
um. Þessar eyjar eru okkur fs-
lendingum kunnar af fornum
! sögum, því margir forfeðra
j vorra fóru þar um á leið sinni
j til íslands. Þangað er nú auð-
j velt að komast, því daglegar
; flugferðir eru frá Glasgow og
Edinborg. Orkneyjar tilheyrðu
Norðmönnum og síðan Dönum
um aldaraðir. Þær voru við-
komustaður víkinganna á her-
leiðöngrum þeirra vestur yfir
hafið og suður með ströndum
Evrópu. Saga Orkneyja er enda
skrifuð hér á landi.
Hvernig Orkneyjar urðu éign
Breta er bundið konunglegu
hjúskaparmáli. Margrét prins-
essa af Noregi var gefin James
III. Skotakonungi. Með henni
átti að fylgja heimanmundur
að upphæð 60.000 florinur.
Kristján I. Danakonungur, sem
þá var einnig konungur Nor-
egs, gat ekki reitt fram heim-
anmundinn. Þetta var árið 1468.
Honum kom þá til hugar að
setja Orkneyjar að veði fyrir
50.000 florinum í von um að
geta greitt af hendi þau 10.000,
sem þá stóðu eftir. Honum
reyndist það einnig ókleyft svo
hann setti Shetlandseyjar líka
að veði fyrir heimanmundinum.
Þessi veð voru aldrei innleist
svo enn í dag eru eyjar þessar
hluti af Skotlandi og því eign
Bretlands.
t