Morgunblaðið - 07.04.1966, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 07.04.1966, Blaðsíða 3
T'immtudagW T. apríl 1966 MORCU NBLAÐIÐ 3 Nálæg og þægileg ferðamannalönd ..••• Vindmyllurnar og skurðirnir setja skemmtilegan svip á lands- lagið í Hollandi, en % landsihs eru raunar undir yfirborði sjáv- ar. BENELUXLÖNDIN eða landa- i samstæðan Belgía, Holland og j Luxemlburg hafa ýmsa kosti j sem ferðamannalönd, þegar ís- | lenzkir ferðalangar éiga í hlut. j Þau eru ekki of langt í burtu j og samgöngur við þau ákaf- ! lega góðar, þar sem Loftleiðir j fljúga beint til Luxemíbourg og íslenzk skip sigla oft til Am- sterdam, Rotterdam og Ant- werpen. í öðru lagi eru þessi lönd f jölbreytileg og ólík hvert öðru, en þó svo lítil að hægt er að skoða mikið á skömmum tíma, án þess að ferðast langar j vegalengdir milli staða. Og I landslag er þarna fagurt og : gróðursælt, allt frá fjöllunum i í suðri og norður á láglendið j við sjóinn með sínum sendnu j baðströndum. Að auki er þar líka mikið að fögrum listaverk- um og gömlum minjum. j Um svo gamalgróin menn- ingarlönd má að sjálfsögðu ferð ast á ýmsan hátt. f>ar eru flug- ferðir tíðar og járnbrauta- og veganet gott. En skemmtileg- ast er sjálfsagt að aka um á eigin bíl. Þá má annað hvort fara með flugvél til Luxem- Ibourg, sem kostar kr. 9.991.00 fram og aftur (vetrarfargjald ódýrara) og leigja bíl, eða taka eigin bil með á skipi. Hótel- kostnaður er nokkuð misjafn, ódýrt yfirleitt í Hollandi og dýrast í Belgíu. Benzínlíterinn kostaði 9l. ár um 6 kr. í Belgíu, en var nærri helmingi ódýrari í Hollandi. En þess skal gætt, að á sumrin er mikill ferða- mannastraumur um þessi lönd og því vissara að panta hótel- herbergi, a.m.k. í stóru borg- unum. [ Öll þessi lönd eiga mikið af sögulegum minjum, en saga þeirra er of flókin til að fara út í það hér. Ef litið er á landa- i bréfið, sjáum við hve mikil- væg Holland og Belgía hafa verið áður fyrr vegna legu sinnar að sjónum og sambands þeirra við vatnaleiðirnar inn í Evrópu. Þessvegna er ekki : óeðlilegt að þau hafi verið mik- ilvæg í valdastreitu fursta og annarra stórkarla, enda voru bæði Belgía og Luxemburg á víxl lögð undir aðra, svo sem Frakka, Spánverja, Austurrík- ismenn og jafnvel Hollendinga, sem sjálfir voru tímunum sam- an undir aðra settir. En Hol'l- and var sjálf stórveldi og átti sína blómatíma • á 17. og 18; öld með 'blómstrandi listalífi. Hver kannast ekki við málar- ana Frans Hals, Vermeer, Rem- brandt og Van Gocih, og al'la hina hollenzku meistarana, sem geysimikið er til af myndum éftir í hollenzkum og belgísk- um söfnum og ferðamenn ættu ekki að láta fram 'hjá sér fara. Þegar ferðast er um Benelux- löndin er greinilegt að þau eiga aðski'lda sögu, sem hefur sett svip sinn á þau og gert þau ólík að yfirbragði, Belgía með greinilegan svip franskra áhrifa, Holland þýzkra og Lux- emburg blöndu af þessu tvennu. Luxemburg. Við skulum segja að ferða- maðurinn frá íslandi komi inn á þetta svæði um Luxemburg, þar sem flugvélar Loftleiða lenda. Höfuðborgin í þessu litla ríki, sem aðeins er 83 km. á lengd er 37 km. á breidd, er ágætur staður til að hafa bæki- stöð sína í og fara svo ferðir til að skoða sig um. Vel má þá sjá allt landið á 3-4 dögum, og sum hótelin veita einmitt af- slátt ef dvalið er minnst 3 daga. Eins er stundum veittur afsláttur á vorin, milli páska og hvítasunnu, en ferðamanna- tíminn er frá maí til septem- ber. Lúxushótel eru' varla til í Luxemburg, en urmull af hrein legum ágætum hótelum. Sam- kvæmt upplýsingum frá ferða- skrifstofum í Luxemburg *er verð á 'hótelum sem svarar 70-120 ísl. kr. fyrir einn yfir nóttina. Morgunverður er yfir- leitt ekki innifalinn. Vegakerfi og samgöngur eru mjög góðar í þessu litla riki og því auðvelt að taka sér ferðir á daginn um þetta yndislega land með fjöllum sínum, skóg- um, skrýtnum klettamyndun- um, skemmtilegu göm-lu köst- ulum og sléttum ökrum eða víngörðum í dölunum. Nátt- úrufegurð er þarna mikil. Höf- uðborgin Luxemburg er um 90 þús. manna bær, sérkennileg- ur vegna þess hve hann stendur bæði hátt og lágt með Ótal brúm yfir dalina í kring. Gömlu borgarmúramir, sem einu sinni gerðu Luxemburg að einu sterkasta vígi Evrópu, setjá nú svip á hana og maður reikar eiginlega frá grárri forn eskju í gömlu borganhlutunum yfir í glæsileg nútíma borgar- hverfi. Og til mikillar prýði er borgin full af ilmandi rósum á sumrin. Vegna legu landsins og smæðar eru íbúar Luxemburg miklir málarpenn. Þ-ýzka og franska eru opinber mál, þó luxemburgska, sem er sam- bland af þessu tvennu, sé alls staðar töluð. Auk þess er al- menn kunnátta í ensku og auð- veldar þetta ferðamönnum mjög. Myntin er frankar, sem skiptast í 100 sentímur. Belg- ískir frankar ganga vél í Lux- emburg, en ferðamenn verða að muna eftir að skipta Luxem- burgarmynt 'sinpi áður en þeir fara úr landinu. Belgía. Þá má t.d. aka yfir landa- mærin til Belgíu eða taka Brússel-Arlon-Luxemburg raf magnslestina. Fyrir þá sem aka eigin bíl í rólegheitum eru þarna í fjalla- og skóg- lendinu margar skemmtilegar krár til að stanza í og víða tjaldbúðastæði. Og margir skoða sérkennilega hella í fjöl'l- unum. Landslagsbreyting er mikil eftir því sem nær kemur hafinu, en þar eru 60 km. af sendnum baðströndum við Norðursjóinn. Belgía skiptist eiginlega í tvennt, hinn frönsku mælandi suðurhluta og flæmskumælandi norðurhluta. firússel er frönskumælandi og í augum Norðurálfubúa er hún ákaflega frönsk. Þar er létt yfir bragð og næturlíf fjörugt. En jafnframt geymir borgin fagrar minjar um forna frægð. Hjarta borgarinnar er torgið Grand’Place í gömlu borginni. Þetta geysistóra ferhyrnta torg með gömlu ójöfnu steinalagn- ingunni, er umkringt 15. aldar ráðhúsi í gottneskum stíl og skrautlegum byggingum iðn- greinanna frá 17. öld. Þar er líflegur markaður, ávaxta- og grænmetismarkaður bændanna fyrst á morgnana, síðan blóma- markaður og á sunndögum fuglamarkaður, en á kvöldin eru þessar íburðarmiklu bygg- ingar flóðlýstar. Á götu’horni skammt frá er þjn fræga stytta af „Mannekin Pis“, Mtla strákn um sem villtist. Styttan er að vísu ekki eins merkileg að sjá og hún er fræg, en litli piss- andi strákurinn á nú sitt eigið safn með 300 skrautlegum al- klæðnuðum og er nokkurs kon- ar tákn borgarinnar. í Brussel eru mörg merkileg söfn, sem geyma listaverk frá tímum flæmsku málaranna og rene- sansetímanum. Önnur merkileg borg er Ant- werpen með eina stærstu höfn Evrópu. Hún er Mka fæðingar- staður bæði Rubens (1577-1640) og Van Dycks (1599-1641) og í mjög góðu listasafni eru m.a. myndir eftir þá og 3 stórar frægar myndir eftir Rubens í dómkirkjunni. Nefna mætti ótal bæi í Belgíu, sem ferða- menn ættu ekki að láta fram hjá sér fara, svo sem Brugge sem kölluð er Feneyjar norð- ursins með sínum fögru kirkj- um, Memlingsafni og miðalda- blæ, eða Ghent með frægri mið aldakirkju, eða Gharleroi, Malines, Louvin o.fl. o.fl., sem ékki er rúm til að telja hér upp. 1 bæjum Belgíu er alltaf mik ið um hátíðir, svo sem karnival, hljómleikahátíðir og alls kon- ar sýningar og þá er þar líf í tuskunum. í sumar ber hæst þjóðdansahátíðina í Schoten um miðjan júlí, allþjóðlegu jazz hátíðina í Comblain la Tour í byrjun ágúst, leikhátíðina í Spa seint í ágúst, svökallaða skurða hátíð í Brugge í ágúst, tónlist- arhátíðina í Liege í sepbember- ber, auk þess sem minnzt verð- ur í Tournai Svartadauðaplág- unnar frá 14. öld. Annað sem tilheyrir í Belgíu, er að borða góðan mat með góðum vínum og gefa sér tíma til þess. Og að lokum nokkrar hagkvæmar upplýsingar. Sæmilegt hótelherbergi fer varia niður fyrir kr. 150 í borg- unum, en er ódýrara úti á landi. Sums staðar er morgun- verður innifalinn í verðinu, annars staðar ekki og stundum er ætlazt til að ein máltíð sé keypt á hóteMnu á dag. Venju- Blómamarkaður á gamla torg inu Grand’Place í Brussel, en það er girt gömlum skrautlegum húsum iðnstéttanna. Clervaux í Luxemburg er ynð islegur ferðamannabær, þar sem eru ágæt hótel. Þar er líka fr ægur kastali efst á hæðinni og í brekkunni Benediktinaklaus tur með fagurri kirkju, en þar var einu sinni Islendingur, Halldór Laxness.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.