Morgunblaðið - 07.04.1966, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 07.04.1966, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 7. apríl 1968 Pardusdýrið er ósköp rólegt á að líta í þjóðgörðum Austur- Afríku. önnur stórdýr Austur-Afríku. Slík Safariferð er auðvitað enn tiil, en hinn hátturinn gerist æ líðari, að „skjóta“ á dýrin einungis með myndavélum, ýmist með kvikmyndavélum eða venjulegum ljósmyndavél- um, og vafasamt er, hvort ger- ir meiri lukku, þegar heim er komið, höfuð af ljóni upp á vegg í bókaherberginu með arineld og öllum „græjum“ eða saga Ijónsfjölskyldu sögð með kvikmyndavél. Ef mögulegt er, er það talið nauðsynlegt og æskilegt á Saf- ariferðum, að eiga 2 daga fría í Nairobi í Kenya, áður en lagt er upp. Þá munu fylgdarmenn þínir hitta þig að máli á hót- elinu, og þið ræðið saman um allt, sem viðkemur ferðinni. Þið farið saman yfir matarlist- ann, og listann yfir hluti þá, sem nauðsynlegir eru í ferða- lagið. í Nairobi og flestum stöðum í Austur-Afríku, þaðan sem lagt er af stað í Safariferð, er hægt að kaupa filmur, jafn- vel leigja sér dýrar myndavél- ar, skotvopn og annað sem til- heyrir. Hafi menn sig ekki að heim- an kunnað að búa, í viðeigandi klæðnað, er 'hægt að fá úr því bætt- hér, en stundum þarf, að afla veiðileyfa og annars per- sónulegs eðlis. Það tekur ajlt að tveim sól- arhringum að ná ti/1 veiðisvæð- anna í hverju landinu sem er. og hvort sem Safari er veiði- ferð eingöngu eða einungis ferð með myndavélar. Auðvitað stytta flugferðir allar vega- lengdir að mun. Bifreiðarnar, sem notaðar eru í Safariferðum er>u með drifum á öllum hjólum. Hægt er að leigja sér vana leiðsögu- menn, afríska kokka og burðar- menn, og jafnvel er hægt að leigja sér ljósmyndara, sem tek ur myndir á manns eigin film- ur. Þegar komið er í náttstað að kveldi, setja hjálparmennirnir okkar upp tjaldbúðir, svona rétt eins og gerist hjá Guð- mundi Jónassyni upp á Öræf- um íslands. Þeir slá utanum tjöldin tvö- földu flugnaneti, og það eru svalir skuggamegin, en bað- klefi sólarmegin, þér til 'hag- ræðis og þjónkunan Allt er hérna fyrsta flokks, eins og á (hóteli, og þó erum við stödd í miðjum frumskóginum. Við vöknum fyrir dögun. Fáum okkar kröftugan morgunverð. Morguninn er svalur, og villi- dýrin stjákla óhrædd um í næsta nágrenni Þegar líður að hádegi, skín sólin skært og hitinn er óþol- andi, og sértu ekki að elta ein- hverja fílaslóð eða á höttunum eftir ein'hverri sjaldgæfri dýra- tegund, þá farðu aftur til tjald búðanna og snæddu miðdegis- verð. Klukkan 3 er aftur haidið af stað, og veiðinni —, með byss- unni eða myndavélinni er hald- ið áfram fram í myrkur, en þá setjast menn að í tjaldbúðun- um, sefja veiðisögur, grobba, fá sér einn gráan og horfa í glæður eldsins, sem er kveikt- ur til að stugga villidýrunum frá. Safari-bifreiðin svonefnda ekur mönnum að heppilegum veiðisvæðum. Þegar þangað er náð, yfirgefa þeir bílinn, og rölta fótgangandi að bráð sinni. Engum er leyft að skjóta dýr innan 200 metra fjarlægðar frá bílnum, ( Svona gengur hið ljúfa líf meðal villidýranna í Austur- Afríku. Og hvað kostar nú svona ferð? Safariferðin, sem Lönd og Leiðir, Aðalstræti 8, auglýstu fyrir skömmu, er 18 daga ferð, sem kostar frá kr. 24.000 fyrir hvern einstakling. Lönd og leiðir hafa samið við þýzka ferðaskrifstofu, sem hefur sérhæft sig í undirbún- ingi slíkra ferða Flogið verður frá Reykjavík til DússeldorjC eða Frankfurt í Þýzkalandi, en þaðan fara ferðamennirnir til Mombasa í Kenya. Þegar þangað er komið, er um 5 leiðir að velja, og kostn- aður misjafn. f þessum löndum er enska mál, sem flestir skilja. Venjulega myndi ferðalangur semja við ferðaskrifstofuna um kostnað í ferðum. Óþarfi sýn- ist því að týna til verð á hótel- herbergjum og einstökum mál- tíðum. ísland er eitt þeirra landa, sem ekki þarf vegabréfs áritun fyrir þegna sina til ferða laga til þessara landa. Safariferð til Austur-Afríku verður vafalaust ógleymanleg fy.rir þann, sem hana fer. Kostnaður skiptir í því máli minnstu. Aðeins er því eftir að óska þeim, sem slíka draumaferð fara — góðrar ferðar! KEFLAVIK NEW YORK Engin ferð jafnast á við ferð með hin- um glæsilegu þotum PAN AMERI- CAN — hvort sem farið er á FYRSTA FARRÝMI eða ,,Tourista“-farrými. Flugtíminn til New York er 5Vz klst. PAN AM—ÞÆGINDI PAN AM-WÓNUSTA PAN AM-HRADI Allar nánari upplýiingar veifa: PAK AMERICAM á íslandi og ferSaskrifstoíurnar. AÐALUMBOÐ G.HELGASON &MELSTED HF HAFNARSTRÆT119 SiMAR 10275 11644 NORÐURLANDAFERÐ 9. júlí — 28. júlí 1966 Flogið út — Gullfoss heim Verð frá kr.: 14.790,00. FERÐASKRIFSTOFAN Hverfisgötu 12 Reykjavík og Skipagötu 13 Akureyri H * O P F E R Ð I R N A R ÍRLAND — SK0TLAND I 31. júlí — 11. ágúst 1966 Verð kr.: 12.950,00. mmmmmmmmmmmmmm^mmmmmmmmmmmmmmmmm 12 DAGA FERÐ TIL ÍRLANDS 0S SK0TLANDS FERÐASKRIFSTOFAN Hverfisgötu 12 Reykjavík og Skipagötu 13 Akureyri

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.