Morgunblaðið - 07.04.1966, Blaðsíða 11
Fimmtuðagur 7. apríl 1966
MORGUNBLAÐIÐ
11
■1 ='111 *"l>"WWgK»W ■
London — Amsterdam — Kaupmannahöfn
Þessi stutta og ódýra ferð gefur fólki tækifæri til að kynn-
ast þremur stórborgum EvrÓDU, sem þó eru allar ólíkar.
í fyrra voru fjórar slíkar ferðir og komust færri en vildu.
Brottför: 3/7, 17/7, 31/7, 14/8 og 4/9. —
12 dagar, kr. 11.800,00.
Jónsmessuferð til Norðurlanda og Skotlands
Þessi ferð er með öðrum hætti en aðrar Norðurlanda-
ferðir. Flogið til Bergen, verið á Jónsmessuhátíð í hinum
fagra Harðangursfirði. Farið landveg um firði og fjöll til
Osló. Dvalið í Kaupmannahöfn og 2 daga í Glasgow á
heimleiðinni.
Brottför: 21/6. — 15 dagar, kr. 14.800,00.
Vínarborg — Budapest — Júgóslavía — Sviss
Þetta er nýstárleg ferð, sem ekki hefir verið farin áður.
Fólk kynnist þar fjórum fögrum löndum Mið-Evrópu,
heillandi stórborgum og baðströnd við Adríahafið.
Brottför: 26/7. — 17 dagar, kr. 18.700,00.
París — Rínarlönd — Sviss
Þessi vinsæla og rólega Mið-Evrópuferð er rómuð af öll-
um þeim fjölmörgu, sem tekið hafa þátt í henni sl. sex
ár. Þér kynnist fegurð og glaðværð Parísar. Fjallatöfrum
Alpanna og Vínarhátíðinni í hinum glaðværu og sögu-
frægu Rínarbyggðum.
Brottför: 19/8. — 17 dagar, kr. 17.650,00.
Edinborgarhátíðin
Þessi stutta og vinsæla Skotlandsferð hefir verið full-
skipuð mörg undanfarin ár. f Edinborg er mikið um dýrðir
á þessari mikilfenglegustu listahátíð álfunnar.
Brottför: 27/8. — 7 dagar, kr. 7.210,00.
Ítalía í septembersól
Flogið til Milano og ekið þaðan um fegurstu byggðir ítaliu
með viðkomu í Feneyjum, Florens, Róm, Sorrento og
Capri. Siglt frá Napoli til Cannes, með glæsilegasta
skemmtiferðaskipi ítala „Michelangelo (43 þús. smál.).
Dvalið í Nizza síðustu daga ferðarinnar.
Brottför: 1/9. — 21 dagur, kr. 21.300,00.
Ítalía og Spánn
Þessi óvenjulega glæsilega ferð var farin í fyrsta sinn við
miklar vinsældir í fyrra. Flogið til Feneyja, Rómar, ekið
til Sorrento og siglt frá Napoli til Gibraltar með glæsi-
legasta hafskipi ftala „Michelangelo“. Dvalið á Sólströnd
Spánar, Torremolinos. Dvalið í Madrid og loks í London
á heimleið.
Brottför: 23/9. — 21 dagur, kr. 24.800,00.
Ævintýraferðin til Austurlanda
Þessi ferð hefir verið farin undanfarin ár við miklar vin-
sældir. Þó að verðið sé ótrúlega lágt er eingöngu búið á
fyrsta flokks hótelum, eins og raunar í öllum SUNNU-
FERÐUM. Dvalið í Aþenu, Libanon, Egyptalandi og
„Landinu Helga“ og London á heimleiðinni.
Brottför: 7/10. — 21 dagur, kr. 22.700,00.
í öllum þessum ferðum er hægt að fram-
lengja dvölina í Kaupmannahöfn eða London.
Gistihúsið þar sem Sunnufarþegar búa á Mallorca.
Hér er sumarleyfisferðin
Vinsælar utanlandsferðir
með
íslenzkum fararstjórum
í mörg ár hefir Ferðaskrifstofan Sunna gengizt fyrir utanlandsferð-
um með íslenzkum fararstjórum. Hafa ferðir þessar orðið vinsælli
með hverju ári, enda vel til þeirra vandað. Á síðasta ári var svo
komið að um 800 manns tóku þátt í skipulögðum hópferðum á veg-
um SUNNU til útlanda. Er það meiri farþegafjöldi í utanlandsferð-
um, en hjá öllum öðrum íslenzkum ferðaskrifstofum til samans,
árið 1965. Þessar miklu vinsældir á SUNNA því fyrst og fremst að
þakka, að ferðir skrifstofunnar hafa líkað vel og fólk, sem reynt
hefir, getað mælt með þeim við kunningja sína.
Nú þegar hefir SUNNA skipulagt helztu ferðimar, sem farnar verða
á vegum skrifstofunnar á yfirstandandi ári. Þeir, sem hafa áhuga á
að kynnast nánar tilhögun einstakra ferða, geta fengið prentaðar
ferðalýsingar og ýtarlegar fjölritaðar ferðaáætlanir, þar sem rakin
eru einstök atriði ferðalagsins dag fyrir dag. Þegar í byrjun árs og
jafnvel áður en síðasta ár var liðið voru farnar að berast pantanir
í ýmsar ferðir, sem farnar hafa verið óbreyttar í mörg ár, og fólk
hafði frétt um hjá ættingjum og kunningjum, sem farið hafa í slíkar
ferðir á vegum skrifstofunnar.
Kaupmannahöfn
og Mallorka
16 dagar kr. 11.800.oo
Þetta ótrúlega lága verð er mögulegt vegna hagkvæmrar samvinnu
SUNNU við íslenzk og dönsk flugfélög um leiguflug og margra ára
samvinnu SUNNU við hótel á Mallorca. Okkur er því ánægja að
geta boðið Islendingum þessi kostakjör til að heimsækja hina glað-
væru Kaupmannahöfn að sumarlagi og eyða dýrðlegu sumarleyfi á
Mallorca fyrir miklu lægra verð en áður hefir þekkzt.
BROTTFARARDAGAR: 2. júní og 18. júní 1966. 16 daga ferðir fyrir
kr. 11.800,00. 12 dagar á Mallorca, (Nýju baðstrandarhóteli, 7 km.
frá miðborg Palma). 4 dagar í Kaupmannahöfn.
ALLT INNIFALIÐ: Flugferðir — Hótel með sólsvölum, baði og 3
máltíðum á dag á Mallorca. Fyrsta flokks hótel, skammt frá bað-
strönd og skemmtanalífL Einkasundlaug fyrir hótelgesti. — í Kaup-
mannahöfn, hótelgisting, morgunverður og kvöldverður. — Ferðir
milli flugvalla og hótela og þjónustugjald (Tips) á hótelum.
ATHUGIÐ: Plássið er takmarkað, aðeins 80 manns í ferð og þegar búið að panta nærri helming — það komast aldrei allir, sem
vilja í SUNNUFERÐIR. — Á síðastliðnu ári fengum við um 800 farþega, alla ánægða heim úr hópferðum okkar til útlanda.
FERÐASKRIFSTOFAIM S II IM N A
Bankastræti 7. — Símar 16-400 og 1-20-70.