Morgunblaðið - 07.04.1966, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 07.04.1966, Blaðsíða 29
MORGUNBLADIÐ 29 / Fimmluðagur T apríl 1966 UNGVERJALAND 1 tltsýn yfir Budapest af St. Gell érts hæðinni. Sjö brýr tengja saman borgarhlutana Buda og Pest; T.v. eru Budahæðimar en ofarleea tJi sézt á skóei vaxna Margaret eyjuna í Dóná og byggingar í Pest. 8 ' 8 „DÓNÁ SVO BLÁ " Ungverjaland hefur oft fengið orð fyrir að vera eitt fegursta land Evrópu. Og flestir, sem ferðast á Dónárbökkum verða snortnir af fegurð landsins. Ferðafólki á þessum slóðum fjölgar ört hin síðari ár, enda hefur landið opnast á ný fyrir erlendum ferðamönnum og ým islegt gert til að hvetja þá til að heimsaekja landið og létta þar á pyngju sinni. Vinsælasti ferðamannastaður landsins er umhverfis Balaton vatnið. Þar er unaðslega fagurt, og fáir er til landsins koma láta hjá líða að njóta lífsins við vatnið. Þar er eftirsóttasta sumarbústaðaland landsmanna og þúsundir smáhúsa hafa risið þar á undanförnum árum. Þar eru auk þess nýtízkuleg gisti- hús og ágæt aðstaða fyrir ferða fólk. Baðstrendur við vatnið eru mj'ig vinsælar. Vatnið er langt og frekar mjótt og svo hagar til, að meðfram anr.ari langhlið þess er sandbotn og dýpi ekki nema 1-1% metri nokkur hundruð metra út frá .{ ströndinni, svo þar er hægt að ösla og vaða um og hitastigið er fljótt að hækka á slíkum grynningum, þegar vel viðrar. Á vetrum er vatnið ísi lagt og þá mjög vinsælt af ferða- mönnum, innlendum sem er- lendum. Eru þá vetraríþróttir stundaðar þar og vinsælasta sportið að aka um á seglsleðum. Ná þeir gífurlegri ferð og þyk- ir fólki hið mesta gaman að. ★ Ungverjaland er ekki stórt land, telst 93 þúsund ferkíló- . metrar og íbúar eru rúmlega 10 milljónir. Þar af búa 1.8 millj. manna í höfuðborginni Budapest. Sá, er eitthvað ferðast um í Ungverjalandi, finnur fljótt hversu misjafnt og ólíkt líf Ungverja er. í Budapest og öðrum borgum hittir ferðalang- urinn fyrir venjulegt stórborg- arlíf, íbúa sem berast misjafn- lega mikið á en hafa tekið upp alþjóðiega siði og venjur og hvers kyns tízkufyrirbrigði, s. s. bitla-hárgreiðslu, leðurjakka o.fl. Þar er fólk sem fer oft í leikhús og óperu, fólk sem berst fyrir að eignast litinn bíl og e.t.v. lítið sumarhús; fól-k sem gerir sér glaðan dag þeg- ar færi gefst, fyllir skemmti- staði næstum öll kvöld og lek- ur þá gjarnan undir með hljómsveitinni er hún af sannri gleði og tilfinningu leikur síg- aunalög. Á hinn bóginn er bóndafólk- ið, sem er óbreytanlegt. Það heldur fast í aldagamlar sið- venjur varðandi klaéðaburð og annað Það vill eiga sitt líf fast- mótað, lætur ferðalanginn ekki raska ró sinni, lætur engin stjórnvöld breyta sínum dag- legu högum, krefst lítils, fer sér hægt við vinnu sem annað, en yrkir sína jörð þó erfitt sé á stundum. Það vill eiga sína trú, biður sínar bænir og fyllir allar kirkjur á helgidögum, þó stjórnarvöldin vilji kirkjuna feiga. Að þessu leyti er Ungverja- land eins og tveir heimar sem báðir eru forvitnilegir fyrir ferðalanginn, og kynni af Ung- verjum færa manni heim sann- inn um að landið byggir harð- gert og duglegt fólk og í lífi þess og starfi speglast storma- söm saga lands og þjóðar. ★ Landslag í Ungverjalandi er breytilegt mjög. Flatar og lág- ar sléttur eru austan Dónár, nema belti við Norðurlanda- mærin. Meðalhæð þessarar risa sléttu yfir sjávarmál er 100 m og áður fyrr urðu þar oft gíf- urleg flóð er óx í Dóná á vor- in. Vestan Dónar er landið hæð- ótt og meðalhæð þess 1-200 m, en hærri fjöll inn á milli. Skóg ur klæðir allt þetta hæðaland. Við norðurlandamærin er fjall- lendi og þeirra hæst Cserhát Matra 1009 m, eða nokkru hærra en Esjan. Loftslag í Ungverjalandi er dæmigert meginlandsloftslag. Veturinn er oft harður, mikl- um mun harðari en t.d. dansk- ur vetur, en miklu styttri. Sum arið er heitt. Meðalhitinn í Budapest er — 2.1° í janúar- mánuði en meðalhitinn í júlí- mánuði er þar 21.3°. Meðalúr- koma er 640 millimetrar á ári og úrkoman fellur aðallega snemma sumars og við mörk hausts og vetrar. ★ Myntin sem notuð er í Ung- verjalandi nefnist forint. Sér- stakt ferðamannagengi er gild- andi í Ungverjalandi og fást 65 forintur fyrir sterlingspund. Auðvelt er að skipta erlendum gjaldeyri, hvort sem er. í reiðu- fé eða ferðamannaávísunum. Annast öll gistihús slíka þjón- ustu og í öllum stærri verzlun- Ungverskur matur er mjög g óður og Budapest heiur stuudum verið kölluð „eldhús Evrópu“, um er þá þjónustu og að fá. Verðlag í Ungverjalandi er misjafnt eins og gengur. „Lux- us“-varningur er dýr og til lúxusvarnings heyrir fleira í Ungverjalandi en víða annars staðar. Hotel í Budapest eru mörg og misjöfn, en allur viðurgern- ingur við ferðafólk er góður á hinum betri hótelum. Þau eru misjöfn að verði en 2 manna herbergi á lúxushóteli kostar iun 5 sterlingspund. Ferðalangur í Hngverjalandi getur ekki vænzt bess að hitta um völdin. .Budapest, og Ung- verjaland í heild, hefur átt sín blómaldarskeið en á milli syrt í álinn. Erlendir þjóðhpfðingj- ar hafa skattpýnt ungverska þjóð, en hún hefur líka átt þá þjóðhöfðingja sem vildu hag og velgengni fólksins. Kirkjan var á öldum áður afar sterk í landinu og hafði gífurleg ítök í öllu lífi þjóðar- innar. Auður mikill safnaðist kirkjunni og í mörgum kirkj- um landsins eru hin dýrmæt- ustu söfn skartgripa presta og biskupa. Þessi söfn eru nú til Operan er fögur hygging, gulli slegin og minnir á bloma- skeið fyrri daga. Ungverjar fara mikið í leikhús. marga meðal almennings sem hann getur rætt við. Ungverska er af finsk-ugriskum stofni og mjög frábrugðin öðrurh Evrópu málum. Fáir tala vestræn mál, en þó allmargir þýzku og nokkr ir ensku. Á hótelum a.m.k. í Budapest er þjálfað starfsfólk og erfiðleikar engir. Það er helzt fólk á miðjum aldri sem skilur og talar þýzku Hinir yngri skilja minna, því nú er rússneska skyldunám í skólum auk ungverskunnar. Budapest — höfuðborg Ung- verjalands, er ein elzta höfuð- borg Evrópu. Þar hafa kóngar og keisarar ríkt, stundum þýzk ir, stundum tyrkneskir, stund- um Austurrískir. Þar hef ur lengst af verið stormasamt á stjórnmálasviðinu og barizt sýnis almenningi gegn nokkura forintu gjaldi, sem drýpur í ríkiskassann, og eignir krikj- unnar eru nú í ríkiseign. ★ Ferðalangur í Ungverjalandi getur notið lifsins vel. Unaðs- leg náttúrufegurð er víða t.d. ef ekið er meðfram Dóná til norðurlandamæranna. Ekki er síður fallegt í Budapest og sker þá Margaret-eyjan sig mjög úr svo og Budahæðirnar. Margaret eyjan í Dóná er paradís út af fyrir sig. Þar eru almennings- garðar með listaverkum, ;und- laugar og annað til almenn- ingsheilla. Eyjan er 5 km. lbng og 1% km að breidd, skógi vax- in með jarðhita, sem nýttur er á sama hátt og við notum okk- Framhald á bls. 31

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.