Morgunblaðið - 07.04.1966, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 07.04.1966, Blaðsíða 9
yimmtudagur 7. apríl 1966 MÖRGU NBLAÐIÐ 9 nema hvað Danir hafa náð ýmsu í söfn sína, og þar er Múrurin eða leifarnar af Magn- úsardómkirkjunni miklu, sem átti að verða dómkirkja Fær- eyja. Erlendur'biskup hóf smíði íhennar á 13. öld, en henni varð 'fekki lokið fyrir siðaskipti. Hún var þó vígð, áðúr en hún var fullbúin, og helguð Magnúsi Eyjajarli í Orkneyjum. í múrn- •um heitir á einum stað „gull- skápið“, og þar eru geymdir sjö helgidómar bak við mynd af Kristi á krossinum og Maríu Magdalenu. Latínuskrift er klöppuð á steininn, og segir þar, hvað í múrnum er varð- veitt. Helgidómarnir eru í blýeski, hver þeirra vafinn inn í léreftsknýti, og viðfestir eru kálfskinnsgeirar, þar sem á er skrifað, hvað í hverju knýti er. Þar eru m.a. bein úr Magnúsi Orkneyjajarli og Þorláki helga Skál'holtsbiskupi. Sýnir þetta með öðru tengsl Færeyja við hinn norræna heim á miðöld- um, og hve Færeyjar voru mið- svæðis. Þessi tengsl héldust furðulengi, t.d. er ekki langt síðan menn kölluðu til arfs milli Hjaltlandseyja og Fær- eyja. • Stóra Dímun Sunnan undan Straumey er Sandey (Sandoy), sem er óvenju greiðfær yfirferðar, en annars ganga há björg víðast hvar í sjó fram á Færeyjum, og brött fjöll með djúpum og hrikalegum giljum gera sam- göngur á landi erfiðar. Sunn- anhallt við Straumey er lítil unglegt við hana nema lend- ingin. Hún rís há og brött úr sjó, lendingarstaður er lítill og lélegur undir sextugu bjargi, og uppgangan er bröít, löng og hættuleg. Þegar upp er komið, blasir við grasgefnasta ey Atl- antshafsins, þar sem hross, kýr og kindur eru á beit, en yfir sveima milljónir fugla af mörg um tegundum. Ekki skal loft- hræddum manni ráðlagt að ganga fram á bjargbrúnir á Stóru Dímun, því að bjargið er þverhnípt í sjó niður, og er aðfluttur varningur eyjar- skeggja dreginn upp á gálga- tré, sem liggur út af brúninni yfir lendingarstaðnum. Þarna býr einangruð fjölskylda, en menntuð og auðug talin, enda er eyin gagnsöm og geysigóð undir bú. Bærinn er ævagamall og byggður sem virki, ef svo ólíklega tækist til, að óvinir kæmust upp á eyna, án þess að varðmaðurinn við uppgöngu- staðinn yrði þess var, eða gæti stöðvað þá. Það kom þó fyrir til forna. — Sagt er, að a.m.k. einn karlmaður úr hverjum ættliði farist af slysförum, — hrapi úr bjargi eða fái stein i höfuðið á leið upp eða niður frá lending- unni. Þarna er minnsta kirkju- sókn í veröld, því að sérstök kirkja er fyrir fjölskylduna. Á þessum stað á vel við að snæða ýmsa færeyska rétti, svo sem sýrða ritu (í mjólkursýru), skerpikjöt (vindíþurrkað kinda- ket) o. fl. • Suðuroy Litli Dímon er sunnar. Þar Uppdráttur af Færeyjum. Xölurnar tákna veiðivötn, sem ferðamenn geta fengið að renna í. 1. Sörvágsvatn eða Leitisvatn. 2. Fjallavatn. 3. Kviltkinnava tn. 4. Saxunnarvatn. 5. Mýruvötnini (fyrirstöðuvatn) 6. SEV- hylurin (fyrirstöðuvatn). 7. Leynavatn. 8. Vatnið oman fyri Stígar. 9. Eiðisvatn 10. Vatnið við bygdina. 11. Toftavatn. 12. Hálsavötnini. 13. Sandsvatn eða Traðarvatn 14. Stóravatn. 15. Lítlavatn. 16. Vatnsdalsvatn. 17. Kirkjuvatn. 18. Vatnsnes og Bessavatn. 19. Miðvatn og Ryskivatn (fyrirstöðuvatn). Bezti veiðitíminn, eða sá eini í raun og veru, er í júlí og ágúst. Fyrir ferðamenn almennt er bezti tíminn frá miðjum maí og fram í septemberbyrjun. Veðurlag er breytilegt í Færeyjum, eins og hér, á sumrin skiptist á sólskin og skúraleiðingar. Þoka (mjörki) er nokkuð tíð á viss- um stöðum. Þótt fremur hlýtt sé í Færeyjum á sumrin, er ráðlegt að taka með sér (eða kaupa í Þórshöfn) uliarpeysu og regnfrakka, einkum ef eitthvað á að ferðast á sjó. \ViÐoy KUNOY KAL30Y VjrölianQSj jðartlðl FUGLOY Kunov\ \ \L l /V . KirJtja fyrír norðan, enn frábrugðn ari þeirri, sem töluð er á Norð ey, Skúfey (Skúvoy). Þar er geysibrattur gangur upp frá lendingu, en uppi á eynni má sjá gröf Sigmundar Brestisson- ar. Fra Skúfey er farið suður og út í Stóra Dímun, sem kölluð hefur verið sérstakt konungsríki, enda er allt kon- Magnus-kirkjan í Kirkjubö. er engin byggð, en góð beit fyrir sauðfé. Syðsta byggða eyin í Færeyjum er Suðurey (Suðuroy). Þar eru margar byggðir, hver með sínum hætti, og skemmtilegar að heimsækja. Mállýzkan þar er frábrugðin þeirri, sem gengur um eyjamar ureyjum. Suðureyingar þykja sumir dansklundaðir, og var haft á orði eftir heimsstyrjöld- ina síðari, þegar Færeyingar voru að hugsa um að rífa sig lausa frá Danmörku og stofna lýðveldi, að þeir mundu stofna sérstakt ríki í konungssam- / <tSandv«i C-\Hvalba ‘,e SUDUROV '’íjÁTvöroyri »17.Ai 1 Fámjin \F Vagurst^jýPorkerl j^STÓRA DlMUN Ol-ITLA Dl'MUM .Sumba Vaglið í Þórshöfn. bandi („Personalunion") við Danmörku með líkum hætti og ísland var frá 1918 til 1944. Aðrir Færeyingar kalla Suður- ey stundum „Lille Danmark" síðan. Syðst á Suðurey er byggðin Sumba (Sunnbær), þar sem fornir hættir hafa varðveitzt betur en víðast ann- ars staðar í Færeyjum. Allra syðst er skerið Munkurin, og þar suður af á að vera grótta- kvörn mikil í hafi („mael- ström“), sem sæfarar óttuðust, enda er hún dregin upp með hrikalegum hætti á gömlum landabréfum. ■Ar Frá Þórshöfn má fara í norð- ur með bílum eða skipum. Sjálfsagt er að koma í Götu á Eysturoy (Austurey), þar sem Þrándur bjó, en Klakksvík á Borðey er full nýtízkuleg fyrir smekk okkar. Sá bær stendur í skugga hárra fjalla. ★ Hér hefur aðeins verið stikl- að á örfáum atriðum, sem ætla má, að íslendingar hafi gaman af að skoða í Færeyjum, en sannast sagna leiðist íslendingi aldrei í Færeyjum. Landslagið, fóikið og siðvenjur þess, sem eru í ýmsu frábrugðnar okkur, ♦MUNKURIN sjá um það. Svo mikið er víst, að sá, sem þetta ritar, getur ekki ráðlagt mönnum að njóta sumarleyfis síns á skemmtilegri stað. 7/7 sölu TriUubátur, 3ja tonna í góðu ástandi með 26 ha. Albin-vél, er til sölu. Rauðmaganet geta fylgt. Uppl. í síma 1890, Akranesi. Airwsck lykteyðandi undraefni. ÓLAFUR GÍSLASON & Co h.f. Ingólfsstræti 1 A

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.