Morgunblaðið - 07.04.1966, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 07.04.1966, Blaðsíða 21
í'immtudagur 7. apríl 1966 MORGU HBLAÐIÐ 81 Minjar margvíslegra yíirrába Á UNDANFÖRNUM árom hafa orðið miklar breytingar á sam- 1 skiptum kommúnistaríkj anna í I Austur-Evrópu og annarra I Evrópuríkja. Á síðasta áratug ihefur stjórnmálahlékan orðið til þess að hið fræga járntjald er nú imjög tekið að ryðga og rnunu margir kunnáttumenn Iþeirrar skoðunar, að það hrynji alveg áður en mjög langt um líður. Þetta hafa íbúar annarra Evrópulanda notfært sér í sí- vaxandi mæli og ferðamanna- straumurinn frá þeim leitar nú gegnum ryðgötin með vaxandi þunga. Segja margir, sem lengi I hafa verið kunnugir í Austur- Evrópu og fylgat hafa gjörla með ástandinu þar síðustu ára- tugina, að andrúmsloftið austur þar sé nú óðum að verða eins og það var fyrir heimstyrjöld- ina síðari, létt og frjálslegt og v-evrópsk menningaráhrif vinni iþar stöðugt á. I Ljóst er, að 'hinn evrópski kommúnismi hefur tekið tölu- verðum breytingum og kemur |þar ýmislegt til. Margir stjórn- málafræðingar telja, að ágrein- I ingur rússneskra og kínverskra 1’ kommúnista hafi ásamt öðru stuðlað að þessari iþróun og orðið þjóðernisstefnu í löndum Austur-Evrópu lyftistöng. Þetta á ekki sízt við um Rúmeníu, sem faefur frá upphafi neitað að taka ákveðna afstöðu með öðrum hvorum deiluaðila og óspart notað tækifærið til þess að reyna að losa sig úr viðj- um Sovétríkjanna. Rúmenía hefur hin allra síð- ustu árin orðið æ eftirsóttara ferðamannaland og á það að verulegu leyti að þakka fainni miklu og góðu baðströnd, sem kallast Mamaia. Jafnframt eru augu ferðamanna að ljúkast upp fyrir hinni margbreytilegu náttúrufegurð landsins og vinna Rúmenar nú kappsamlega að því að byggja upp ferðamanna- þjónustu víðsvegar um landið, allt frá sjávarströndu til fjalla þar sem margt er að sjá og við að vera, jafnt sumar sem vetur. Rúmenía er land mikilla and- stæðna. Landið er ekki stórt, um 237.500 ferkm., en innan landamæra þess má finna flest- ar tegundir landslags, sem til eru á meginlandi Evrópu. Norð- an til er landið hálent nokkuð, með djúpum dölum og miklum vatnsföllum. Er þar 4—800 m háslétta sem liggur í einskonar þríhyrningi milli Transilvaniu- alpanna, Karpatafjalla og Bijor fjalla. Sunnan til er Dónár- sléttan níkjandi, láglendið um- hverfis og upp af óshókn’um hinnar miklu Dónár, sem er ein af mikilvægustu samgönguæð- um landsins og markar á stóru svæði landamæri Rúmeníu ann- ersvegar og Júgóslawíu og Búlg aríu hinsvegar. Rúmenar telja sig að mestum hluta rómanska þjóð og tunga þeirra er af latneskum uppruna. ÍÞeir eiga sér langa og marg- fbrotna sögu og er víða um landið hægt að sjá merki yfir- ráðatímabila hinna ýmsu þjóða, Rómverja, Tyrkja, Búlg- ara, Ungverja, Rússa og margra annarra. Rómverjar réðu ríkjum í Rúmeníu frá því rúmri öld fyrir Rrist er Trajanus keisari lagði landið undir sig. Það nefndist þá Dakia og var ný- lenda Rómaveldis allt fram á lok þriðju aldar eftir Krist. Frá iþeim tíma og fram undir tólftu öld er saga landsins ©kki að fullu Ijós, en vitað er að á því tímabili óð hver þjóðflokkur- inn af öðrum yfir landið, komu þar fyrstir Gotar, síðan Slavar, Alvarar og þá Búlgarar á 7. öld. Á yfirráðatímabili hinna síðustu, sem var um tvær aldir, barst kristni til landsins. Síðan tóku við yfirráð Ungverja og um miðja 13. öld hófust inn- xásarferðir Tyrkja. Rúmenar eru sjálfir sagðir líta svo á, að kjarni þjóðar þeirra hafi verið hinir svo- nefndu Valakkar, afkomendur Dakiu-Rómverjanna, sem komu frá Transilvaniu, þar sem þeir höfðu leitað hælis, er herir Rómverja voru hraktir frá Dakiu. Skráð saga Valakka, sem þjóðar, hófst fyrst í lok 13. aldar, er þeir höfðu setzt að sunnan fjallanna í héruð- unum Valakkiu og Moldaviu. Það var ekki fyrr en árið 1859, að landsvæði þessi voru sameinuð undir nafninu Rúm- enía, eftir margra alda póli- tískar refskákir og blóðug átök Rússa, Tyrkja, Austurríkis- manna og Ungverja. Rúmenía er auðug að forn- minjum allt frá því 2—3000 árum fyrir Krists burð, en frá þeim tíma eru hvað frægastar leirkeraminjar, sem sýna að landið var þá hluti menningar- svæðis sem náði yfir Búlgaríu, Þrakíu, ÞessaMu og Úkraínu allt norður til Kænugarðs. Þá eru til margskonar munir frá járnöld og steinöld. Eru bronz- munir frá því um 1500—2000 fyrir Krist, gerðir i Transil- vaniu taldir með því bezta sem gert var á þeim tíma í Evrópu. Flestar þessara fornminja eru varðveittar í sögusafninu í Búkarest, höfuðborg landsins. En wíðsvegar um landið eru smærri söfn og hvarvetna menjar mannabyggða frá því fyrir þúsundum ára. Sem dæmi mætti nefna rústir grísku bæj- anna Callatis og Histriu við og skoðað í Rúmeníu. Þegar í höfuðborginni getur ferðamað- urinn fengið dálitla nasasjón af sögu og þjóðlífi Rúmeníu með þwí að sækja helztu söfnin og bregða sér í hið svonefnda „Þorpssafn" sem er einskonar „Arbær“ þeirra Rúmena. Er það stórt gróðri- og skógivaxið svæði, þar sem varðveitt eru fjöldamörg gömul hús víðs- vegar úr landinu. í þeim er allur húsbúnaður eins og tíðk- aðist á hverjum stað og alls- konar þjóðlegur listiðnaður, sem gefur innsýn í líf fólks á liðnum öldum. Frá Búkarest er svo hægt að fara í allar áttir, annað hvort upp í hálendið, austur tjl Moldavíu eða út að Svarta- hafsströnd, þar sem menn geta ýmist kannað hina gróðursælu og skóglendu Dónárhólma, reik að um rústir fornra byggða eða legið í sandinum á ströndinni í Mamaia og fleiri baðstöðum þar í kring. Baðstaðurinn Mamaia er eins konar sandeyri 2—300 metra breið milli Svartahafsins og vatns, er nefnist Siutghiol. Er ströndin firnm kílómetrar að lengd og veðursæld mikil, með- alhiti yfir sumarmánuðina um 2'2 stig á Celsicus og vatnið álíka heitt. Sólin og sjórinn hafa mikið aðdráttarafl enda hafa gistihúsin þotið þar upp eins og gorkúlur síðustu árin og margskonar ráðstafanir ver- ið gerðar til þess að auka ferðamannastrauminn þangað. Þeir, sem lagt hafa leið sína austur til Rúmeníu eru yfir- leitt sammála um, að landið eigi án efa mikla framtíð sem ferðamannaland og baðströndin strönd Svartahafsins, sem eru taldir frá 6.—7. öld fyrir Krist. Rómverskar menjar getur að Mta um gervallt landið. Frá seinni tíð eru hvað merkastar fornmenjar kirkju- og klausturbyggingar í byz- önskum stíl, flastar og bezt- ar í Moldaviu, þar sem sumar eru málaðar litríkum fresco- málverkum jafnt utan sem innan. Það er því margt, sem ferða- menn framtíðarinnar geta séð Hluti baðstrandarinnar Mamaia ennþá frjálslegra í Ungverja- landi, Póliandi, Tékkóslóvakíu og Búlgariu. Þar á móti kemur hinsvegar tiltölulega lágur dval arkostnaður, en Rúmenía mun nú með ódýrustu ferðamanna- löndum Evrópu. Þar kemur til meðal annars, að ferðamenn njóta sérstakra fríðinda, þar sem er hið svokallaða ferða- mannagengi, þ.e.a.s. ferðamenn fá um 150—200% meira fyrir erlendan gjaldeyri en þeir ættu að fá samkvæmt skráðu gengi. Fyrir bandaríska og kanadíska dollara, ensk pund, svissneska, franska. belgíska franka, v-lþýzk mörk, hollenzk gyllini, danskar, 16. aldur klaustur í Moldaviu sé hreinasta gullströnd. Á hinn bóginn beri gistihúsin og þjón- usta enn nokkur merki reynslu- leysis í þessum efnum og geti tæpast talizt sambærileg við það sem bezt gerist annars- staðar. Þó er það nokkuð mis- jafnt hvað mönnum finnst um þetta, eftir því hverjar kröfur iþeir gera og hverju þeir hafa vanizt. Sumir, sem ferðast hafa um löndin austan járntjaldsins segja, að þjónusta sé að mörgu leyti liðlegri og andrúmsloftið Til þessa mun tiltölulega lítið hafa verið um ferðir ein- staklinga til Rúmeníu. Upp- bygging ferðaþjónustu þar hef- ur að langmestu leyti miðazt við hópferðir og auglýsingar og upplýsingar þaðan einnig. Þó mun allt eins hægt að ferð- ast þar um sem einstaklingar og sagt er, að allgott sé að fara þar um á eigin bifreiðum. Skipulögð tjaldstæði eru víða, þar sem hægt er að gista bæði í eigin tjöldum og leigðum á staðnum. Því miður er ekki unnt í þessari grein að gefa viðhlít- andi upplýsingar um verðlag í Rúmeníu. hvorki um gistingu fæði né annað. Var leitað til Norðurlandadeildar rúmensku ferðaskrifstofunnar - Carpati - eftir upplýsingum en vegna misskilnings, sem sennilega má rekja til breytinga á starfsliði deildarinnar urðu þær ekki sem skyldi. Gefur það vísbendingu um, að rétt sé fyrir 'hvern þann, er hyggur á Rúmeníuferð á eigin vegum að afla sér upplýs- inga 1 tæka tíð. Rúmenía hefur hér hvorki sendiráð né ræðis- mannsskrifstofu, sem hægt sé að leita til. Á hinn bóginn hafa íslenzkar ferðaskrifstofur sam- skipti við rúmensku ferðciskrif- stofuna og geta aðstoðað ferða- menn við öflun upplýsinga. Vegabréfsáritun fæst mjög auð veldlega til Rúmeníu. Þeir, sem ekki geta náð til sendiráða eða ræðismanna geta yfirleitt tafar- laust fengið áritun við landa- mæri ríkisins hvar sem að þeim er komið. sænskar og norskar krónur er ferðamannagengið 200% hærra en skráð gengi en fyrir áströlsk pund, finnsk mörk, gjaldeyri ýnnssa Asíulanda og íslenzkar krónur er gengið 150% hærra. Þar við bætist að þeir, sem skipta þannig erlendum gjald- eyri geta í vissum verzlunum keypt ýmsar vörur með 20% afslætti. Mynt Rúmeníu nefnist leu — í fleirtölu lei og fást 18 lei fyrir bandanískan dollar. Styrmir Gunnarsson lögfræðingur Laugavegi 28 B. — Sími 18532. Viðtalstími 1—3.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.