Morgunblaðið - 07.04.1966, Blaðsíða 30
30
MORCU NBLAÐIÐ
Fimmtudagur 7. apríl 1966
x Í
ÞYZKALAND
... '-rrir
IHJARTA EVRÓPU
Einn af fjölmörgum miðaldakastölum í Miðhéruðum Þýzkalands.
Undanfarin ár hefur ferða-
mannastraumurinn til Þýzka-
lands aukizt í hraðvaxandi
mæli, enda spara Þjóðverjar
fátt til að taka á móti ferða-
mönnum og gera aðbúnað
þeirra sem beztan.
Ferðaskrifstofur, sem gera
hvaðeina til að greiða götu
ferðamannsins eru nálega á
hverju götuhorni í borgum
Þýzkalands oð þaðan eru skipu
lagðar hópferðir og einstaklings
ferðir um allt Þýzkaland, eftir
geðþótta hvers og eins.
Hér á eftir verður leitast við
að lýsa í stórum dráttum stöðu
landsins, skiptingu helztu borg-
um, verðlagi og helztu sam-
göngumöguleikum.
Staða Iandsins og pólitísk skipt-
ing.
Austurhluti Þýzkalands milli
fljótanna Oder og Memel er nú
undir pólskri og sovézkri stjórn
og miðhéruðin milli Thúring-
enskóga og Harzfjalla í vestri
og Oder-Neisse línunnar í
austri eru undir sovézkum yfir-
ráðum. Héruðin milli Norður-
sjávar og Alpanna eru undir
stjórn Vesturveldanna og
mynda Sambandslýðveldi
Þýzkalands með Bonn sem höf-
uðborg.
Sambandslýðveldið er um
95.744 fermílur og íll'iatala
þess nálægt 56 milljónum.
Helztu borgir þess eru Munsh-
en, Stuttgart, Wiesbaden, Ma-
inz, Saabrúehen. Dússeldorf,
Hanover, Kiel og Hansaborg-
imar Hamborg og Bremen.
Berlín stærsta borg Þýzka-
lands hefur verið undir stjórn
hernámsveldanna síðan 1945.
Samvinna Bandamanna rask-
aðist snemma júnímánaðar 1948
og síðan hefur Berlín verið
skipt í tvo hluta. Er annar und-
ir sovézkri stjórn og hinn und-
ir stjórn Bandaríkjanna, Bret-
lands og Frakklands. Vestur-
Berlín hefur í dag sama laga-,
verzlunar og efnahagskerfi og
þarafleiðandi sama gengi og
‘Sambandslýðveldið. Samsvarar
1 þýzkt mark ísl. kr 10.70.
Loftslag og Iandslag.
í Þýzkalandi ríkir temprað
loftslag, sem er þægilegt og
heilsusamlegt. Hitabreytingar
frá árstíð til árstíðar eru frem-
ur óverulegar. Meðalhiti jan-
úarmánaðar, sem er kaldasti
mánuður ársins er frá frost-
marki á láglendi niður í 9 stig
á fj|öllum. Sumarmánuðina er
meðalhiti á láglendi um 19 stig.
Vorið í Þýzkalandi boðar komu
sína í endaðan marz, þá springa
út fyrstu blómin í Ríndardaln-
um, á Bergstrasse, í suðurhlíð-
um Taunusfjalla og á bökkum
Konstanz-vatns. Hlýindi sum-
armánuðanna eru mikil en ekki
þrúgandi. Hitastig vatna og
fljóta er um 19 stig, oft hærra.
Á veturna eru fjöll allt frá
Harz til Alpanna hulin 2ja
metra þykkum snjó. Árstíð
vetraríþrótta hefst venjulega
um jólin í Þýzkalandi og stend-
ur yfir fram í marz, í Ölpunum
allt fram í maí.
Norður-Þýzkaland er nánast
ein stór slétta með fáum hæð-
u«t Landslagið er hins vegar
nijóg fagurt og fjölbreytilegt.
í flchleswig-Holstein eru hæð-
ii'mar skógi klæddar og víðar
sléttur breiða úr sér með fögr-
um og hljóðlátum vötnum.
Strandlínan er vogskorin og
við strendur Norðursjávar eru
lítil og friðsöm* fiskimanna-
þorp og stórir akrar. Lúne-
burgarheiðin milli fljótanna
Elbe og Aller er fræg fyrir
sérkennilega fegurð sína og
fjölbreytilegan gróður. Það sem
þó einna helzt laðar ferða-
menn til Norður-Þýzkalands
eru baðstaðirnir við Norður-
sjóinn, en í sambandi við þá
eru þægileg hótel og gististað-
ir.
Rínardalurinn hefur orðið
mörgum skáldum að yrkisefni
og listamenn hafa fest fegurð
hans á léreft við óteljandi tæki
færi. Rínardalurinn er tvímæla
laust einn af fegurstu ef ekki
fegursti staður Þýzkalands.
Meðfram Rínarfljóti eru skógi-
vaxnar hæðir, kastalar frá
miclöldum, vínekrur, lítil þorp
og krár, sem sérstæður þokki
hvílir yfir. I Rínardalnum er
þó ekki einungis fögru lands-
lagi til að dreifa, heldur eru
gamlar siðvenjur og búningar
og dansar í heiðri hafðir. Rín-
arfljót kemur upp í Alpaf jöll-
um og snýr farvegi sínum brátt
til norðurs milli Svörtuskóga
og Vogesenfjalla. Síðan rennur
fljótið í þröngum farveg gegn-
um Þak'hellufjöll (Skieferge-
birge). Við Mainz skilja um
390 fet milli bakka Rínar en
við hinn nafnfræga Lorelei-
klett eru aðeins um 370 fet
milli bakka hennar.
Milljónir ferðamanna flykkj-
ast árlega til Rínardalsins bæði
til að njóta hinnar óviðjafnan-
legu náttúrufegurðar hans og
hins milda og hlýja loftslags.
í miðhluta Sambandsiýðveld-
isins eru helztu einkenni lands-
lagsins skógi vaxin hálendi,
fornar borgir, kastalar og æva-
gömul virki. í upplöndunum
eru frægir hellar, og Sauer-
land og Siegerland eru fögur
hæðótt og skógi vaxin héruð
lygnum stfáðuvötnum og ám.
I umhverfi Harzfjalla eru gaml
ar borgir. Við rætur fjallanna
eru skógarnir Elm og Lapp-
wald.
Verðlag í Þýzkalandi.
Til að ferðast til V-Þýzka-
lands þarf vegabréf, sem fæst
hjá lögreglustjóra eða bæjar-
stjórnum og auk þess vottorð
frá m skattheimtunni. Flugfar-
gjaldið aðra leið til Hamborgar
er kr. 4.811, en 9.141 kr yfir
sumarmánuðina. Sérstök vor-
og haustfjargjöld eru í gildi
apríl-maí og september-októ-
ber. Er þá fargjaldið fram og
til baka nokkru lægra, eða
kr. 6.975.
Verð á hótelfaerbergjum er
að sjálfsögðu mjög mismun-
andi. Á snyrtilegum og þægi-
legum gististöðum í landinu
kosta herbergi frá kr. 70, morg
Unverður frá kr. 30, hédegis-
eða kvöldverður frá kr. 45. Sé
ætlunin að dvelja á gististaðn-
um a.m.k. 3 eða 5 daga, er
hentugast að semja við húsráð-
endur um fullt fæði, sem þá
ásamt herbergiskostnaði verður
dálítið ódýrara, eða um 130 kr.
á dag á mann. Þjónustugjald
er ætíð á reikningum og er
10% á veitingastöðum og minni
hótelum, en 150 % á þeim
stærri.
Farfuglaheimili eru starfrækt
víðsvegar um Þýzkaland, um
750 að tj>lu og standa þau opin
öllum þeim, sem hafa meðlima-
skírteini Farfuglafélagsins með
ferðis. Farfuglafaeimilin veita
húsaskjól og aðhlynningu við
mjög vægu verði og auk þess
er matsala í þeim öllum. Þeim
sem leikur hugur á að notfæra
sér farfuglaheimilin í Þýzka-
landi skal á það bent, að hér-
lendis starfar Farfuglahreyfing,
sem m.a. gefur út sitt eigið
blað.
Máltíð á þokkalegum mat-
sölustöðum í Þýzkalandi kostar
35-45 kr., á fyrsta flokks mat-
sölustöðum frá 56-160 kr. Þess
skal getið, að engin takmörk
eru sett fyrir þeirri fjárhæð,
sem ferðamenn mega hafa með
sér inn í landið eða út úr því.
FJölmargir veitingastaðir og
verzlanir ta'ka við erlendum
gjaldeyri. Hægt er að skipta er-
lendum gjaldeyri eftir vild í
bönkum, járnbrautarstöðvum,
hótelum og ferðaskrifstofum.
Ekkert gjald er tekið fyrir
muni, sem komið er með inn
í landið til persónulegra nota
(t.d. kvikmynda- og ljósmynda
véla, eða íþróttaáhalda o.fl.)
Sé ferðast með járnbrautar-
lestum er fargjaldið á öðru
farrými 8 pfenningar (í einu
marki eru 100 pfenningar sem
samsvara ísl. kr. 10.70) fyrir
hvern kílómetra. Á fyrsta far-
rými er fargjaldið 12 pfenning-
ar fyrir hvern km. Hægt er
að fá afslátt frá 10-35% eftir
því hve langt skal farið, en
þó því aðeins að farnar séu
báðar leíðir. Um helgar er af-
sláttur á farseðil báðar leiðir
25%, og sérstakt gjald er einn-
ig, ef um hópferðir er að ræða.
Sé ferðast í svefnvögnum er
gjaldið um 150 kr., og er þá
þjónusta innifalin. Verð á mál-
tíðum í járnbrautarlestum er
frá kr 50-85.00. Ferðaskrifstof-
ur hérlendis veita allar nánari
upplýsingar um ferðir járn-
brautarlestum, farartíma og
komutíma þeirra.
Þýzka flugfélagið Lufthansa
annast innanlandsflug þar í
landi, og geta íslenzku ferða-
skrifstofurnar enn sem áður
veitt nánari upplýsingar um
einstakar ferðir.
Þeir, sem flytja bifreiðir sin-
ar með sér til Þýzkalands eða
taka sér bifreiðir þar á leigu
skal á það bent að þar í landi
gildir hægri bandar akstur.
Þýzkir þjóðvegir eru með þeim
beztu í heimi og mjög vel við-
haldið. Þess má geta að benz-
ínlítirinn kostar í Þýzkalandi
frá 6-8 kr. Þýzku bifreiða-
klúbbarnir ADAC og AVD hafa
skrifstofur sínar í öllum helztu
borgum landsins og veita er-
lendum ökumönnum alla þá að-
stoð áem óskað er eftir, og gefa
auk þess út upplýsingabækl-
inga á ýmsum tungumálum.
Þessir kjibbar hafa á sínum
snærum viðgerðarþjónustu á
flestum þjóðvegum.
Ferðaþjónustan í öllum borg-
um Þýzkalands útvegar við
hóflegu verði túlka og leið-
sögumenn, sem gjörþekkja land
og þjóð. í hótelum, söfnum og
sögufrægum stöðum eru jafnan
menn, sem tala ensku og jafn-
vel Norðurlandmálin.
Bifreiðaleigur.
Ferðaskrifstofur hérlendis og
í öllum borgum Þýzkalands
veita alhliða upplýsingar um
fargjöld milli einstakra borga
og staða í Þýzkalandi, svo og
járnbrautarferðir um landið
allt. Bifreiðaleiga er á vegum
Cooks ferðaskrifstofunnar í eft
ir töldum borgum: Baden-,3ad-
en, Berlín, Bonn, Bremen, Köln
Frankfurt, Garmisch-Parten-
kirchen, Hamborg og Múnhen.
Farartækið er Volkswagen
1200. Bílnum er hægt að skila
hvarvetna í Þýzkalandi þar
sem Cooks ferðaskrifstofurnar
eru starfræktar. Gjald á dag
fyrir bifreiðina er um 400 kr.
fyrir hverja 100 ekna kíló-
metra. Fyrir hvern km. um-
fram þessa 100 er gjaldið 4 kr.
Sé bíll tekinn á leigu í heila
viku er gjaldið um 2300 kr.
Greiðslu út í ll'ónd, þegar bif-
reiðin er leigð, er ekki krafist.
Þess má geta, að Cooks ferða
skrifstofurnar í Þýzkalandi
skipuleggja 8 og 15 daga hóp-
ferðir um gjörvallt Þýzkaland
við hóflegu verði. Fyrir þá, sem
vilja njóta þessarar hentugu
þjónustu er ráðlegast að skrifa
eða leita til skrifstofu Cooks
í Hamborg eða Berlín. í Ham-
borg er heimilisfang skrifstof-
unnar — Cooks Office: 39. Ba.ll-
indamm, 2 Hamburg 1-. í Berl-
ín Wagon-Lits/Cook office 42
Kurfurstendamm, Berlín.
Einnig skipuleggur Cooks
ferðaþjónustan 12-15 daga
skemmtiferðasiglingu frá Lond-
on, í gegnum Rínarlöndin og
eftir Mosellefljótinu til Lux-
emborgar. Nánari upplýsingar
um þessar ferðir og aðrar hóp-
ferðir til og í Þýzkalandi veita
ferðaskrifstofur hérlendis.
Ýmsar upplýsingar. Hamborg.
Hótelherbergi í Hamborg er
hægt að panta hjá ferðaskrif-
Skemmtisigling á einu vatn-
anna í úthverfum Berlínar.
stofunum og flugfélögunum
hérlendis. Að öðru leyti er
hægt að fá upplýsingar og á-
bendingar um herbergi á skrif-
stofu Ferðamannasambandsins
í Aðaljárnbrautarstöð Hamborg
ar. Skrifstofan er við almenn-
ingssalinn, sími hennar er
32-69-17. Hún er opin frá
7-23.30. Tjaldstæði eru einnig
við Súderelbbrucke (milli hrað
brautarinnar og Wilhelmsburg-
er Reichsstrasse), og víðar J
borginni. Farfuglaheimili eru
fjölmörg í borginni og veitir
fyrrgreind skrifstofa einnig upp
lýsingar um þau.
Ökuferðir um borgina (inni-
falin ferð gegnum Elbjarðgöng
in) eru skipulagðar daglega
með klukkustundar fresti. Lagt
er af stað frá Hachmannplatz
fyrir framan Aðaljárnbrautar-
stöðina.
Tvisvar í mánuði kemur
„Hamburger Vorschhau“ út
með upplýsingum um allt, sem
geriist í óperunni, konsertífól-
unum og í leikfaúsunum. Þar
er einnig getið allra menning-
arviðburða næstu fjótán daga
í borginni.
Enginn, sem til Hamborgar
kemur getur látið hjá líða, að
koma við í dýragarði Hagen-
becks, sem er hinn stærsti og
Frá Rínardalnum