Morgunblaðið - 07.04.1966, Blaðsíða 7
Fimmlu<3a,gu* 7. apríl 1966
MORCUNBLAÐIÐ
7
að auðvelt er að rata eftir því.
í>að er ódýrasta leiðin til að
ferðast í borginni og oft auð-
veldara en að reyna að útskýra
fyrir hinum stirðu leigubíl-
stjórum. Fyrir þá sem eru seint
á ferð að nóttu, er gott að hafa
í huga að ilmandi frönsk lauk
súpa er á boðstólum undir morg
uninn í markaðshverfinu Les
Halles.
| í nágrenni við París eru líka
fornir sögustaðir, sem auðvelt
er að komast til. Hin skraut-
lega Versalahöll með sínum víð
lendu görðum er í aðeins 15
km. fjarlægð. Skammt er til La
Malmaisón, hallar Napoleons og
Jósefínu, svo og til Fontaine-
bleuhallar frá 16. öld. Á sumrin
eru gosbrunnasýningar og flóð-
lýstir garðarnir í Versölum og
Fontainbleau. Aðeins dagsferð
! frá höfuðborginni er einhver
fegursta kirkja, sem til er, 12.
aldar dómkirkjan 1 Chartres
með dásamlegum steindum
! gluggum. Gottnesk í stíl rís hún
eins og máttugt skip yfir akr-
ana í kring. Fleira er af merk-
um byggingum í nánd við Par-
ís, sem ekki er rúm að nefna
hér.
! Lengri ferð má takast á hend
ur, t.d. í Loiredalinn, þar sem
hver gamall kastali eða gömul
höll taka við af öðru í marg-
víslegum byggingarstílum. Hall
irnar eru opnar ferðamönnum
og hefur verið haldið við. Á
sumrin eru einstakar hallir oft
skrautlýstar á kvöldin og þar
flutt músik og talað mál. Á
haustin eru bændurnir í Loire
dalnum að þreskja vínþrúgurn
ar sínar í léttu vínin, sem þar
eru framleidd. Skipulagðar
ferðir eru frarnar frá París með
gistingu í Tour og skoði'*'---
ferðum í hinar fallegu
Komið er til hallanna
og Chaumonté hinar fög,
onceau-hallar í endurreisnarstil,
Chambord með sínum 365 her
bergjum, turnum og spírum og
gömlu teppa- og vopnasafni,
Blois með skrautlegum stiga í
innri húsagarði o. s. frv. Ef
ferðamaðurinn er kominn til
Tour, þá er reyndar ekki langt
til Mecca koniaksvina, héraðs-
ins og borgarinnar Cognac. Og
nokkru lengra suður frá er
Bordeaux, sem ekki síður er
fræg fyrir vín sitt. Aftur á móti
er hið fræga Champagnehérað,
þar sem freyðivínið er búið til,
i austurátt frá París. Uppskeru
tíminn er í september og byrjun
október. Er hreint ævintýri að
vera á þessum slóðum þá. Ef
farið er til Champagne, er sjálf
sagt að skoða hina frægu dóm-
kirkju í Reims, þar sem Frakka
konungar voru krýndir.
Nú skulum við snöggvast
snúa sjónum okkar til norðvest
urhluta Frakklands, þar sem
Bretagneskagi skagar út í At-
lantshafið, og þar sem víkingar
frá Noregi og Danmörku stofn-
uðu hertogadæmið Normandí,
eftir að hafa hertekið neðri dali
Signu á 8. og 9. öld. Þarna eru
fjöldi skemmtilegra, lítilla
þorpa, þar sem konur ganga í
þjóðbúningum og mennirnir
sækja sjóinn. Frá þessum þorp-
um komu frönsku fiskimennirn
ir, sem sóttu íslandsmið.
Á mörkum Normandy og
Bretagne er Mont-Saint-Michel,
sem ferðamenn á þessum slóð-
um ættu að sjá. í ár er einkum
ástæða til þess, því 28. ágúst
til 16. október er 1000 ára af-
mælis þessa eyklausturs minnzt
með hátíðahöldum, sýningum
og hljómleikum. Á þessum gran
ítkletti úti í sjónum er kirkja
og klaustur, sem byrjað var á
á 8. öld og bætt við í margar
aldir. Þar undu Benediktína-
munkar sér vel í 800 ár, en á
Napoleonstímanum var þetta
fangelsi. Varla er nóg að eyða,
eins og venjan er, nokkrum
klukkutímum á Mont-Saint-
Michel meðal þúsunda ferða-
manna, ýtt áfram eftir göngum
bygginganna af óþolinmóðum
fylgdamönnum. Það borgar sig
að eyða nótt í einhverju af
litlu hótelunum á eynni og
velja helzt tíma þegar tungl
er fullt og háflæði. Á kvöldin
verður undarlega hljótt og fag
urt á Saint-Michel. Sólarlagið
er unaðslegt á þessum stað og
í tunglskini verður klaustrið
svo óraunverulegt. En fylgdar-
mönnunum er vorkun þó þeir
ýti á eftir ferðamönnunum, sem
ætla í land, því svo mikill mun
ur er á flóði og fjöru á þessum
slóðum, að sjórinn gengur á
flóðinu yfir sendna grandann,
sem farið er eftir út í eyna. Og
svo fljótt fellur að, að stundum
væri varla hægt að hleypa hesti
undan sjónum. Auk þess eru
hættulegar sandbleytur víða í
sandinum. Ferðamenn í Nor-
mandí mega heldur ekki missa
af því að skoða refilinn fræga
í Bayeux, sem segir sögu Vil-
undir sig England. Rouen er
hjálms bastraðar er hann lagði
höfuðborgin í Normandy, þar
sem Jean d’Arc var brennd. Og
þarna á ströndinni er fjöldi
baðstaða, hinn frægasti Dau-
ville.
Það er vissulega um margt
að velja fyrir ferðafólk í Frakk
landi. Fjallaunnendur geta far-
ið suður í Baskalöndin í Pyren
eafjöllum. Þar eru lúxusstaðir
eins og Biarritz. Og þar er hin
heilaga heilsulind í Lourdes.
Eins má leggja leið sína í Alpa-
fjöllin með Mont Blanc og fræg
ir skíjastaðir í skugga þessa
hæsta fjalls, svo sem Megeve
og Chamonix. Fjallaklasinn nær
næstum niður á Rivieruna, og
HEIMSFRÆGT AMERÍSKT BLÖÐRU-
GÚMMÍ.
Einkaumboð:
ekki ónýtt að sameina ferð í
Alpafjöllin og á ströndina.
Rivieran, franska Bláströnd-
in, er leikvöllur Frakklands.
Meðfram bláu Miðjarðarhafinu
liggja hvítar baðstrendur og
klettavíkur, og ofan við þær
nær samfelld röð af bæjum og
litlum þorpum, allt yfirfullt af
ferðafólki. Þar eru frægustu
baðstaðir heims með sínum
stóru glæsilegu hótelum, svo
sem Nissa, Cannes, Menton,
Baulieu, St. Tropez og Monte
Carlo, og álíka eftirsótt fiski-
mannaþorp, svo sem Ville-
franche, Cap Ferrat og Cap d’
Ail.
Þó Monte Carlo tilheyri ekki
Frakklandi, þá er stór hluti af
bænum Frakklandsmegin við
landamærin, og örstutt þaðan
frá Nissa. í ár er sérstök ástæða
til að koma til Monte Carlo,
fyrir utan það að koma í hið
fræga spilavíti. Því þar er nú í
sumar haldinn 100 ára afmælis
hátíð með endalausum hátíða-
höldum, galaveizlum og ballett-
sýningum.
Einhvers staðar verður að slá
botninn í upptalningu á eftir-
sóknarverðum ferðamannastöð-
um í Frakklandi, og í þessari
grein verður það hér.
Að lokum nokkrar hagkvæm
ar upplýsingar. Bezti tíminn til
að heimsækja Frakkland er frá
maí til október, Vorið í París
er einhver yndislegasti tíminn
þar, en í ágústmánuði er borg-
in auð og tóm, allir Frakkar
farnir í sumarfrí. Franska mynt
in er franki, að verðgildi upp
undir 9 kr. íslenzkar. Verðlag
á hótelherbergjum er mjög mis
jafnt, lægra yfirleitt úti á lands
byggðinni og eins utan aðal-
ferðamannatímans. Þó er óhætt
að segja að ágætt herbergi fyrir
einn má fá í París fyrir 120—
150 krónur, en verð hækkandi
eftir því hve fólk vill mikið
óhóf. Yfirleitt borða gestir ekki
á hótelunum í Frakklandi. Allt
af má finna í nágrenninu lítinn
veitingastað með afbragðs mat
fyrir lítið verð. Matseðilinn er
alltaf í glugganum og þar hægt
að sjá verðið áður en inn er
gengið. Bezt er að líta á verðið
á aðalréttinum og reikna með
að máltíðin með víni kosti tvö
falt það verð. Stóru verzlunar-
húsin eru yfirleitt lokuð á
mánudögum, en opin á laugar
dögum, og margar minni verzl
anir einnig. Og leikhúsin loka
yfirleitt á þriðjudögum. Og loks
ekki þýðir að reyna að borða
á mjög stuttum tíma í veitinga
húsum, það er ekki ætlazt til
þess að fólk gleypi í sig mat-
inn í Frakklandi, enda er hann
nægilega góður til að njóta hans
vel.
ALLTAF FJÖLGAR V0LKSWAGEN
Ný gerð af Volkswagen:
V0LKSWAGEN 1600 TL
„FASTBACK
Hann er í sérflokki
Glæsilegur að öllu ytra og innra útliti
VOLKSWAGEN 1600 TL „Fastback“ er glæsilegur
bíll í sérflokki að öllum ytri og innri búnaði. Tvær
farangursgeymslur. 65 ha. loftkæld vél. VOLKS-
WAGEN 1600 TL „Fastback“ er fyrsti Volkswagn-
inn, sem er með diskahemlum að framan.
VOLKSWAGEN 1600 TL „Fastback“ er rúmgóður
5 manna bíll. Sérstæð framsæti, stillanleg og með
öryggislæsingum. Leðurlíki í öllum sætum, í toppi
og hliðum. Skemmtilegar litasamstæður. Aftari
hliðarrúður opnanlegar. VOLKSWAGEN 1600 TL
„Fastback“ er með sjálfstæða snerilfjöðrun á hverju
hjóli, heila botnplötu og hinn vandaða og viður-
kennda frágang, sem er sérkenni Volkswagen.
Komið, skoðið og kynnist honum at eigin raun
SVlMINGARBÍLL Á STAÐIMUM
HEILDVFRZLUNIN
HEKLA
Linduumboðið
Bræðraborgarstíg 9.
Sími
21240
Laugavegi
170-172