Morgunblaðið - 07.04.1966, Blaðsíða 14
14
MORCU N B LAÐIÐ
Fimmtudagur 7. apríl 1966
HEILLANDI OG RÓMANTÍSKT LAND
ÍRLAND er orðið mikið
ferðamannaland á seinni árum,
enda hefur stjórn írska ríkis-
ins (Éire) gert mikið átak til
þess að laða útlendinga til
landsins. Landið er fagurt og
gott yfirferðar; nýir vegir
liggja um það þvert og endi-
langt; það er afskekkt þarna
vestur í Atlantsliafinu og strjál
býlt; a.m.k. er það auglýst sem
írsk andlit. Eru írar Iíkir okkur?
Góður kaupandi óskar eftir
húseign
Ýmsar stærðir koma til greina.
Góð útborgun. — Tilboð sendist afgr.
Mbl., merkt: „Hagkvæm viðskipti — 9618‘
strjálbýlasta land í Evrópu.
Bíta margir þéttbýlisbúar á það
agn, axla sín skinn og halda
til írlands, þar sem þeir dvelj-
ast fjarri skarkala heimsins
uppi á indælum heiðum
við vatnaklið, þyt í laufi
og fuglasöng. Ekki sak-
ar að hafa hjá sér krús
með dökku og áfengu öli, hinu
ramma Guinness-öli.
Landsmenn eru líka kátir og
hafa gaman af að tala við ó-
kunnan ferðalang. Þeir gera
hvers hans bón og bjóða honum
með sér á kvöldin í næstu krá,
þar sem öl er drukkið ósleiti-
lega, sögur sagðar af merki-
legum konungum, sem uppi
voru á frægðaröld íra aftur í
grárri forneskju, og sterkum af
reksmönnum, sem áttu í höggi
við kæna klerka og lands-
drottna á síðustu öld. Svo er
farið að syngja. Af þessu má
sjá, að íslendingar ættu að
kunna við sig í hópi íra, enda
eru þjóðirnar víst meira en lít-
ið skyldar, þótt skammarlega
laust hafi þau frændsemisbönd
verið knýtt síðustu aldir.
★
Bezti ferðatíminn í Éire er
frá maí og fram í september.
Fyrir íslendinga er bezt að
fara til írlands með tvennu
móti. Annar kosturinn er sá að
fljúga frá Reykjavík til Glasg-
ow og þaðan til Dyflinnar.
Flugfarmiði fram og til baka
Reykjavík—Dublin mun kosta
7.079 kr. ísl. Hinn er sá að
fara með skipi til Leith eða
Edinborgar í Skotlandi (far-
gjald 2.200 til tæpar 4.000 kr.
aðra leiðina) og þaðan með
járnbrautarlest og ferju til
Dyflinnar (um 1.050 ísl. kr.
fram og til baka Edinborg—
Dublin).
★
írland er okkur kunnugt af
fornum sögum, og ekki sízt
sjálf höfuðborgin Dyflinn
eða Dublin. Á gelísku heitir
borgin reyndar Baile Atha Cli-
ath, sem verður víst ekki nema
3ja atkvæða orð í framburði,
en það nafn notar enginn nema
póststofan þar. Nafnið þýðir
Borgin við trjáflekavaðið. í
borginni búa um 535 þús.
manns, en í írska lýðveldinu
öllu bjuggu árið 1961 2.814.703
íbúar. Hafði þeim fækkað frá
allsherjarmanntalinu árið
1946, þegar þeir töldust 2.955.
107. Hin síðustu ár hefur dreg-
ið úr fólksflótta sakir erlendra
fyrirtækja, sem írar laða til
þess að láta reisa verksmiðjur
í írlandi. Fá fyrirtækin alls
konar fríðindi, svo sem skatt-
frelsi fyrstu árin, en í stað þess
hættir unga fólkið við að leita
sér að sams konar atvinnu í
Bretlandi, meginlandi Evrópu
og í Bandaríkjunum.
írska lýðveldið nær yfir
fjóra fimmtu hluta írlands.
Fimmtungur lands er undir
brezkri lögsögu að mestu.
Gistihús, matsölustaðir og
krár í írlandi em yfirleitt
fyrsta flokks um alla þjónustu
og viðurgerning. Hvort tveggja
minnir dálítið á veröld, sem
var, þ.e. sams konar staði á
meginlandi Evrópu fyrir árið
1914.
Loftslagið er milt, en nokk-
uð rakt úti við hafið sums stað-
ar. Frá aprílbyrjun og til nóv-
emberloka verður þar aldrei
kalt að heitið geti og sjaldan
óþægilega heitt. Suðurströnd
Írlands, og þá aðallega suð-
vesturhorn landsins, er mjög
suðrænt. Þar vaxa pálmatré og
ýmiss konar suðrænn gróður.
Landið minnir á Suður-Evrópu
að mörgu leyti, t.d. eru asnar
og múldýr þar algeng húsdýr,
enda virðast þessi dýr fylgja
kaþólskum sið. írar eru ramm-
kaþólskir og eiga sér lengri
kristnisögu að baki en flestar
Evrópuþjóðir. Þar er mikið um
trúarhátíðir og pílagrímsgöng-
ur til helgra staða.
írska strandlengjan er víðast
hvar einkar hentug til sjóbaða,
enda dregur hún ferðamenn að
í ríkum mæli. Góðar baðstrend
ur eru svo víða, að hver og
einn getur eignað sér sína
einkabaðströnd, þar sem
mannaferða er lítil sem engin
von.
Fornminjar eru miklar í ír-
landi, og er hægt að fara í sér-
stakar ferðir „aftur í miðald-
ir“ undir leiðsögn fróðra
manna.
írland hefur upp á margt að
bjóða, sem kemur þægilega á
óvart. Vesturströndin, þar sem
enn er hokrað í frumbýlings-
skap, og eyjarnar undan henni,
er heillandi land, og fólkið er
fornlegt en hlýtt í viðmóti við
ferðamenn. Römm kaþólska set
ur annarlegan blæ á þetta vest-
ræna land.
Þeir, sem hefðu hug á að
heimsæ*kja þetta sérkenmlega
og rómantíska land í sumár,
ættu að skrifa eftir upplýsing-
'
um og bæklingum til flugfélags
ins Aer Lingus, Vesterbrogade
6 C í Kaupmannahöfn, eða
beint til Irish Tourist BoarcL,
14 Upper O’Connell Street,
Dublin 1, Ireland (Éire).
* ÝMSAR UPPLÝSINGAR
Til írlands þarf passa, en
visum er ónauðsynlegt.
Menn mega taka með sér
eins mikla peninga inn í land-
ið og þeim sjálfum sýnist, og
í hvaða mynt sem er.
Að sumarlagi er meðalhitinn
milli 16 og 25 gráður á Celsi-
us. í júlí og ágúst getur verið
svalt á kvöldin, og um sjálfan
veturinn (nóvember til apríl)
er meðalhitinn milli 5 og 10
gráður.
10% drykkjupeningum er
bætt við á reikninga í gistihús-
um og matsölustöðum, en ekki
móðgast írskir þjónar, þótt við
sé bætt aukalega. Það er samt
óþarfi.
Allir talá ensku, eiginlega
fullmikið finnst sumum. Það
er-því óþarfi að hafa áhyggjur
af málinu fyrir þá, sem geta
bjargað sér á því máli. Gelísku
kunna margir, en hún er óvíða
notuð íra á meðal.
Mýbit og bitsnákar þekkist
ekki á írlandi, svo að menn
geta óhræddir haldið út í nátt-
úruna með börn, veiðistöng og
eiginkonu.
Kirkja heilags Kevins í Glendaloch.