Morgunblaðið - 07.04.1966, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 07.04.1966, Blaðsíða 31
Fimmtuéfagur 7. apríl 1966 MORGUNBLAÐID (þekktasti sinnar tegundar í heiminum. Um aðra merkis- staði og almenningsgarða er getið í ferðabaeklingnum, sem fást á öllum ferðaskrifstofum. Aðalverzlunargata Hamborg- ar er Jungfernstieg og hliðar- götur hans. Þurfi menn að gera skyndiinnkaup er hentugast að gera þau í Hamburg-Schapp skammt frá listahöllinni. Berlín. í Berlín hefur Ferðamanna- sambandið skrifstofur sínar í Charlottenburg, Fasanenstrasse 7/8 (sími: 24-000-11). í borg- inni er eins og gef- Ur að skilja fjölmargt að sjá og skoða, og yerður ein- ungis lítið brot af því talið hér I upp: Jurtagarðurinn, einri sá !• stærsti sinnar tegnudar i heim- Frá LuneburgarheiðL inum. Þar eru blóm og tré hvaðanæva úr veröldinni og í garðinum eru um 14.000 mis- munandi plöntutegundir. Júlíu- sarturninn frá 13. öld var eitt sinn rikisfangelsi og seinna rík- isfjárhirzla. Sigursúlan er 67 metra há og stendur á Gross- er Stern, en var reist árið 1873 á Königplatz. Dýragarðurinn, sem er stærsti garður .Berlínar- borgar. Óperuhús og leik'hús eru fjöl- nfórg í borginni. Fimm almenn- ingsgarðar eru í nágrenni borg- arinnar, þar af einn baðstaður, sem tugþúsundir ferðamanna heimsækja daglega. Baðstaður- inn heitir Wannsee-strandbad, og baðströndin er um 1 km. löng. í norðurhluta borgarinn- ar er Tegeler See, fallegt vatn með fjölmörgum eyjum og ganga ferjubátar á milli þeirra. Einnig er hægt að fá leigða báta á vatninu. Múnchen. Múnchen er ein fegursta borg landsins og hefur stund- um verið kölluð „hin þýzka Róm“. >ar er stærsti háskóli Þýzkalands, Háskóli Ludwig Maximilians, tækniháskóli og listaháskóli Bajaralands. Þar eru auk þess fjölmörg fræg söfn, til að mynda Deutsches Museum, sem er safn tækni og náí j.iruvísinda, hið stærsta sinn ar tegundar í heiminum. Safnið er staðsett á Isar-eyju við Lud- wigsbrúcke. Fjögur málverka- íl'ifn eru í borginni bæði með verkum gömlu meistaranna og nýrri verkum. Heimsfræg ópera er í Múnchen og fjöldi leik- húsa á heimsmælikvarða. Jurta- og dýragarður borgar- innar eru með stærri og veg- legri görðum sinnar tegundar í Evrópu. Allar ferðaskrifstofur borg- arinnar gefa upplýsingar um ferðir samgöngutækja til og frá borginni og skipuleggja hóp- ferðir í nágrenni hennar og henni sjálfri. Auk þeirra borga sem hér hafa verið nefndar eru fjöl- margar aðrar, sem þeir, er skipuleggja ferðalag til Þýzka- lands mega ekki gleyma í ferða áætluninni. Má þar nefna Köln, Bonn, Heidelberg, Mainz og Frankfurt am Main. - Ungverjaland Framihald af bls. 29 ar heita vatn frá Reykjum. Sigling á Dóná er og skemmti- leg tilbreyting t.d. fyrir íslenzk an ferðamann. í Budapest er fjörugt lista- líf, mikið um leiksýningar, óp- erur, söngleiki og músík yfir- leitt. Budapest hefur stundum verið kölluð „eldhús Evrópu“ vegna þess að þar er matar- gerðalist í hávegum höfð og mikill sómj'sýndur. Og þar sem matur er góður, þar er gott að vera. Xíngverskir kokkar þykja hreinustu meistarar og m.a. eftirsóttir í París. Ferðalangur í Ungverjalandi getur því feng- ið úr nógu matarkyns að velja og fengið framreiddan mat á margskyns vísu og við sitt hæfi. Ungversk vín þykja og með- al hinna beztu léttvína og eru Tokai-vínin heimsfræg, enda dýr og lítt neytt af almenn- ingi í Ungverjalandi, sem neyt- ir þó mikils af öðrum og ódýr- ari ungverskum vínum. Ung- verjar kunna vel að meta það að lyfta sér upp að afloknum vinnudegi, fá sér létt vín, hlusta á sígaunamúsikina, syngja með og njóta lifsins. Þetta er glaðvært fólk sem er þægilegt í viðkynningu. Og hvaða aðra ferðalanga hittir maður svo í Ungverja- landi? Þangað kemur fólk alls stað- ar að úr heiminum en lang- mest ber á Tékkum, Rúmenum, Sovétmönnum, A.-Þjóðverjum og Pólyerjum. Árið 1963 komu 585 þús. ferðamenn til lands- ins og aðrir 336 þúsundir höfðu þaf viðdyöl á leið til annarra landa. Ferðamannastraumurinn fer mjög ört vaxandai og þar sem Budapest hefur stundum verið kölluð „hlið Austur-Evr- ópu“ þá liggja þar margra veg- ir og alþjóðlegur blær er á öllu því er að ferðamönnum lítur. ísbúðin Lougalæk 8 — Sími 34555 — tS í FERMINGARVEIZLUNA ! ÍS TIL PÁSKANNA ! Vanilla — Súkkulaði Jarðaberja og nugat ÍS. Vanilla ÍS í lausu máli. ÍS-SÓSUR — ÍS-KEX Banana split — Milk Shake. f sbúðin Lougolæk 8 Opið virka daga kl. 14—23,30. Sunnudaga kl. 10—23,30. FYLGIZT MEÐ ATBURÐUM LIÐANDI STUNDAR í GÓÐU SIÓNVARPI HÉR FER ALLT SAMAN © 1. flokks sjónvarpstæki, EKCO hefur bæði kerfin, fallegt sjónvarpstæki, 23” dynavision skerm, ódýrt sjónvarpstæki. sem sýnir óvenju skýrar EKCO er framleitt af PYE fyrirtækinu á Bretlandi, er hefur 30 ára reynslu í gerð sjónvarpstækja og er þekktasti framleiðand- inn á því sviði á Bretlandi. myndir.__________________ EKCOgetið þér keypt með greiðsluskilmálum, eða sérstaklega hagstæðum staðgreiðslukj örum. EINKAUMBOÐ: ORKA H.F. ÚTSÖLUSTAÐIR: oor[?ica Laugavegi 178, sími 38000. RAF-YAL Lækjarg. 6 A, sími 11360, sem annast einnig vara- hluta- og viðgerðarþjónustu. HALLDÓR JÓNSSON HAFNARSTRÆIl 18 SÍMAR 23995 OG 12586 LÉTTASTA DÝNA f H E I M I Lystadun dýnan er falleg og MJÚG ÚDÝR. Veriff er með rennilás og auðvelt að þvo það. Það er hollt að sofa á dúnmjúkrl Lystadun dýnu, því hún er hlý — án þess að mynda raka.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.