Morgunblaðið - 07.04.1966, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 07.04.1966, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLADIÐ Fimmludagur 7. apríl 1966 LAND SÖGUFRÆGRA STAÐA Beersheba, borg Abrahams, seni er nú höfuöborg Nege v svæðisins ÍSRAEL er, þrátt fyrir ungán aldur ákaflega vinsælt og fjöi- sótt ferðamannaland, og er það mjög skiljanlegt þegar til- lit er tekið til þess að fá lönd veraldar hafa upp á jafn marga sögufræga staði að bjóða. Þar úir bókstaflega og grúir af stöð um, sem hafa orðið frægir úr Biblíunni, bæði úr Gamla- og Nýja testamentinu, og er úti- lokað fyrir ferðamann sem kemur þangað til stuttrar dval- ar að komast yfir að skoða þá alla. Israelsmenn gera líka ákaf- lega mikið fyrir ferðamenn, sem þangað koma. Þar eru fjölmargar ferðaskrifstofur, sem taka að sér að skipuleggja ferðir fyrir ferðamenn innan- lands, mörg og góð hótel og ótal fleira. Hér á eftir verður reynt að gefa nokkrar hagnýt- ar upplýsingar um land, þjóð, sögu hennar, helztu sögustaði, hvernig sé auðveldast að kom- ast til ísrael og lítillega sagt frá ▼erðlaginu. En í sambandi við síðastnefnda atriðið skal tekið fram, að það er breytilegt, og tölur þær sem hér eru birtar eru frá í haust. Landið ísrael liggur við austanvert Miðjarðarhaf, og telst það til Asíu. Það er 20.700 ferkílómetr- ,ar að stærð, en þar eru 445 fer- kílómetrar vatn. Fjarlægðin milli nyrzta og syðsta hluta landsins er um 425 km, en breiðast er landið suður af Beersheba eða tæpir 113 km, og mjóst við Eilarflóa í Rauðahafi eða aðeins tæpir tíu km. Lönd- in sem liggja að ísrael eru frá norðri til suðurs: Líbanon, Sýr land, Jórdanía og Egyptaland. Mestur huti Israels var til skamms tíma aðeins eyðimerk- ur og saltfen, en eftir sjálf- stæðisyfirlýsingu ísrael 1948 hafa orðið geysilegar jarðrækt- arframfarir í landinu, og sköp- uð þar góð lífsskilyrði fyrir meira en tvær milljónir manna, þar sem nokkrar þúsundir gátu áður naumlega framfleytt sér með hjarðmennsku. Þó er enn stór hluti landsins, t. d. eins og Negeveyðimörkin, en óræktað land, en stöðugt er unnið að því að þurrka fenin og veita vatni á eyðimerkurnar, og breyta landinu í aldingarð. Veðrátta í ísrael verður að teljast mjög hagstæð. Sumrin eru heit og sólrík, og veturnir mildir. Þó geta komið mjög heitir og þurrir dagar öðru hvoru, sem okkur norðurálfu- búum kunna að þykja óþægi- legir. Regntíminn nær frá nóv- ember fram í marz, og eru úr- komumestu mánuðirnir desem- ber, janúar og febrúar. Þjóðin og saga Gyðingar eru langstærsta þjóðarbrotið í ísrael, en einnig er þar nokkuð af Aröbum. Geysileg _ fólksfjölgun hefur verið í ísrael á undanförnum árum, sem sést bezt á því, að þegar ríkið gaf út sjálfstæðis- yfirlýsinguna 1948 var fólks- fjöldin 879 þús. en árið 1961 var hann orðinn 2.232.300. Stafar þessi mikla fólksfjölgun aðal- lega af þvi, að eftir sjálfstæðis- yfirlýsinguna tóku fleiri þús- undir Qyðinga sig upp frá þeim löndum, sem þeir höfðu ból- festu í, og fluttust búferlum til „fyrirheitna landsins". Ríkið hefur átt í miklum erfiðleikum að sjá öllu þessu fólki fyrir hús- næði, en fyrir geysilegan dugn- að og ósérhlífni hefur það þó tekizt, enda varið til þess miklu fé. Eins og áður segir, er einnig nokkuð af Aröbum í ísrael eða um 200 þúsund manns. Njóta þeir alveg sömu réttinda og aðrir fsraels-búar, og hefur fólksfjölgun einnig verið mikil meðal þerra. Lífs- kjör almennings í ísrael verða að teljast mjög góð, enda er vél væðing þar miki. —O— Vart hefur nokkur þjóð orðið að þola jafn miklar þjáningar og blóðtökur, fyrirlitningu og kúgun, og einmitt Gyðingar, og má það eflaust rekja til hinnar órjúfanlegu samheldni þessarar þjóðar, og hve hún hefur vernd að og varið trú sína á liðnum öldum. Engin vitneskja liggur fyrir um það, hvaða þjóðir voru frumbyggjar Paestínu, en vitað er að snemma ráðist þar inn í landið semískur þjóðflokkur, er kallaðist kanaanítar, og tek ið sér þar fasta búsetu. Sagan greinir frá því, að þjóðflokkur þessi hafi átt er stundir liðu fram, í stöðugum erjum við hirðingjaþjóð, sem nefnist ísraelsmenn eða Hebrear, og bjuggu fyrir sunnan og vestan landið. Fór svo um síðir að hirð ingjaþjóð þessi lagði andið und- ir sig. Þjóð þessi greindist í marga ættflokka, og var í fyrstu lítið samstarf þeirra á milli, en vegna stöðugar ófrið- arhættu af nágrannaþjóð einni gengu þessir ættliðir saman, og kusu sér sameiginlegan kon- ung, sem var Sál, og Biblían greinir frá. Eftirmaður hans var Davíð, og gerði hann Gyð- inga að stórveldi, og var fýrsti konungurinn sem ríkti yfir allri Palestínu. Salómon, sonur Da- viðs, tókst að halda stórríki föður síns saman meðan hann lifði, en strax eftir dauða hans um 930 f. k. klofnaði ríkið í tvennt. Var mikil sundur- þykkja með þessum tveimur ísraelsku ríkum, þrátt fyrir þær hættur sem stöfuðu af ná- lægum stórveldum. Fór líka svo að um tveimur öldum eftir dauða Saómons, að Assýríukon ungur gerði Ísraelsríki að assýr ísku landi, og herleidd flesta íbúana til fjarlægari landa. Einn af hinum miklu spámönn um þjóðarinnar hafði áður spáð svo fyrir þessu: „Fallin er mærin fsrael, rís aldrei aftur; flöt liggur hún á eigin landi, engin reisir hana.‘ - gsmœají gsj og næstu 2000 ár reikaði þjóðin föðurlandslaus um, og dreifð- ist víðsvegar um jarðir heims, enda þótt nær ætíð byggi nokk- ur hluti þjóðarinnar í Palestínu en ur^Iir áþján annarra þjóða. En mærin ísrael átti eftir að rísa aftur, þótt það tæki langan tíma. Á fyrsta Zíónistaþinginu, sem haldið var 1897 kom fram sú tillaga að Ísraelsríki yrði endurreist, og að Gyðingar sneru þangað aftur, eins og íhafði verið heitasta ósk þeirra í margar aldir. Tillagan hafði þar í för með sér, að þá þegar fluttust nokkur hópur Gyðinga til Palestínu. En hálf öld leið enn, þar til sá draumur rætt- ist, og á þeim tíma áttu Gyð- ingar eftir að verða fyrir þeirri mestu blóðtöku, sem nokkur þjóð hefur orðið fyrir. Það var þegar nazistar myrtu 6 milljón- ir Gyðinga í síðari heimsstyrj- öldinni. Árið 1947 var sett á laggirn- ar nefnd af hálfu Sameinuðu þjóðanna, til þess að kanna, hvort mögulegt væri að Gyðing ar gætu tekið sér búfestu í Palestínu. Lagði nefndin fram tillögu varðandi það, að land- inu yrði skipt milli Araba og Gyðinga, og var tillagan sam- þykkt á þingi Sameinuðu Þjóð anna. Hvorki Gyðingar né Ar- abar vildu sætta sig við þessa skiptingu, og upphófst nú hinn blóðugasti skæruhernaður milli Arabanna og Gyðinganna, sem flestir höfðu flutzt ti'l Palestínu strax eftir lok heimsstyrjaldar- innar síðustu. Nálægustu Araba ríkin veittu Arobum í Palestínu liðsinni, en Gyðingarnir gáfu sig hvergi, og þann 14. maí 1948 'lýstu þeir yfir sjálfstæði lands- ins. Var David Ben-Gurion kos inn fyrsti forsætisráðherra ísrael en Ghaim Weizmann fyrsti forseti þess. Hvað eftir annað kom til stór átaka milli Araba og Gyðinga, og var Palestínuvandamálið í mörg ár ein af helztu fréttum iheimsblaðanna, og hvað eftir annað f jallað um það á þingum Sameinuðu þjóðanna. Samein- uðu þjóðirnar sendu friðar- gæzlusveitir til Palestínu til þess að halda þar uppi friði og spekt, og tókst um síðir að koma þar friði á, en síðustu stórátökin urðu fyrir réttum tíu árum, er ísraelskar her- sveitir réðust inn á Gaza land- svæðið og tóku það af Egypt- um, en að lokum lauk þessari deilu svo, að Gaza var gert að 'hlutlausu landsvæði. Enda þótt nú ríki friður í Palestínu, er þó alls ekki gróið á heilt milili ísraels og Arabaríkjanna, sem umlykja stóran hluta landsins, og má enn lesa um það í frétt- um að skipzt hafi verið á skot- um á landamærunum. Helztu sögustaðir. Eins og áður segir, þá er Israel nokkurs konar „gósen- land“ sögufrægra staða. sem heillar ferðamenn, sem þangað koma. Allt of langt yrði að telja þá alla upp hér, en í stað þess látið nægja að drepa á örfáa, sem að líkindum eiga hvað mest ítök í hugum ferða- manna, Eru það aðallega stað- ir, sem frægir hafa orðið úr Nýja testamentinu, svo og nokkrir úr Gamla testamennt- inu. Fyrst og fremst skal nefnd borgin Jerúsalem, en hún hefur að geyma fjölmarga biblíulega sögustaði, og einnig eru all- margir staðir í næsta nágrenni við hana. Má þar nefna Gröf Jesus, Via Dolorosa, Golgata, Grátmúrinn og Betesdabrunn- in. Þá er öruggt að Betlehem heillar margan ferðalanginn, en þar gefst mönnum kostur á að skoða fæðingarkirkjuna, koma á Betlehemsvelli, og skoða fæðingarhellirinn. Margan mun líka eflaust fýsa að koma til Dauðahafsins og synda þar í saltasta vatni heims, og koma til Sodomu, sem er lægsti staður veraldar. Ennfremur má nefna Nazaret, þar sem Jesús ólst upp, og Cana, þar sem hann gerði sitt fyrsta kraftaverk. Þá er að nefna Acre, sem verið hefur mikilvæg hafnarborg allt frá dögum Fönekíumanna, Ein Hod, sem er frægt listamanna- þorp, og Eilat, hafnarborgina við Rauðahafið. Ferðakostraður og verðlag. Hagkvæmast myndi vera fyrir þann, sem hefði í hyggju að fara til ísrael að fara héðan fyrst til Lundúna, en þaðan fljúga fjögur flugfélög beint til ísrael. Eru það E1 Al Airlines, BEA, BOAC og Olympic Air- ways. Ennfremur fljúga níu önnur flugfélög til Israel, en með viðkomu í ýrnsum borgum Evrópu. Flugtími frá London til Tel Aviv með þotu er um 4% tími. Verð á flugfarmiðum frá London til ísrael er frá 9 þús kr. og upp í 13.500 kr. — Tvö skipafélög halda uppi bein- um farm- og farþegaflutningum til ísrael frá Englandi, og bjóða þau fyrsta farrými fyrir 6—12 farþega, og er verð farmiðana á skipum þessara skipafélaga frá 6.600 kr. og upp í um 10 þús. kr., aðra leiðina. Tekur ferðin um 10—20 daga. Þá er að sjálfsögðu einnig hægt að fljúga frá Lundúnum til einhverra borganna við Mið- jarðarhafið, og taka þaðan skip til ísrael, en um 10 skipafélög halda uppi ferðum til ísrael. Israel telst vera fremur ódýrt ferðamannaland, enda hefur sama hámarksverð í þjónustu við ferðamenn verið þar í gildi síðan 1964, enda þótt einhver verðþensla sé þar sem annars staðar. En ríkið leggur mikla áherzlu á að halda verðlagi á þjónustu við ferðamenn niðri til þess að stuðla þannig að auknum ferðamannastraum til landsins, m.a. með niðurgreiðsl- um ýmsum varningi, til þjón- ustufyrirtækja, gistihúsa og hótela. Verðlag á hótelum þar er því mjög sanngjarnt, og þau eru flest í fyrsta flokki. Enn- fremur er hægt að leigja her- bergi á einkaheimilum, á sam- yrkjubúunum víðsvegar í land inu og eins á ýmsum kristi- legum dvalarheimilum. Her- bergi þau, sem þessir staðir bjóða upp á, eru hin þægileg- ustu, og kostar gistisólarhring- urinn þar frá um kr. 200 og upp í kr. 400 með öllum máltíðum nniföldum. Langferðabifreiðir eru mest notuðu samgöngutækin í ísra- el, og er farmiðaverð með þeim mjög sanngjarnt. Þær halda uppi ferðum til allra helztu staða í ísrael, og er þjónustan í sambandi við þær hröð og góð. Járnbrautarlestir halaa uppi ferðum milli Jerúsalem, Tel Aviv, Haifa og Beersheba, og eru ferðir með þeim ódýrar, Þá má nefna fyrirbrigðið „She- rut“ leigubílaþjónustuna, sem þykir mjög hagkvæm, er ferð- ast er innan bæjar. Þá borgar farþeginn aðeins fyrir eitt sæti í bifreiðinni, sem tekur einnig aðra farþega, og fylgja bifreið ar þessar að mestu leiðum stræt isvagnanna í borginni. Eru ferð- irnar með þeim litlu dýrari en með strætisvögnunum. Að sjiglf sögðu er einnig hægt að fá í flestum aðalborganna. >á halda tvö flugfélög uppi áætlunar- ferðum milli ýmissa helztu borganna innanlands. íslendingar, sem fara til ísrael þurfa ekki að fá vega- bréfsáritun áður. Gjaldmiðill- inn í ísrael kallast íraelsk pund (IL), og er því skipt í 100 agor- ot. I einu ísraelsku pundí eru um 14 kr. íslenzkar. Ferða- mönnum r heimilt að hafa með sér 100 IL inn og út úr land- inu, þó með því skilyrði að þessi upphæð sé aðeins mynd- uð úr 1 IL og 5 IL peninga- seðlum. Hiin glæsilega og nýtízkulega Tel Aviv, sem er stærsta borg ís raels

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.