Morgunblaðið - 07.04.1966, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 07.04.1966, Blaðsíða 8
8 MORCUNBLAÐIÐ ' Fimmtudagur 7. apríl 1966 Með gesfrisnum frændum í fögru landi FÆRETJAR eru aS komast í tízku sem ferðamannalancl, þar sem fólk eyðir sumarleyfi sínu. Enn er þó ekki svo mikið um ferðamenn þar um helzta ferða mannatímann, að eyjarskeggjar komist í minnihluta, eins og hent hefur á sumum eyjum. Eyjarnar hafa upp á margt að bjóða, ekki sízt þegar ís- lenzkir ferðamenn eiga í hlut: Þangað er stutt og ódýrt að fara, þar er vinum og frændum að mæta, sem skemmtilegt er að kynnast, landslagið er stór- brotið og fagurt, Færeyingar varðveita ýmislegt merkilegt í þjóðháttum sínum, sem gaman og fróðlegt er að kynna sér, auðvelt er að ferðast milli eyj- anna, og dvalarkostnaður er tiltölulega lítill, miðað við önn- ur lönd, sem íslendingar sækja til. Til skamms tíma voru það helzt enskir og skozkir silungs- veiðimenn, sem héldu til Fær- eyja, því að mörg og sæmileg veiðivötn eru á eyjunum, en nú hafa Danir, Svíar, Norðmenn og Þjóðverjar „uppgötvað“ eyjarnar. Hinir síðastnefndu fara þangað ekki hvað sízt til að klifa í.björg og fara í göngu- ferðir um fjöllin. íslenzkur ferðamaður hefur sennilega mest gaman af því að ferðast ,4 rólegheitum“ um eyjarnar, tala við fólkið, skoða hina ein- kennilegu náttúru landsins, hvíla sig í þægilegu veðurfari um hásumarið, og bera saman siði Færeyinga og íslendinga. Sá sem hefur lesið Færeyinga sögu, áður en hann fer í Fær- eyjaför, nýtur ferðarinnar mun betur en ella. Það er skemmti- legt að rifja söguna upp, þegar farið er um sögustaðina, og ein- kennilegt að hugsa til þess, hve saga íslendinga og Færeyinga hefur verið nátengd um tíma. Auðvelt er að kynnast Fær- eyingum, og greiðvikni og gest- risni er þeim eðlislæg. Tungu- málið ætti ekki að vera neinn þröskuldur. Að vísu eiga fs- lendingar nokkuð erfitt með að skilja færeysku í fyrsta skipti, og talsverðan tíma tekur að venjast hljómfallinu og fram- burðinum, þótt oftast séu orðin þau sömu eða Mk þeim ís- lenzku. Færeyska ritmálið er hins vegar auðvelt að lesa. Á móti þessu kemur það, að mik- ill fjöldi Færeyinga hefur ein- hvern tíma ævinnar dvalizt á íslandi og getur brugðið fyrir sig blendingsmáli, sem báðir slálja, ef ekki hreinni íslenzku. Dönskukunnátta er almenn í Færeyjum, svo að íslendingar komast vel af með að nota skandínavísku sína. Enskukunn átta er einnig almenn, og munu færeyskir unglingeir t.d. ekki síðri íslenzkum unglingum um kunnáttu í því máli. • Hvernig komast menn til Færeyja? - Frá og með 3. maí nk. held- ur Flugfélag íslands uppi flug- ferðum til Færeyja frá Reykja- vík. Til Færeyja er farið alla þriðjudaga og til baka á mið- vikudögum. Lent er í Sörvági í Vogum (eynni Vágar), en þaðan farið með bíl og skipi til Þórshafnar (Tórshavn), sem er á næstu ey, Straumey (Streymoy), og er það skemmti legt ferðalag, sem gefur góða mynd af færeysku landslagi. Ferðin aðra leið kostar 2.204 kr. (með söluskatti), en báðar leiðir 4.138 kr. (m. sölusk.). Fargjaldið milli Sörvágar og ÞórShafnar er um 25 kr. fær- eyskar. Færeysk króna jafn- gildir hinni dönsku og kostar því 6.25 ísl. kr. Sameinaða gufuskipafélagið hefur skip í förum milli Kaup- mannahafnar, Þórshafnar, Klakksvíkur á Borðey, Trang- isvágar á Suðurey og Reykja- víkur allan ársins hring. Þeir, sem fara með skipum félagsins til Þórshafnar frá Reykjavík, koma því við í Klakksvík og á Suðurey í bakaleiðinni. Nú í apríl og maí fer ms. „Kronprins Frederik“ tvisvar í mánuði milli Þórshafnar og Reykjavíkur, en eftir það fer ms. „Kronprins 01av“ þrjár ferðir í mánuði. Fargjaldið aðra leið er frá 1.215 ísl. kr. til 2.120. Fæði og söluskattur er innifalið í þessu verði. Skipin fara kl. átta að kvöldi frá Reykjavík og koma til Þórs haifnar að morgni annars dags. Skipaútgerð ríkisins sendir ms. Heklu frá Reykjavík til Þórshafnar hálfsmánaðarlega frá byrjun júnímánaðar og fram í ágúst. Fargjaldið (m. sölusk.) er 960 ísl. kr. hvora leið. tAr í Þórshöfn er einkum um þrjá gististaði að ræða, Hotel Föroy- ar, Hotel Hafnia og Sjómans- heimið. Hotel Föroyar hefur einstaklingsherbergi frá 24 kr. dönskum og tveggja manna her bergi frá 42 kr. d. Máltíð kost- ar kr. 10 á virkum dögum. Þjón ustugjald er hér ekki meðtal- ið. Hotel Hafnia hefur eins manns herbergi frá 20 kr. d. og 2ja manna frá 38 kr. d. Máltíð kostar 9 kr. Þjónustugjald, sem er 15%, bætist við. Á Sjómans- heiminu eru eins manns her- bergi frá 15 kr. d., 2ja manna frá 24 kr. d., máltíðin kostar 5.50—7.00 kr. d. og þjónustu- gjald er hér innifalið. Auk þessara þriggja gisti- húsa eru „pensjónöt" í Þórs- höfn, og gistiherbergi eru leigð í nokkrum einkahúsum. ★ • Tórshavn Þórshöfn er sérstaklega skemmtilegur og „sjarmerandi“ bær. Margt er þar gamalla húsa, sem eru sérkennandi fyr- ir Færeyjar, og jetti enginn að láta undir höfuð leggjast að ganga „Gongin", sem eru götu- sund í miðjum bænum. Þórs- höfn er höifuðstaður í Færeyj- um, og þar búa rúmlega 9.000 manns, en alls eru Færeyingar um 38.000 og dreifast um átján eyjar. Tinganes gengur fram í sjóinn milli Eystara vágar og Vestara vágar, og þar var þing- staður Færeyinga til foma. Færeyska lögþingið er af fróð- um mönnum talið a.m.k þrjá- tíu árum eldra en íslenzka al- þingið. Þingstaðurinn er nú of- ar í bænum, skammt fyrir ofan Vaglið, sem er Lækjartorg þeirra Þórshafnarbúa, en Havnará rennur um bæinn miðjan, seinasta spölinn í lok- uðum stokki. Við Vaglið er ágæt bókabúð og gömul, P. F. Jacobsens Bókahandil (P. F. stendur fyrir Partafélagið = hlutafélagið). Verzlunin mun vera 112 ára gömul. Þar er hægt að kaupa færeyskar bókmennt- ir, gamlar og nýjar, en Færey- ingar hafa átt og eiga mörg góð skáld. Fyrir þann, er vill kynn- ast færeyskum þjóðsiðum og sögnum, er gott að kaupa „Fær- þsk Anthologi", sem Hammers- haimh gaf út 1886-1891 og fást mun Ijósprentuð. Þar er einnig hjegt að kaupa minja- gripi, sem kallaðir eru tinga- nest, svo sem útskorna muni úr Skjaldarmerki Færeyja. Hrút- urinn hefur lengi verið tákn Færeyja, enda þýðir nafn þeirra „Fjáreyjar", og hann er notaður í innsiglinu á Seyða- brævinu (Sauðabréfinu) frá 1298, skjali, sem kvað á um jarðaskipti, ítölu búfjár í haga og margt fleira. hvalbeini. Neðst við hofnina á Kóngabrú er Föroyskt heima- virki til húsa, þar sem heima- unnin vara er seld, aðallega peysur og fleiri prjónavörur. Þar er hægt að fá færeyska húfu og pyngju. Skrúðgarður mikill og fagur er ofar í bæn- um. Á einum stað er minnis- merki um Niels Finsen, sem fæddist í Færeyjum, og svipar því nokkuð til minningar- skjaldarins, sem er í anddyri Menntaskólans í Reykjavík. C Ólafsökan Þjóðhátíð Færeyinga, Ólaf3 ökan (Ólafsvakan) er 29. júlí. Hún er haldin í Þórshöfn, og þangað flykkjast allir, sem vettlingi geta valdið. Daginn áður fara menn að streyma að og heimsækja vini og ættingja, og um kvöldið hefst hátíðin með færeyskum dansi, sem gengur alla nóttina með glaumi og gleði. Eingilskur dansur er einnig dansaður, þ.e. nýju dans- arnir, en allir verða að komast í hringinn í færeyska dansin- um. Sporið er einfalt að læra, og eins geta menn lært viðlag- ið, en kveðið er fyrir dansinum allan tímann. Þegar svitinn fer að boga af dansmönnum, skjót- ast þeir út undir vegg og fá sér ákavítissnaps eða kaldan öl- sopa, en halda svo aftur inn í Sjónleikahúsið, þar sem hang- ir mynd af færeyskum leiklist- arfrömuði af íslenzkum ættum, Effersöe, en hann var ættaður frá Effersey við Reykjavík. Frá Þórshöfn er hægt að kom ast út um allar Færeyjar, og eru samgöngur mjög góðar. Bátar fara til allra eyjanna svo að segja daglega, strand- ferðaskip, mjólkurbátar o.s.frv. Hægt er að fá upplýsingar um ferðirnar hjá Föroya Ferða- mannafelag, sem er til húsa við höfnina. Áætlunarbílar eru í föstum ferðum og ódýrt með l>eim að ferðast. Leigubíla er auðvelt að fá í Þórshöfn, nema e.t.v um Ólafsvökuna. Frá Þórshöfn er sjálfsagt að bregða sér yfir á vesturhluta Straum- eyjar, en þar syðst er kóngs- garðurinn Kirkjubö (Kirkju- bær), sögufrægur bær, þar sem sama ættin hefur búið frá siða- skiptum. Þar býr nú Páll Pat- ursson, kóngsbóndi, sonur Jóannesar og bróðir Erlends, við mikla rausn. Hann talar ís- lenzku, enda er hann gagnfræð- ingur héðan úr Reykjavík. • 1 Kirkjubö í Kirkjubö er margt að skoða. Þar er hinn gamli bisk- upsgarður varðveittur eins og bezt má verða frá kaþólskri tíð. Uppdráttur af Þórshöfn. Frá höfninni í Eystara vági liggur S kansavegur (ómerktur) skáhallt upp á Skansin (lengst til hægri), þar sem vígi var til skamms tíma. Nokkru norðar er Jónas Broncks göta, kennd við Fære ying einn, sem gaf Bronx-hverf inu í New York nafn. Nr. 1 er skrifstofa Föroya Ferðamanna felags, nr. 2 Föroya Banki, nr. 4 er Föroya Landsbókasavn, stofnað 1828, og Föroya Forn minnissavn (áður Forngripagöy mslan), sem upphaflega var einkasafn, stofnað 1898. Það er mjög skemmtilegt að skoða. Nr. 10. er minnismerkið um Niels R. Finsen, nr. 13 Lögþingið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.