Morgunblaðið - 07.04.1966, Síða 13

Morgunblaðið - 07.04.1966, Síða 13
rimmtudagur T *prfl 1966 MORGUNBLAÐIÐ 13 Grænlands. Búa farþegar þá um borð allan tímann, og geta i farið í land í þeim höfnum, sem skipið sækir heim. j| f>á er einnig mögulegt að , fljúga til Grænlands og not- j; færa sér síðan skipaferðir inn- anlands, eða þotuþyrlur Grön- ■ landsfly. Vörur og verðlag | Verzlanir eru í flestum græn- lenzkum bæjum, og mun þar fást flest sú vara, sem á boð- stólum mundi vera t.d. í dönsku sveitaþorpi. Grænlandsverzlun- in rekur flestar verzlanirnar, en auk þess eru einnig í Græn- landi einkaverzlanir, sem eink- um verzla með sérvarning. Verðlag í Grænlandi er eilít- ið hærra en í Danmörku. Ýms- ar vörur, svo sem bjór, vín, tóbak, súkkulaði og sykurvarn- j ingur er töluvert dýrari en í j Danmörku. Grænlandsverzlun- j in hefur einkaleyfi á innflutn- j ingi þessa varnings, en þó er ferðamönnum leyft, samkvæmt reglugerð, að hafa með sér inn jj í landið % 1. af sterku áfengi, 1 j| 1. af léttu víni og eina lengju af sígarettum. Hvað kostar það? ( Hér á eftir skulu nefnd nokk- ur dæmi um, hvað kostar að ferðast til Grænlands, svo og | innanlands í Grænlandi, sam- i ikvæmt upplýsingum Konung- , legu Grænlandsverzlunarinnar. ! Alls staðar er átt við danskar krónur (100 kr. danskar jafn- gilda 624,50 ísl. kr.) Ý Með skipi frá Kaupmanna- höfn til t.d.: • Julianaháb Godtháb j Holsteinsborg Egedesminde j Jakobshavn kr. 800,00 — 940,00 — 1020,00 — 1080,00 — 1100,00 * í verðinu er fæði innifalið, drykkjarföng ekki. Venjulega er komið við í 2—4 höfnum, og hringferð kostar tvöfalt far- gjald til nyrzta staðarins, sem farið er til. ll Með flugvél frá Kaupmanna- höfn um Syðri Straumfjörð til t.d.: kr. (báðar leiðir) Godtháb 2541,00 j Hols'teinsborg 2231,00 ' Hgedesminde 2491,00 <í Börn milli 2 og 11 ára greiða I Ihálft fargjald. Börn innan 2 ára greiða 10% af fargjaldi. —. Grænland. Kortið sýnir ýmsa staði, sem ferðamenn myndu e.t.v. helzt hafa liug á að heimsækja. Vera í S-Straumfirði kostar um kr. 50 á dag. Með strandferðaskipi milli ein- | stakra grænlenzkra bæja: kr. Godtháb/Julianeháb 231,00 Godtháb/Holsteinsborg 144,00 Holsteinsborg/Egedes- minde 102,00 Egedesminde/Umanak 144,00 Egedesminde/Upernavik 193,00 i í Fæði er ekki innifalið í verð- inu, en kostar um kr. 25,00 á dag. Flugleiðis milii ýmissa græn- lenzkra bæja: kr. Godtháb/Julianeháb 480,00 Godtháb/Holsteinsborg 275,00 Holsteinsborg/Egedes- minde 165,00 S-Straumf jörður/Godt- háb 300,00 S-Straumsfjörður/ Holsteinsborg 145,00 S-Straumsfjörður/ Egedesminde 275,00 S-Straumsfjörður/ Jakobshavn 390,00 Ferðir Flufélags íslands Hér hafa verið rakin far- gjöld m.a. frá Kaupmannahöfn til Grænlands svo og innanlands iþar. Munu þó einkum far- gjöldin innanlands í Græn- landi eiga erindi til íslendinga, sem fara vilja til Grænlands, því eins og allir vita er óþarfi að fara fyrst til Kaupmanna- hafnar. Bæði er það, að flug- vélar á leið til Grænlands hafa hér oft viðkomu ,og er hægt að tryggja sér far með þeim flug- vélum hér. í gjaldskrá Konung- legu Grænlandsverzlunarinnar fyrir árið 1966 segir að það kosti kr. 500,00 að fljúga frá Reykjavík til Narssarssu- aq, og tvöfalt það gjald báð- ar leiðir. Sama fargjald er gef- ið upp fyrir ferð til Kulusuk. Ef menn æskja þess, geta þeir ugglaust fengið nánari upplýs- ingar um þessar ferðir með því að skrifa Konunglegu Græn- landsverzluninni í Kaupmanna- höfn. En raunar væri það að leita langt yfir skammt, því Flug- félag íslands hefur nokkur und anfarin ár haldið uppi sumar- ferðum til Grænlands. Hefur hér einkum verið um tvenns konar ferðir að ræða, svokall- aðar fjögurra daga ferðir til Narssarssuaq og eins dags ferð- ir til Kulusuk á austurströnd Grænlands. Hvort tveggja eru ferðirnar stórskemmtilegar og kostnaði öllum stillt í hóf. í áætlun Flugfélags íslands fyrir sumarið 1966 er gert ráð fyrir sex fjögurra daga ferð- um til Narssarssuaq í júlí og ágúst. Verður fyrsta ferðin far- in 17. júlí en hin siðasta 7. ágúst. f>á fjóra daga, sem ferða- mennirnir dvelja í Narssarssu- aq, eru skipulagðar nokkrar mjög skemmtilegar og fróðleg- ar ferðir. Nefna má bátsferð yfir Eiríksfjörð til Brattahlíð- ar, dagsferð eftir borgaris- prýddum Eiríksfirði yfir til bæjarins Narssaq, sem er næst stærsti bærinn í S-Grænlandi (1,000 íbúar). Höfuðatvinnuveg ur Narssaqbúa eru rækjuveið- ar og niðursuða. Á leiðinni til baka frá Narssaq er komið við í Itivdlek, en þaðan er aðeins 45 mín. gangur yfir til Igalike (Garða), en þar sat biskup ís- lendinga í Grænlandi og þar var þing þeirra. Þá er skipulögð gönguferð frá Narssarssuaq að skriðjöklinum fyrir innan flugvöllinn. Þar er landslag mjög hrikalegt og fagurt, og gefur góða hugmynd um landshætti á Grænlandi. Fjögurra daga ferð til Nars- Æarssuaq með Flugfélagi ís- lands kostar kr. 7.967 íslenzkar, og er fæði og gisting að Hotel Arctic innifalið í verðinu. í>á efnir Flugfélagið til 12 einsdagsferða til Kulusuk á austurströnd Grænlands. Verð- ur fyrsta ferðin í sumar farin 12. júní, en hin síðasta 28. ágúst. Þessar ferðir hafa verið ákaf- lega vinsælar. Farið er frá Reykjavík kl. 11:30 f.h. og flog ið til Kulusukeyjar, en hún ">r í mynni Angmagsalikfjarðar. Á Kulusukeyju og við Angmagsa- likfjörð eru helztu heimkynni hinna svonefndu Angmagsalik- eskimóa, sem Evrópumenn upp- götvuðu ekki fyrr en 1884. Nú búa um 2,000 Grænlendingar í Angmagsalikhéraði. Frá Flugvellinum í Kulusuk er um klukkustundar gangur til þorpsins Kap Dan, og þar geta ferðamenn af eigin raun kynnzt hinum frumstæðu lifn- aðarháttum. Þessi staður var Á SV-Grænlandi er Gósenland sportmanna og silungsgengd víða mikil. Grænlendingar beita stundum allsérstæðum veiðiaðferðum. T.d. er eitt helzta veiðarfæri þeirra tóm pilsnerflaska, sem girnislínu er vafið um, og siðan kastað fram af flöskunni. Er spónninn dreginn inn með því að vefja inn á flöskuna. Kasta Grænlendingar furðu langt með tækjum þessum. Myndin sýnir slíkar veiðar við Eiríksfjörð. þar til fyrir fáum árum ein afskekktasta byggð í heimi hér. Til Reykjavíkur er haldið sam- dægurs. Ferð til Kulusuk kostar kr. 3.230 ísl. Þá efnir Flugfélag íslands ennfremur til viku veiðiferðar til Narssarssuaq dagana 26. júlí til 1. ágúst, en upppantað mun vera í þá ferð fyrir löngu. Önn- ur ferð mun ekki farin í sumar, en e.t.v. að ári. Örfá heilræði Á SV-strönd Grænlands eru veður oft ákaflega fögur að sumarlagi, og dagar geta verið mjög heitir. Staðviðri, logn og blíða eru algeng ,en veðrið get- ur breytzt skyndilega. Búast mú við köldum vindum, er siglt er um firðina. Ferðamönnum er því ráðlagt að taka með sér góðan skjól- fatnað, t.d. hlýjar peysur, úlp- ur og þessháttar. Skófatnaður þarf að vera traustur, góður og helzt vatnsheldur. Loks er þess að geta að mý- flugur geta verið hvimleiðar, einkum i hinum skjólgóðu fjörð um. Er ferðamönnum því ein- dregið ráðlagt að hafa með sér mýflugnaolíu til þess að bera á hörund sitt. Slík olía kemur að góðum notum, og heldur mýinu frá. Olíuna má kaupa í flestum lyfjaverzlunum í Reykjavík, og einnig fæst hún á Reykjavíkurflugvelli, svo og í flugvélum Flugfélags íslands. Þá hefur ágæt olía til skamms tíma fengizt hjá Sölunefnd varnarliðseigna. Riviera norðursins Enda þótt ferðamaðurinn verði að búa við fremur frum- stæð skilyrði í Grænlandi, hverfur slíkt gjörsamlega í skuggann fyrir náttúrutöfrum landsins. Fæstir munu hafa reynt algjöra þögn í ríki nátt- úrunnar fyrr en þeir koma í hina grænlenzku firði. í Eiríks- firði og nærliggjandi fjörðvtm er harla lítið fuglalíf, einstaka máfar og hrafnar. Erni og fálka má þó alloft sjá. Að þessu frá- töldu er ekkert, sem truflar þar kyrrðina, utan drunurnar, sem einstaka sinnum 'heyrast, er risastórir borgarísjakar steypa sér kollhnís úti á firðinum. Það er ekki úr vegi að ljúka þessu greinarkorni með niður- lagsorðum Svisslendingsins Ernst Hofer, ljósmyndara og höfundar fullfallegrar bókar um NA-Grænland, „Arctic Rivi- era“: „Ég hef nú eytt fjórum sumrum í Grænlandi. Þegar ég nú lít yfir myndirnar í þessari bók, og óteljandi aðrar mynd- ir, sem ég kom með þaðan, minna þær mig á dásamlegt og fróðlegt tímabil, sem eytt var í þágu leiðangra dr. Lauge Koch. Þær minna mig einnig á stað, sem ég mun ávallt þrá að snúa aftur til — Rívíeru norðursins."

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.