Morgunblaðið - 07.04.1966, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 07.04.1966, Blaðsíða 5
j-iinmtudagur 7. apríl 1966 MORGUNBLAÐIÐ R SVÍÞJÓÐ TROÐNAR SLÖÐIR r KAUPMANNAHÖFN þarf varla að kynna fyrir Islending- um. Jafnvel þeir, sem aldrei ihafa til Danmerkur 'komið, hafa allljósar hugmyndir um það sem bíður ferðamannsins í Kaupmannahöfn. Frá Reykjavík er hsegt að komast daglega til Kaupmanna- thafnar yfir sumarmánuðina. Þangað eru hvorki meira né minna en 17 vikulegar ferðir, þegar ferðafj ötói beggja ís- lenzku flugfélaganna er lagður saman, þar af 17 með F.í — og auk þess flýgur Pan American eina ferð í viku. Eimskipafélag Islands og Sameinaða halda uppi reglulegum ferðum sem komu í Skotlandi, Sameinaða kunnugt er: Eimskip með við- með viðkomu í Færeyjum. | ★ FARGJÖLD. Flugfarið fram og aftur til Kaupmannahafnar kostar kr. 8,018, yfir sumarmánuðina. (Kr. 4,220, — aðra leiðina). Ferðin tekur 5-6 klst. að jafn- aði, þó skemmri tíma með þotu Pan Am. Vor og haust er 25 ,% afsláttur á fargjöldum flugfé- laga til Kaupmannahafnar og ýmissa annarra borga. Sjóleiðina er fargjald á I. far rými á Gullfossi frá kr. 8,120,- til 9,130,- — báðar leiðir (Helmingi minna aðra leiðina). Gullfoss fer hálfsmánaðarlega og er 4—5 sólarhringa milli Reykjavíkur og Hafnar. Með Sameinaða eru fargjöld á I. farrými frá kr. 7,100,- upp í kr. 9,100,-báðar leiðir ,én fyrir „lúxus-herbergi“ greiðist kr. 13,800,- (Helmingi lægra gjald aðra leiðina.). Kronprins Olav siglir frá Reykjavík með 10 daga millibili og er tæpa 4 sólarhringa til Kaupmannahafn ar. ★ HÓTEL OG MATUR. Danskur matur er mjög við hæfi íslendinga, eins og kunn- ugt er — þ.e.a.s. ef þeir eru ekki í megrun. Ágæta máltíð í þokkalegu veitingahúsi er hægt að fá fyrir ca. 60,00 krón- ur' íslenzkar ,en ef farið er á dýrari veitingaihús er verðið kr. 170.00 til 219,- fyrir þriggja rétta máltíð (alls staðar miðað við íslenzkar krónur), en það er líka góður matur. Ódýrustu hótelherbergi í Kaupmannahöfn (Missionshot- el) eru frá kr. 120,- yfir nótt- ina (eins manns), en segja má, að meðalverð á ódýrari hótel- um sé um kr. 200,-. Hæfilegt er að ætla sér eitthvað álíka til fæðis og annarra nauðsynja, Iþ.e.a.s. svipaða upphæð og eytt er í gistingu. Mjög góð hótel- herbergi fást fyrir 300—450 krónur, en hægt er að fá eins manns herbergi fyrir kr. 620,- í Royal Hotel — og kr. 900, — á Hotel Terminus, en miklu hærra er víst erfitt að komast. í bæklingi um hótelirí í Dan- mörku sést, að dýrasta tveggja manna herbergið í Kaupmanna höfn er fáanlegt í „Hotel 3 Falker“. Kostar það sem svar- ar ísl. kr. 2,100,- (matur ekki innifalinn), en meirihluti ís- lenzkra ferðamanna leitar sennilega ekki þangað. ★ DVÖLIN. Ferðamaður, sem kominn er í erlenda borg til þess að skoða sig um, byrjar venjulega á að fara í kynnisferð um borgina áður en hann fer út fyrir hana. Margir íslendingar, sem oft Sigling á norsku fjörðunum er hafa verið í Kaupmannahöfn, hafa aldrei komið út fyrir mið- hluta borgarinnar. En það er tiltölulega ódýrt að fara í hálfs dags skoðunarferð (Sight see- ing) og eftir það hefur fólk fengið góða heildarmynd af borginni. Upplýsingar um slík- ar ferðir svo og aðrar fást í hverju hóteli, eða ferðaskrif- stofu. Völ er á stuttum ferðum um Danmörk. Fjögurra daga bíl- ferð um Sjáland og Jótland, fræga staði og fagra, kostar um kr. 4,000,- og er þá allt innifal- ið ,einnig gisting og matur. Þegar keyptur er farmiði hér og jafnframt greitt fyrir hótel og ferðalög erlendis (Inclusive Tour) má reikna með, að kostn aður sé nálægt kr. 1,000,- á dag ef um hálfs mánaðar ferðalag er að ræða. Ef ferðin er lengri er kostnaðurinn tiltölulega minni pr. dag. Mikil og stöðug ferðalög erlendis eru þá ekki innifalin, en rétt er að leita ná- kvæmra upplýsinga um kostn- að „óskaferðarinnar" hjá ferða- eftirsótt. skrifstofu. Það kostar ekkert. ★ FRÖÐLEIKSMOLAR. Tivoli í Kaupmannahöfn er opið frá kl. 9 að morgni til miðnættis yfir sumarmánuðina. I dýragarðinum í Höfn eru 2,500 dýr og er staðurinn fróð- legur fyrir börn sem fullorðna. Tvenns konar samtök danskra stúdenta annast barnagæzlu að kveldi fyrir hjón, sem fara út að skemmta sér. Kostnaðurinn er um kr. 30,- pr. klst. fyrir miðnætti, tíu krónum dýrara eftir miðnætti. — í Danmörku er mikið um að vera yfir sum- armánuðina: Listahátíðir, sýn- ingar, ráðstefnur og kaupstefn- ur. Æ fleiri ferðamenn fara í hálfgerða pílagrímsför til Od- ense, heimkynna H.C. Ander- sen. NOREGUR. ÞRÁTT fyrir okkar gömlu tengsl við Noreg hafa íslenzkir ferðamenn ekki sótt það land heim í ríkum mæli. Oft heyrist sagt, að Oslo sé stærsti sveita- bær í heimi — og gera menn þá ósjálfrátt samanburð á Kaupmannah|öfn og Oslo, en fyrrnefnda borgin er ólíkt líf- legri að næturlagi. Oslo er frið- sæl borg og vinaleg, en Nor- egur er mikið land og stórbrot- ið og hefur hvað fjölbreytni náttúrunnar snertir meira að bjóða en flest nágrannalönd okkar. ★ FARGJÖLD. íslenzku flugfélögin hafa á áætlunum sínum samtals fimm vikulegar beinar ferðir til Oslo í sumar ,en auk þess er ferð með Flugfélagsvél til Bergen um Færeyjar einu sinni í viku. Reglubundnar siglingar far- þegaskipa hafa ekki verið milli íslands og Noregs, en sé farið með skipi til Kaupmannahafn- ar er þægilegt og ekki kostnað- arsamt að komast þaðan áfram til Oslo. Flugfargjald til Oslo er kr. 7,367,- fram og til baka (kr. 3,887,- aðra leiðina). Fargjaid- ið til Bergen er það sama. ★ HÓTEL OG MATUR. Uppihaldskostnaður ekki ó- svipaður og í Danmörku. Fyrsta flokks hótelherbergi í Oslo kostar 400-500 krónur, en hægt er að fá þægileg herbergi í ódýrari hótelum fyrir 120 til 150 krónur — og jafnvel enn ódýrari í sveitahótelum. Sæmi- lega máltíð er hægt að fá fyr- ir 40-50 krónur, en á betri og dýrari veitingastöðum er matur inn tvisvar til fjórum sinnum dýrari — og væntanlega fara gæðin vaxandi í sama hlutfalli. Mjög margir erlendir ferða- menn í Noregi hafa með sér bíla sína — og ættu þeir að varast að blanda benzíni og brennivíni saman, því að lág- markshegning fyrir ölvun við akstur er 21 dagur í varðhaldi í þessu ágæta landi, samkvæmt upplýsingum New York Times. Miðvikudagar í Noregi eru ekki „þurrir" eins og á Islandi, en laugardagar og sunnudagar eru það aftur á móti. Þá eru vínstúkur lokaðar og frá því eru fáar undantekningajr og þá eingöngu hvað varðar afskekkt fjalla eða sveitahótel. Hins veg- ar eru létt vín og „sterkur" bjór á boðstólum um helgar sem aðra hluta vikunnar. ★ DVÖLIN. Þótt Oslo sé stundum sögð líkari sveitabæ en borg þarf enginn að láta sér leiðast í Nor- egi, því að það tekur meira en eitt eða tv(3 sumarfrí að skoða Noreg. Frá suðurodda til nyrzta tanga er álíka vegalengd og frá Suðuroddanum til Korsíka — og telji einhver, að norðan heimskautsibaug sé varla bú- andi, þá er sú kenning afsönnuð fyrir löngu í Noregi. Völ er á fjölbreyttum skipu- lögðum hópferðum — og ættu þeir, sem áhuga hafa á að skoða landið, að byrja þannig fremur en að ferðast mikið á eigin spýtur. Tólf daga ferð frá Osló með viðkomu í Berg- en og Þrándheimi kostar um kr. 8,000,- en í þessari ferð er farið um eitt fegursta hérað landsins. Þriggja daga ferð um norsku firðina (brottför frá Oslo eða Bergen) kostar um kr. 3,500,- og sex daga ferð um sömu slóðir kostar kr. 5,500,- og er þá allt innifalið. Þeir, sem áhuga hafa á að skreppa til Norður-Noregs geta farið í svonefndar „miðnætur- sólarferðir“ — allt frá eins dags ferðum norður til Bodö — til fjögurra daga eða lengri ferðalag til nyrztu byggða Noregs: Gist í Hammerfest, Lappabyggðir heimsóttar o.s. frv. Slíkur fj/jgurra daga ferð kostar t.d. kr. 4,500, og er þá farið með þotu frá Oslo. Allt innifalið. — Þeir, sem vilja fara enn lengra, geta komizt í veiðiferðir til Spitzbergen og er tryggt, að hver og einn kom- ist í skotfæri við björn, ef ekki með byssu — þá með ljós- myndavél! Þetta eru hálfsmán- aðar ferðir, mjög dýrar. Annars telja ferðaskrifstofur að hægt sé að reikna með um þúsund króna kostnaði pr. dag, ef farið sé í hálfs mánaðar ferð og keyptur farmiði þar sem allt er innifalið. I slíkum böggli yrðu lengri ferðalög þó ekki reiknuð með, en bættust aukalega ofan á. Sjá að öðru leyti það, sem sagt er um verð- lag í Danmörku. Það er ekki ó- svipað og í Noregi. SVÍÞJÓÐ. LAKASTAR eru samgöngur okkar við Svíþjóð af Norður- löndunum þremur, enda ferð- ast Islendingar ekki mikið þangað, þegar miðað er við þann fjölda, sem árlega fer í siglingu. Loftleiðir hafa við- komu í Gautaborg tvisvar í viku og þar með eru upptald- ar beinar „farþegaferðir" til Svíþjóðar. Flugfélagið hélt uppi samíl'ingum við Stokk- hólm um skeið, en þær ferðir lögðust niður fyrir mörgum árum. ★ FARGJÖLD. Flugfargjald. til Gautaborgar er kr. 8,018,- (aðra leiðina kr. 4,220,-) yfir sumarmánuðina. Sama gjald þótt farið sé um Kaupmannahöfn. Fargjald til Stokkhólms er krónur 9,611,- báðar leiðir og liggur þá beint við að fljúga um Kaupmannaihöfn og skipta þar um flugvél. Sparnaðurinn við Framhald á bls. 6

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.