Morgunblaðið - 07.04.1966, Blaðsíða 20
20 MORGU NBLAÐID Fimmtudagur 7. apríl 1966
VAGGA MENNINGAR OG USTA
1 Iiman landamæra írans í
dag, landsins sem er jafnvel
enn betur þekkt sem Persía,
eru hinar ævafornu og tignar-
legu rústir og minjar fyrstu
menningartímabila mannkyns-
ins.
Fyrsta glæsta menningar-
skeiðið fylgdi í kjölfar hinna
rótlausu og gáfuðu Aría, sem
réðust hvað eftir annað inn í
Iran og tóku sér þar bólfestu.
Bæði nöfn landsins komu frá
þeim, íran, sem merkir „land
Aríanna,“ og Persía, sem er
heiti þess ættbálks Aría, sem
hófst til hinna mestu mann-
virðinga undir forystu Kýrus-
ar. Það voru Aríarnir, sem gáfu
heiminum tvær þýðingarmestu
hugmyndir sögunnar, hina trú-
arlegu um einn guð og hina
pólitísku um heimsveldi.
Við hina fornu l/öfuðborg
Kýrusar mikla, Pasargade, má
enn sjá grafhýsi hans, sem
staðið hefur af sér veður og
vindá í 25 aldir. Frá Pasargade
héit Kýrus á 6. öld fyrir Krist
til að stofna heimsveldi sitt,
sem náði allt frá Miðjarðarhafi
til Indus-fljóts. Og hver þekkir
ekki nöfn eftirkomenda hans:
Kambýses, Darius, Xerxes, og
Artaxerxes. Það var Darius
mikli sem átti hugmyndina að
því að byggja hina stórbrotnu
og glæsilegu keisarahöll Perse-
polis og hann hóf það verk.
Það voru keisarar af ætt Sass
ana, sem stofnuðu nýtt, öflugt
persneskt heimsveldi um 220
e.Kr. og stóð það fram á sjöttu
öld er Arabar lögðu það undir
sig. Allt frá þeim tíma hefur
Múhameðstrúin sett svip sinn
á Persíu og menningu hennar.
Margar merkustu moskur og
aðrar byggingar, sem sjá má
í Iran í dag, eru frá tíma Safa-
vidættarinnar (1590-1730 e.kr.)
en þá náðu byggingarlist og aðr
ar listgreinar nýju hámarki í
Persíu.
íran nútímans er um þrefalt
stærra en Frakkland, eða rúm-
lega 626 þúsund fermílur. Land
ið er að mestu á hásléttunni
milli Kaspíahafs og Persaflóa.
íran á landamæri að írak, Tyrk
landi, Rússlandi, Afganistan og
Pakistan. íbúarnir eru taldir
vera um 21 milljón.
Þingbundin konungsstjórn
hefur verið í landinu frá árinu
1907 og er þingið í tveim deild-
um. Þar ríkir nú Mohammed
Reza Pahlavi, sem ber titilinn
shah (konungur) og shahansh-
ah (konungur konunganna, þ.e.
keisari) fslendingar tala ætíð
Um írans- eða Persakeisara.
Róttækar þjóðfélagsbreyting-
ar eiga sér stað í íran í dag og
er keisarinn aðaldriffjöðurinn í
þeim. Hefur hinum víðáttu-
miklu landareignum tilíl'ilulega
fárra manna verði skipt upp
milli bændanna.
Landeigendur í Persíu töldu
eignir sínar hér áður fyrr, ekki
í svo og svo mörgum jörðum,
heldur þorpum og þeir ríkustu
áttu nokkur þúsund þorp.
Nútíminn hefur haldið inn-
reið sína í íran og má víða sjá
hin nýtízkulegustu IJis og bygg
ingar. Hröð iðnþróun á sér
stað í landinu og eru tekjurnar
af hinni geysimiklu olíufram-
leiðslu meðal annars notaðar
til að efla iðnaðinn. Helztu út-
flutningsvörur landsins eru,
auk olíuvara, baðmull, ull, húð-
ir, þurrkaðir ávextir og hin
frægu persnesku teppi.
Helztu framleiðsluvörur land
búnaðarins eru hveiti, bygg,
hrísgrjón, tóbak, te, ull og baðm
ull. Og ekki má gleyma því, að
Persar telja lambakjötið sitt
það bezta í heimi. Landið er ó-
hemju auðugt af málmum,
járni, kopar, - blýi og zinki og
hin geysimikla olía hefur gert
íran að einu mesta framleiðslu-
landi á olíuvörum í heiminum.
Loks er landið óhemju auðugt
af jarðgasi.
íran er mjög sólríkt land, en
loftslag er þurrt á hásléttunni.
Sumrin eru víða mj|ög heit og
vetur kaldir. Bezti tími til að
heimsækja landið er frá marz
til júní og september til nóv-
ember.
Þótt landið sé annaðhvort
kallað íran eða Persia þá er
tungumál íbúanna aUtnf kall-
að persneska. Það er af stofni
indó-evrópskra mála, en letr-
ið er arabiskt. Flestir lands-
menn eru múhameðstrúar, en
þó eru margir sem eru kristnir,
Gyðingatrúar eða aðhyilast
hinar fornu trúarkenningar
Zaraþústra.
Tímatal í Persíu er annað en
í Evrópulöndum. Þar hefst árið
þann 21. marz og er nú þar ár-
talið 1345. Föstudagur er hvild-
ardagurinn og þá er verzlunum
og skrifstofum víðast lokað.
Auðvelt er fyrir íslenzka
ferðamenn að komast til Pers-
íu, t.d. hefur SAS áætlunar-
flug frá Kaupmannahöfn til
höfuðborgarinnar Teheran og
reyndar er unnt að fljúga þang
að frá flestum stórborgum Ev-
rópu. Flugfar frá Reykjavík til
Teheran fram og aftur kostar
rúmar 30 þúsund krónur.
En áður en lagt er upp
til Persíu verður að fá vegn-
bréfsáritun í næsta íranska
sendiráði eða ræðismannsskrif-
stofu, en engin slík er í Ksykja
vík. ísland hefur hins vegar
ræðismannsskrifstofu í Teher-
an og er ræðismaðurinn Svíi,
Jacoib S. Mellegárd að nafni.
Þá verða menn einnig að láta
bólusetja sig við taugaveiki, kól
eru og ktíabólu til að komast
inn í landið.
Enginn mun sjá eftir því að
ferðast um Persíu. Þar opnast
nýr heimur — gjörólí'kur þeim,
sem Vesturlandabúar eiga að
venjast.
Verðlag er mjög hagstætt og
heimsækja, en menn verða að
vera þess minnugir, að íran er
víðáttumikið land og á sér
lengri og fjölbreyttari sögu en
flest önnur. Þess vegna eru
þessar ábendingar langt frá því
að vera tæmandi.
Teheran hefur verið höfuð-
borg írans frá 1794, en er talin
hafa byggzt fyrst á 9 öld e.
Kr. fbúarnir eru taldir vera um
tvær milljónir í dag. Mörg
sinn höfuðborg landsins (á 18.
öld).
Skemmtilegur bazar er í
Shiraz og má gera þar góð
kaup i ýmiskonar vefnaðarvör-
um. Rúmlega tveggja tíma flug
er til borgarinnar frá Teheran.
Persepolis, hin mikla keis-
araborg hins gamla heims, er
rúmlega 50 kílómetra frá
Shiraz. Það var Darius mikli
sem hóf byggingu PersepoJis,
en Xerxes og Artaxerxes héldu
Frá Isfahan — horft yfir torgiff frá bazarnum.
unnar, fjærst má sjá Shah-mos kuna.
Til vinstri má sjá hvolfþak
Luftullah-mosk-
talsvert lægra en gerist og geng
ur í Evrópulöndum. Er þá fyrst
og fremst átt við hótel og mat,
en hins vegar er verðlag meira
á reiki í verzlunum og á mark-
aðstorgum, því alls staðar er
prúttað. Menn mega alls ekki
vera feimnir við að prútta, því
Persar telja það ómissandi og
bráðskemmtilegan verzlunar
máta, og hann er það svo sann-
arlega, eins og þeir geta borið
vitni um, sem reynt hafa. Oft
er hægt að fá vönduðust og feg-
ustu gripi fyrir hlægilega lítið
fé á evrópskan maélikvarða, t.d.
hvers konar vefnaðarvöru,
smíðagripi úr kopar, túrkís
(turquoise), silfri og margs
konar áðrar handunnar vörur.
Þá má ekki gleyma hinum
heimsfrægu persnesku teppum,
en þau eru yfirleitt dýr, séu
þau vönduð, þótt unnt sé að fá
þau ódýrari en á Vesturlönd-
um.
Gjaldmiðill landsins nefnist
rial og samkvæmt opinberri
skráningu eru 215 rialar í sterl-
ingspundi og 75 í bandarískum
dollara. Lætur því nærri að
rúmir 57 aurar ísdenzkir séu í
rial.
Hér á eftir verður minnst á
örfáa staði, sem ferðamenn
ættu ekki að láta hjá líða að
Frá Persepolis — stiginn mikli og horft austur. Fremst á pallinum má greina „Hliff allra þjóffa“.
hótel eru í borginni og má með
al annars nefna hið stórglæsi-
lega Royal Teheran Hilton, sem
hinn frægi bandaríski hóteleig-
andi byggði í samráði við hót-
elbyggingarsjóð, er Persakeis-
ari kom á fót til að auka ferða-
mannastraum til landsins.
Þá má einnig nefna Hótel
Vanak, en forstjóri þess er
hálfíslenzkur, sonur persneskr-
ar konu og íslendings.
í höfuðborginni ættu menn
að skoða Golestan-höllina, sem
er safn en er ennþá notuð af
keisaranum fyrir móttökur.
Þarna má sjá marga fagra
gripi, m.a. gjafir, sem erlendir
þjóðhöfðingjar hafa sent Persa-
keisurum. Þá má nefna þjóð-
minjasafnið, listasafnið og hinn
mikila bazar borgarinnar.
Enginn sem til Teheran kem-
ur má láta hjá líða að skoða
hin stórkostlegu og ævintýra-
legu krúnudjásn, sem geymd
eru í Seðlabankanum, og eru
m.a. trygging fyrir gjaldmiðli
landsins. Hvergi í veröldinni
geta menn séð á einum stað
annað eins safn gimsteina, rúb-
ína, smaragða og annarra dýrra
steina, ásamt kórónum, háls-
menum, armböndum og veldis-
sprotum, gerðum úr fegurstu
steinum og málmum jarðarinn-
ar. Þarna er m.a. geymdur
stærsti demant sem til er,
Daria-i-Nur (Ljósahaf).
Isfahan, borgin, sem eitt sinn
var kölluð „hálfur heimurinn",
er talin vera 2.500 ára gömul.
Þangað er klukkustundarflug
frá Teheran. Glæsilegustu bygg
ingar borgarinnar eru frá tím-
um Safavid-ættarinnar. Má
nefna hinar undurfögru moskur,
9hah-moskuna og Lutfullah-
moskuna, Chehel Sotoon ('höll
hinna fjörutíu súlna) og
Isfahan-brýrnar.
Þá má ekki gleyma bazarn-
um í Isfahan, sem er áreiðan-
lega einhver bezti markaðs-
staður sem til er. Þar naá fá
fjölmarga handunna og listi-
lega gerða hluti fyrir lítið fé,
meira að segja án þess að
prútta, sem er þó hálf skemmt-
unin. Isfahan er líklegast sá
staður, sem ferðamenn hrífast
mest af í allri Persíu.
Shiraz er borg næturgala,
rósa, víns og fagurra kvenna.
Þaðan eru tvö ástsælustu skáld
Persa, Hafez og Sa’adi, og hafa
þeim verið reist fögur grafhýsi
í Shiraz. Borgin er fræg fyrir
garða sína og skáld, og var eitt
verkinu áfram. Alexander
mikli og kappar hans báru í
ölæði eld að þessu stórfenglega
mannvirki og lögðu það í rúst-
ir.
Persepolis gefur ferðamann-
inum betri hugmynd um mikil-
fengleik fornaldar en nokkuð
annað. Enginn sem séð hefur
gleymir Apadana-höllinni, stig-
anum mikla með lágmyndum
sínum, Hliði allra þjóða og
Höl'l hinn 100 súlna.
Pasargade, hin forna höfuð-
borg Kýrusar, er aðeins um 30
kí’lómetra frá Persepolis. Þar
má sjá grafhýsi Kýrusar, rústir
einkahallar hans og opinberra
bygginga.
Naghsh-e-Rustam, eða borg
hinna dauðu, er um 6 kílómetra
frá Persepolis og þar eru graf-
hýsi Dariusar mikla, Xerxes,
Daríusar II. og Artaxerxes I.
höggvin inn í bjarg. Grafhýsin
voru rofin fyrir mörgum öld-
um og rænd, en ferðamenn
mega skoða þau, ef þeir vilja,
Abadan, hin fjæga olúuborg,
er við mynni árinnar Shatt-el-
Arab (á Arabanna), sem skilur
íran og írak og fellur í Persa-
flóa. Abadan var lítt þekkt
þorp þar til árið 1909 er
brezk-íranska olíufélagið var
myndað til að vinna olíu á þess
um slóðum. Þarna eru geysi-
miklar olíuhreinsunarstöðvar
og stöðugar straumur skipa til
að sækja benzín og olíur. franir
hafa sjálfir að mestu tekið við
rekstri olíustöðvanna, en borg-
in ber þess greinileg merki, að
hún var byggð af Bretum.
Hitar eru miklir í Abadan og
mú búast við að mörgum ís-
lendingum þyki heldur mikið
af því góða. Frá Abadan er
unnt að fara með lest til hinnar
fornfrægu borgar Susa, sem
talin er meira en 4 þúsund ára
gömul. Þar hélt Kýrus hirð
sína, svo og í Babylon og
Ecbatana, en í Pasargade taldi
hann sig eiga heima.
Eins og áður er sagt er hér
aðeins drepið á fáa staði og
sleppt að minnast á fjölmarga,
sem vissulega væri ástæða tiþ
t.d. Kaspía'hafsströnd írans,
sem nefnd er persneska Riveri-
an.