Morgunblaðið - 26.05.1966, Page 11

Morgunblaðið - 26.05.1966, Page 11
Fimmtúdagur 26. ma! 1966 MORCU NBLAÐIÐ 11 Á leiðinni inn til Luxemborgar. F.h.: Ása, Elisabet, Margrét og Sigriður. Gjörfuleg og aðlaðandi flug freyja með dökkt hár og tindrandi augu nálgaðist með bros á vör og bauð hresúngu. Hún var þegin og stúlkan gaf sér tíma til að setjast niður1 og spjalla svolitla stund. Hún heitir Steinunn Sigurð- ardóttir og er dóttir Sigurð- ar Magnússonar blaðafulltrúa Loftleiða. — Flugfreyjustarfið getur verið mjög erfitt. Þetta er rólegt núna. Það eru ekki „nema“ 127 með. En verði 190 með heim eða full vél — þá verður ekki um það að ræða að setjast niður. Steinunn er búin að vera rúmt ár í flugi nú. — Mér leiddist starfið held tir fyrst. Mér fannst ýmislegt svo erfitt í byrjun sérstaklega Vökurnar og þetta eilífa næt úrrölt. En núna kann ég reglulega vel við mig. Það er með flugfreyjustarfið eins og öll önnur, að það þarf að venjast þeim, læra réttu tök- in á hlutunum, áður en met- ið verður hvort starfið fellur vel í geð eða illa. Og í biii hugsa ég ekki um annað starf. Þýðir ómar léttrar tónlist- ar, sem stöðugt hljóma þægi- lega í hátalarakerfi Loftleiða. vélanna, þögnuðu nú og ann- ar nýliði í flugfreyjuhópnum, Sigríður Claessen, tilkynnti á lýtalausri ensku og sænsku að innan skamms yrði lent í Luxemburg. Norsk flugfreyja tók við og tilkynnti hið sama á þýzku og síðan Geir á frönsku. Eftir það vissu allir hvað var að gerast. Eftirvænt ingin var vakin meðal far- þega, og fáum min. síðar snerti Bjarni Herjóifsson meginlandið mjúklega og þáttaskil voru í flugferðinni. I Það var varla hægt að fá nýju flugfreyjumar til að standa kyrrar á mynd. Ástæð an: verzlanir lokuðu eftir tæpan hálftíma og skóna fyr- ir stúdentsdaginn og sitthvað fleira varð á fá í þessari einu flugferð sem bauðst þar til að afloknum prófum. En Geir Andersen hafði stjórn á sínu fólki og myndin var óhreyfð með öllu. Það var þægileg tilfinning eftir að hafa stigið upp í flug vélina í Keflavík í köldum gusti og 5—6 stiga hita að stíga út í Luxemborg í 15 stiga hita og logni. , En þessum þægilegheitum var ekki veitt verðskulduð athygli fyrr em eftir kapp- hlaupið í verzlanirnar, en þá hittist hópurinn á hóteli Loft leiðafólksins. Þar er Loftleiða fólkið eins og heima hjá sér — heiLsar starfsfólkinu sem fjölskyldumeðlimum. Var hið sama uppi á teningnum á þeim matsölustað er við he.im sóttum og víðar, enda var mér tjáð að svo vel væri Lbft leiðafólkið séð, að sums stað- ar fengi það ákveðinn afslátt í verzlunUnum og ýmsa aðra fyrirgreiðslu. Eftir að hafa lokið við dá- lítið seigá en bragðgóða steik, var sezt í kvöldhúminu á götuveitingahús og kjálkarn- ir hvíldir •— ég með bjór- glas, en Geir og flugfreyjurn- ar með kaffisopa. Þægileg til- vera í hlýrri kvöldkyrrðinni, dökkblár skýlaus himinn yf- ir en tren og fornfrægar út- flúraðar byggingar fursta- dæmisins eins og skugga- myndir allt um kring. Þetta tók enda allt of fljótt og innan skamms var Bjaomi Herjólfsson aftur á heimleið. Hóf sig á loft á slaginu 11 samkvæmt áætlun. Æfðar hendur hinna reyndari flug- freyja töldu allt og athug- uðu fyrir flugtak og þær verð andi fylgdust með af áhuga. Geir tók þær líka í „skyndi- pró“. Hvar er þetta geymt og hvar hitt, spurði hann. Sumt vissu þær annað ekki. Og hann lét þær þá finna það út af doðrantinum mikla, sem þær nema af á námskeiðun- um og ætíð er til taks í flug- véLunum með öllúm upplýs- ingum. Áður en farþegarnir komu um borð gafst ráðrúm til að ræða við Elisabet Paulsberg, glaðlega norska flugfreyju. Við veittum því athygli um morguninn að hún tók ein- staklega vel á móti nýliðun- um í starfinu og sagði þeira vel til. — Hvernig finnst þér að vera sem útlend flugfreyja á Islandi? — Það er ágætt. Ég kann mjög vel við mig. Ég byrj- aði 1. apríl 1965. Þá hófum við starf 8 norskar og enn erum við 3 í starfi hjá Loft- leiðum. Ein þeirra er gift — giftist íslendingi, svo henni hefur augsýnilega fallið hér á landL Elisabet talar ágæta ís- lenzku, hefur lært málið ein- ungis í starfi sínu og viðkynn ingu við íslendinga. — Þú ert ekki í giftingar- hugleiðingum? —• Nei, nei. Ég vil ekki binda mig strax. Mér þykir ágætt að búa á íslandi sem flugfreyja. Reykjavík er mjög skemmtileg borg, maður kynnist mörgum og þekkir svo marga. Ég kann reglulega vel við íslendinga. Þeir drekka e.t.v. helzt til mikið en þó svo sé slást þeir ekki eins og landar minir. En hins vegar ætla ég mér ekki nú að búa alltaf á íslandi. — Hvað varð þess vald- andi að þú gerðist flugfreyja? — Ég var einkaritari á skrifstofu og leiddist þetta fastmótaða starf frá kl. 9—4 dag hvern. Ég sá svo auglýs- ingu frá Loftleiðum og sótti um — og hér er ég. — Finnst þér skemmti- legra eða þægilegra að fást við farþega einnar þjóðar en annarrar? — Ja, ég tala þýzku vel og þess vegna finnst mér létt- ara að afgreiða Þjóðverja. En annars kann ég vel við alla og mjög vel við starfið. Ég á auðvelt með að kýnnast fólki og þess vegna finnst mér létt að annast farþeg- ana, segir þessi norska flug- freyja og brosir þessu vin- gjarnlega brosi sínu sem á ekki minnsta þáttinn í, hve auðvelt hún á með að kynn- ast ókunnugu fólki. ~K Flugfreyjurnar voru á sí- felldum þönum, skrifandi skil ríkin fyrir farþegana, sem flestir ætluðu til Bandaríkj- anna eftir stutta viðdvöl í Keflavík. Þær nýju eða verð andi tóku virkan þátt í starf- inu og gekk vel. Starfið tók því styttri tíma en venjulega og þá náðum við tali af einni hinna „nýju“ Sigríði Claes- sen, og spurðum hana um fyrstu reynslu hennar af starfinu. — Þetta er ekki eins slæmt og ég hafði óttast. Ég var svo hrædd um að ég myndi missa bakka eða eitthvað þess hátt- ar. En það eina sem skeði var að ég missti bréfform í kjöltu farþega. Forimð var tómt og ekkert bagalegt skeði. Hann leit þá allillilega á mig — en það lagaðist. — Þú hefur brosað þínu blíðasta? — Já, þetta var ekki vilj- andi gert. — Hvaða starf yfirgefur þú vegna flugfreyjustárfsins? — Ég hef starfað í endur- skoðunardeild Loftleiða. Ég fæ nú lægra kaup og býst ekki við að verða nema sum- arlangt — ef ég verð ráðin. — Af hverju það? — Ég held mér myndi leið- ast að hanga 2-3-4 daga eins og áhafnirnar gera stundum á veturna. Á sama hátt leið- ist mér að sitja inni á skrif- stofu sumarlangt og vildi því breyta til. — Hvernig finnst þér nám skeiðin hjá Loftleiðum? — Þau eru allerfið. Nám á hverju kvöldi og um helgar einnig. En kennararnir eru af ar liðlegir og elskulegir. — Hvað finnst þér verst við starfið eftir þennan fyrsta dag? — Ætli það sé ekki það að lesa tilkyningarnar í hátal- arann. Það er að vísu utan- bókarlærdómur, en manni hættir til að ruglast á nöfn- um, því þegar þetta er lært er ávallt notað nafn Kristins Olsens sem flugstjóra og sama flugvallarnafnið, og hætt er við að þau komi ósjálfrátt að minsta kosti i byrjun. í samtalinu kom 1 ljós að Sigríður talar ensku" og snæsku vel. Hún hefur verið í Svíþjóð og í Bandaríkjun- um á vegum American Field Service. En ver treystir hún sér í frönsku og þýzku þó hún hafi lagt stund á þau mál í MímL Sigríður Fanney Jónsdóttir heitir önnur verðandi flug- freyja. Hún er í 6. bekk mála deildar Menntaskólans og verður stúdent í vor — ef allt fer að óskum. — Þetta er mikið erfiðara en ég gerði mér grein fyrir, enda ferðin löng. En ég heid þetta sé mjög tilbreytingarík atvinna. Ég fékk þessa hug- dettu í vetur að gerast flug- freyja, en mig hefur ekki dreymt um það sem starf næstu árin. Þó myndi ég vilja vinna að minnsta kosti eitt ár nú eftir stúdentspróf- ið, áður en ég hugsa um frek ara nám, — Hvernig fannst þér nám skeiðið? —• Mjög fróðlegt og skemmtilegt. Þar lærist ýmis legt sem hvergi gefst tæki- færi að læra annars staðar. Annars held ég að þrátt fyrir gott námskeið þá sé reynzlan bezti kennarinn. — Fannst þér dagurinn erf iður? — Já. En það var ekki sízt af því að við hlupum í búð- irnar í stað þess að hvíla okk- ur. Það er Hka líkamlegt erf- iði að bera fram matarbakk- ana. — En viðskiptin við farþeg ana? — Þau gengu snurðulaust, en ég var dálítið taugaóstyrk. En Geir og Erna voru alltaf á næstu grösum til aðstoðar. — Hvernig finnst þér að góð fiugfreyja eigi áð vera? —■ Hún á að vera eins eðli- leg og hún getur. Hún á að láta farþegana finna hjá sér öryggi og rólegheit og þá þægilegu tilfinningu að hægt sé að treysta ílugfreyjunni og njóta ferðarinnar. ~K Surtsey var nú skammt undan og þessi 15 tíma „sigl- ing“ senn á enda. En í lokin gaf Ása Hjartardóttir, sem vár 1. flugfreyja í þessari ferð sér tíma til að tylla sér Framh. á bls. 25 Ferðafélagarnlr: f yztn röð t.v. talið að neðan: Ema Hjaltalín, Geir Andersen, yfirmaðr farþegaþjónustu Loftleiða, M.T. Wathger og Margrét Snorrad óttir. Miðröð að neðan Ragn Karlsdóttir, Guðný Kristjánsdóttir, Ása Hjartardóttir og Gyða Þórhallsdóttir. Roðin tb. a j neðan: Sigríður F. Jónsdóttir, Sigríður Claessen, Steinunn Sigurðardóttir og Elisabet Paub berg.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.